Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 37 HARALDUR EINARSSON + Haraldur Ein- arsson fæddist á Brúsastöðum í Þingvallasveit 26. april 1913. Hann lést í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar Harald- ar voru Þóranna Kristensa Jónsdótt- ir og Einar Olafs- son en fósturfor- eldrar hans voru Sigríður Guðna- dóttir og Jón Guð- mundsson bóndi og gestgjafi í Valhöll, Þingvallasveit. Eftirlifandi eig- inkona Haraldar er Helga Jak- obsdóttir og áttu þau tvær dæt- ur, þær eru 1) Gréta Sigríður, gift Hrafnkeli Þorvaldssyni og eiga þau einn son, Þorvald Skúla, og 2) Sigrún Jakobina, Harald Einarsson sé ég fyrir mér undir stýri á glæsilegasta ökutæki landsins, á sinni tíð. Sjálfur er hann glæsilega til fara, heimsborgaraleg- ur,_ virðulegur. Ég sé hann líka fyrir mér á gangi, dökkklæddan og snyrtilegan með hatt á höfði, skórnir gljáfægðir. Ég sé hann fyrir mér uppi í sumarbú- stað með skóflu í hönd að græða upp melinn; ég er átta ára gamall og Haraldur, sem er á besta aldri, er persónulegur vinur minn. Ég fæ að dvelja heila viku uppi í sumarbú- stað hjá Halla, eins og faðir minn einn hefur leyfi til að kalla Harald Einarsson, sem auðvitað er aldrei kallaður annað en Haraldur. Haraldur er heillandi persónu- leiki, nærvera hans sterk en hóg- vær. Svipmótið alvöruþrungið, gáfu- legt. Röddin djúp, lágvær; á yfir- borðinu er framganga hans klippt og skorin en undir niðri er hann kíminn og hlýr. Sérgrein Haraldar er lágvær en snaggaraleg þurrkímni að hætti bre- skra, sem fólkið í kringum hann áttar sig ekki alltaf á. Ég er ungur að árum og eins og aðrir landar mínir alinn upp á íslenskri fyndni og þegar ég kynnist Haraldi tekur það mig langan tíma að glöggva mig á því að menn geta verið fyndn- ir án þess að þurfa að tilkynna það sérstaklega fyrir fram, hvað þá eftir á. Haraldur beitir ósjálfrátt þeirri tegund svipbrigðatækni, þegar hann spaugar, sem kölluð er meðal at- vinnu-kómíkera „dead-pan“ (án svipbrigða) en það er sérlega óís- lenskt fyrirbrigði en að sama skapi fágað pg áhrifaríkt. Haraldur er myndarlegur maður, grannur og skarpleitur, dökkur á brún og brá. Augnsvipurinn sterkur og tjáningarríkur. Háttvís, gætinn og vandvirkur. Mér finnst hann allt- af vera eins og „butler“ úr breskri skáldsögu. Stundum er hann eins og „sjóförinn" úr sömu skáldsögu, gott ef ekki „gardenerinn" líka, enda er Haraldur sannast sagna allt þetta í senn og meira til. Bítlamir hafa ekki enn hleypt heimdraganum og gatnamálastjóri er ekki tekinn til við að rykbinda bugðóttar götumar í Kleppsholtinu. hún var gift Grétari Karlssyni, sem er iátinn, og eiga þau tvö börn, Harald Þór, sambýliskona hans er Linda Hauksdóttir og eiga þau tvær dætur, og Eiínu Klöru, nem- anda í Háskóla Is- lands. Haraldur og Helga ólu einnig upp fósturson, Frið- þjóf Daníel Frið- þjófsson, hann var giftur Jakobínu Oskarsdóttir og eiga þau einn son, Friðþjóf Arnar, sem er giftur Helenu Magnúsdóttur og eiga þau fjðg- ur börn. Útför Haraldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Svartur kátiljákur ekur inn Selvogs- gmnninn. Rykmökkurinn stígur undan gljáandi vindskeiðinni. Har- aldur situr undir stýri. Hann beygir inn heimreiðina hjá Erlendi, forstjóra SÍS. Ég ímynda mér að Erlendur og Haraldur, sem eru allsendis óskyldir, séu bræður; þeir eru jú báðir Einarssynir. Ég geng líka með þær grillur í höfðinu að þeir bræð- urnir eigi SÍS í sameiningu. Annað kemur á daginn. Haraldur er úti í garði hjá Er- lendi. Utan yfir stífpressuðum jakka- fötunum klæðist hann hlífðarsloppi að hætti „gardeners11, eins og í ævin- týrabók eftir Enid Blyton. Hann er berhöfðaður. Það hef ég aldrei séð til hans áður. Barðastór hatturinn situr í framsætinu á kátiljáknum - eða var það rauði Bjúikkinn í þetta skiptið eða sá svarti; ég man það ekki glöggt. Haraldur er eingöngu látinn aka listivögnum. Hann slær garðinn. Ég stend hissa álengdar og virði fyrir mér þennan hávaxna og virðulega mann taka til hend- inni. „Af hveiju ert þú látinn slá garðinn, Haraldur?" spyr ég. „Ég hélt þú værir forstjóri." Haraldur stöðvar sláttuvélina, snýr sér að mér nokkuð brúnaþungur, allt að því sorgmæddur og segir: „Nei, ég er að vísu bara bflstjóri. En ég er látinn í allt það hættulegasta." Svo ræsir hann vélina á ný og heldur áfram að slá garðinn. Við emm upp í sumarbústað. Dagur er að kvöldi kominn. Við Haraldur emm einir. Lagt er á borð fyrir tvo. Við emm búnir að vera í sveitinni í fáeina daga og eigum eftir að vera fáeina í viðbót. Það er farið að ganga á birgðimar í búrinu. Mjólkurflaska með bláum, beygluð- um áltappa, hefur verið skilin eftir í gluggakistunni kvöldið áður til kælingar. Innihaldið hefur fengið að geijast í ró og næði yfir daginn og er á suðupunkti. Haraldur er búinn að elda. Nætursaltaðar gellur. Har- aldur skammtar okkur þegjandi og hugsi. Mér þykja gellur ekki góðar. Þær em raunar það versta sem ég veit fyrir utan skötu. En þær em hollar og ég vil ekki særa gestgjaf- ann. Ég ákveð því að bera harm minn í hljóði. Ég reyni að ímynda Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BjS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 HH mér að ég áé að borða ora-fiskiboll- ur og geri a.m.k. þijár tilraunir til að sporðrenna einum hundraðasta úr gellu en gefst upp. Fæ mér mjólk- ursopa og kúgast. Mjólkin er súr. Haraldur nartar I gellu og fylgist svipbrigðalaus með mér. Fluga suðar í gluggakistunni. Haraldur fær sér mjólkursopa. Ég fæ ég ekki betur séð en Haraldur súrni til augnanna rétt sem snöggvast. Hvorugur okkar mælir orð af vörum. Ég berst hetju- lega í hlutverki hins þakkláta gests en ég er ekki nema átta ára gamall og hlutverkið reynist mér ofviða. Ég gefst upp. „Haraldur,“ segi ég eins kurteislega og mér er unnt. „Mjólkin er súr. Og mér finnast gellur vondar." Haraldur leggur frá sér hnífapörin og segir loks, alvar- legur á svip: „Mér finnst það líka. En við verðum að láta okkur hafa það.“ Ég er sex ára. Ég á eitthvað bágt. Ég fæ að gista hjá Haraldi og Helgu á Hjallaveginum. Helga á stóra, fal- lega, hnausþykka gula potta. Hún á líka stóran amerískan blender eða var það rafmagnskaffikvöm? Helga býr til ævintýralega góðan frosting á brúnkökur. Ég get enn framkallað bragðið í munninum. Það er komið hádegi. Ég á að borða hafragraut. Vinir Haraldar og Helgu, Jón og Svenni, em í heimsókn. Svenni er sérlega skemmtilegur maður. Hann er fullorðinn en afar smávaxinn. Mér er sagt að hann sé dvergur. Ég vil ekki borða hafragrautinn. Haraldur riQar það upp með Svenna, þegar sá síðarnefndi var á mínum aldri og neitaði að borða hafragraut- inn. Haraldur snýr sér síðan að mér og segir áhyggjufullur: „Og það var þá sem hætti Svenni að stækka." Ég tek hraustlega til matar míns og klára hafragrautinn á svipstundu og bið um meira. Við Haraldur hittumst í afmælis- veislu. Hálfur fjórði áratugur hefur liðið frá því að við reyndum að borða saman gellur uppi í sumarbústað. Haraldur er orðinn talsvert roskinn. Við tökum upp þráðinn. Sem fyrr veitist Haraldi létt að græta mig úr hlátri með lágværum, þurrkrydd- uðum athugasemdum sínum. Rétt eins og gamall, rútíneraður kómíker, sem engu hefur gleymt. Og enn finn ég fyrir hlýjunni og öryggistilfinn- ingunni af því að vera í návist þessa manns, alveg eins og þegar ég var lítill. Elsku Helga mín, Gréta, Sigrún, Friðþjófur, tengdaböm og bama- böm: ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið algóðan guð að sefa sorg ykkar. Gísli Rúnar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ASGRÍMUR HALLDÓRSSON i + Asgrímur Helgi Halldórsson fæddist í Bakkagerði á Borgarfirði eystra 7. febrúar 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. mars og fór útförin fram frá Hafnarkirkju 3. apríl. Fáein kveðjuorð langar mig að setja á blað um sómamanninn Ás- grím Halldórsson, heiðursborgara og athafnamann á Höfn í Homa- firði, er kvaddi jarðlífið snöggt og óvænt þann 28. mars sl. Aðdragandi andláts hans varð aðeins fáeinar klukkustundir. Hann veiktist snögg- lega - stóra stundin, hinsta kallið var að koma. Ásgrímur var alveg sérstakur maður, góðvild hans og skilningur á því að menn þurfa svigrúm og að- stöðu til að njóta sin var óvenjuleg. Dugnaður hans, hjálpsemi og velvild var hreint og beint einstök. Ég efast um að auðvelt sé fyrir aðra en þá, sem reynt hafa, að skilja þann mikla mismun er varð á aðstöðu fólks og líðan hér í héraðinu, eftir að Ásgrim- ur tók við kaupfélaginu á Höfn, sem þá var eina verslunin í sýslunni og allir hlutu þvf að skipta við. Áður en hann tók þar við stjóm tíðkaðist allmikil harka í viðskiptum. Fólkið í héraðinu var fátækt og í þessari einu verslun var stundum erfitt að fá nauðsynjar. Það var eins og mað- ur væri horfinn aftur í löngu liðinn einokunartíma. Með Ásgrími breytt- ust viðhorfin rækilega. Hann skildi aðstæður fólksins og ef það gat ekki greitt upp skuldir sínar á haust- dögum með innleggi sínu, var algjör- lega hætt að fara um sveitimar og heimta og taka af bændum hluta líflambanna, svo ógeriegt var fyrir þá að fjölga búsmalanum. „Hvemig eiga bændumir að geta greitt, ef þeir fá ekki að stækka bústofninn," sagði Ásgrímur. „Kaupfélagið þolir vel að skuldirnar standi eitthvað lengur." Og hvað skéði? Byggðalög- in jafnt sem Kaupfélagið blóms- tmðu. Bændurnir fengu skilyrði til að stækka við sig og stóðu svo vel I skilum að Ásgrímur sagði mér að Kaupfélagið hefði aldrei tapað á því að liðka þannig til. Allir hefðu stað- ið við sitt, þegar þeir gátu. Ég vildi óska þess að jafn vitur maður á viðskiptasvipinu og Ásgrím- ur var, kæmi til sögu og aflétti t.d. kvótakreppu nútímans af sem flest- um sviðum atvinnulífsins - og ekki síst af bændastéttinni, sem hann skildi vel hve mikilvæg er þjóðinni. í stað þess illvilja, sem á þeirri stétt hefur dunið úr ótrúlegustu áttum undanfarin ár, hefði Ásgrímur vafa- laust tekið undir þessa stöku: Drottinn láttu dreifða byggð dalina áfram geyma, svo að eigi íslensk dyggð einhvers staðar heima. Eftir að Ásgrímur lét af kaupfé- lagsstjórastarfinu sneri hann sér að útgerð á Höfn og stofnaði fyrirtæk- ið „Skinney", sem hefur verið miksi- vægt atvinnulífinu þar og veitt fjölda manns vinnu og þar með sitt lífsvið- urværi. Þó aðalstörf Ásgríms væm við verslun og útgerð, gleymdi hann því ekki hve íslensk gróðurmold er gjöf- ul og góð. Hann var mikill áhuga- maður um ræktun, unni gróðri jarð- ar og sýndi það I verki t.d. með því að fegra og rækta, ásamt konu sinni, reitinn þeirra kringum sumarbústað- inn að Karli í Lóni, þar sem varð þeirra annar aðsetursstaður, einkum á summm. Skógrækt í héraðinu sinnti Ásgrímur af stórhug og dugn- aði. Hann stóð fyrir að Skógræktar- félag A-Skaft. keypti jörðina Hauka- fell á Mýmm, og sá um stórfellda útplöntun á tijám þar ásamt fleiru ágætu áhugafólki. Ásgrímur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Kona hans, Guðrún Ingólfsdóttir, var hans styrka stoð og hægri hönd alla tíð. Hún bjó honum og bömum þeirra gott heim- ili og var þeim sá bakhjarl sem aldr- ei brást, þó stundum gæfi á bátinn, eins og alltaf hlýtur að verða hjá þeim, sem í stónæðum standa. Það var 'Austur-Skatfellingum mikið lán að Ásgrímur og fjölskylda hans völdu sér hér starfsvettvang og þeir fengu þannig að njóta óvenjulegra mannkosta, áræðis, atorku og at- hafnasemi afburðafólks. Að leiðarlokum vil ég þakka vin- áttu þeirra hjóna í okkar garð og margar ánægjulegar samverustund- ir. Nú blasir við Ásgrími nýtt lífssvið og í huga mér hljóma þessi orð úr Heilagri ritningu: „Sá sem sáir með blessunum mun og með blessunum uppskera.“ Það fyrirheit hlýtur að tilheyra Ásgrími Halldórssyni og fylgja honum inn í eilífðina. Guð blessi hann og ástvini hans alla. Sigurlaug Ámadóttir, Hraunkoti. A GOÐU VERÐI 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur' Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.