Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 13

Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 13 FRÉTTIR Doktor í rafmagns- verkfræði • HÁKON Guðbjartsson lauk doktorsprófi í rafmagnsverkfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjun- um í janúar sl. Heiti doktorsrit- gerðarinnar er „Magnetic Reson- ance Imaging of Diffusion in the Presence of Physiological Motion" og fjallar um notkun seg- ulómtækni til myndunar á sveimi (diffusi- on), en slíkar myndir nýtast við greiningu á heila- blóðfalli. Leiðbeinandi var Dr. Samiil Patz við Brigham and Women’s Hospital, Harvard Medical Scho- ol, Boston. Dómnefndina skipuðu prófessor Martha Gray (MIT), prófessor Jacob White (MIT), Dr. William C. Karl (Boston Univers- ity) og Dr. Robert Weisskoff (Massachusetts General Hospit- al). Þessi nýja aðferð til myndunar á sveimi með segulómtækni er laus við þær hreyfitruflanir sem hingað til hafa staðið í vegi fyrir notkun sveimmynda til greining- ar á sjúklingum sem þjást af heilablóðfalli. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa þegar verið birtar í vísindatímaritum vestan hafs og tilnefndar til verðlauna í „Young Investigator’s Award Competiti- on“ sem „The Intemational Soci- ety of Magnetic Resonance in Medicine" stendur fyrir árlega. Til námsins hlaut Hákon styrki frá „The American-Scandinavian Foundation", minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og frá íslenskum aðalverktökum. Hákon lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, brautskráðist frá raf- * magnsverkfræðideild Háskóla ís- lands árið 1990 og lauk prófi til meistaragráðu frá MIT árið 1992. Foreldrar Hákonar eru Guð- bjartur Kristófersson og Guð- björg Tómasdóttir framhalds- skólakennarar. Hann er fæddur 30. mars 1966, kvæntur Magneu Arnadóttur, sem lýkur meist- aragráðu í flautuleik frá Boston University næstkomandi haust. Sonur þeirra er Guðbjartur, fæddúr í Boston 22. nóvember 1994. Sendifulltrúar til Súdan og Kenýa • HJÚKRUNARFRÆÐING- ARNIR Björg Pálsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir fór ný- verið utan til starfa sem sendifull- trúar Rauða kross íslands í Kenýa og S-Súdan. Sendifulltrú- ar Rauða kross íslands eru nú tíu talsins og starfa í níu löndum Evrópu, Asíu og Afríku. Hjúkrun- arfræðingarnir Maríanna Csillag og Hólmfríður Garðarsdóttir komu heim fyrir skömmu eftir að hafa lokið störfum sínum í Bosníu. Björg verður yfirhjúkrunar- fræðingur spítala sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur í Lokic- hokio nyrst í Kenýa. Þar er tekið við særðum vegna borga- rastyijaldarinnar í S-Súdan en borgarastyijöld hefur geisað þar í landi frá 1983 og er ekki útlit fyrir að lát verði á óöldinni. Þjálfun súdanskra lækna og hjúkrunarfólks er mikil- vægur liður í starfsemi spítal- ans. Þar er jafn- framt rekið gervi- limaverkstæði og endurhæfingar- stöð fyrir börn og fullorðna sem skaðast hafa í átökunum, ekki síst af völdum jarðsprengna. Talið er að um ein milljón jarðsprengna séu í jörðu í Súdan. Björg er með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross ís- lands. Hún hefur áður starfað í Taflandi, Afganistan, Kenýa og Jemen. Elísabet starfar hinum megin landamæranna á spítala sem Al- þjóðaráð Rauða krossins styrkir í Jupa í S-Súdan. Rauði krossinn stendur þar einnig fyrir fræðslu um mannúðarlög og dreifir úts- æði, áhöldum, veiðarfærum og mattil flóttafólks og heimilis- lausra. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Bleshæna hefur vetursetu BLESHÆNA hélt til í Fossvogin- um í vetur, þar sem hún kafaði gjarnan eftir fæðuúrganginum við Ora eins og sést á þessari mynd. Bleshænur eru árlegir vetrargest- ir á íslandi sem gista oft einhvem tíma. Vitað er til þess að þær hafa orpið nokkrum sinnum hér á landi, en þó án þess að hafa komið upp ungum. Bleshænan er auðþekkt á alsvörtum búningi, hvítri blesu og gogg. Bleshænur koma frá Evr- ópu þar sem þær eru algengar varpfuglar. Bæjarstiórn Garðabæjar Farið verður í eignarnám BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að 34 hektarar lands á Amameshálsi verði teknir eignar- námi, þar sem samningar við land- eigendur hafi ekki tekist. Benedikt Sveinsson forseti bæj- arstjómar, sagði að bæjarstjóm hafí samþykkt að farið yrði í eign- arnám á landi á Amameshálsi. „Það hafa staðið yfir samningaumleitanir um kaup á landinu en ekki gengið sarnan," sagði hann. „Það er mat okkar að við verðum að fara þessa leið.“ Sagði hann að vinnu við skipulag á Amameshálsi væri nánast lokið en að samþykkt hafi verið að hefja vinnu við skipulag á Hraunsholti ef svo færi að bærinn fengi ekki land- ið á Amameshálsi. Hraunsholt ligg- ur vestan við Hafnarfjarðarveg að Álftamesvegi og er í eigu bæjarins. IBALENO* 114 SELDIR! ÞRE- FÖLD aukning í sölu síðustu 3 mánuðíl Vandaður 3-dyra BALENO fyrir aðeins 1.140.000,-kr. 4-dyra BALENO fólksbíll fyrir aðeins 1.265.000,- kr. MEÐ: 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upp- hituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • sam- htum stuðurum. Geturðu gert betri bílakaup? Gerðu samanburð og taktu síðan ákvörðun. SUZUKI Afl og öryggi • m SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.