Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 28

Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ TÖKUM Á - TÆKIN VANTAR Tökum á - tækin vantar, er kjörorð Landssamtaka hjartasjúklinga sem standa að merkjasölu dagana 2. til 4. maí. Tilgangur söfnunarinnar er að afla fjár til kaupa á nýju hjartagæslutæki fyrir Landspítalann og landið allt auk tækja til bamahjartaskurðlækninga á íslandi. Þá er öllum almenningi boðið til fundar í Perlunni 30. apríl, þar sem fyrsta merkið verður afhent, flutt ávörp og Karlakór Reykjavíkur kemur fram. Nauðsynleg fjár- veiting um 30 milljónir króna „VIÐ mætum ágætum skilningi en til þess að geta sinnt fleiri barna- hjartaskurðaðgerðum þurfum við að eignast hjarta-lungnavél sem hæfir bömum,“ sagði Bjarni Torfason hjarta- skurðlæknir. „Við höf- um fengið loforð fyrir 10 milljón króna fjár- veitingu fyrir slíkri vél, en auk þess er kostnað- ur vegna handverk- færa fyrir skurðlækni um 5,5 milljónir króna. Nauðsynleg heildar- fjárfesting, ásamt tækjavæðingu fyrir sjúkdómsgreiningu hjartveikra bama, er því um 30 milljónir. Þetta er fjárfesting sem borgar sig.“ A síðustu sex áram hafa verið framkvæmdar 28 hjartaaðgerðir á Bjarni Torfason hjartaskurð- læknir börnum hér á landi eða 19% af öllum að- gerðum. Þar af vora 57%, eða 16 aðgerðir, skipulagðar en 43%, eða 12, vora bráðaað- gerðir. Veraleg aukn- ing varð á síðasta ári þegar 25% þeirra barna sem fóra í að- gerð, fóra í aðgerð á Landspítalanum. „Árangur er góður en meira getum við ekki með núverandi tækja- búnaði," sagði Bjarni. 141 aðgerð á börnum Bjami sagði að það vildi oft gleymast hvað hjartasjúk- dómar bama væra í raun algengir. Á síðustu sex áram hafa verið framkvæmdar 1.352 aðgerðir á fullorðnum og 141 aðgerð á börn- Hjartaskurðaðgerðir á börnum 1990-1995 H jartaskuröaðgerðir á böriuim á íslandi 1990-1995 28 aðgerðir á Islandi Hreinn sparnaður um eða um 10%. „Þetta er veruleg- ur hópur,“ sagði hann. „Það má búast við að það fari um 30 börn í hjartaskurðaðgerð á hveiju ári. Eg reikna með að þegar við verðum búin að tækjavæðast og koma öllu fyrir eins og við viljum þá getum við sinnt 3/t aðgerðanna.“ Tryggingastofnun greiðir um 2 milljónir króna fyrir hveija hjarta- skurðaðgerð bama sem fram- kvæmd er erlendis en aðgerð sem gerð er á Landspítalanum kostar um 850 þúsund krónur ef miðað er við hjartaaðgerð fullorðinna. „Þetta er beinn útlagður aðgerða- kostnaður en hreinn spamaður af þeim 28 aðgerðum sem gerðar hafa verið er því rúmar 33 milljón- ir,“ sagði Bjarni. „Þá má ekki gleyma hversu erfitt og kostnaðar- samt það er fyrir foreldrana að dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma að ógleymdum vandamálum eins og málleysi og áhyggjum og að vera fjarri fjöl- skyldunni. Einungis þeir sem hafa lent í því að vera sendir í hasti til útlanda með bráðveikt barn vita hversu erfitt það er.“ Yngstu börnin þriggja daga Um fimm börn bíða nú eftir aðgerð. Þau yngstu sem gengist hafa undir hjartaaðgerð síðastliðin sex ár era þriggja daga en þau Dánartíðni fer lækkandi ÞÓRÐUR Harðarson prófessor segir að dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og kransæða- stíflu fari lækkandi með hveiju ári hér á landi. Á áranum 1965 til 1970 hafi 20% þeirra sem lögð- ust inn á Landspítalann með kransæðastíflu látist en á síðasta ári létust um 5%. Þórður segir að nokkrar sveiflur séu milli ára en enginn vafi sé á að horfur kransæðasjúklinga hafi batnað umtalsvert. íslendingum hafi orðið betur ágengt í barátt- unni við æðakölkunarsjúkdóma en flestum öðram þjóðum. „Þennan árangur þakka ég góðri þjónustu íslenskra hjartalækna, hjarta- skurðlækna og annarra heilbrigð- isstarfsmanna og minnkandi vægi áhættuþátta, blóðfitu, háþrýstings og reykinga,“ sagði hann. Framfarir í rannsóknum Þórður segir að veralegar fram- farir séu í rannsóknum á æðakölk- un og í sameindalíffræði og sam- eindaerfðafræði. Þær muni gera mönnum kleift að skerast í leikinn á réttum tíma. Fram séu komin lyf er lækki blóðfitu og dragi úr dauðsföllum af völdum kransæða- sjúkdóms og heilaæðasjúkdóma um allt að 40%. „Lyfjameðferð í breiðum skilningi mun smám sam- an leysa ýmis önnur meðferðar- form af hólmi," sagði Þórður. „Ég vil gerast svo djarfur að telja að eftir 25 ár verði æðakölkun auð- veldlega stöðvuð og nýgengi henn- ar aðeins brot af því sem nú er. Ef til vill eram við nálægt há- marki í fjölda aðgerða hvað varðar hjartaskurðlækningar og útvíkkun á kransæðum, þótt þróunin hafi verið hröð á þessum sviðum og enn sé nokkurs að vænta, til dæm- is aðgerða með hjálp skurðsjáa, eins konar kíkis inn í bijóstholið, en slík tækni mun hafa í för með sér hraðari bata og skemmri legu- tíma.“ Hjartsláttar- truflanir Sagði Þórður að nýlega hafi hér á landi verið hafist handa við sér- hæfðar rannsóknir á hjartsláttar- traflunum og meðferð þeirra með útvarpsbylgjum. Sagði hann að margir sjúklingar með illvígar og langvarandi truflanir hafi hlotið góðan bata. Með stuðningi heilbrigðis- ráðherra hafi á þessu ári fengist fé til að byggja upp rannsókn- arstofu á Landspítal- anum og tækjavæða hana með tilliti til rannsókna á hjart- sláttartruflunum og meðferð þeirra. Hjörtu úr tilraunadýrum Þórður sagði að hjartaígræðsla væri oft lokastig meðferðar og spáir hann því að þótt skortur sé á hjartagjöfum verði bráðlega kleift að græða hjörtu úr tilraunadýrum, til dæmis úr svínum, í fólk. Vafa- laust yrði deilt um siðfræði slíkra flutninga en að lokum yrðu slíkar ígræðslur sjálfsagðar. Eldi slíkra dýra væri langt kom- ið, til dæmis í Bret- landi. Háþrýstingur ógnun „Háþrýstingur er ásamt kransæðasjúk- dómi ein alvarlegasta ógnun við heilsu manna,“ sagði Þórð- ur. „Til eru öflug lyf við meðferð á háþrýst- ingi og heilablóðföll- um hefur fækkað en ennþá er mikill fjöldi með háþrýsting á engri eða ófullnægj- andi meðferð. Hér er því verk að vinna.“ Sagði hann að stjómmálamenn gæfu oft í skyn að hlutdeild heilbrigðismála í þjóð- Þórður Harðarson prófessor Hjartagæslutæki gjörbreytti meðferð sjúklinga ÁRNI Kristinsson, yf- irlæknir á hjartadeild Landspítalans, segir að hjartagæslutækið hafi gjörbreytt með- ferð sjúklinga við hjartaþræðingar og kransæðaaðgerðir, en þessar aðgerðir eru einungis framkvæmd- ar á Landspítalanum. Hjartagæslutæki er gjörgæslutæki, sem tengt er'Við sjúkling- inn eftir aðgerð. Það skráir meðai annars hjartslátt, púls og blóðþrýsting auk hjartsláttaróreglu. Tækið sem verið hefur í notkun á Landspítalanum var orðið gamalt og úr sér gengið auk Árni Kristinsson, yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans þess sem það gat ekki sinnt því hlutverki að fylgjast stanslaust me_ð sjúklingnum. í febrúar síðastliðn- um fékk deildin nýrra og fullkomnara tæki sem nú er verið að safna fyrir í átaki Landsamtaka hjarta- sjúklinga. Nýja tækið annar sjö kransæða- sjúklingum samtímis og er það í stöðugri notkun. „Fyrir um 15 árum voru flestir kransæðasjúklingar skornir upp en með tilkomu kransæða- víkkana hefur vera- lega dregið úr aðgerðum," sagði Ámi. Á síðasta ári voru framkvæmdar rúmlega 200 kransæðaskurðað- gerðir en 340 kransæðavíkkanir, eða svokallaðar blástursaðgerðir, þar sem í sumum tilvikum var komið fyrir stálstoðgrindum í æð til að styrkja hana. Kostnaður við hveija kransæðablástursaðferð er um 100.000 krónur en erlendis kostar slík aðgerð 500.000 krón- ur. Benti Árni á að á síðasta ári hafi sparast um 14 milljónir á þessum 340 blástursaðgerðum á Landspítalanum. „Nú fer enginn sjúklingur utan í aðgerð nema örfá börn og þeir sem þurfa ný líffæri,“ sagði hann. Heim eftir sólarhring „Hjartagæslutækið gerir það að verkum að sjúklingar sem leggjast Morgunblaðið/Kristinn HJARTAGÆSLUTÆKIÐ er tengt við sjúklinginn eftir aðgerð og koma allar jmælingar fram á móðurtölvunni í vaktherbergi deildarinnar. Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur segir að tækið auðveldi hjúkrunarfólki að fylgjast með sjúklingunum. Það gefi frá sér hljóðmerki þegar eitthvað bjátar á og á skján- um má greina liti allt eftir því hversu alvarlegt tilfellið er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.