Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 47
MINNINGAR
og stoltið og krafturinn fleytti henni
yfir margs konar erfiðleika. Hún
hafði skemmtilega kímnigáfu og
athugasemdir hennar og svör vöktu
oft glaðlegan hlátur hjá fólkinu
hennar.
Ég á margar góðar minningar
frá samtölum okkar Bjargar, sér-
staklega þegar við vorum tvær ein-
ar. Þó hún væri gamansöm og oft
glettin í tali ræddum við oft saman
á alvarlegum nótum og vona ég
sannarlega að ég sé fær um að
nýta mér til góðs þau gullkorn sem
hún lét falla á slíkum stundum.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast Björgu
og þykja vænt um þessa góðu konu.
Elsku Björg, þakka þér fyrir alla
jákvæðnina og skemmtilegheitin
frá upphafi okkar kynna. Megi góð-
ur guð leiða þig í ljósinu hinu meg-
in og veita Ella þínum styrk á erf-
iðri stundu.
Eygló.
Elsku Björg.
Þegar ég hugsa til þín minnist
ég hreinskilni þinnar og kímnigáfu
um sumt af mínum málum. Ég get
ekki annað en brosað þegar því
skýtur upp í huga minn hversu
feimin ég varð stundum. Þú veist
hvað ég er að hugsa.
En nú ertu farin yfir í annan
heim og ég veit að þú brosir með
mér. Mynd af þér geymi ég í hjarta
mínu um ókomna tíð. Blessuð sé
minning þín.
Þín,
Hulda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn siðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Það var ávallt svo gott að koma
í heimsókn til ömmu og afa. Hún
amma var svo gjöful á allt sem hún
átti, ekki síður á kærleika og vin-
áttu en kaffi og með því.
Hún var falleg og virðuleg kona
sem bar með sér mikla hlýju og
góðvild. Amma var stolt og bar sig
vel. Við dáðum hana fyrir hennar
yndislegu persónu. Hún var af-
skaplega dugleg og allt sem hún
gerði var skipulagt og vel af hendi
leyst. Hún tókst á við gleði og sorg
af sínum einskæra dugnaði og
þrautseigju. Það var gott að um-
gangast hana, því hún var svo yfir-
veguð og henni fylgdi ákveðin ró
og festa.
Þegar farið er að rifja upp, kem-
ur fyrst í hugann hvað henni þótti
tilsvör barnabama sinna skemmti-
leg og hversu vel hún varðveitti
þau. Þó vegalengdin væri mismikil
milli okkar þá fylgdist amma alltaf
jafnvel með því sem við höfðumst
að, hún spurði út í skólann, íþrótt-
irnar og vinnuna. Það var alltaf
gaman að fá að gista hjá þeim, en
best var þó að fá að kúra á milli
hennar og afa að loknum degi.
Við munum aldrei gleyma hennar
innilega bjarta brosi, sem fyllti
hjarta manns ávallt gleði og hvatn-
ingu til að líta á hið fallega og bjarta
sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún
veitti sínum nánustu allt sem hún
átti og fengum við svo sannarlega
að njóta hlýju hennar, glaðlyndis,
ástar og alúðar, allt til síðasta dags.
Elsku amma, þó að þú sért nú
horfin sjónum okkar, munt þú ávallt
lifa í hjörtum okkar.
Barna- og barnabarnabörn.
Á SUMARDAGINN FYRSTA
í húsi Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7
Klukkan 15:30 - 17:30
Fram koma Léttsveit Kvennakórsins, Vox Feminae, Senjorítur, og Kórskólinn
ásamt söngkonunum Björk Jónsdóttur, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Margréti J.
Pálmadóttur.
Þá munu Egill Ólafsson og fleiri góöir gestir koma í heimsókn.
Klukkan 20:30 - 23:00
Kvennakór Reykjavíkur tekur lagiö ásamt góðum gestum.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.- fyrir fullorðna, en kr. 200.- fyrir börn
á hvora skemmtun.
Allir velkomnir!
Munið vortónleika Kvennakórs Reykjavíkur sem haldnir verða
í Hafnarborg í Hafnarfirði 8. maí og í Langoltskirkju
10., 11. og 12. maí. Nánar auglýst síðar.
KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR
Besta frumsamda bamabókin var valin
Sossa litla skessa eftir Magneu frá Kleifum
Herra Zippó og þjófótti skjórinn
hlaut verðlaun sem besta þýdda sagan
Hólmfríður Gunnarsdóttir þýddi.
Góöar bœkur eru
tilvaldar sumargjafir!
Mál og mennlng
Uugevsgl 18 • Úlmli 888 4848
^JIðumúla ?-B • Slml: 888 88
Verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur