Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 57
FRÉTTIR
Sumardagurinn fyrsti
Hátíðarhöld í Kópavogi
HÁTÍÐARHÖLD vegna sumar-
dagsins fyrsta hefjast Id. 11 um
morguninn með skátamessu í
Kópavogskirkju. Prestur er sr.
Ægir Sigurgeirsson og ræðu-
maður Friðrik Sophusson.
Kl. 13.30
verður farin
skrúðganga frá
Menntaskóla
Kópavogs að
Iþróttahúsinu
Digranesi.
Fánaborg skáta
og skólahljóm-
sveit Kópavogs
fara fyrir
göngunni. Kl.
14 hefstsvo
skemmtun í
íþróttahúsinu
Digranesi.
Kynnar verða
Felix Bergsson
og Gunnar
Helgason. Með-
al skemmtiat-
riða verða: Tat-
arastelpan
Tanja, Skóla-
hljómsveit
Kópavogs, fim-
leikar frá
Gerplu, Dansskóli Sigurðar Há-
konarsonar, skátastúlkur bregða
á leik og karaoke.
Sumri fagnað í Árbæ
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel
fagnar sumri með Árbæingum
og hefst skemmtunin með skrúð-
göngu kl. 13.30 en_þá verður lagt
frá Selásskóla og Artúnsskóla og
mæst í Árseli.
Kl. 14.15 opnar Ársel og hátíð-
in hefst þar sem m.a. verður
Hátíðar-
höld víða
karate-sýning, samkvæmisdans-
ar, Furðufjölskyldan kemur í
heimsókn, hljómsveit hússins
leikur, söngur o.fl. Á staðnum
verða einnig leiktæki, föndur,
andlitsmálun o.fl.
Sumarhátíð
í Hafnarfírði
HÁTÍÐARHÖLD verða í Hafnar-
fjarðarbæ á sumardaginn fyrsta
og hefst hátíðin á skátamessu
Skátafélagsins Hraunbúa í Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 10.40 en lagt
verður af stað í skrúðgöngu frá
skátaheimilinu Hraunbyrgi kl.
10 og gengið út Flatahraun, Álfa-
skeið, niður hjá Sólvangi og loks
Lækjargötuna þar til komið verð-
ur niður í kirkju. Um kvöldið
verður svo kvöldvaka í félags-
heimili skáta,
Hraunbyrgi, kl.
19.20.
Víðavangs-
hlaup Hafnar-
fjarðar í umsjón
fijálsíþrótta-
deildar FH
hefstkl. 13 á
Víðistaðatúni
og er ekkert
þátttökugjald.
Æskulýðs- og
tómstundaráð
Hafnarfjarðar
verður með
kvikmyndasýn-
ingu í Bæjarbíói
og verður
myndin um Ca-
sper sýnd kl. 13,
15 og 17. Að-
gangur er
ókeypis og
verða miðar af-
hentir í Bæjar-
bíói frá kl. 12
og gefnir verða 248 miðar á
hveija sýningu.
Vorblót Ásatrúarfélagsins
VORBLÓT Ásatrúarfélagsins
verður haldið á sumardaginn
fyrsta, 25. april nk. kl. 18. Blótað
verður í Nauthólsvík. Safnast
verður saman umhverfís bálköst
kl. 18 og kveikir allsheijargoði
eld og helgar blótið.
Vorblót Ásatrúarfélagsins er
eitt af fjórum höfuðblótum.
Pjallað um
æðruleysis-
bænina
SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst
fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu
laugardaginn 27. apríl kl. 14.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og
er aðgangseyrir 500 kr. Fyrir-
lesturinn ber yfirskriftina:
Æðruleysisbænin og listin að
lifa. Fyrirlesarar eru þau Vil-
hjálmur Árnason heimspekingur
og Ragnheiður Óladóttir ráð-
gjafi.
Eftir fyrirlesturinn verður
boðið upp á umræður. í þessum
fyrirlestri munu þau Ragnheiður
og Vilhjálmur ræða um æðru-
leysisbænina frá sjónarhóli
starfsgreina sinna og eigin
reynslu. Ragnheiður ræðir það
hvernig nota má æðruleysisbæn-
ina þegar afdrifaríkar breytingar
verða í lífí einstaklingsins eða
erfiðleikar steðja að. Vilhjálmur
fjallar um þá lífsspeki sem æðru-
leysisbænin byggir á og hvemig
hún getur orðið lykill að því að
einstaklingurinn taki ábyrgð á
eigin lífí, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Aðalfundur
Lýðskólafé-
lagsins
AÐALFUNDUR Lýðskólafélags-
ins verður haldinn 27. apríl kl.
16 í Norræna húsinu og er fund-
urinn öllum opinn.
Lýðskólafélagið er félag
áhugafólks um stofnun og rekst-
ur Lýðskóla á íslandi. Með auknu
brottfalli nemenda úr framhalds-
skólum og atvinnuleysi ung-
menna á aldrinum 16-22 ára er
orðin þörf fyrir annars konar
skóla sem er byggður á öðrum
forsendum en hefðbundnir fram-
haidsskólar. Nú í maí lýkur fyrsta
námskeiði sem Lýðskólafélagið
heidur í samvinnu við Norræna
húsið og íþrótta- og tómstunda-
ráð Reykjavíkur fyrir atvinnulaus
ungmenni.
Á Norðurlöndunum eru um
500 lýðháskólar, þar af einn í
Færeyjum og einn á Grænlandi.
Nemendur í Lýðskólanum eru
nýkomnir frá Færeyjum þar sem
þau dvöldu í eina viku ásamt
færeyskum lýðháskólanemum
við undirbúning á blaðinu Ozon
semn er gefíð út á íslandi, í
Færeyjum og á Grænlandi. (Orð-
ið Lýðskóli er notað yfír Lýðhá-
skóla á íslandi vegna tengsla
orðsins háskóli við æðri mennt-
un).
Fyrirlestur
í eðlisfræði
KRISTJÁN Leósson heldur fyrir-
lestur um rannsóknarverkefni
sitt til meistaraprófs í eðlisfræði
föstudaginn 26. apríl kl. 15.30 í
stofu 158 í VR II, Hjarðarhaga
2-6. Öllum er heimill aðgangur
að fyrirlestrinum meðan húsrúm
leyfír.
Fjallað verður um víxlverkun
veilna í hálfleiðurum og athygli
sérstaklega beint að vetnis- og
koparmengun í gallín arseni.
Umsjónarmenn með verkefninu
voru dr. Hafliði P. Gíslason pró-
fessor og dr. Viðar Guðmundsson
dósent. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku.
Ráðstefna Alþýðufiokks um kjaramál
Afhverjueru
launin svona lág?
„AF HVERJU eru launin svona
lág?“ er yfírskrift ráðstefnu Al-
þýðuflokksins um kjaramál á
Scandic Hótel Loftleiðum, Þingsal
5, Bíósal, dagana 26. og 27. apríl
nk. Ráðstefnunni er ætlað að varpa
ljósi á ástæður þess mikla kjara-
munar sem er á milli hinna Norður-
landanna og íslands í Ijósi nýlegra
skýrslna þar um.
Guðmundur Árni Stefánsson,
varaformaður flokksins og fundar-
stjóri ásamt Jóni Karlssyni, for-
manni Verkalýðsfélagsins Fram á
Sauðárkróki, setur ráðstefnuna kl.
16 föstudaginn 26. apríl. Að því
loknu ræðir Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðuflokksins, um
flokkinn, verkalýðshreyfínguna og
lífskjörin. Næstur talar Geir A.
Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf.,
um kerfisóhagkvæmni íslands og
mismun í framleiðni hér og á öðrum
Norðurlöndum. Að lokum talar Sig-
urður Snævarr, hagfræðingur
Þjóðhagsstofnunar, um þátt vel-
ferðar- og skattakerfis í mótun og
jöfnun lífskjara á Islandi. Ráðstefn-
unni lýkur kl. 19 þennan dag.
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins,
er fyrsti ræðumaður kl. 9.30 daginn
eftir. Hún íjallar um Alþýðuflokk-
inn og mótun velferðarkerfisins á
seinni tímum. Við af henni tekur
fulltrúi frá danska Jafnaðarmanna-
flokknum. Edda Rós Karlsdóttir,
hagfræðingur kjararannsóknar-
nefndar, segir að því loknu frá
helstu niðurstöðum í nýlegum rann-
sóknum á kjaramismun milli Is-
lands og annarra landa. Síðastur á
mælendaskrá fyrir hádegi er In-
gemar Göransson, LO Svíþjóð, og
talar hann um samningskerfið í
Svíþjóð og uppbyggingu verkalýðs-
hreyfíngarinnar.
„Er ástæða til að lögfesta
lágmarkslaun?"
Eftir hádegi talar Hervar Gunn-
arsson, varaforseti ASÍ, um skipu-
lag og starfshætti verkalýðshreyf-
ingarinnar 1938-1942-1996 og
svarar því hvað hafí breyst. Krist-
ján Gunnarsson, formaður Verka-
lýðs- og Sjómannafélags Keflavík-
ur, talar um viðbrögð jafnaðar-
manna við breyttum aðstæðum á
vinnumarkaði og ögrun ríkisstjóm-
arinnar og Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, talar um stefnu
ASÍ í skipulagsmálum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Rannveig Sigurðardóttir, hag-
fræðingur BSRB, veltir fyrir sér
spurningunni „Hver er munurinn á
starfskjörum opinberra starfs-
manna og fólks á almennum vinnu-
markaði?" og að lokum þennan síð-
ari dag ráðstefnunnar stjómar Sig-
hvatur Björgvinsson, alþingismað-
ur og fyrrverandi ráðherra, pan-
elumræðum með þátttöku flestra
framsögumannanna m.a. um
spuminguna „Er ástæða til að lög-
festa lágmarkslaun?" Sighvatur
dregur saman helstu niðurstöður
ráðstefnunnar í fundarlok um kl.
18.30.
Öllu áhugafólki er boðin þátttaka
og er ráðstefnugjald kr. 500.
JtorpmMaMlí
- kjarai málsins!
• r r / -A I I J
i r r / c| T<Vx\
I. \ _ J_61J il íLOIl
fyrir þá vandlátu
NOKIA
28" Dolby Surround Pro Logic alvöru
heimabíó-sjónvarp
verd kr. 1 19.900 sigr
Flatur svartur myndlampi * Hraðtextavarp með 128 siðna minni
* Dolby Surround Pro Logic magnari gefur 5 rása alvöru heimabíó-
hljóm • Styrkur út í hátalara 120 wött • Sex fyrirfram stillt um-
hverfisminni - Dolby Surround, Speech, Club, Music, Hall og
Normal • Tækinu fylgja fjórir hátalarar og möguleiki á að bæta
við miðjuhátalara.
iai
TlfÖÖLBY SURHOUHO
P R O L O Q I C
Einnig fáanleg stereotæki frá kr. 89.900 stgr
..—...... I HIJÓMCO
I.■ iii—— .. ....... Fákafeni 11. Slmi 568 8005