Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 57 FRÉTTIR Sumardagurinn fyrsti Hátíðarhöld í Kópavogi HÁTÍÐARHÖLD vegna sumar- dagsins fyrsta hefjast Id. 11 um morguninn með skátamessu í Kópavogskirkju. Prestur er sr. Ægir Sigurgeirsson og ræðu- maður Friðrik Sophusson. Kl. 13.30 verður farin skrúðganga frá Menntaskóla Kópavogs að Iþróttahúsinu Digranesi. Fánaborg skáta og skólahljóm- sveit Kópavogs fara fyrir göngunni. Kl. 14 hefstsvo skemmtun í íþróttahúsinu Digranesi. Kynnar verða Felix Bergsson og Gunnar Helgason. Með- al skemmtiat- riða verða: Tat- arastelpan Tanja, Skóla- hljómsveit Kópavogs, fim- leikar frá Gerplu, Dansskóli Sigurðar Há- konarsonar, skátastúlkur bregða á leik og karaoke. Sumri fagnað í Árbæ FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel fagnar sumri með Árbæingum og hefst skemmtunin með skrúð- göngu kl. 13.30 en_þá verður lagt frá Selásskóla og Artúnsskóla og mæst í Árseli. Kl. 14.15 opnar Ársel og hátíð- in hefst þar sem m.a. verður Hátíðar- höld víða karate-sýning, samkvæmisdans- ar, Furðufjölskyldan kemur í heimsókn, hljómsveit hússins leikur, söngur o.fl. Á staðnum verða einnig leiktæki, föndur, andlitsmálun o.fl. Sumarhátíð í Hafnarfírði HÁTÍÐARHÖLD verða í Hafnar- fjarðarbæ á sumardaginn fyrsta og hefst hátíðin á skátamessu Skátafélagsins Hraunbúa í Hafn- arfjarðarkirkju kl. 10.40 en lagt verður af stað í skrúðgöngu frá skátaheimilinu Hraunbyrgi kl. 10 og gengið út Flatahraun, Álfa- skeið, niður hjá Sólvangi og loks Lækjargötuna þar til komið verð- ur niður í kirkju. Um kvöldið verður svo kvöldvaka í félags- heimili skáta, Hraunbyrgi, kl. 19.20. Víðavangs- hlaup Hafnar- fjarðar í umsjón fijálsíþrótta- deildar FH hefstkl. 13 á Víðistaðatúni og er ekkert þátttökugjald. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar verður með kvikmyndasýn- ingu í Bæjarbíói og verður myndin um Ca- sper sýnd kl. 13, 15 og 17. Að- gangur er ókeypis og verða miðar af- hentir í Bæjar- bíói frá kl. 12 og gefnir verða 248 miðar á hveija sýningu. Vorblót Ásatrúarfélagsins VORBLÓT Ásatrúarfélagsins verður haldið á sumardaginn fyrsta, 25. april nk. kl. 18. Blótað verður í Nauthólsvík. Safnast verður saman umhverfís bálköst kl. 18 og kveikir allsheijargoði eld og helgar blótið. Vorblót Ásatrúarfélagsins er eitt af fjórum höfuðblótum. Pjallað um æðruleysis- bænina SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu laugardaginn 27. apríl kl. 14. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 500 kr. Fyrir- lesturinn ber yfirskriftina: Æðruleysisbænin og listin að lifa. Fyrirlesarar eru þau Vil- hjálmur Árnason heimspekingur og Ragnheiður Óladóttir ráð- gjafi. Eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á umræður. í þessum fyrirlestri munu þau Ragnheiður og Vilhjálmur ræða um æðru- leysisbænina frá sjónarhóli starfsgreina sinna og eigin reynslu. Ragnheiður ræðir það hvernig nota má æðruleysisbæn- ina þegar afdrifaríkar breytingar verða í lífí einstaklingsins eða erfiðleikar steðja að. Vilhjálmur fjallar um þá lífsspeki sem æðru- leysisbænin byggir á og hvemig hún getur orðið lykill að því að einstaklingurinn taki ábyrgð á eigin lífí, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðalfundur Lýðskólafé- lagsins AÐALFUNDUR Lýðskólafélags- ins verður haldinn 27. apríl kl. 16 í Norræna húsinu og er fund- urinn öllum opinn. Lýðskólafélagið er félag áhugafólks um stofnun og rekst- ur Lýðskóla á íslandi. Með auknu brottfalli nemenda úr framhalds- skólum og atvinnuleysi ung- menna á aldrinum 16-22 ára er orðin þörf fyrir annars konar skóla sem er byggður á öðrum forsendum en hefðbundnir fram- haidsskólar. Nú í maí lýkur fyrsta námskeiði sem Lýðskólafélagið heidur í samvinnu við Norræna húsið og íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur fyrir atvinnulaus ungmenni. Á Norðurlöndunum eru um 500 lýðháskólar, þar af einn í Færeyjum og einn á Grænlandi. Nemendur í Lýðskólanum eru nýkomnir frá Færeyjum þar sem þau dvöldu í eina viku ásamt færeyskum lýðháskólanemum við undirbúning á blaðinu Ozon semn er gefíð út á íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. (Orð- ið Lýðskóli er notað yfír Lýðhá- skóla á íslandi vegna tengsla orðsins háskóli við æðri mennt- un). Fyrirlestur í eðlisfræði KRISTJÁN Leósson heldur fyrir- lestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði föstudaginn 26. apríl kl. 15.30 í stofu 158 í VR II, Hjarðarhaga 2-6. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum meðan húsrúm leyfír. Fjallað verður um víxlverkun veilna í hálfleiðurum og athygli sérstaklega beint að vetnis- og koparmengun í gallín arseni. Umsjónarmenn með verkefninu voru dr. Hafliði P. Gíslason pró- fessor og dr. Viðar Guðmundsson dósent. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Ráðstefna Alþýðufiokks um kjaramál Afhverjueru launin svona lág? „AF HVERJU eru launin svona lág?“ er yfírskrift ráðstefnu Al- þýðuflokksins um kjaramál á Scandic Hótel Loftleiðum, Þingsal 5, Bíósal, dagana 26. og 27. apríl nk. Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á ástæður þess mikla kjara- munar sem er á milli hinna Norður- landanna og íslands í Ijósi nýlegra skýrslna þar um. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins og fundar- stjóri ásamt Jóni Karlssyni, for- manni Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, setur ráðstefnuna kl. 16 föstudaginn 26. apríl. Að því loknu ræðir Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins, um flokkinn, verkalýðshreyfínguna og lífskjörin. Næstur talar Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf., um kerfisóhagkvæmni íslands og mismun í framleiðni hér og á öðrum Norðurlöndum. Að lokum talar Sig- urður Snævarr, hagfræðingur Þjóðhagsstofnunar, um þátt vel- ferðar- og skattakerfis í mótun og jöfnun lífskjara á Islandi. Ráðstefn- unni lýkur kl. 19 þennan dag. Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins, er fyrsti ræðumaður kl. 9.30 daginn eftir. Hún íjallar um Alþýðuflokk- inn og mótun velferðarkerfisins á seinni tímum. Við af henni tekur fulltrúi frá danska Jafnaðarmanna- flokknum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur kjararannsóknar- nefndar, segir að því loknu frá helstu niðurstöðum í nýlegum rann- sóknum á kjaramismun milli Is- lands og annarra landa. Síðastur á mælendaskrá fyrir hádegi er In- gemar Göransson, LO Svíþjóð, og talar hann um samningskerfið í Svíþjóð og uppbyggingu verkalýðs- hreyfíngarinnar. „Er ástæða til að lögfesta lágmarkslaun?" Eftir hádegi talar Hervar Gunn- arsson, varaforseti ASÍ, um skipu- lag og starfshætti verkalýðshreyf- ingarinnar 1938-1942-1996 og svarar því hvað hafí breyst. Krist- ján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og Sjómannafélags Keflavík- ur, talar um viðbrögð jafnaðar- manna við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði og ögrun ríkisstjóm- arinnar og Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, talar um stefnu ASÍ í skipulagsmálum verkalýðs- hreyfingarinnar. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur BSRB, veltir fyrir sér spurningunni „Hver er munurinn á starfskjörum opinberra starfs- manna og fólks á almennum vinnu- markaði?" og að lokum þennan síð- ari dag ráðstefnunnar stjómar Sig- hvatur Björgvinsson, alþingismað- ur og fyrrverandi ráðherra, pan- elumræðum með þátttöku flestra framsögumannanna m.a. um spuminguna „Er ástæða til að lög- festa lágmarkslaun?" Sighvatur dregur saman helstu niðurstöður ráðstefnunnar í fundarlok um kl. 18.30. Öllu áhugafólki er boðin þátttaka og er ráðstefnugjald kr. 500. JtorpmMaMlí - kjarai málsins! • r r / -A I I J i r r / c| T<Vx\ I. \ _ J_61J il íLOIl fyrir þá vandlátu NOKIA 28" Dolby Surround Pro Logic alvöru heimabíó-sjónvarp verd kr. 1 19.900 sigr Flatur svartur myndlampi * Hraðtextavarp með 128 siðna minni * Dolby Surround Pro Logic magnari gefur 5 rása alvöru heimabíó- hljóm • Styrkur út í hátalara 120 wött • Sex fyrirfram stillt um- hverfisminni - Dolby Surround, Speech, Club, Music, Hall og Normal • Tækinu fylgja fjórir hátalarar og möguleiki á að bæta við miðjuhátalara. iai TlfÖÖLBY SURHOUHO P R O L O Q I C Einnig fáanleg stereotæki frá kr. 89.900 stgr ..—...... I HIJÓMCO I.■ iii—— .. ....... Fákafeni 11. Slmi 568 8005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.