Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Búist við fleiri erlend-
um veiðimönnum í sumar
FRETTIR
ERLENDIR veiðimenn með afla á bökkum Laxár í Kjós. Sumir
halda tryggð við ísland, en aðrir fara til Rússlands.
veiðiár á leigu, hann er með vand-
aða kynningarbæklinga þar sem
landsstjórar og embættismenn
leggja nöfn sín við að allt sé í lukk-
unnar velstandi. Þetta er í raun
ekki svo stór hópur sem er að veiða
lax í útlöndum og ég býst við því
að ef allt gengur að óskum hjá
þeim sænska í sumar, þá flykkjast
menn aftur til Rússlands.. Hvers
vegna? Vegna þess að árnar þar
eru ekki lakari, sumar betri, laxinn
er stærri og allur pakkinn er miklu
ódýrari en hér, auk þess sem menn
eru að koma aðstæðum við rúss-
nesku árnar í boðlegt horf,“ segir
Pétur.
Breytingar við Selá
Og Pétur bætti við: „Einhverjir
íslenskir laxveiðimenn gleðjast ör-
ugglega, þeir fá kannski betri
veiðileyfi á minna verði í kjölfarið,
en það er bara eitt sjónarmið. Ef
erlendum veiðimönnum fækkar
glatast óheyrilegar upphæðir í er-
lendum gjaldeyri."
Veiðimenn sem fara til veiða í
Selá í sumar koma að breyttu fyrir-
komulagi frá því sem verið hefur.
Neðra svæðið hefur verið lengt og
hafa veiðistaðirnir Bryggjur og
Bakkahylur, sem voru neðstir á
efra svæðinu, nú verið teknir inn í
neðra svæðið. Ástæðan er sú, að
vegur upp með á, sem náði aðeins
fram að Skipahyl, hefur verið lengd-
ur að því marki að allmargir veiði-
staðir sem áður þurfti strangar
göngur til að skoða, eru nú í seiling-
arfjarlægð.
Þá hafa eigendur og leigutakar
Selár velt fyrir sér að selja allra
efsta svæðið út sem sér svæði með
tveimur stöngum.. Myndi stöngum
þá fjölga um tvær í ánni og er til
heimild fyrir því. Um er að ræða
svokallaðan Efri-Foss og hyli þar
fyrir neðan. Mikill lax gengur á
svæðið, en það er verulega úr al-
faraleið og fer dagurinn að fullu í
að sækja þangað.
Morgunblaðið/Sverrir
SAMSKIPTAKERFIÐ var formlega tekið í notkun I gær, en á
myndinni eru Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og
Þorgeir Pálsson deildarverkfræðingur.
Röntgenmyndir
sendar símleiðis
FREMUR rólegt hefur verið á sjó-
birtingsslóðum að undanförnu.
Komið hafa skot og skot í Vatna-
mótunum svokölluðu. I Geirlandsá
var mjög dauft eftir að páskahret-
inu slotaði, raunar veiddist lítið eða
ekkert allt þar til allra síðustu
daga, að það glaðnaði yfir veiði-
skapnum aftur. Velta menn fyrir
sér hvort fiskur er að stórum hluta
genginn til sjávar vegna góðs ár-
ferðis.
Útlendingum gæti fækkað
Svo virðist sem fleiri erlendir
veiðimenn verði í íslenskum lax-
veiðiám í sumar en síðustu ár. Pét-
ur Pétursson kaupmaður, sem selur
fjölmörgum erlendum veiðimönnum
leyfi í íslenskar ár í samvinnu við
franska veiðiferðaskrifstofu sagði
að tii grundvallar lægi að mikil
mistök urðu á veiðislóðum í Rúss-
landi í fyrra, er einstakir leigutakar
reyndust eiga óuppgerða leigu við
rússneska landsstjóra sem brugðust
við með þeim hætti að senda vopn-
aðar sveitir á vettvang til að reka
menn úr ánum.
„Veiðimenn kæra sig eðlilega
ekki um að lenda í slíku og margir
koma því hingað í sumar í staðinn.
Sumir voru í íslenskum ám áður
en þeir fóru að veiða í Rússlandi.
Ég á samt ekki von á því að þetta
verði varanleg breyting nema að til
komi mikil breyting á viðhorfum
hér á landi. Nú er kominn sænskur
aðili fram á sjónarsviðið sem er
með fimm frábærar rússneskar
SAMSKIPTAKERFI fyrir fjar-
greiningu röntgenmynda var form-
lega tekið í notkun í gær, en kerfið
er notað til þess að senda röntgen-
myndir um símalínu milli sjúkra-
húsa eins og til dæmis á milli sér-
greinasjúkrahúsanna í Reykjavík
og sjúkrahúsa víða um landið.
Þetta gerist með þeim hætti að
röntgenmynd er tekin á sjúkrahúsi
úti á landi, filman skönnuð á tölvu-
tækt form og síðan send um síma-
línu til sérgreinasjúkrahúss. Þar
getur sérfræðingur skoðað myndina
á tölvuskjá og sent síðan sína grein-
ingu til baka.
I frétt frá Landsspítalanum segir
að spítalinn hafi haft forgöngu um
hönnun á kerfi til að tengja sjúkra-
hús sem veita röntgenþjónustu
sjúkrahúsum sem hafa yfir að ráða
sérfræðikunnáttu til að greina rönt-
genmyndir. 1992 hafi sendingar á
röntgenmyndum hafist frá Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja til Landspítal-
ans. Eðlisfræði- og tæknideild og
röntgendeild Landsspítala ásamt
Verkfræðistofnun háskólans hafi
staðið að verkefninu, en frá 1994
hefur spítalinn í samvinnu við Land-
læknisembættið unnið að gerð áætl-
unar um tengingu sjúkrahúsa
vegna þessa. Áætlað er að tengja
fjórar sjúkrastofnanir við Lands-
spítalann í ár og tólf til viðbótar á
næsta og ef til vill þar næsta ári.
Dánarbú athafna-
manns á Höfn
Kanna
grundvöll til
einkaskipta
„ÉG MUN senda þeim, sem hags-
muna eiga að gæta í þessu máli,
bréf og kynna þeim niðurstöðu
dómsins. í framhaldi af því mun
ég svo kanna hvort grundvöllur er
fyrir einkaskiptum á dánarbúinu,
eða hvort koma þarf til opinberra
skipta," sagði Páll Björnsson, sýslu-
maður á Höfn, í samtali við Morg-
unblaðið.
Á föstudag féll dómur fyrir Hér-
aðsdómi Austurlands í máli, sem
fullorðin kona höfðaði til að fá við-
urkennt að athafnamaður á Höfn
væri faðir dóttur hennar. Maðurinn
og dóttirin létust bæði á síðasta
ári, en þar sem til voru vefjasýni
úr þeim var hægt að gera DNA-
rannsókn. Niðurstaða hennar var
sú, að 99% líkur væru á að maður-
inn væri faðir konunnar. Þeim dómi
verður að öllum líkindum ekki áfrýj-
að, enda telst óraunhæft að ætla
sér að hnekkja niðurstöðum hans,
sem byggðar eru á svo afgerandi
niðurstöðum DNA-rannsóknar.
Að fenginni niðurstöðu héraðs-
dÖms gera börn konunnar, barna-
börn athafnamannsins, kröfu um
arf eftir hann, þar sem þau séu
réttmætir lögerfingjar. Hann hafði
hins vegar gert erfðaskrá, þar sem
ættingjar hans eru tilgreindir erf-
ingjar. Þegar menn eiga lögerfingja
er þeim lögum samkvæmt aðeins
heimilt að ráðstafa þriðjungi eigna
sinna til annarra.
Eslandsglíman 90 ára
Vöm verið
snúið í sókn
AÐ VAR 21. ágúst
árið 1906 að glímt
var um Grettisbelt-
ið í fyrsta sinn í húsi Góð-
templara á Akureyri. Grett-
isbeltið, sem gefið var af
Glímufélaginu Gretti þar í
bæ, er veglegur gripur með
silfurbúnum sylgjum og
skreytt skildi með mynd af
Gretti Ásmundarsyni. Að
undaskildum árum fyrri
heimsstyijaldarinnar hefur
verið keppt árlega um grip-
inn og í dag klukkan 14
koma sjö bestu glímumenn
landsins saman í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans og
glíma um Grettisbeltið í 86.
sinn. Fyrsti handhafi þess
var Ólafur Valdimarsson
frá Vopnafirði en hann er
jafnframt yngsti glímumað-
urinn, 19 ára, sem hefur
borið sigur úr býtum. Núverandi
Grettisbeltishafi er Jóhannes
Sveinbjörnsson úr HSK. „Það má
með sanni segja að Íslandsglíman
sé upphafið að íþróttakeppni hér
á landi með nútímasniði þar sem
í verðlaun er farandgripur," segir
Jón M. ívarsson, formaður Glímu-
sambands Islands.
- Hversu margir glímumenn
hafa sigrað í keppninni um Grettis-
beltið?
„Tuttugu og níu menn hafa sigr-
að í Íslandsglímunni og á hveiju
ári hefur verið gerður skjöldur sem
á er grafið nafn sigurvegarans.
Beltið er því hlaðið skjöldum. Þó
það sé stórt er ekki pláss á því
fyrir alla skildi sem gerðir hafa
verið og nú er svo komið að á
hveiju ári er einn skjöldur tekin
af og settur á annað belti sem
geymt er i glerbúri á skrifstofu
sambandsins. Ármann J. Lárusson
hefur oftast sigrað í íslands-
glímunni, fimmtán sinnum, þar af
fjórtán sinnum í röð. Hann sigraði
fyrst árið 1952 og síðan óslitið frá
1954 til 1967.“
- Glíman hefur átt undir högg
að sækja í samkeppni við aðrar
íþróttir síðustu árin. Hver er staða
hennar nú að þínu mati?
„Eins og í öðrum íþróttum hafa
komið hæðir og lægðir í glímunni.
Ég held að enginn vafi leiki á að
við höfum verið á uppleið und-
anfarinn áratug og vonandi erum
við enn á þeirri leið. Unglingum
hefur fjölgað mikið í iðkendahópn-
um og síðan eru konurnar einnig
komnar inn í glímuna, en áður
máttu þær ekki keppa. Því var
breytt fyrir átta árum og hefur
mælst vel fyrir og nokkur hópur
kvenna lagt stund á íþróttina."
- Hvaða tregða var að hleypa
konunum í glímuna?
„Um var að kenna almennri
íhaldssemi innan hreyfingarinnar
vegna þess að í hugum margra var
glíman hin dæmigerða
karlaíþrótt, en það hef-
ur sem betur fer
breyst.“
- Hvernig hafið þið
glímumenn unnið að
útbreiðslustarfí síðastliðin ár?
„Við höfum gert það í gegnum
skólana. Á íþróttaþingi árið 1988
beittum við okkur fyrir að ÍSÍ og
Glímusambandið tækju höndum
saman um að fá fjárveitingu frá
Alþingi til kynningar og út-
breiðslustarfs vegna þess að í
grunnskólalögunum segir að nem-
endur skuli fá kynningu í glímu
en því var lítið framfylgt. Nú veit-
ir Álþingi ákveðna fjárupphæð ár-
lega til kynnigarstarfs í skólum
landsins. Með þessum stuðningi
hefur sambandið sent mann sem
fer um landið til að kynna íþrótt-
M. ívarsson
► Jón M. Ivarsson hefur verið í
stjórn Glímusambandsins síð-
astliðin átta ár, þar af formaður
siðasta árið. Hann lærði glímu
hjá Sigurði Greipssyni í
Haukadal árið 1968. Eftir það
tók hann sér hlé frá æfingum í
nokkur ár en kom á ný fram á
sjónarsviðið er hann sigraði í
Fjórðungsglímu Suðurlands
1985 og varð íslandsmeistari
árið 1988. í ár eru 90 ár liðin
síðan fyrst var keppt um Grett-
isbeltið, elsta verðlaunagrip í
íslenskri íþróttasögu, og í dag
klukkan fjórtán verður tekist á
um beltið í 86. sinn, í íþróttasal
Kennaraháskólans.
ina. Af þessu hefur leitt að á síð-
ustu árum hafa á milli fjörutíu og
fímmtíu þúsund nemendur kynnst
glímunni og viðhorfið til hennar
batnað að sama skapi.“
- Hafi þið tekið einhver svæði
landsins fyrir í einu?
„Sérstök áhersla hefur verið
lögð einstök landsvæði í hvert sinn
og tekinn sá póll í hæðina að reyna
að breiða út íþróttina frá þeim
svæðum þar sem greinin er stund-
uð. Sem dæmi má nefna að á síð-
asta ári vorum við mikið fyrir aust-
an Fjall og í Reykjavík.“
- Getur þú nefnt dæmi um
vaxandi glímuáhuga síðustu ár?
„Fyrir tíu árum lá glíman niðri
að mestu leyti á Suðurlandi en nú
er það orðið fjölmennasta glímu-
svæðið með um tvö hundruð virka
þátttakendur. Þá er mikill áhugi á
Sauðárkróki og Hólmavík þar sem
engin var fyrir nokkrum árum. Þá
er mikill áhugi og vaxandi á Reyð-
arfirði, eftir að þar hafði glímuiðk-
un legið niðri í fimmtán ár. Eitt
skýrasta dæmið um vaxandi
glímuáhuga er grunnskólamótið.
Fyrir rúmum tíu árum voru kepp-
endur níu en í ár voru þeir eitt
hundrað og þrjátíu."
- Hefur tekist að
snúa vöm í sókn?
„Það er okkar von
sem í þessu stöndum
að svo sé. Margir ungl-
ingar leggja nú stund á glímu en
það tekur sinn tíma að læra glímu
og raunverulega er þetta íþrótt þar
menn verða aldrei fullnuma. Til
þess að verða góður glímumaður
þarf að læra mörg tæknileg atriði."
- Eru glímumenn bjartsýnir á
framtíðina?
„Við erum það. Unglingum sem
leggja stund á íþróttina fjölgar og
við sjáum marga efnilega glímu-
menn af báðum kynjum. Þegar
ungu stúlkurnar verða komnar upp
í fullorðinsflokki munum við án efa
byija með Islandsglimu í kvenna-
flokki."
Jón
Menn verða
aldrei fuli-
numa í glímu
í
3
I
)
J