Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jeltsín kveðst ekki stefna að kapítalisma Shanghai, Moskvu. Reuter. Reuter RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí, einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum 16. júní, varð fimmtug- ur á fimmtudag og hélt mikla veislu af því tilefni í hóteli skammt frá Kreml. A myndinni sker hann afmælistertuna, líkan af Kreml. „Þannig ætla ég að rjúfa múra Kremlar," sagði hann og benti á tertuna. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi i Shang- hai í gær að hann stefndi ekki að því að koma á kapítalisma í landi sínu. Skráningu frambjóðenda vegna rússnesku forsetakosning- anna 16. júní lauk í gær og alls hafa ellefu frambjóðendur verið skráðir. Jeltsín sagði að munur væri á leiðtogum kínverskra kommúnista og Gennadí Zjúganov, leiðtoga rússneskra kommúnista og helsta andstæðingi forsetans í kosningun- um. „Okkar kommúnistar eru öfga- menn, kommúnistarnir hér eru raunsæismenn," svaraði forsetinn þegar fréttamaður bað hann um að bera Zjúganov saman við leiðtoga kínverskra kommúnista. Jeltsín flutti fyrirlestur á fimmtu- dag um hættuna sem Rússlandi stafaði af uppgangi kommúnista, að viðstöddum um hundrað útvöld- um embættismönnum kínverska kommúnistaflokksins. „Fari þeir með sigur af hólmi hefst borgara- styijöld í Rússlandi," sagði forset- inn meðal annars. Jeltsín fór lofsamlegum orðum um efnahagsumbæturnar í Kína á blaðamannafundinum í Shanghai. „Við höfum einnig verið að koma á umbótum," sagði hann. „Hér er þetta kallað sósíalískur markaðsbú- skapur með kínverskum einkenn- um. Rússland er ekki heldur að byggja upp kapítalisma, heldur markaðshagkerfi með eigin sér- kennum.“ Rússneskir kommúnistar hafa oft bent á Kína sem dæmi um land þar sem kommúnistar hefðu stuðlað að árangursríkum efnahagsumbótum. Ellefu frambjóðendur skráðir Skráningu frambjóðenda i for- setakosningunum lauk í gær og ljóst er að ellefu eða tólf menn verða í framboði. Kjörstjórnin lagði bless- un sína yfir framboð þriggja manna \ gær; Júrís Vlasovs, fyrrverandi Ólympíumeistara í lyftingum, Vlad- ímirs Bryntsalovs, auðugs kaup- sýslumanns og þingmanns, og kommúnistans Amans Túlejevs, sem á sæti í efri deild þingsins. Auk Jeltsíns og Zjúganovs hafði kjörstjórnin lagt blessun sína yfir framboð þjóðernissinnans Vladím- írs Zhírínovskís, umbótasinnans Grígorís Javlínskís, Alexanders Lebeds fyrrverandi hershöfðingja, augnskurðlæknisins Svjatoslavs Fjodorovs, Míkhaíls Gorbatsjovs síðasta forseta Sovétríkjanna, og Martins Shakkums, sem fer fyrir lítt þekktu sérfræðingaráði. Kjörstjómin neitaði að skrá fijálslynda þingkonu, Galina Starovoitova, vegna annmarka á meðmælendalista hennar. Starovo- itova hyggst áfrýja úrskurðinurp til hæstaréttar, þannig að frambjóð- endurnir gætu orðið tólf. Kjörstjómin hafði áður úrskurð- að meðmælendalista Bryntsalovs ógildan en féllst í gær á úrskurð hæstaréttar um að henni bæri að fallast á framboð hans. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem birt var í gær, er Zjúganov með 25% fylgi en Jeltsín 23%. Ef marka má skoðanakönnunina eru þeir með mikið forskot á aðra frambjóðendur. „Báðir frambjóðendumir - Jeltsín og Zjúganov - eiga mikla möguleika á sigri,“ sagði Borís Grúshin, yfir- maður Vox Populi, óháðrar stofnun- ar sem framkvæmdi könnunina. Gorbatsjov óttast um líf sitt Samkvæmt könnununum er stuðningurinn við Gorbatsjov mjög lítill en hann kvaðst á fimmtudag fara með sigur af hólmi „ef kosn- ingarnar verða fijálsar“. 29 ára fyrrverandi hermaður, sem er nú atvinnulaus, hefur verið ákærður fyrir óspektir á almannafæri eftir að hafa slegið Gorbatsjov á kosn- ingafundi í borginni Omsk í Síber- íu. „Eg vildi gefa þessum manni á kjaftinn fyrir allt það sem hann hefur gert landinu," sagði árásar- maðurinn. Gorbatsjov lýsti árásinni hins vegar sem misheppnuðu morðtil- ræði og kvartaði yfír því að fram- bjóðendunum væri ekki séð fyrir nægilegri öryggisgæslu. Felldur með eld- flaug- RÚSSNESKUR þingmaður, Konstantín Borovoj, hefur lýst síðustu mínútunum í lífi upp- reisnarleiðtogans Dzokhars Dúdajevs í Tsjetsjníju. „Heyr- irðu? Þeir eru aftur að varpa sprengjum," hafði Borovoj, sem ræddi í farsíma við Dúdajev, eftir honum. Þá slitnaði sam- bandið. Leiðtoganum mun hafa verið grandað með eldflaug. Rússneskir fjölmiðlar segja herlið Rússa hafa verið að verki, það hafi áður verið búið að gera ijórar árangurslausar tilraunir til að miða Dúdajev út með því að hlera farsíma- samtöl hans. Bardot gegn múslimum FRANSKA kvikmynda- leikkonan Brigitte Bard- ot fordæmdi í gær í blaða- grein það sem hún nefndi „innrás“ múslima í Frakkland. Sagði hún að svo gæti farið að hún neydd- ist til að yfirgefa landið vegna innflytjendastraumsins. Bardot hefur lengi barist gegn slátrun múslima á sauðfé við trúarlegar athafnir. Vítisengla- stríðið heldur áfram Kaupmannahöfn. Morgunbladid. HANDSPRENGJU var kast- að inn í fangaklefa meðlims mótorhjólaklúbbs í fangelsi rétt við Helsingjaeyri aðfaranótt föstudags. Fanginn særðist illa og ástand hans var talið tví- sýnt. Morðtilraunin er álitin lið- ur í uppgjöri Vítisengla á Norð- urlöndum, sem hefur þegar kostað nokkra þeirra lífið. Fanginn er meðlimur Bandi- dos-klúbbsins, sem farið hefur yfir á yfirráðasvæði Vítisengl- anna. Gat var klippt á girðingu og handsprengju kastað inn í klefa hans. Daginn áður hafði verið gerð vopnaleit í fangels- inu, vegna gruns um að fang- arnir hefðu vopn undir höndum, en þá ekkert fundist. Gull finnst í jörðu í N oregi Ósló. Morgunblaðið. GULL er ofarlega í huga íbúa í Romsdal í Nor- egi þessa dagana en skýrt hefur verið frá því að gull hafi fundist þar í jörðu. Æði hefur þó ekki runnið á íbúa, hvorki í nágrenninu eða annars staðar. Tilraunaboranir gefa til kynna að allt að 3,8 kíló af gulli sé að finna í þúsund tonnum af gijóti. Sérfræðingar sýna málinu mikinn áhuga og sumir þeirra telja að málmgrýtismagnið á Vest- urlandinu kunni að vera á stærð við gullnámur Ástralíu. Vísindamenn við norsku jarðvísinda- stofnunina eru þó mjög efins um að arðbær gull- vinnsla eigi eftir að verða rekin þar. Langflestir íbúa Nesset-sveitarfélagsins í Romsdal hafa tekið fréttinni um gullfundinn af stakri rósemi. „Menn eru fullir efasemda og skal engan undra því fréttin kom svo óvænt,“ sagði Tormod Husby framkvæmdastjóri í samtali við Aftenposten. Gullfundurinn raskar ekki ró Norðmanna Það er fyrirtækið ProÁuro, sem staðið hefur verið gullleitinni í sveitinni. Á einum stað hefur gullmagnið í berginu mælst 3,8 kíló í þúsund tonnum gijóts. Er það ævintýraleg niðurstaða, því í gullnámum Suður-Afríku fást að jafnaði 2 grömm af gulli úr gijóttonninu og þykir afburða gott að ná 5-10 grömmum úr tonni. Umfangmiklar rannsóknir framundan Framundan er sýnataka í tugþúsundatali í yfir- borðsjarðvegi og umfangsmiklar tilraunaboranir verða að eiga sér stað til að fá úr því skorið hvort námuvinnsla geti orðið arðbær. ProAuro hefur tryggt sér námuleyfi á 27.000 milljóna rúmmetra svæði vestur af Evelsfonn og Rangátind, en svæðið sem gull hefur fundist á er í fjallendi upp af Eikesdalsvatni, milli Lavransflot- in og Gunnhildsflotin. Fyrirtækið er hvorki tæknilega né fjárhagslega í stakk búið að halda rannsóknum áfram eitt og sér og leitar því alþjóðlegra samstarfsaðila. Gull oft fundist áður Gull hefur oft fundist áður í Noregi. Fyrsta námufyrirtækið sem hóf gullvinnslu var Eidsvolds Guldverk sem hóf starfsemi árið 1758. Odalen- koparvinnslan leitaði gulls á fyrri hluta 19. ald- ar. Þá fundust gullæðar í Bomlo _og Bindal á borð við þær sem nú hafa fundist. I engu tilviki hafði eftirtekjan orðið meiri en 500 kíló þar til vinnsla hófst í Biddjovagge gull- og koparvinnsl- unni á Finnmörku árið 1985. Þar voru framleidd 6.200 kíló fram til ársins 1991 að verðmæti um 508 milljónir norskra króna, jafnvirði 5.2 millj- arða króna. Heilsum sumri - hreinsum lóðina Sérstakir hreinsunardagar eru laugardagana 27. apríl og 4. maí. Ruslapokar veröa afhentir í hverfabækistöövum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hiröa fulla poka. Síöasta yfirferö þeirra hefst mánudaginn 6. maí og lýkur föstudaginn 10. maí. Skorað er á forráöamenn fyrirtækja aö taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferöarmikla hluti er bent á Geymslusvæöiö í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann þinn ®Borgarstjórinn í Reykjavík - hreinsunardeild gatnamálastjóra <TJ co ui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.