Morgunblaðið - 27.04.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 21
tírgerd '96
traustui fjötskyldubíU
á hreint frábæru veröi
(H)
Gunnar Bernhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavik, simi 568 9900
J-.. ■ i .v
. ' S,-' .
-
Verð á götuna:
Þriggja daga för Jeltsíns Rússlandsforseta til Kína
FIDE-einvígið
verður
Hætt við að
halda einvígið
í Bagdad
Moskvu. Reuter.
KIRSAN Iljúmzhínov, hinn um-
deildi forseti Alþjóðaskáksam-
bandsins (FIDE), hefur ákveðið
að næsta heimsmeistaraeinvígi
sambandsins fari fram í Elista
í Rússlandi. Ujúmzhínov hafði
áður ákveðið að einvígið færi
fram í Bagdad en sú ákvörðun
olli miklu uppnámi innan skák-
hreyfingarinnar.
Fréttastofan Ítar-Tass hafði í
gær eftir Ujúzhínov að einvígi
bandaríska skákmeistarans
Gata Kamsky og Anatolís
Karpovs, heimsmeistara FIDE,
myndi hefjast í Elista 1. júní.
Elista er höfuðstaður rússneska
lýðveldisins Kalmykíu, þar sem
Iljúmzhínov er einnig forseti.
Bandaríska utanríkisráðu-
neytið hafði lagt að Kamsky að
tefla ekki í Bagdad og banda-
ríska skáksambandið fór þess á
leit við FIDE að einvígið yrði
fært. Skáksamband íslands var
í Elista
á meðal skáksambanda sem
lögðust gegn því að einvígið
færi fram í Bagdad.
Deilur í Rússlandi
Ujúmzhínov og heimsmeistari
FIDE, Karpov, hafa átt í deilum
við forystumenn rússneska
skáksambandsins, en það er
undir stjórn lögfræðings sem er
náinn vinur og stuðningsmaður
Garrís Kasparovs, sem er talinn
öflugasti skákmaður heims og
stofnaði Samband atvinnuskák-
manna (PAC). Deilumar eru
einnig taldar pólitískar, þar sem
Kasparov lítur á sig sem um-
bótasinna andspænis Karpov,
sem var í miklum metum hjá
kommúnistaflokknum áður en
Sovétríkin liðu undir lok.
„Stjörnuhátíð í Kreml“
PAC setti eitt af stærstu ár-
legu skákmótum sínum í Moskvu
á fímmtudag og nefnist það
„Stjörnuhátíð í Kreml“. Auk
Kasparovs tefla þar Bretinn Nig-
el Short, Indverjinn Viswanat-
han Anand og Rússarnir Vlad-
ímír Kramník og Vasilí Smyslov,
fyrrverandi heimsmeistari.
- kjarni málsins!
Mannréttindadómstóll Evrópu
Nýtt skeið hafið í
samskiptum ríkjanna
Vanda betur
val dómara
Upplýsingar um Honda Civic 5 dyra '36:
krafcmikill 90 hestafla léttmálmsvél
1 B venta 09 bein innsprautun
hraðatengt vökva- og veltistýri
þjófavörn
rafdrifnar rúður og speglar
viÖBrinnrétting í mœlaborði
1 4 tommu dekkjasteerð
útvarp og kassettutaaki
styrktarbitar í hurðum
sérstaklega hljóðeinangraður
■ fáanlegur sjálfskiptur
samlessing ó hurðum
sportsaeti
rúðuþurrka fyrir afturrúðu
• framhjóladrifin
4ra hraða miðstöð
með inntaksloka
■ hœðarstillanlegur
fremljósageisli
■ stafraen klukka
■ bremsuljós í afturrúðu
- eyðsla 5,6 I á 90 knVklst.
- 4,31 metri á lengd
- ryðvörn og skráning innifalir,
- boftai nýja tíma -
Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lauk í gær
vel heppnaðri heimsókn til Kína þar sem
samið var um að hverfa á ný til samstarfs
rílg'anna eins og það var á árum áður.
Pekin^. Shanghai. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
og hinn kínverski starfsbróðir hans,
Jiang Zemin, skálúðu í kampavíni
fyrir þáttaskilum í samskiptum ríkj-
anna á fimmtudagskvöld. Opinberri
heimsókn Jeltsíns til Kína iauk í gær
og telja fréttaskýrendur hana sögu-
lega fyrir þær sakir að hún marki
„nýtt upphaf" í samskiptum ríkj-
anna, sem minni á samstarf þeirra
allt fram á sjöunda áratuginn.
Fjölmargir sáttmálar voru undir-
ritaðir við hátíðlega athöfn í Peking
og sagði Jeltsín við það tækifæri
að ágreiningsefni væri engin að
finna í samskiptum ríkjanna. Virtist
því forsetunum hafa tekist að setja
niður landamæradeilur sem oftlega
hafa skapað spennu og talið var að
setja kynnu mark sitt á heimsókn
Rússlandsforseta.
í gær var síðan skýrt frá því að
undirritaður hefði verið í Shanghai
landamærasamningur Rússlands,
Kína og þriggja Mið-Asíuríkja, Kaz-
akhstan, Kyrgystan og Tajikistan
þar sem m.a. er kveðið á um upplýs-
ingaskyldu vegna heræfinga. Þá
skuldbinda ríkin sig til-að ráðast
ekki hvert gegn öðru og sagði for-
seti Kyrgystan að líta bæri á gjörn-
ing þennan sem fyrsta skrefið í átt
að nýju, samræmdu öryggiskerfi í
Asíu.
Samstarf í öryggismálum
í sameiginlegri yfirlýsingu sem
birt var að loknum fundi þeirra
Jangs og Jeltsíns sagði m.a. að
ákveðið hefði verið að tengja opna
símalínu á milli höfuðborga ríkjanna
þannig að leiðtogar þeirra gætu
rætt saman með litlum sem engum
fyrirvara. í yfirlýsingunni er minnst
á náið samstarf ríkjanna í öryggis-
og vamarmálum án þess þó að kveð-
ið sé á um myndun bandalags þeirra.
Samstarfið muni hins vegar byggja
á jafnræði, gagnkvæmu trausti og
samræmingu á árunum fram til
aldamóta.
Ágreiningur úr sögunni
Að undirrituninni lokinni skáluðu
leiðtogarnir fyrir sögulegum sátt-
mála sem erlendir sendimenn í Pek-
ing sögðu að væri hinn markverð-
asti í samskiptum ríkjanna frá því
í byrjun sjöunda áratugarins er sam-
búð Kína og Sovétríkjanna, komm-
únistaveldanna tveggja, tók að
snöggkólna sökum landamæra-
deilna og hugmyndafræðilegs
ágreinings. Sendimenn þessir tóku
þó fram að ekki væri unnt að ræða
um bandalag ríkjanna þar sem tor-
tryggni gætti eðlilega enn. Sam-
skipti ríkjanna voru lítil sem engin
frá því á sjöunda áratugnum og
fram á miðjan þann síðasta.
„Við óskum þess að samskipti
okkar þróist með þeim hætti að þau
þoli vel umskipti og breytingar,“
sagði Jeltsín eftir fundinn með Jiang
sem stóð í 45 mínútur. „Nýtt skeið
er runnið upp í samskiptum Rússa
og Kínveija," sagði forseti Kína.
Andvígir stækkun NATO
Kínveijar lýstu yfir stuðningi við
það sjónarmið rússnesku ríkisstjórn-
arinnar að stækkun Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) sé með öllu
óveijandi. Jafnfram ályktuðu ríkin
að fordæma bæri sérhveija tilraun
ríkja til yfirráða í krafti stærðar og
áhrifa og var þar að finna lítt dul-
búna árás á Vesturlönd og þá sér-
staklega Bandaríkin. „Við eru sam-
mála því markmiði að vinna saman
Strassborg. Reuter.
EVRÓPURÁÐIÐ hefur ákveðið, að
gera strangari kröfur í framtíðinni
til væntanlegra dómara við Mann-
réttindadómstól Evrópu. Verður
vali þeirra breytt'og ýmsar umbæt-
ur aðrar gerðar á dómstólnum sem
koma til framkvæmda á næsta ári.
Verður þess krafist að umsækj-
endur um dómarastarf leggi fram
ítarlegar upplýsingar um starfsferil
sinn og æviferil og sæti yfirheyrslu
áður en val þeirra fer fram.
Hinar nýju reglur um val dómara
eru settar í framhaldi af kröfum
Breta um endurbætur á dómstóln-
um, sem er ein af stofnunum Evr-
ópuráðsins. Hafa þeir m.a. lagt til
að hæfniskröfur til dómara verði
auknar og dómendum verði gert
að taka aukið tillit til sértækra að-
stæðna í löndum sem úrskurðir
þeirra ná til.
Kröfur um endurbætur á dóm-
stólnum settu Bretar fram vegna
óánægju með nokkra dóma á und-
anförnum árum sem gengið hafa
gegn hagsmunum stjórnar íhalds-
flokksins.
Á þessu ári tók dómstóllinn t.d.
afstöðu með blaðamanni sem neitað
hafði að ljóstra upp um heimildar-
menn að frétt. Einnig úrskurðaði
hann, að innanríkisráðherrann Mic-
hael Howard gæti ekki kveðið upp
úr um fangavist barnungra morð-
ingja.
Sá úrskurður sem bresku stjórn-
inni gramdist þó hvað mest var er
dómstóllinn komst að þeirri niður-
stöðu, að breskir hermenn hefðu
framið lögbrot er þeir drápu þijá
hryðjuverkamenn írska lýðveldis-
hersins (IRA) á Gíbraltar árið 1988.
að nýrri heimsskipan þar sem ekki
ríkir einkaréttur í alþjóðamálum,“
sagði Jeltsín.
I ályktun forsetann segir og að
Kínverar líti á herför Rússa í
Tsjetsjníju sem innanríkismál og
Rússar lýstu því yfir fyrir sitt leyti
að hið sama gilti um Kína; Taiwan-
deilan og yfirráð Kínveija í Tíbet
væru innanríkismál þeirra.
Jeltsín kvað forseta Kína hafa
heitið því að styðja með ráðum og
dáð tilraunir til að koma á algjöru
banni við kjamorkutilraunum. Sagði
Rússlandsforseti Kínveija hafa sam-
þykkt að taka þátt í fundahöldum
um kjarnorkuöryggi í Moskvu í því
augnamiði að ganga frá sáttmála
um tilraunabann síðar á þessu ári.
Talsmaður kínverska utanríkisráðu-
neytisins reyndist hins vegar ekki
fyllilega sammála þessari túlkun
Jeltsíns og sagði þörf á frekari við-
ræðum.
Fækkað í landamærasveitum
Leiðtogarnir ræddu einnig örygg-
ismál og hagsmuni ríkjanna á þeim
vettvangi en þau eiga 4.300 kíló-
metra löng landamæri sameiginleg.
Kínveijar sögðu að fram færu samn-
ingaviðræður um fækkun landamæ-
rasveita og vonir stæðu til að fljót-
lega yrði unnt að ganga frá samn-
ingi í þá vem. „Kínveijar ógna ekki
Rússum á nokkurn hátt og munu
ekki gera það í framtíðinni," sagði
Jiang Zemin.