Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 26
ÞEGAR kalda stríðinu lauk með falli Berlínarmúrsins vörpuðu margir önd- inni léttar og sáu fram á betri tíð friðar og samvinnu og vinnumiðlanir myndu fyllast af atvinnulausum njósnurum. Annað hefur komið á daginn og þeir sem gerst þekktu til spáðu því reyndar að viðsjár yrðu meiri en nokkru sinni áður ef eitthvað, löndunum sem fylgjast þarf með fjölgar og skyndilega er heimurinn ekki bara svartur og hvítur heldur i óteljandi gráum tónum. í slíku andrúmslofti er leikur eins og Spycraft meira en tímabær. CIA- ag KEB- samkrull Spycraft státar af ekki ómerkari höfundum en William Colby, fyrrum for- stjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, en með honum að leiknum vann einnig Oleg Kalugin, sem var háttsettur í sovéksu leyniþjónustunni KGB. Þeir ættu að teljast sjóaðir í svikum, ef svo má að orði komast, og frá fyrsta myndramma verður þeim sem leikur ljóst að engum má treysta. Sá sem leikur er í hlutverki Thom spæjara sem kallaður er inn í verkefni til að bjarga heimsfriðnum, hvorki meira né minna. Inni í þann leik blandast forsetakosningar í Rússlandi, fíkniefnaillþýði og hvaðeina og iðulega þarf Thorn að glíma við vini ekki síður en óvini. Að loknu köldu stríði er mál manna að enn meira verði um njósnir og undirferli. Arni Matthíasson brá sér 1 njósna- leikinn nýja Spycraft en höfundar að honum eru meðal annarra fyrrum forstjóri CIA og ofursti úr KGB. Sjónarhomið er Thorns þannig að allir sem ræða við Thom líta á hann og mæla til hans, aukinheldur sem hann sér ekki meira en hann myndi sjá ef hann væri viðstaddur. Auðvelt er að ganga inn í hlutverk Thoms, og þegar spenn- an eykst stendur leikandinn sig að því að kinka ósjálfrátt kolli til viðmælanda. Leikurinn er sem gagnvirk kvikmynd að frátöldu sjónarhorninu og byggist á 16 bita myndskeiðum með 65.000 litum. Það er þvi all- raunverulegt að sjá menn drepna, eins og til að mynda þegar vinsæll rússneskur forsetafram- bjóðandi er skotinn til bana á Rauða torginu í Moskvu og helmingur höfuðs hans dreifíst um nærliggjandi hús, eða þegar liðþjálfi er skotinn til bana íyrir augunum á Thorn. Umdeildur vegna pgntinga Spycraft hefur meðal annars verið umdeild- ur vegna pyntingaatriðis í leiknum. Colby segist reyndar mikill andstæðingur pyntinga því upplýsingar sem fást við slíkar aðfarir séu ævinlega ótraustar; sá sem er pyntaður segi hvað sem er til að Josna. í leiknum er Thorn reyndar ráðlagt að grípa ekki til pyntinga, þó það sé styttri leið að markinu, og Colby segir að þetta atriði sé sett inn til að leikandinn neyðist til þess að taka siðferðilega afstöðu. Annað slíkt tilvik kemur síðar í leiknum, svona eins og til að gera hann raunverulegri, en þá stendur valið um að skjóta samstarfsmann og vin. Sá sem skýtur fær upphefð og frama, en sá sem bregst drengilega við er rekinn með skömm. Þar sann- ast því að engum er að treysta, og alira síst samherjum. B.T. tölvur lögðu tO leikinn Spycraft sem Activison framleiðir. Hann er ætlaður fyrir Windows 95 eða DOS, a.m.k. 33 MHz 80486 tölvu með 8 Mb minni, 2x CD ROM drifi, 256 lita SVGA og mús, kostar 4.600 kr. og er ekki ætlaður börnum yngri en tólf ára. Ertu skapmikill? Ertu rólegur utan vallar? Bjóstu við að vera kjörinn handboltamaður ársins? Hefur þér farið mikið fram sem handboltamaður? Hvað ertu að gera um þessar mundir? Ha, út? Hvert? Að gera hvað? Hvemig hefur reksturinn á Kofanum gengið? Hverjir sækja Kofann? Er ekki eríitt að standa í svona rekstri? Þú hefur greinilega í nógu að snúast. Hefurðu tíma fyrireinhver áhugamál? Já, ég held ég verði nú að viðurkenna það. Stundum lætur maður skapið hlaupa með sig í gönur í handboltanum. Ja, kannski ekkert voðalega rólegur svona. En ég er enginn æsingamaður fyrir utan völlinn. Nei, ég get nú ekki sagt það. Þetta gekk ágætlega í vetur og svo enn betur undir lokin, þannig að mér fannst ég alveg geta gert tilkall til titilsins. En ég átti ekki endilega von á þessu. Já, ég held að framfarirnar hafi komið jafnt og þétt upp á síðkastið. Hvert ferðu þá? Hafið þið farið eitthvað það sem af er veiðitímabil- inu? Áttu þér fleiri áhugamál? Ég hef auðvitað verið á fullu í boltanum, auk þess sem ég sé um rekstur Kofa Tómasar frænda. Núna er ég líka að klára stúdentinn. Ég var í Verzló á sínum tíma og vinn nu hörðum höndum við að klára þær fáu greinar sem ég átti eftir. Ég vil vera búinn að klára stúdentinn áður en ég fer út. Til Wuppertal í Þýskalandi. Spila handbolta, að sjálfsögðu. Hann hefur gengið alveg vonum framar. Það hefur ekkert lát orðið á vinsældum hans. Á kvöldin er það aðallega háskólafólk. Einnig töluvert af íþrótta- fólki. Svo er þetta bara venjulegt kaffihús, þar sem alls konar fólk „droppar" inn tO að fá sér kaffi á daginn. Jú, þetta er ekki létt verk. En ég stend náttúrulega ekki í þessu einn. Bróðir minn, Lárus, rekur staðinn með mér, auk þess sem foreldrar okkar styðja okkur dyggilega. Já, ég gef mér nú tíma í ansi hreint margt. Ég er til dæmis for- fallinn fluguveiðimaður. Ætlarðu á einhverja tón- leika í sumar? Ferðu mikið út að skemmta þér? Ætlarðu að vera í boltanum eins lengi og þú getur? Hverjir eru þínir menn í ensku knattspyrnunni? Auðvitað. Heldurðu að þeir verði bæði Englands- og bikarmeistarar? Hvenær fórstu að halda meðrauðu djöflunum? Svona hingað og þangað. Það má segja að Siggi Sveins hafi átt drjúgan þátt í að ýta mér út í veiðina, en hann hefur meira en lúm- skt gaman af þessu sporti. Við erum nokkrir saman í veiðihópnum Urriðanum; Jón Halldórsson íþróttakennari, Gunnar Kvaran og Hallgrímur Jónasson handboltamarkmaður Selfoss, auk mín. Já, við skruppum í pollinn rétt hjá Vatnaskógi. Ég kem ekki nafn- inu á vatninu fyrir mig, en ferðin lukkaðist mjög vel. Við tókum tíu vænar bleikjur. Ég gef mér tíma í allt mögulegt. Ég stunda brids stíft og dunda mér við að spila á gítar. Ég klikka ekki á því að fara á tónleikana með Björk og Radiohead, enda er ég mikill Radiohead-aðdáandi. Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég gerði það í töluvert meiri mæli á sínum tíma, en síðustu tvö árin hefur maður fengið nóg af þeim bransa. Við unnum nú alveg rúmlega ár linnulaust á Kofanum og þá fékk maður má Segja nóg af skemmtanalífinu. Já, að minnsta kosti á meðan ég slepp við meiðsli. Ég verð nú úti í Þýskalandi næstu tvö árin. Þegar ég verð búin að koma mér þægi- lega fyrir þar stefni ég á að ná mér í einhverja menntun þar. Það eru liðsmenn Manchester United. Ég var nú bara smápatti. Pabbi gaf okkur bræðrunum íþrótta- töskur. Mín bar merki Manchester United, en Lalla taska var með áletruninni Liverpool. Þar með var það ákveðið. Ég hef trú á að þeir nái að minnsta kosti öðrum titlinum og vona að það verði Englandsmeistaratitillinn. Annars verður ábyggilega mikil stemmning 11 maí, þegar þeir keppa í úrslitaleik bikarkeppn- innar við Liverpool. Þá munu menn safnast stíft saman. Best væri að ná sér í miða á Wembley.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.