Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ER BETRA AÐ VERA FIMMTUGUR ARKITEKT EN FIMMTUG POPPSÖNGKONA? mfcrgjtáð Sara Guðmundsdóttir er sautján ára og komin á samning hjá breskri útgáfu, sem vill gefa út með henni og hljómsveitinni Lhooq sex breiðskífur. Sara sagði Árna Matthíassyni að hún væri ekki enn búin að átta sig á öllu saman, en hún ætlaði ekki að láta þetta breyta lífi sínu um of. AraGuðmundsdóttir syngur með hljóm- sveitinni Lhooq, sem auk hennar er skipuð Jóhanni Jóhannssyni og Pétri Hallgrímssyni. Hljóm- sveitin hefur gefið út eitt lag á erlendri safnplötu en hyggst gefa út breiðskífu síðar á árinu. Jóhann og Pétur stofnuðu hljómsveitina snemma á síðasta ári en Sara kom til liðs við þá í lok ársins. „Eg er hálfur Spánverji, fæddist á Spáni og á spæns- ka móður, en ég hef alltaf búið hér. Eg kom fyrst fram opinberlega fímmtán ára í Bugsy í Hafnarfirði, hef ver- ið að syngja hér og þar, en það fór fyrst að ganga þegar ég komst í söngvakeppni framhaldsskólanna'. Þá byr- jaði ég í Bubbleflies sem bakraddasöngkona og fór meðal annars á Uxa með þeim. Þá kynntist ég strákunum Jóa og Pétri. LJt aá baráa á Laugai/eginum Ég var á æfíngu fyrir Lindindin sem sýnd var í Operunni og fór að fá mér að borða á Laugaveginum. Þá hitti ég þá og fór að spjalla og þeir báðu mig um að koma og syngja með þeim bakraddir með þeim í Funkstrasse, sem er mest til gamans gert. Svo byrjaði ég að syngja með þeim fyrir alvöru í nóveniber og þá sem fullgildur með- limur hljómsveitarinnar þó að þeir semji tónlist og texta; þeir semja og taka upp, svo er ég kölluð til, fer yfir lagið og textann með þeim, tek spólu með mér heim og æfi mig. Það er frábært að vinna með þeim, þeir eru svo róleg- ir og aldrei neitt vesen. Söng barnalög Ég veit ekki af hverju ég alveg, veit að þetta á eftir að vera erfitt, en hún kom með út þegar við fórum til að skrifa undir og henni leist vel á fólkið sem við sömdum við. Ættingjarnir hafa tekið þessu vel og ég fékk skemmtilegar upphringingar frá hinum og þessum innan fjölskyldunnar. Kærastinn minn er á hins vegar svoh'tið erfitt með þetta, en ég hef líka tekið efth- þvi í skól- anum, ekki síst eftir að það kom mynd af okkur og frétt í Mogganum að það voru margir sem urðu feimnir og jafnvel hræddir við mig. Aðalmálið er hvað fólki hér heima finnst, hér á ég heima og hér vil ég að íólk skilji það sem við erum að gera. Mér er í raun saman hvað eitthvað fólk úti í heimi sem ég þekki ekkert finnst. Knrt af framtíáinni Ég var búin að gera mjög flott kort af framtíðinni, ég ætlaði að verða arkitekt og ég veit að ég hefði verið góð í því. Ég held samt áfram í námi og ég á kannski eftir að ná að klára arkitektúrinn þótt ég sé að syngja. Ég veit ekki hvað ég á eftir að gera ef allt fer að ganga það vel að við þurfum að flyt- ja út; líklega verið ég aldrei reiðubúinn til þess en það er þá eitthvað sem verður bara að gera. Það getur líka farið svo að ekkert gerist, við gef- um út plötu og síðan ekki söguna meir, það skiptir þá engu máli, því ég hef nóg skemmtilegt að gera þótt mér finnist frábært að vera í tónlistinni og vildi gjarnan geta lifað af henni, en það er betra að vera fimmtugur arkítekt en að vera fímmtug poppsöngkona." byrjaði að syngja, en vinur pabba míns, Oskar Guð- mundsson, fékk mig til að syngja barnalög inn á band. Það þótti mér ekkert til- tökumál og kannski er þetta í ættinni, því við Katla María erum systkinabörn og mig langaði hálft í hvoru til að verða eins fræg og hún þegar ég var lítil. Það er rosalega skrýtið að vera komin á samning og ég eiginlega er ekki búin að fatta þetta ennþá. Þetta kemur svo fljótt að ég átta mig ekki á því. Ég vissi að strákarnir voru búnir að senda kassett- Mamma treystir mér Morgunblaðið/Ásdís ur út um allt, en ég spáði ekkert frekar í það. Svo kom þessi sprengja og við vorum allt í einu á förum til útlanda! H/iamma tregstir mér Hver er ég ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGURSVARAR SPURNINGUM LESENDA EINN mikilvægasti þátturinn í andlegri heilbrigði hvers einstak- lings er fólginn í því hvernig hann skilgreinir sjálfan sig sem per- sónu, hver hann er, hvað hann er og hvernig hann greinir sig frá öðrum og upplifir sig sem sjálf- stæðan einstakling. Sjálfsmyndin er í mótun frá barnsaldri. Barnið sér sjálft sig fyrst og fremst með augum annar- ra, einkum foreldra sinna og nánustu fjölskyldu. Það upplifir sig gott eða slæmt, duglegt eða vanmáttugt, stórt eða lítið, eftir því hvað það heyrir aðra gefa í skyn. Þessi upplifun barnsins af sjálfu sér í gegnum aðra þróast smám saman í eigin meðvitund um sig sem einstakling, sjálfsvitund. Unglingsárin eru umbrotatímar í þessari þróun. Unglingurinn gerir oft uppreisn gegn gildum forel- dranna, fer að hegða sér gagn- stætt væntingum þeirra, en árét- tar sig þess í stað sem sjálfstæður einstaklingur sem fer sínar eigin leiðir og reynir að skilgreina sig á eigin forsendum. Þetta er erfiður tími hjá mörgum unglingum og sumir lenda í sjálfsvitundarkrep- pu, þar sem þeir eru ráðvilltir og hafa efasemdir um hverjir þeir eru í raun og veru. Ef unglingnum tekst ekki að komast út úr þessari kreppu getur hann orðið ósjálf- stæður, rótlaus og finnur sig ekki í tilverunni. Margir þeirra sem leita tO sál- íræðinga eða geðlækna láta í ljósi lágt sjálfsmat og óvissa sjálfs- mynd: „Ég er eiginlega ekki neitt, neitt.“ Aðrir skilgreina sig á sama hátt og barnið gerir, eins og aðrir sjá þá. „Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns,“ segir í þekktri gamanvísu. Reyndar hefur það verið siður hjá frændþjóðum okkar að skilgreina eiginkonur sem viðhengi við menn sína, þar sem aðeins er bætt frú framan við nafn og stöðu mannsins: „Frú húsasmíðameistari Jens Jensen." Þegar eiginmennirnir í saumak- lúbbnum hittast í fyrsta sinn, kyn- na þeir sig gjarnan í þessa veru: „Ég er maðurinn hennar Margrétar.“ En líklega mundu þeir undir öðrum kringumstæðum taka skýrar til orða: „Ég heiti Guðmundur Jónsson og er múrari. Ég er Skagfírðingur og hestamaður, kominn af Jóni Arasyni í beinan karllegg.11 Þarna er verulegur munur á og er ekki líklegt að þessi maður þurfi að biðjast afsökunar á sjálfum sér. Nokkrir þættir skipta meira máli en aðrir sem auðkenni á ein- staklingnum. Nafnið er þar tvímælalaust veigamest. Það er að jafnaði traustasti og varanlegasti hluti sjálfsmyndarinnar. Það fyl- gir manni frá vöggu til grafar, eða svo á við um flest okkar. Undantekningar eru þó útlendin- gar sem gerast íslenskir ríkisbor- garar og bera ekki nöfn sem falla að íslensku máli og nafnasiðum. Þeir þurfa að taka sér nýtt nafn. Mörgum þeirra hlýtur að veitast erfítt að horfa á eftir mikilvægas- ta auðkenni sjálfsmyndarinnar. Þótt okkur sé annt um að vernda íslenskuna og þann mikilvæga menningararf sem fólginn er í nafnasiðum okkar, jaðrar það við mannréttindabrot að skylda fólk til að segja skilið við svo stóran hluta af sjálfsmynd sinni. Annar mikilvægur þáttur í sjálfsmynd okkar er starfíð. Snemma fær einstaklingurinn hugmyndir um hvað hann ætlar að verða, þegar hann er orðinn stór. Orðaiagið eitt ? hvað hann ætlar að verða ? bendir til þess að í því sé fólgið eitt megininntak tilvistar hans sem sjálfstæðs ein- staklings. Við skilgreinum eða þekkjum annað fólk af því starfi sem það gegnir. Við spyrjum stundum, þegar við viljum vita deili á einhverjum: „Hvað er hann?“ og eigum þá við hvað hann starfi. Sá sem ekki hefur starf- sheiti er óskilgreind persóna að töluverðu leyti. Enn einn veigamikill þáttur í sjálfsmynd okkar er uppruni okkar ogrætur. Við fáum í vög- gugjöf marga eiginleika foreldra okkar og forfeðra lengra aftur. Við líkjumst þeim svo og svo mik- ið í útliti, fasi og skapgerð, þótt umhverfíð eigi eftir að móta þessa eiginleika að verulegu leyti og skapa þannig nýjan og sjálf- stæðan einstakling. Flestir hafa þörf fyrir að þekkja uppruna sinn til þess að skerpa vitund sína um það hverjir þeir eru. Alltof margir fá þó ekki tækifæri til þess fyrr en seint og um síðir. Margir kjör- foreldrar kjósa að leyna ættleiddu barni sínu sannleikanum um up- pruna þess. Astæður fyrir því geta verið ýmsar, svo sem trú foreldranna að með því hlífi þeir barninu við óþægilegri vitneskju, sem það hafi ekki þroska til að skilja, eða ótti við að barnið verði þeim fráhverft. Langoftast fær þó barnið þessa vitneskju, fyrr eða síðar, jafnvel á fullorðinsárum, og þá oft á miður heppilegan hátt. Slíkt getur skilið eftir sig djúp sárindi í sálarlífi viðkomandi ein- staklings og tilfinningu um að hafa verið blekktur af þeim sem hann treysti best. Affarasælast fyrir alla sem hlut eiga að máli er að barnið alist upp með þessa vit- neskju frá fyrstu tíð, þótt það skilji ekki strax hvað í henni felst. Nú eru að byrja að vaxa upp börn sem getin hafa verið með tæknifrjóvgun og er þá venjulega notað sæði frá manni sem nýtur nafnleyndar. Fyrr eða síðar munu mörg þessara barna fara að leita uppruna síns, en líklega með min- ni árangri en ættleiddu börnin. Vilhjálmur Árnason heim- spekingur skrifaði fyrir skömmu grein í Morgunblaðið, þar sem hann lagði áherslu á rétt þessara barna til að þekkja uppruna sinn. Undir þau orð skal tekið hér. Það eru ekki aðeins mannréttindi þeir- ra heldur ein af forsendum þess að þau öðlist skýra og heilbrigða sjálfsmynd. •Lesendur Morgunbln dsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjniin, tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sfma 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.