Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ] 1M LAUGARDAGUR 27 APRÍL 1996 29 1 1 1 Þá verður fyrsta opna ballið á Hótel Loftleiðum í 23 ár haldið föstu- dagskvöldið 3. maí og mun hljóm- sveit Karls Ldjendahls leika fyrir dansi líkt og hún gerði á opn- unarhátíðinni árið 1966. Hljóm- sveitin leikur einnig á afmælis- hátíðinni 1. maí og fyrir matargesti laugardaginn 4. maí. Þann 1. maí og sunnudaginn 5. maí verður flugsýning og ýmis önnur skemmtiatriði auk kaffíveitinga fyrir börn og fullorðna. Þeir eru eflaust margir sem muna fyrsta ár Loftleiðahótelsins. „Maður hefði getað haldið að það væri ekki til annað veitingahús á landinu þessa mánuði," segir Friðrik Gíslason, fyrsti veitingastjóri Hótels Loftleiða. „Það var fullt út úr dyrum alla sjö daga vikunnar og dansleikur sex daga vikunnar. Menn hófu kvöldið á því að borða en gátu síðan farið inn í Víkingasal og dansað. Föstudaga og laugardaga voru skemmtiatriði og mikið um erlenda skemmtikrafta.“ Hepola borð og 4 stólar Gegnheil eik. Borðið er 107 cm í þvermál og 77 cm hátt. fyrir fólkið í landinu Holtagörðum við Holtaveg / Póstkröfuslmi 800 6850 Gamli tíminn verður endurvakinn á Hótel Loftleiðum í næstu viku í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá opnun hótelsins. Steingrímur Sigurgeirsson kynnti sér sögu Hótel Loftleiða og ræddi við fyrsta veitin- gastjórann um það annríki er einkenndi upphafíð og núverandi veitingastjóra um afmælið og fyrirhugaðar breytingar. HÓTEL Loftleiðir var opnað þann 1. maí 1966 og var þá einungis rúmt ár liðið frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Fyi-sti hótelstjóri Loftleiða var Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og físk, móttökustjóri var Emil Guðmundsson og Friðrik Gísla- son gegndi starfí veitingastjóra. í tilefni afmælisins er ætlunin að reyna að endurvekja það sérstaka andrúmsloft er ríkti á Loftleiðum eftir opnunina. Haldin verður hátíð frá 1.-5. maí þar sem horfið verður þrjá áratugi aftur í tímann. Arnar Þór Vilhjálmsson veitingastjóri segir að boðið verði upp á mat þess tíma; kalda borðið sem um árabil var sett upp daglega á Loftleiðum en upp- haflega var það Sylvía Poulsen smur- brauðsdama sem útfærði það. Kjötvagn á verði fúlhsbíls Á borðinu verður m.a. að fínna kjúkling, reykt svínalæri, graflax, reyktan lax, síld, roast beef, heilan lax skreyttan með majonesi og ann- að sem ómissandi þótti á köldum borðum sjöunda áratugarins. Þá verður silfur- vagninn rlreginn fram að nýju en hann var keyptur árið 1966 og kostaði þá jafn- mikið og splunku- nýr Volkswagen bjalla. Stendur til að sneiða heita kjötið niður á sil- furvagninum líkt og þá. Víkinga- skreytingar verða fyrirferðarmiklar í Víkingasalnum þessa daga, en þess má geta að hann er nær óbreyttur frá því sem hann var í upphafi. Fyrsta ballið í B3 ár „Brjáiaður tímiái Friðrik segir að einungis sé hægt að lýsa þessu sem „brjáluðum tíma“. Húsið hafí tekið mest um 550 manns í sæti ef allir salir voru nýttir og sú hafi oftar en ekki verið raunin. Langar biðraðir mynduðust iðulega af fólki jafnt fyrir utan sem í mót- tökunni. Algengt var að hótelgestir kærnust ekki að í matsalnum. Á þessum tíma dvöldu daglega um 150 áningarfarþegar í Atlantshafs- flugi á hótelinu og hófst dagurinn hjá veitingafólkinu um hálfsjö með morgunverði fyrir þá. Það hafi hins vegar ekki verið óalgengt að farþeg- ar úr Ameríkufluginu hafí farið upp á herbergi til að fá sér stuttan lúr fyrir morgunverðinn en ekki vaknað aftur fyrr en um kvöldmatarleytið. Áðu þessir farþegar gjarnan í tvo daga á hótelinu og setti það mikinn svip á hótelið. „Það má segja að þessi mikla ásókn hafí staðið í um ár. Fólk kom í hópum utan af landi til að skemmta sér og skoða hótelið. Við höfðum en- gan tíma til að lagfæra neitt né KALDA borðið var uppistaða veitinga á Hótel Loftleiðum um margra ára skeið. Það verður sett upp á ný í tilefni þrjátíu ára afmæiisins. endurskoða vegna anna og það var ekki fyrr en haustið 1967, þegar dra- ga fór úr ásóknini, að við gátum sest niður og hugað að úrbótum á ýmsum brýnum málum. Vinsældir Loftleiða voru þó áfram jafnar og miklar næstu árin og það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum, með tilkomu fleiri staða og meiri dreifingu gesta, að breyting varð á því. Árið 1973 var ákveðið að hætta dansleikjahaldi á hótelinu en það var hins vegar áfram vinsæll veitingastaður og nutu meðal annars „sælkerakvöldin" og alþjóðlegir þemadagar mikillar hylli á þessum árum, en þá var Emil Guðmundsson hótelstjóri. Á sælkerakvöldunum var einhver þekktur einstaklingur fenginn til að setja saman matseðil og var hann síðan veislustjóri á kvöldinu. Á þemadögunum var kynnt menning og matargerð erlendra ríkja og urðu þau ansi mörg á áratugnum. Á þeim níunda fór hins vegar ekki eins mikið fyrir Hótel Loftleiðum í íslensku veitinga- og skemmtanalífi. Töluvert vai' þó um árshátíðir fyrirtækja og stofnana á þessum árum. I/eitingasölum bregtt Þegar Einar Olgeirsson tók við stjórn hótelsins var ákveðið að gera breytingar á hótelinu sjálfu en jafn- framt eðli rekstrai-ins þannig að hótelið breyttist úr ferðamanna- hóteli í funda- og ráðstefnuhótel. Hafist var handa við að endurnýja gestamóttöku, fundarsali, herbergi og flest annað í hótelinu auk þess sem það gerðist aðili að hinni alþjóðlegu hótelkeðju Scandic. Árið 1993 varð sú breyting á veitingarekstrinum að við honum tók Guðvarður Gíslason, sem áður hafði rekið veitingastaðinn Jónatan Livingstone Máv. Var andlitslyfting gerð á Blómasal í kjölfarið. Afmælishátíðin nú er hins vegar að sögn Arnai's Þórs eitt síðasta tækifærið til að upplifa veitingasali hótelsins eins og þeir voru því að hafist verður handa við umfangs- miklar breytingar á Blómasal og Víkingasal í júní sem ljúka á í águst. Verður þeim breytt í fjölnota sah er bjóða upp á meiri sveigjanleika þannig að þeir henti betur þörfum íúllkomins ráðstefnuhótels. Frábært tilboð Erlendir ferða- menn hafa frá upphafi sett svip sinn á hótelið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.