Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 37 ) > ) > > I I I I I I I 1 I 4 4 4 4 4 4 4 Cí I 4 AÐSENDAR GREINAR Heimahjúkrunarþjónusta Heilsuvemdarstöðvarinnar 'UM NOKKURT skeið hef ég að gefnu tilefni kynnst starfsemi heimahjúkrunar Heilsuverndar- stöðvarinnar í Reykjavík. Ég hef á því tímabili sem stuðningurinn frá stöðinni hefur verið veittur mér nákomnum, fengið inná heimili mitt um það bil tuttugu starfs- stúlkur sem sinnt hafa þar nauð- synlegum hjúkrunar- og aðhlynn- ingar- störfum. í þessum hópi hafa verið bæði sjúkraliðar og hjúkrun- arfræðingar. Heimahjúkrunarhóp- urinn sem ég og mínir hafa átt samskipti við hefur því verið fjöl- skrúðugur og margbreytilegur. Líknarliðið hefur sinnt skjólstæð- ingi sínum, að gefnum tilefnum, með athyglisverðum árangri, enda ábyrgt og umhyggjusamt. Mannúð og fagþekking Heimsóknir eins og þessar geta verið töluverð þraut óvissu og óör- yggis fyrir skjólstæðinginn og að- standendur hans ef ekki er hyggi- lega og jákvætt á málum haldið. Ekki síst sökum þess að það er erfitt að gera sér fyrirfram í hugar- lund hvort aðhlynning sem þessi þjónar tilgangi sínum og reynist henta viðkomandi skjólstæðingi. Það er því ekkert óeðlilegt þó að það ríki nánast ómeðvituð spenna og tortryggni í samskiptum við fagfólkið fyrst framan af. Það skiptir því miklu máli m.a. vegna þessa að heimaaðhlynningin á líkn- arferlinu sé mannúðleg og hvetj- andi ekkert síður en fagleg og þekkingarrík. Hún verður að vera veitt af skilningi og mannkærleika jafnhliða fagmennsku og sérþekk- ingu. Það hefði aldrei hvarflað að mér að hjá einni stofnun gæti starfað eins velviljað og samstætt starfs- Heimahjúkrunar- kerfið er, að mati Jónu Rúnu Kvaran, heilbrigðisþjónustunni til mikils sóma. fólk eins og greinilegt er í tilviki starfskrafta heimahjúkrunarþjón- ustu Heilsuverndarstöðvarinnar. Allt starfsliðið sem staðið hefur að umræddri aðhlynningu og hjúkrun, sem farið hefur fram að mér viðstaddri, hefur verið nær- gætið og ábyrgt. Það hefur óum- deilanlega unnið gott og óeigin- gjarnt starf í samvinnu við heimil- isfasta enda greinilega umhugað um velferð skjólstæðings síns og vellíðan. Heilsuleysi og heimilið Heimahjúkrun er forsenda þess að ótalmargir sem eru á einhvern hátt fjötraðir og fatlaðir vegna lík- amlegra krankleika geta verið heima hjá sér. Jafnvel þótt heilsu- ástand viðkomandi kalli á mikla og reglubundna faglega umönnun og kærleikshvetjandi umhyggju hjúkrunarfólks. Mér finnst að- hlynningarfyrirkomulag Heilsu- verndarstöðvarinnar ákaflega sér- stakt og allrar athygli vert ekki síst áökum þess að það uppfyllir í öllum aðalatriðum þær kröfur sem hægt er að gera til þjónustuforms af þessari tegund. Þessi staðreynd er vitanlega mikilvæg enda jákvæð °g uppbyggileg fyrir þá sem hafa orðið fyrir heilsutjóni og áföllum og þurfa sökum þess faglega hjálp og skilningsríka uppörvun. Ég kýs að geta um reynslu mína af heimahjúkrun á þessum vettvangi m.a. ef vera kynni að ein- hver sem er þjakaður og þreyttur vegna heilsubrests og von- leysis þyrfti hennar með en vissi ekki af tilurð hennar. Það skiptir máli að eiga kost á þjónustu sem þessari ef hallar heilsufarslega undan fæti hjá okkur og við þurfum á stuðningi hjúkrunarfólks að halda til þess að geta haldið reisn okkar og sjálfsvirðingu og verið í heimahúsi, þó veik séum, eins lengi og auðið er. Það er ekki ósennilegt að heima- hjúkrunarformið eigi eftir að vaxa og dafna enn betur á næstu árum. Þetta fyrirkomulag í heilbrigðis- kerfinu er mannúðlegt og réttlátt og því ber að efla það enn frekar. Einhverra hluta vegna er sjaldan rætt um þetta heilsugæslufyrir- komulag opinberlega þó mikið sé rætt og ritað um heilbrigðismál yfirleitt. Flestar ef ekki allar heilsugæslustöðvar landsins bjóða uppá heimahjúkrunarþjónustu sem nýtur vaxandi vinsælda að gefnum tilefnum. Samneyslusjóður og heilbrigðishagfræði Fólk á öllum aldri á við van- heilsu að stríða og vill ekki vera á stofnunum og kýs að vera heima en getur það ekki nema með stuðningsþjónustu eins og þessari. Það hefur verið þrengt að þessu heilsugæsluformi í seinni tíð með auknum sparnaðarkröfum sem er afleitt og ómaklegt. Það er afar óviturlegt og óásættanlegt að stórauka vinnuálag á of fátt starfsfólk auk þess að spara freklega nauðsynleg sjúkra- gögn. Slík heilbrigðis- stefna er þjóðhags- lega óhagkvæm og heilbrigðishagfræði sem er skammsýn og ómannúðleg bæði fyr- ir skjólstæðinga og starfsfólk slíkra stofnana. Við ættum frekar en að spara á óviðkunnanlegum stöðum í heilbrigðis- kerfinu að veita mun meira fé úr samneyslusjóðum samfélagsins í t.d. þessa merkilegu og þörfu hjúkrunarþjónustu. Einmitt vegna þess að húri er ákjósanlegri stuðn- ingshvati fyrir fjölmarga heilsu- veila í ákveðnum tilvikum, en spít- ali eða stofnun myndi vera. Það er reyndar þegar dýpra er skoðað í ýmsum tilvikum ódýrara fyrir ríkið að efla þessa þjónustu en að vista þá sem vilja og geta nýtt sér möguleika heimahjúkrunar við aðrar og erfiðari aðstæður fyrir viðkomandi, ekki síst tilfinninga- lega og félagslega. Það er bæði mannúðlegt og já- kvætt að við stöndum vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi sjúkra að fá að takast á við veikindi sín í faðmi fjölskyldu sinnar á eigin heimili eða ástvina eftir atvikum sé það mögulegt og ásættanlegt fyrir þann veika og aðstandendur hans. Þessi þjónusta eykur líkur á slíku og auðveldar bæði ástvinum og þeim sjúka að takast á við það viðkvæma og vandmeðfarna Jóna Rúna Kvaran. Hug'leiðing um „Gettu betur“ Eiríkur'Sturla Stefán Már Ólafsson Ágústsson NÝVERIÐ lauk í Sjónvarpinu Spumingakeppni framhaldsskól- anna og þar sönnuðu MR-ingar enn og aftur að þeir eru fremstir á fróðleikssviðinu. Þeir lögðu í úrslit- um lið Flensborgar og maður velt- ir því óhjákvæmilega fyrir sér hvernig þetta lið komst eins langt og raun ber vitni. Árangur Flens- borgar endurspeglar í raun stór- furðulegt fyrirkomulagið sem keppt er eftir, og því skulum við aðeins skoða hvernig útvarps- keppnin fór fram. I fyrstu útvarpsumferð mættust lið MA og FG og er skemmst er frá því að segja að MA sigraði 27-18. Stigafjöldi skipti öll liðin miklu máli því skv. reglunum eiga 8 stigahæstu liðin að komast í sjón- varpið. Því urðu FG-ingar ásamt öðmm tapliðum úr fyrstu umferð að bíða og sjá. Þess má auk þess geta að MA-ingarnir voru stiga- hæstir allra liða úr fyrstu umferð- inni með sín 27 stig. í næstu um- ferð mætti MA Flensborgarskóla og sigraði 22-21. Flensborgarar komu því hins vegar til leiðar eftir keppnina að úrslitum var breytt í 22-21 þeim í vil og þar með tryggði Flensborgarskóli sig áfram í sjón- varpið. Þrátt fyrir tapið hefði MA átt að fylgja Flensborg í sjónvarps- keppnina á sínum 27 stigurii úr sigurviðureign en þá var þeim tjáð að stigaijöldi í fyrri umferð gilti ekki fyrir lið sem komist hefði í aðra umferð og þ.a.l. hefðu þeir ekki hlotið nógu mörg stig til áframhaldandi þátttöku. Skólinn sem fyllti síðan skarð MA í 8-liða úrslitum reyndist síðan vera Fram- Sé skemmtanagildið tekið fram yfír alvör- una, segja Eiríkur ---------------------- Sturla Olafsson og Stefán Már Agusts- son, er verið að bjóða heim ranglæti og óvönd- uðum vinnubrögðum. haldsskóli Vestmannaeyja en þann skóla hafði Flensborg slegið út í fyrstu umferð. Vestmannaeyingar fóru því áfram á 24 stigum úr tapviðureign. Þeir voru því teknir framyfir MA þrátt fyrir lakari árangur. Tvö önnur atriði í undanúrslitum gefa tilefni til nánari athugunar og enn í keppni Flensborgar. MS keppti við Flensborg um úrslita- sæti og útlit var fyrir skemmtilega keppni þar til röðin kom að tón- dæmaspurningum. 3 stef voru leik- in og áttu keppendur að bera kennsl á myndir eða myndaflokka sem þau hefðu verið leikin í. MS varð fljótara til og sagði að stefin væru úr spaghettivestrum Clints Eastwood, Jaws myndunum og The Beverly Hillbillies. Dómarinn gaf rangt fyrir síðasta svarið og sagði það stef hafa verið úr mynd- inni Deliverance. Við nánari athug- un kom í ljós að stef þetta var einnig í The Beverly Hillbillies og þar sem ekki var spurt um í hvaða mynd stefið birtist upprunalega, hefði svarið átt að dæmast rétt. Þegar dómari var spurður út í þetta atriði sagðist hann ekki mundu rengja það að síðasta stefið hefði verið í myndinni The Bev. Hillbilli- es en sagði ennfremur að hann hefði aldrei hugsað sér að gefa rétt fyrir spaghettivestrasvarið þrátt fyrir að það sé, eðli málsins samkvæmt, fullnægjandi svar. Hér má segja að dýrmætt stig hafi verið haft af MS-ingum á frekar grunsamlegum forsendum. Annað vafaatriði má rekja til spurningar um Napóleon Bóna- parte. Flensborg taldi sig kunna svarið en svarið við spurningunni var einfaldlega Napóleon. Það kom vissulega fram í svari Flensborgar en þá tók dómari upp á því að spyija Hafnfirðingana sérstaklega um, hvaða Napóleon þeir ættu við. Þeir komu því með nákvæmt svar sem reyndist rétt. MS-ingar töldu, að hér hefði dómarinn dregið Flensborg að landi. Er annar greinarhöfund- ur talaði við dómarann eftir keppnina og spurði hann út í þetta atriði sagði hann að Flensborgurum hefði dugað að nefna Napó- leon. Þeir hefðu ekki þurft að vita hvaða Napóleon átt var við. En hvers vegna var dómarinn þá að spyrja um hvaða Napóleon Flensborg ætti við? Ef Flensborg hefði í grandaleysi nefnt vitlausan Napó- leon, hefði liðið fengið rangt fyrir svarið og tapað stigi. Þar með hefði dómari gefið rangt fyrir spurninguna vegna smáatriðis sem í upphafi átti engu máli að skipta. Flestir sáu líklega úrslitin þar sem MR-liðið sigraði lið Flensborg- ar afar sannfærandi. Glöggir áhorfendur heima í stofu hafa ör- ugglega tekið eftir hinum mikla klið sem fór um salinn þegar MR- ingar voru spurðir hver yngsti ólympíufari íslands frá upphafi hefði verið. MR-liðinu brá mjög í brún eins og glögglega mátti sjá, en hvers vegna? Þessa sömu spurn- ingu höfðu MS-ingar séð hjá dóm- ara þegar þeir spurðu hann út í vafaatriði keppninnar við Flens- borg og að sjálfsögðu deildu þeir þessum fróðleik með MR-ingum. Því brá bæði MR-liðinu og MS-lið- inu þegar dómari notaði spurning- ástand sem getur verið staðreynd þar sem veikindi og vanmáttur er til staðar ef erfiðlega gengur og ástand er flókið. Sjálfsvirðing og líknarbrunnur léttis Það skiptir óneitanlega miklu máli þegar hallar undan fæti hjá okkur að sú kerfistengda aðhlynn- ing og hjúkrun sem við eigum rétt á sé þess eðlis að við þrátt fyrir fjötra og höft veikinda og fötlunar fáum m.a. að halda okkar andlegu sem líkamlegu reisn og sjálfsvirð- ingu. Starfsfólk heimahjúkrunar stuðlar einmitt að því að slík slys verði ekki staðreynd því þeir sem vinna við hana skilja augljóslega flestir að það að verða veikur og þurfa sökum þess á hjálp að halda þýðir ekki að þeir sem þannig eru settir hafi tapað sjálfsvirðingunni og eigin vilja við umskiptin þó ástand viðkomandi sé vanmáttugt. Það er réttmætt að hvetja heil- brigðisráðherra og aðra ráðamenn heilbrigðismála til að þrengja ekki að starfsemi heimahjúkrunar með fávísum sparnaðaraðgerðum og skammsýnum. Heimahjúkrunar- kerfið er mannúðlegt ekkert síður en faglegt og er því eins konar líkn- arbrunnur uppörvunar og léttis fyrir þá sem eiga ekki kost á að lifa þjáningarsnauðu og sjálfs- hvetjandi lífi nema með stuðningi þessara sérstöku líknarsveita heimahjúkrunar. Best væri að við landsmenn stæðum sameiginlegan vörð um þetta frábæra liðveisluform líknar og uppörvunar. Heimahjúkrunar- kerfið er heilbrigðisþjónustinni til stór sóma eins og ég hef kynnst því og á því að fá að þróast á já- kvæðan og öflugan hátt. Það er öllum fyrir bestu þrátt fyrir rétt- mætt gildi stofnana og sjúkrahúsa. Þetta er þjónustuform sem getur blómstrað og borið birtu vonar og hamingju inn í íslenskt samfélag ef að því er hlúð af áhuga og umhyggju fyrir væntanlegum skjólstæðingum. Höfundur er blaðamaður. una í sjálfum úrslitunum. Vissu- lega breytti þetta eina stig sem MR-ingar fengu þarna á silfurfati ekki úrslitunum, enda liðið það langbesta í keppninni, en þessi framganga mála segir ýmislegt um skipulag keppninnar sjálfrar. Fleiri dæmi má nefna þar sem lið hefur séð spumingar fyrirfram en við teljum ekki rétt að fást um það hér, því rök við þeim era því miður af of skomum skammti. „Fangaverðir“ vora notaðir í keppninni í ár, en þeir gættu ann- ars liðsins meðan hitt liðið var í hraðaspurningum. Keppendur, sem biðu í gæslu fangavarðar, kvörtuðu sáran undan fangavörð- um eins liðsins. Þeir höfðu notað tímann til að bijóta liðið, sem þeir gættu, niður með vægast sagt óviðeigandi munnsöfnuði og getur annar greinarhöfundur vottað það. Hér er á ferð ódrengileg hegðun skólans og sýnir einfaldlega að það virðist þurfa „hjálp“ til að sigra. Burt séð frá framangreindum atriðum hefur Spurningakeppni framhaldsskólanna vissulega sína kosti. Mjög góð stemmning skap- ast í þessari keppni og skemmtana- gildið er ótvírætt. En eins og skemmtanagildið getur verið kost- ur getur það einnig orðið löstur. Niðurstaðan gæti orðið sú að að- standendur keppninnar taka skemmtanagildið framyfir alvör- una, sem vissulega á að vera til staðar, en slíkt býður ranglæti og óvönduðum vinnubrögðum heim. Ef þetta er skoðun aðstandenda (sem ýmislegt bendir til) bitnar það því miður á liðunum, en sú má raunin alls ekki verða. Eiríkur var liðsstjóri MS-spum- ingaliðsins og Stefán keppandi Menntaskólans að Laugarvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.