Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 45
i
I
JÓN GUÐMUNDUR
*
JONSSON
+ Jón Guðmund-
ur Jónsson
fæddist í Vestra-
íragerði á Stokks-
eyri 16. janúar árið
1913. Hann lést á
I Hrafnistu í
Reykjavík 29. mars
síðastliðinn. Jón
var næstyngstur
sjö barna hjónanna
Guðnýjar Bene-
diktsdóttur og
Jóns Jónssonar,
formanns. Þau
systkinin sem upp
komust voru auk
Jóns: Elín, gift Asmundi Hann-
essyni, Guðjón, kvæntur Ing-
veldi Jónsdóttur, Benedikta,
gift Pétri Daníels-
syni, Margrét, gift
Haraldi Bachmann,
og Hallgrímur,
kvæntur Guðrúnu
Alexandersdóttur.
Jón var um aldar-
fjórðung aðstoðar-
vélstjóri á farskipum
Sambandsins, lengst
á Jökulfellinu. Síð-
ustu ár starfsævinn-
ar vann hann í Bún-
aðarbanka íslands
sem bílstjóri og síðan
sem gæslumaður í
bankahólfum. Hann
var ókvæntur og barnlaus.
Útför Jóns var gerð frá
Stokkseyrarkirkju 10. apríl.
Látinn er Jón Guðmundur Jóns-
son frá Vestra-íragerði á Stokks-
eyri 81 árs að aldri. Ég hitti Jón
í fyrsta skipti er ég kom til starfa
um borð í olíuskipinu Litlafelli
haustið 1954. Þá var ég ókunnugur
störfum, sem vinna þarf um borð
| í olíuskipi, en Jón þaulreyndur í
' þeim efnum. Hann tók mér eins
og syni sínum og tókust með okkur
og síðan fjölskyldu minni einlæg
vinátta, sem staðið hefur síðan.
Jón var stór og karlmannlegur,
sem tekið var eftir hvar sem hann
fór. Hann var ekki mannblendinn,
en traustur félagi og vinur þeirra
sem hann tók vináttu við enda
heiðarleiki og samviskusemi hon-
um í blóð borin. Eftir samstarfíð
á Litlafellinu lágu leiðir okkar aft-
ur saman á Jökulfellinu og vorum
við klefafélagar þar, þangað til ég
fór í land rúmu ári síðar til starfa
í skipadeild Sambandsins.
Ekki rofnaði sambandið milli
okkar, þegar ég og fjölskyldan
fluttum til Akureyrar vorið 1961.
Margar góðar stundir höfum við
átt saman einir sér eða með fjöl-
skyldu minni í gegnum tíðina og
margs er að minnast. Ófáar veiði-
ferðirnar fórum við saman þegar
þú komst hingað norður, t.d. í
Svartá, Selá, Hofsá og Laxá í S-
Þing., svo einhverjar ár séu nefnd-
ar, enda veiðiskapur þitt aðal-
áhugamál.
Jón giftist aldrei en með honum
og dætrum okkar fjórum myndað-
ist sérstakt samband, sem var í
þá veru að þeim fannst hann vera
nákominn ættingi og þar af leið-
andi einn af fjölskyldunni. Fyrir
þessi kynni og allar gjafirnar, sem
hann færði þeim úr siglingunum,
þakka þær innilega.
Þegar að leiðarlokum er komið
vil ég og fjölskylda mín þakka þér
órofa vináttu. Einnig fyrir allar
gistinæturnar og góðgerðirnar á
Reynimelnum, en þær eru orðnar
margar í gegnum tíðina.
Kæri vinur, þessi fátæklegu
kveðjuorð eru aðeins brot af því
sem við hjónin hefðum viljað segja
að leiðarlokum. En þegar við heyr-
um góðs manns getið kemur nafn
Jóns G. Jónssonar upp í hugann.
Guð geymi góðan dreng.
Valgerður og Karl
Jörundsson.
HARALDUR
EINARSSON
+ Haraldur Einarsson fæddist
á Brúsastöðum í Þingvalla-
sveit 26. apríl 1913. Hann lést
í Reykjavík 10. apríl síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Fossvogskirkju 23. apríl.
Hinn 10. þessar mánaðar lést
Haraldur Einarsson úr sjúkdómi
sem margur hefur orðið að lúta í
lægra haldi fyrir. Síðastliðin 17 ár
höfum við ijölskyldan gist á heimili
Helgu og Haraldar í flestum
Reykjavíkurferðum okkar. Sama
var hvenær við komum, hvort sem
var á nóttu eða degi, alltaf var
okkur jafnvel tekið og við fundum
alltaf jafnvel fyrir því hvað velkom-
in við vorum hvernig sem á stóð.
Venjulega þegar við fórum sagði
svo Haraldur: Og hvenær komið þig
svo aftur? Haraldur var einstakt
prúðmenni bæði til orðs og æðis.
Hann var mikið snyrtimenni og sér-
staka vandvirkni viðhafði hann við
allt sem hann gerði. Sumarbústaður
þeirra hjóna var honum sérstaklega
kær og ber hann merki um vand-
virkni Haraldar á öllum sviðum. Þar
hóf Haraldur að rækta skóg, en
tijárækt var honum sérstaklega
hugleikin. Það var hrein unun að
rölta með honum milli tijánna við
sumarbústaðinn óg hlusta á hann
segja frá uppvexti tijánna. Hvert
tré var fyrir honum sem sjálfstæður
einstaklingur og hann kunni vel
skil á æviferli hvers trés fyrir sig.
Hann hlúði að trjánum eins og þau
væru börnin hans, reyndar má segja
að þau hafi verið það í vissum skiln-
ingi. Trén launuðu honum það líka
margfalt, þau döfnuðu vel og gáfu
honum og fjölskyldunni allri það
sem af þeim var vænst. Sumarbú-
staðurinn var lítill í fyrstu, en Har-
aldur stækkaði húsið eftir því sem
með þurfti og er hann nú orðinn
hið ágætasta hús. Þarna átti hann
sínar bestu stundir við að sinna
húsinu og garðinum og njóta fugla-
söngsins og náttúrunnar. Maður sá
vel hvað Haraldur naut sín vel
þarna. Þar ræktaði hann auk þess
kartöflur og grænmeti til heimilis-
ins og var þá ekki laust við að dálít-
ill bóndi kæmi upp í Haraldi, enda
var hann af bændum kominn og
sveitin átti alltaf ítök í honum.
Haraldur var sérstaklega greiðvik-
inn og alltaf var sjálfsagt að hjálpa
öðrum. Það mátti treysta því að það
stóð allt sem hann hafði lofað.
Haraldur vann hjá SÍS mjög lengi
sem einkabílstjóri forstjórans. Það
starf hæfði honum vel, þar naut sín
lipurð hans, snyrtimennska og
áreiðanleiki. Sl. hálft ár sem Har-
aldur hefur verið veikur hefur Helga
að mestu leyti sjálf annast hann
með aðstoð dætra þeirra og fóstur-
sonar. Elsku Helga, Sigrún, Gréta,
Friðþjófur og fjölskyldur ykkar. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Þið hafíð misst mikið og skarðið
sem skilið er eftir verður aldrei fyllt.
En minningin um Harald er góð og
dýrmæt og verður aldrei tekin frá
okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Ragnhildur og Sigurður.
ÞÓRUNN
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Þórunn Þórðardóttir var
fædd 9. mars 1976 á Akra-
nesi. Hún dó 31. mars sl. á heim-
ili sínu á Akranesi og fór útför-
in fram frá Akraneskirkju 10.
apríl.
Elsku Þórunn, okkur fínnst erfitt
að hugsa'til þess að nú sért þú
farin. Okkur finnst einnig erfitt að
hugsa til þess að við getum aldrei
hitt þig aftur, heimsótt þig eða tal-
að við þig. Það eina sem við getum
gert er að hugsa til baka, til allra
góðu stundanna sem við áttum sam-
an. Til dæmis til allra áranna í
Brekkubæjarskóla, skólaferðalag-
anna og matarboðanna sem við
héldum. Við munum aldrei gleyma
hversu frábær félagi þú hefur alltaf
verið. Elsku Þórunn, við munum
sakna þín sárt.
Kata, Doddi og Jósep, við hugs-
um hlýtt til ykkar á þessari sorgar-
stundu og vottum ykkur innilega
samúð okkar.
Hrund og Jórunn.
Við höfum þekkt Þórunni frá því
í sex ára bekk. Alla tíð síðan hefur
hópurinn verið mjög samheldinn og
því sárt að hugsa til þess að ein
úr hópnum sé farin.
Það er erfitt að koma orðum að
því hvernig Þórunn var, en hún var
vissulega góð manneskja sem var
vinur vina sinna. Þrátt fyrir mikil
og erfið veikindi var Þórunn alltaf
ákaflega sterk og lét aldrei bug-
ast. Við virtum hana fyrir hvað hún
var dugleg og kvartaði aldrei. I
gegnum veikindi hennar höfum við
lært að meta lífið og heilsuna á
annan hátt.
Elsku Þórunn, það er sárt að
þurfa að kveðja þig svo snemma.
Við spyijum sjálf okkur: Af hveiju?
En við þeirri spurningu eru engin
svör. Við huggum okkur við að þér
líði vel á þeim stað sem þú ert núna.
Við þökkum Guði fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. í gegnum
árin höfum við upplifað margt sam-
an, bæði gleði og sorg, en gleði-
stundirnar munu ætíð standa upp-
úr.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Við vottum Kötu, Dodda og Jósep
okkar dýpstu samúð. Elsku Þórunn,
við munum aldrei gleyma þér.
Þínir vinir,
Anna, Amdís, Eiríkur, Elva,
Eyfi, Gerður, Guðrún,
Hákon, Hrund, Jórunn,
Reynir, Rúnar, Valdís, Valey,
Þórður, Þórhildur og Þura.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
I um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og bæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Ilöfundar eru beðnir að liafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum.
ESTER
SIGFÚSDÓTTIR
+ Ester Sigfús-
dóttir fæddist á
Leiti í Suðursveit
23. nóvember 1919.
Hún lést á Land-
spítalanum 16.
apríl siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Lang-
holtskirkju 26.
apríl.
Þegar ég hitti í
fyrsta sinn tengdaföð-
ur minn Björn Hall-
dórsson, gullsmið, fyr-
ir tæpum 24 árum, á
jólunum 1972, var hann maður
ókvæntur. Á fallegu heimili sínu
í Álfheimum 52 bjó hann með
móður sinni Hólmfríði Björnsdótt-
ur sem gekk til allra húsverka og
hélt heimili fyrir son sinn þrátt
fyril' að hún væri orðin 88 ára
gömul. Við Gæflaug, dóttir Björns,
urðum bæði þess aðnjótandi að
ferðast með Birni um ísland og
hlýða á frásagnir hans um menn
og málefni, og ekki síst náttúru
íslands. Hvert sem leið okkar lá
var Björn fróður um umhverfið og
svo er enn í dag. Hann var og er
frábær ferðafélagi. Og gott var
að koma í Álfheima og njóta veit-
inga Hólmfríðar.
Árið 1980, þegar Björn varð
sextugur, kcm hann okkur öllum
í opna skjöldu þegar hann opinber-
aði trúlofun sína og Esterar Sigf-
úsdóttur. Þau giftu sig 29. maí
1981. Þau Ester og Björn voru
glæsilegt dæmi um samband sem
einungis ást og innbyrðis virðing
milli karls og konu getur skapað
og nært. Það var auðséð á ferðafé-
laga okkar Gæflaugar að hann var
maður hamingjusamur. Hann
eignaðist förunaut sem var tilbú-
inn að fara með honum allra ferða.
Ester var gleðigjafí, kát og hress,
söngelsk. Það var einstakt að fá
að vera vitni að gleði þeirra og
kærleik og frétta af ferðum þeirra
og ráðagerðum. Og þau slógu ekki
slöku við.
Hún deildi áhuga Björns á ætt-
rækni og ferðalögum og saman
fóru þau vítt og breitt um landið.
Hún virti áhuga Björns á bókum,
listum og náttúru og var honum
einstaklega góður félagi.
Ester tók á móti okkur opnum
örmum í Álfheimum, spurði frétta
og sagði okkur fréttir af sér og
sínum við borðið í eldhúsinu yfír
kaffibolla, heimabökuðum flatkök-
um og öðru góðgæti. Hún lá ekki
á skoðunum sínum og mér fannst
einstaklega gaman að
sitja með Ester í eld-
húsinu og ræða við
hana, líka um spaugi-
legar hliðar tilverunn-
ar. Dillandi hlátur
hennar hljóðnar aldr-
ei.
Vinnustaður henn-
ar til margra ára,
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, sem hún
nefndi aldrei annað en
Stöðina, var henni
hugleikinn. Sveitin
hennar, Suðursveitin,
var henni kær og
frændgarðurinn, einkum og sér í
lagi sonardætur og -sonur hennar
og ömmubörnin. Ester varð líka
börnum okkar Gæflaugar sem
amma og mér var hún sem góð
tengdamóðir, ávallt umhugað um
velferð okkar allra.
Við kveðjum Ester. Fyrir hug-
skotssjónum okkar stendur hún,
glæsileg á velli, í upphlut, bros-
andi, hlæjandi, eða í eldhúsinu
með svuntuna, iðin við bakstur eða
matseld sem hún var meistari í.
Við Gæfa, Björn Eiríkur og Nína
Margrét vottum Birni, börnum
Esterar, barnabörnum og börnum
þeirra samúð okkar. Blessuð sé
minning hennar.
Lars H. Andersen.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum frænku minnar,
ekki síst vegna þess hversu einstök
manneskja hún var. Kynni mín af
henni hófust fyrir alvöru eftir 1990
þegar ég fluttist í Efstasund. Það-
an er stutt í Álfheimana og þótt
þær yrðu ekki margar ferðirnar
til hennar í kaffi, urðu þær nógu
margar til að sjá það að hún var
gull af manni og bráðskemmtileg.
Það var gaman að tala við hana
og ávallt sýndi hún mínum málum
áhuga og þá ekki síst uppvexti
dóttur minnar.
Síðast hitti ég Ester í fyrrasum-
ai' í Suðursveit og hefði það ekki
hvarflað að mér þá að það yrði
það síðasta. Hún var þá sem
endranær vel til höfð og góða
skapið var á sínum stað. Ég minn-
ist hennar sem lífsglaðrar og hlát-
urmildrar konu og dáðist að dugn-
aði hennar og Björns við að ferð-
ast bæði innanlands og utan.
Ég kveð þig, elsku Ester, og
þakka þér fyrir góðar stundir.
Birni og öðrum aðstandendum
votta ég samúð mína.
Þóra Bjarndís
Þorbergsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför,
MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR,
Grandavegi 45.
Einar Halldórsson, Ólöf Unnur Harðardóttir,
Guðfinna Halldórsdóttir, Hilmir Elísson,
Jóhann Halldórsson, Olga Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkaerar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður,
GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Háagerði 87,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir
fyrir umönnun í veikindum hennar.
Stefania Júníusdóttir,
Herborg Júniusdóttir, Guðmundur Hermannsson,
Guðjón Júníusson,
Ólafur Júníusson, Árdis Bragadóttir,
Sævar Júniusson, Guðný Þorsteinsdóttir.