Morgunblaðið - 27.04.1996, Page 48
48 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Island sigraði
ísrael 5 72—4 Vi
SKAK
Grand Hótel
Rcykjavík,
22 — 26. apríl:
LANDSKEPPNI ÍS-
LANDS OG ÍSRAELS.
íslenska landstiðið í skák sigraði
3—2 í seinni umferð landskeppn-
innar við Israel á miðvikudags-
kvöldið og heildarúrslitin urðu því
nokkuð óvæntur sigur íslands 5 'A—
4 'A. I hraðskákkeppni á sex borð-
um sigraði ísland einnig, 39—33.
SIGUR íslands var nokkuð
óvæntur, því ísraelsmenn voru
stigahærri á öllum borðum.
Júdasín komst í tvær síðustu
áskorendakeppnir FIDE, Psak-
his varð tvívegis skákmeistari
Sovétríkjanna gömlu og þeir Alt-
erman og Kosashvili þykja í hópi
efnilegustu ungra stórmeistara.
En íslenska liðið mætti sérlega
einbeitt til leiks seinni keppnis-
daginn eftir þjálfun hjá Gunnari
Eyjólfssyni:
Seinni umferðin:
ÍSLAND—ÍSRAEL 3-2
Margeir—Júdasín 1—0
Jóhann—Psakhis 0—1
Hannes—Alterman 'U—'U
Karl—Greenfeld 'U—'k
Helgi Áss—Kosashvili 1—0
Heildarúrslit:
ÍSLAND—ÍSRAEL 5 ‘A-4 ‘A
Margeir—Júdasín 1 'U— 'A
Jóhann—Psakhis 1—1
Hannes—Alterman 1 'A— 'A
Karl—Greenfeld 'A—1 'A
Helgi Áss—Kosashvili 1—1
íslendingar fengu óskabyijun
í seinni umferð er Helgi Áss kom
fram grimmilegum hefndum:
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Yona Kosashvili
Bogoindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3
- Bb4+ 4. Bd2 - c5 5. a3 -
Bxd2+ 6. Dxd2 — cxd4 7. Rxd4
- 0-0 8. Rc3 - d5 9. e3 - a6
Einfaldasta leiðin til að jafna
taflið gegn rólegri bytjun hvíts
er líklega 9. — dxc4 10. Bxc4 —
a6, sbr. tvær skákir Helgi Áss—
Margeir, deildakeppninni 1995
og Reykjavíkurmótinu 1996.
10. cxd5 - Rxd5 11. Bd3 -
Rxc3 12. Dxc3 - b5?! 13. Be4
- Ha7 14. Hcl!
Skyndilega er hvítur kominn
með mjög sterka stöðu þar sem
svartur getur ekki lokið liðsskip-
an sinni á eðlilegan hátt. 14. —
Bb7 15. Dc5 vinnur t.d. skipta-
mun.
14. - e5 15. Rf3 - f6 16. Dc5
- He7 17. 0-0 - Rd7 18. Dc2
- g6 19. Hfdl - Kg7 20. h4
- De8 21. Dc7 - f5 22. Bc6 -
Kh6 23. a4 - b4 24. Dd6 -
b3 25. a5 - Df7 26. Bxd7 -
Hxd7 27. Rxe5 og svartur gafst
upp.
Karl hélt síðan örugglega
jafntefli með svörtu við Green-
feld og á hinum borðunum þrem-
ur virtust íslendingarnir a.m.k.
ekki vera með lakari stöður.
Hannes varð þó að fallast á jafn-
tefli og Jóhann fór í ótímabæra
kóngssókn á Psakhis, sprengdi
sig og tapaði. Þar með var eftir-
farandi skák orðin ein eftir og
hrein úrslitaskák:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Leónid Júdasín
Drottningarbragð
1. c4 - c5 2. Rf3 - Rf6 3. Rc3
— e6 4. e3 — Rc6 5. d4 — d5
6. a3 — cxd4 7. exd4 — Re4
8. Bd3 — Rxc3 9. bxc3 — dxc4
10. Bxc4 - Be7 11. 0-0 - 0-0
12. Hel - b6 13. Bd3 - Bb7
14. h4!?
Vel þekkt peðsfórn, sem færir
hvíti biskupaparið og hættuleg
sóknarfæri
14. — Bxh4 15. Rxh4 — Dxh4
16. He3 - g6 17. Hg3 - De7
18. Bh6 - Hfe8 19. Dh5 -
Dc7 20. Dh4 - f5 21. Hel -
Ra5 22. Hge3 - Dd8 23. Dg3
- Df6!
Eini leikurinn. Eftir 23. —
Dd7? vinnur hvítur glæsilega:
24. Bxf5!! — exfð 25. Hxe8+ —
Hxe8 26. Hxe8+ — Dxe8 27.
Hxe8 — Dxe8 28. Dc7! og svart-
ur er vamarlaus.
Nú tekur hvítur skiptamun,
en fyrir hann fær svartur vissar
bætur. Eðlilegasta leiknum 24.
c4 á svartur að svara með 24. —
Rb3! 25. d5 — Rc5 og hann nær
að veijast.
24. Bb5 - Bd5 25. Bxe8 -
Hxe8 26. Dd6 - Dd8 27. Df4
- Rc4 28. Hg3 - Dd6 29. Dh4
- De7 30. Bg5! - Dxa3?
31. Hh3 - h5 32. Dg3!
Þetta yfirsást Júdasín þegar
hann tók peðið á a3. Hótunin
er bæði 33. Bcl og 33. Hxh5!
32. - Kf7 33. Dc7+ - Kg8!
Eftir 33. — He7 tæki hvítur
ekki annan skiptamun, heldur
léki hann vinningsleiknum 34.
Dd8! og drottningin kemst í ná-
vígi við svarta kónginn.
34. Hg3 - Df8 35. Dxa7 -
Ha8 36. Dc7 - Df7 37. Df4 -
Kh7 38. Hd3 - Ha3 39. Dg3
- Da7 40. Hddl - b5 41. Bf4
- De7 42. Bg5 - Db7 43. Hbl!
Með hótuninni 44. Hxb5! —
Dxb5 45. Dc7+ - Kg8 46. Dd8+
- Kf7 47. De7+ - Kg8 48. Bf6
og mátar.
43. - Ra5 44. Bcl - De7 45.
Df4 - Dg7 46. Dg5 - Df8 47.
Bf4 - Rd6 48. f3 - Rf7 49.
Df6 - Dg7
50. Hxe6! — Bxe6 51. Dxe6
Hvíta staðan er unnin, því
svarta liðið vinnur ekki sam-
an.
51. - Ha3 52. Hxb5 - Hxc3
53. Hd5 - g5 54. Hd7 - Kg8
55. Be5 og svartur gafst upp.
Hraðskákin:
ísland sigraði ísrael 39—33 í
hraðskákkeppni á sumardaginn
fyrsta. Stepak, liðsstjóri ísrael-
anna tefldi sem sjötti maður.
Hann er með rúmlega 2.300 stig,
en fékk aðeins hálfan vinning.
ísraelsmenn höfðu þriggja vinn-
inga forskot eftir fjórar umferðir
af sex, en í fimmtu umferð sigr-
aði ísland 7—5 og minnkaði mun-
inn í einn. Síðan stóð ekki steinn
yfir steini hjá þeim í síðustu um-
ferð, úrslitin urðu 9 ‘A—2 'A íslandi
í vil. Einstaklingsúrslit:
ísland: Margeir 5 v. af 12, Jó-
hann 7‘A v., Hannes 8 v., Karl 4
v., Helgi Ólafsson 7 ‘A v. og Helgi
Áss 7 v.
Israel: Júdasín 7‘A v., Psakhis
8‘A v., Alterman 4‘A v., Green-
feld 5 v., Kosashvili 7 v. og Step-
a ‘A v.
Skákstjórar voru Þráinn Guð-
mundsson og Ólafur Ásgrímsson.
Margeir Pétursson
RADAUGÍ YSINGAR
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis-
hólmi, þriðjudaginn 30. aprfl 1996 kl. 10.00 á eftlrfarandi eignum:
Akurholt, Eyja- og Miklaholtshreppi, þingl. eig. Oddný Kristinsdóttir,
gerðarbeiðendur Kaupþing hf.
Austurgata 6, Stykkishólmi, þingl. eig. Bergsveinn Géstsson, geröar-
beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs.
Haffjarðará, hluti, Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeinsstaða-
hreppi, þingl. eig. Oddný Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing hf.
Helluhóll 10, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ársæll Ársælsson og Signý R.
Friðjónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sam-
vinnusjóður Islands hf.
Hlíðarvegur 13, Grundarfirði, þingl. eig. Ingibjörg Sigurðardóttir og
Valgeir Þ. Magnússon, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og
Rafveita Borgarness.
Höföi, hluti, Eyja- og Miklaholtshreppi, þingl. eig. Oddný Kristinsdótt-
ir, geröarbeiöandi Kaupþing hf.
Lágholt 11, Stykkishólmi, þingl. eig. Jens Óskarsson, gerðarbeiðend-
ur Byggingarsjóður ríkisins, innheimtumaður ríkissjóðs, lífeyrissjóður
verkslunarmanna og Stykkishólmsbær.
Naustabúð 11, Snæfellsbæ, þingl. eig. Svanur K. Kristóferson og
Anna Bára Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Skólabraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Aðalheiður Mésdóttir og Sölvi
Guðmundsson, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Vá-
tryggingafélag Islands hf.
Stóra-Hraun, hluti Kolbeinsstaðahreppi, þingl. eig. Oddný Kristins-
dóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing hf.
Túnbrekka 3, Snaefellsbæ, þingl. eig. Katrín Ríkharðsdóttir og Stefán
R. Egilsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands og Lífeyrissjóður
sjómanna.
Sýslumaðurinn i Stykkishólmi,
26. apríl 1996.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 1,
Isafirði, þriðjudaginn 30. apríl 1996 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum:
auglýsingar
Brekkugata 31, Þingeyri, þingl. eig. Páll Björnsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og veiðafærasalan Dimon hf.
Fjarðargata 14, efri hæð, Þingeyri, þingl. eig. Sólveig S. Guðnádótt-
ir og Viktor Pálsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Sýslumaðurinn á isafirði,
26. april 1996.
Uppboð
Framhald uppboðs á neðangreindri eign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
Bylgjubyggð 57, Úlafsfirði, þinglýst eign Guðmundar P. Skúlasonar,
eftir kröfu Soffaníasar Cecilssonar hf., þriðjudaginn 30. apríl nk. ki.
10.00.
Ólafsfirði, 22. apríl 1996.
Sýslumaðurinn i Ólafsfirði,
Björn Rögnvaldsson.
Lausafjáruppboð
á óskilamunum
Eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavík, fer
fram uppboð á ýmsum óskilamunum m.a.
reiðhjólum, úrum, fatnaði og fleiri munum.
Uppboðið fer fram í uppboðssal Vöku hf.,
Eldshöfða 4, Ártúnshöfða, laugardaginn 4.
maí 1996 og hefst það kl. 13.30.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfia
Tónleikar í kvöld kl. 20.00 með
lofgjörðarhóp frá Grace Viney-’
ard kirkju í Texas. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Gestapredikari Mike Fitzgerald.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Dagsferð sunnud. 28. aprfl
Kl. 10.30 Landnámsleiðin L8,
lokaáfangi, Bringur-Heiðarbær.
Verð kr. 1.200/1.400,-.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
# ÍSIANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Laugardagur 27. aprfl kl.
14.00
Fjölskylduganga um Öskjuhlíð.
Brottför frá anddyri Perlunnar.
Um 1 klst. létt ganga um skógar-
stíga. Ekkert þátttökugjald. Far-
arstjóri: Sigurður Kristinsson.
Sunnudagur 28. aprfl
Kl. 10.30 Skíðagönguferð á
Esju. Ný spennandi ferð. Farar-
stjóri: Gestur Kristjánsson. Verð
kr. 1.200 kr.
Kl. 13.00 Keilir. Ekið að Hös-
kuldarvöllum og gengiö þaðan.
Fagnið sumri með göngu á þetta
skemmtilega útsýnisfjall. Verð
l. 200 kr. Brottför frá BS(, aust-
anm. og Mörkinni 6.
Kl. 14.00 Öskjuhlíð, sögu- og
minjaganga. Um 1-1,5 klst. fjöl-
skylduganga í fylgd Helga M.
Sigurðssonar safnvarðar er
segja mun frá minjum í Öskuhlíð
m. a. stríðsminjum, minjum um
búskap, Beneventum, Landa-
merkjasteininum og fleira
skemmtilegu.
Mæting við anndyri Perlunnar.
Frí ferð. Ath. að Öskuhlíöar-
göngurnar eru í tilefni ferðasýn-
ingar í Perlunni.
Fararstjórar Ferðafélagsins,
munið fræðslukvöldið núna á
mánudagskvöldið 29. apríl kl. 20
að Mörkinni 6 (stóra sal). Fjallað
verður um leiðir og leiðarlýsing-
ar. Fjölmennið.
Ferðafélag fslands.