Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 51
STJÓRNARFORMAÐUR Hörpu hf. afhenti formanni Hringsins
gjöfina að viðstöddum forsvarsmönnum Barnaspítalans. F.v.:
Atli Dagbjartsson, yfirlæknir, Herta Jónsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, Magnús Helgason, stjórnarformaður Hörpu hf.,
Elísabet Hermannsdóttir, formaður Hringsins, og prófessor
Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir.
Harpa gefur Barnaspítala
Hringsins tvær milljónir
Herjólfur
til sýnis
í Reykjavík
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
FERJAN Hetjólfur verður í Reykja-
víkurhöfn á íaugardaginn til sýnis
fyrir borgarbúa. Ferð Heijólfs til
Reykjavíkur er í tengslum við ferða-
kynningu sem haldinn verður í Perl-
unni um næstu helgi þar sem hags-
munaaðilar í ferðaþjónustu víðs veg-
ar um land kynna þjónustu sína.
Auk þess serti skipið verður til
sýnis fyrir almenning frá hádegi og
fram eftir degi á laugardag verður
fólki boðið í stuttar siglingar með
skipinu út á Faxaflóa, klukkan tvö
og klukkan fjögur. Um borð í Heij-
ólfi verður fólki boðið að smakka á
fiskréttum frá 200 mílum sem fram-
leiddir eru hjá Vinnslustöðinni í Eyj-
um auk þess sem harðfiskurinn
Eyjabiti verður kynntur.
Kvöldsigling um Sundin
Á laugardagskvöld verður efnt til
kvöldsiglingar. Þar verður boðið upp
á þríréttaðan kvöldverð og hljóm-
sveitin Eymenn verður með í för og
sér um tónlistarflutning um borð.
Ráðgert er að kvöldsiglingin hefjist
um klukkan níu og standi vel fram
yfir miðnætti.
Að sögn Magnúsar Jónassonar,
framkvæmdastjóra Heijólfs, var tek-
in ákvörðun um að gefa borgarbúum
kost á kvöldsiglingu með skipinu úr
því að það var komið til Reykjavík-
ur. Hann sagði að einu sinni hefði
verið efnt til slíkrar siglingar frá
Eyjum og tekist með miklum ágæt-
um og mikil stemmning verið um
borð. Hann sagði að miðaverð í
kvöldsiglinguna yrði 3.000 krónur,
en innifalið í því væri þríréttaður
kvöldverður.
Magnús sagði að ráðgert væri að
taka um 100 manns í kvöldsigling-
una og því væri vissara fyrir þá sem
hefðu áhuga að hafa sem fyrst sam-
band við skrifstofu Heijólfs í Eyjum
til að tryggja sér miða.
Síðasti áfangi
Landnáms-
göngunnar
í SÍÐASTA áfanga Landnámsleið-
arinnar, Raðgöngu Útivistar 1996,
sem farin verður sunnudaginn 29.
apríl kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöð-
inni, verður gengin fom leið frá
Helguhvammi við Köldukvísl upp
Mosfellsbringur og Mosfellsheiði að
Heiðabæ.
Við upphaf ferðarinnar verður
fræðst um farkosti og siglingar fom-
manna á landnámstíð. Allir eru vel-
komnir. Með þessari göngu lýkur
átta áfanga raðgöngu frá Bæjar-
skerjum í gamla Romshvalanes-
hreppi yfir heiðar og með ströndum
að Heiðabæ við Ölfusvatn (Þingvalla-
vatn).
Vídalínshátíð
í Garðabæ
JÓN biskup Vídalín fæddist í Görðum
21. mars 1666. Hópur áhugafólks í
fæðingarbyggð hans hefur tekið
höndum saman um að minnast bisk-
ups ár hvert með helgihaldi og hátíð-
ardagskrá á þeim sunnudegi sem
næstur er vígsludegi Vídalínskirkju.
Sunnudaginn 28. apríl nk. verður
í Vídalínskirkju hátíðarguðsþjónusta
kl. 11. Dr. Gunnar Kristjánsson,
predikar. Kór Vídalínskirkju og
Skólakór Garðabæjar syngja undir
stjóm Gunnsteins Ólafssonar. Hátíð-
arsamkoma verður í kirkjunni sama
dag kl. 17. Þar mun Sigurður Bjöms-
son, óperusöngvari, flytja ávarp.
Nemendur og kennarar Tónlistar-
skóla Garðabæjar flytja tónlist. Leik-
ararnir Margrét Ólafsdóttir og Stein-
dór Hjörleifsson lesa ljóð og úr verk-
um Jóns Vídalíns. Álftaneskórinn
syngur undir stjórn Johns Speights.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
MÁLNINGARVERKSMIÐJAN
Harpa hf. hefur í tilefni af 60
ára áfmæli sínu fært Kvenfélag-
inu Hringnum tvær milljónir
króna að gjöf í Byggingarsjóð
Barnaspítala Hringsins.
Um árabil hafa verið uppi
áform um að reisa nýjan Bama-
spítala Hringsins á Landspítala-
lóðinni. Framkvæmdum hefur
ÁRLEG danshátíð Kringlunnar
og Dansskóla Jóns Péturs og
Köm laugardaginn 27. aprílnk.
Þar munu sigurvegaramir frá
Blackpool, Elísabet og Sigur-
steinn, Berglind og Benedikt og
Davíð Gill og Halldóra ásamt
fjölda annarra keppnispara frá
skólanum dansa milli kl. 10-16.
Tilgangurinn er fjáröflun
hins vegar verið frestað aftur
og aftur. Kvenfélagið Hringur-
inn hefur ávallt stutt Barnaspít-
alann af miklum myndarskap og
hefur tilkynnt um öflun stuðning
og fjárframlög til hins nýja Bam-
aspítala Hringsins. Harpa hf. vill
með gjöf sinni leggja þessu góða
máli lið.
keppnisparanna. Yngri pörin era
nýkomin heim frá Blackpool en
eldri pörin halda utan til keppni
í lok maí.
Dansaðir verða allir sam-
kvæmisdansarair tíu þ.e. fimm
suður-amerískir og fimm sígildir
samkvæmisdansar. Einnig verð-
ur hópurinn með kökur og
brauðtertur til sölu.
Þolmælingar
í Garðabæ
ALMENNINGI í Garðabæ stendur
til boða að láta þolmæla sig
laugardaginn 27. apríl. íþrótta-
braut Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, í samvinnu við Almenn-
ingsíþróttadeild Stjörnunnar og
Heilsugæsluna í Garðabæ, standa
fynr þolmælingunum.
I boði eru tvenns konar próf:
Fyrir þá sem eru í lítilli þjálfun:
Göngupróf sem hefst kl. 10,
gengnir 2 km á tíma. Fyrir þá sem
eru í góðri þjálfun: Fjölþrepapróf
sem hefst kl. 11, skokk/hlaup, eins
lengi og viðkomandi treystir sér
til. Á báðum prófunum er fylgst
með púlsi/álagi hjá þátttakendum
og þeim gefin góð ráð varðandi
þjálfunarálag og skipulag m.t.t.
útkomunnar.
Allir Garðbæingar sem hafa
áhuga á að vita þol sitt eru vel-
komnir. Blóðþrýstingsmæling fyr-
ir þá sem þess óska verður í hönd-
um hjúkrunarfræðings Heilsu-
gæslunnar í Garðabæ. Almenn-
ingsdeild Stjörnunnar í samvinnu
við Hagkaup býður upp á hress-
ingu að þolprófí Ioknu.
Sýningu Stein-
gríms að ljúka
LOKADAGUR 80. málverkasýn-
ingar Steingríms St. Th. í Nönnu-
koti í Hafnarfirði er í dag, laugar-
daginn 27. apríl.
Lýkur sýningunni í kvöld kl. 23.
Ásamt Steingrími, sem sýnir 35
nýjar myndir, sýnir Nanna Hálf-
dánardóttir að vestan nokkrar
vegghöggmyndir í sérstökum stíl
og með sérstökum blæ. Uppákoma
verður í dag kl. 14.30 en þá spilar
Jazz-Duo þeirra Guðmundar
Steingríms Steingrímssonar og
Karls Möllers.
Námskeið
í tóbaksvörnum
LEIÐBEINENDANÁMSKEIÐ
verður haldið dagana 27. og 28.
apríl í Norræna skólasetrinu á
Hvalfjarðarströnd í þeim tilgangi
að samhæfa betur aðgerðir heil-
brigðisþjónustunnar á sviði tóbak-
svarna og við að hjálpa fólki að
hætta að reykja. Námskeiðið er
hið fyrsta af Ijorum námskeiðum
sem haldin verða á þessu ári fyrir
starfsmenn heilsugæslu, sjúkra-
húsa, meðferðastofnana á sviði
ávana- og fíkniefna, sem og
fijálsra félagasamtaka.
Ingibjörg Pálmadóttir, heil-
brigðisráðherra, mun setja nám-
skeiðið, en þetta námskeiðshald
er liður í aðgerðum ráðherrans til
þess að gera heilbrigðiskerfið bet-
ur í stakk búið til þess að veita
reykingafólki þá aðstoð og hvatn-
ingu sem þarf til þess að hætta
að reykja, segir í fréttatilkynn-
ingu.
I næsta mánuð hefur jafnframt
skipulag fimm daga meðferð í
Heilsustofnun NLFI í Hveragerði
fyrir fólk sem á í miklum erfiðleik-
um með að hætta að reykja.
Veislukaffi
og hlutavelta
KVENNADEILD Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík verður með
hlutaveltu og veislukaffi í Drang-
ey, Stakkahlíð 17, miðvikudaginn
1. maí nk. kl. 14 til eflingar starf-
semi sinni.
Kvennadeildin, sem hefur starf-
að í rúmlega 30 ár, hefur einkum
styrkt líknar- og menningarmál
heima í héraði.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði.
Fimm kórar við
messu í Frí-
kirkjunni í
Hafnarfirði
VIÐ MESSU í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði nk. sunnudag 28. apríl munu
fimm kórar koma fram og syngja.
Kórarnir eru Kirkjukór og barna-
kór Fríkirkjunni, Kirkjukór og
barnakór Víðistaðakirkju og Kór
eldri borgara í Hafnarfirði. Kórarn-
ir syngja saman Sálma um lífið og^-
ljósið eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Stjórnendur eru þær Kristjana Þ.
Ásgeirsdóttir og Guðrún Ásbjörns-
dóttir. Guðsþjónustan hefst kl. 14
og verður kaffisopi í safnaðarheim-
ilinu að lokinni guðsþjónustu.
Dráttarvéla-
námskeið fyrir
unglinga
DRÁTTARVÉLANÁMSKEIÐ fyrir
unglinga á aldrinum 13-15 ára
verður haldið í Reykjavík dagana,
2.-5. maí nk. Að námskeiðinuf
standa menntamálaráðuneytið,
Reykjavíkurborg, Slysavarnafélag
íslands, Umferðarráð, Vinnueftirlit
ríkisins og Ökukennarafélag ís-
lands. Bókleg kennsla fer fram í
Hlíðaskóla.
Á námskeiðinu er unglingum
gerð grein fyrir þeim hættum sem
fylgja akstri og meðferð dráttarvéla
til að gera þeim kleift að takast á
við störf tengd þeim til sveita. Að
námskeiðinu loknu fá þátttakendur
viðurkenningarskjal fyrir þátttök-
una.
Algengt er að bændur sem taka
börn til sveitardvalar miði við að
þau hafí sótt námskeið af þessu
tagi.
Námskeiðin í ár eru ætluð ungl-
ingum sem fæddir eru árin 1981,
1982 og 1983. Námkeiðsgjald er
3.500 kr. og fer greiðsla þess og
innritun fram á skrifstofu Umferð-
arráðs í Borgartúni 33 dagana 29.
og 30. apríl frá kl. 15-18. Upplýs-
ingar eru veittar á skrifstofu Um-
ferðarráðs.
■ TANJA tatarastelpa skemmtir
í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð
í Kringlunni kl. 14.30 í dag, laug-.
ardag. Tanja tatarastelpa er leikin
er Ólöfu Sverrisdóttur, leikkonu.
Ævintýra-Kringlan er listamsiðja
fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára
og geta foreldrar verslað á meðan
börnin dveljast þar. Ævintýra- i
Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni
og er opin virka daga frá kl. 14 til
18.30 og laugardaga frá kl. 10 til
16.
■ STOFNUN Dante Alighieri á
Islandi heldur árshátíð sína í gömlu
Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni
6, á laugardag kl. 19.30. ítalskir
matreiðslumeistarar sjá um hlað-
borð, Bergþór Pálsson syngur ít-
alska söngva við undirleik, Silvia
Cosimini flytur ljóðadagskrá með
tónlist og Nicola Corvasce kynnir
þjóðlög frá hinum ýmsu héruðum
Italíu. Þá verður tískusýning, ferða-
kynning og happdrætti.
FURÐUFATABALL var haldið í mars sl. í Árseli.
Lokaball vetrarins í Árseli
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel 20—23 þar sem Stefán Hilmars-
heldur lokadansleik vetrarins son og Milljónamæringarair
laugardaginn 27. apríl frá kl. leika fyrir dansi.
ÍSLENSKU keppendurair sem tóku þátt í Blackpool.
Sigurvegarar frá Blackpool
dansa í Kringlunni