Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 51 STJÓRNARFORMAÐUR Hörpu hf. afhenti formanni Hringsins gjöfina að viðstöddum forsvarsmönnum Barnaspítalans. F.v.: Atli Dagbjartsson, yfirlæknir, Herta Jónsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Magnús Helgason, stjórnarformaður Hörpu hf., Elísabet Hermannsdóttir, formaður Hringsins, og prófessor Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir. Harpa gefur Barnaspítala Hringsins tvær milljónir Herjólfur til sýnis í Reykjavík Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FERJAN Hetjólfur verður í Reykja- víkurhöfn á íaugardaginn til sýnis fyrir borgarbúa. Ferð Heijólfs til Reykjavíkur er í tengslum við ferða- kynningu sem haldinn verður í Perl- unni um næstu helgi þar sem hags- munaaðilar í ferðaþjónustu víðs veg- ar um land kynna þjónustu sína. Auk þess serti skipið verður til sýnis fyrir almenning frá hádegi og fram eftir degi á laugardag verður fólki boðið í stuttar siglingar með skipinu út á Faxaflóa, klukkan tvö og klukkan fjögur. Um borð í Heij- ólfi verður fólki boðið að smakka á fiskréttum frá 200 mílum sem fram- leiddir eru hjá Vinnslustöðinni í Eyj- um auk þess sem harðfiskurinn Eyjabiti verður kynntur. Kvöldsigling um Sundin Á laugardagskvöld verður efnt til kvöldsiglingar. Þar verður boðið upp á þríréttaðan kvöldverð og hljóm- sveitin Eymenn verður með í för og sér um tónlistarflutning um borð. Ráðgert er að kvöldsiglingin hefjist um klukkan níu og standi vel fram yfir miðnætti. Að sögn Magnúsar Jónassonar, framkvæmdastjóra Heijólfs, var tek- in ákvörðun um að gefa borgarbúum kost á kvöldsiglingu með skipinu úr því að það var komið til Reykjavík- ur. Hann sagði að einu sinni hefði verið efnt til slíkrar siglingar frá Eyjum og tekist með miklum ágæt- um og mikil stemmning verið um borð. Hann sagði að miðaverð í kvöldsiglinguna yrði 3.000 krónur, en innifalið í því væri þríréttaður kvöldverður. Magnús sagði að ráðgert væri að taka um 100 manns í kvöldsigling- una og því væri vissara fyrir þá sem hefðu áhuga að hafa sem fyrst sam- band við skrifstofu Heijólfs í Eyjum til að tryggja sér miða. Síðasti áfangi Landnáms- göngunnar í SÍÐASTA áfanga Landnámsleið- arinnar, Raðgöngu Útivistar 1996, sem farin verður sunnudaginn 29. apríl kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöð- inni, verður gengin fom leið frá Helguhvammi við Köldukvísl upp Mosfellsbringur og Mosfellsheiði að Heiðabæ. Við upphaf ferðarinnar verður fræðst um farkosti og siglingar fom- manna á landnámstíð. Allir eru vel- komnir. Með þessari göngu lýkur átta áfanga raðgöngu frá Bæjar- skerjum í gamla Romshvalanes- hreppi yfir heiðar og með ströndum að Heiðabæ við Ölfusvatn (Þingvalla- vatn). Vídalínshátíð í Garðabæ JÓN biskup Vídalín fæddist í Görðum 21. mars 1666. Hópur áhugafólks í fæðingarbyggð hans hefur tekið höndum saman um að minnast bisk- ups ár hvert með helgihaldi og hátíð- ardagskrá á þeim sunnudegi sem næstur er vígsludegi Vídalínskirkju. Sunnudaginn 28. apríl nk. verður í Vídalínskirkju hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Dr. Gunnar Kristjánsson, predikar. Kór Vídalínskirkju og Skólakór Garðabæjar syngja undir stjóm Gunnsteins Ólafssonar. Hátíð- arsamkoma verður í kirkjunni sama dag kl. 17. Þar mun Sigurður Bjöms- son, óperusöngvari, flytja ávarp. Nemendur og kennarar Tónlistar- skóla Garðabæjar flytja tónlist. Leik- ararnir Margrét Ólafsdóttir og Stein- dór Hjörleifsson lesa ljóð og úr verk- um Jóns Vídalíns. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Johns Speights. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. MÁLNINGARVERKSMIÐJAN Harpa hf. hefur í tilefni af 60 ára áfmæli sínu fært Kvenfélag- inu Hringnum tvær milljónir króna að gjöf í Byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins. Um árabil hafa verið uppi áform um að reisa nýjan Bama- spítala Hringsins á Landspítala- lóðinni. Framkvæmdum hefur ÁRLEG danshátíð Kringlunnar og Dansskóla Jóns Péturs og Köm laugardaginn 27. aprílnk. Þar munu sigurvegaramir frá Blackpool, Elísabet og Sigur- steinn, Berglind og Benedikt og Davíð Gill og Halldóra ásamt fjölda annarra keppnispara frá skólanum dansa milli kl. 10-16. Tilgangurinn er fjáröflun hins vegar verið frestað aftur og aftur. Kvenfélagið Hringur- inn hefur ávallt stutt Barnaspít- alann af miklum myndarskap og hefur tilkynnt um öflun stuðning og fjárframlög til hins nýja Bam- aspítala Hringsins. Harpa hf. vill með gjöf sinni leggja þessu góða máli lið. keppnisparanna. Yngri pörin era nýkomin heim frá Blackpool en eldri pörin halda utan til keppni í lok maí. Dansaðir verða allir sam- kvæmisdansarair tíu þ.e. fimm suður-amerískir og fimm sígildir samkvæmisdansar. Einnig verð- ur hópurinn með kökur og brauðtertur til sölu. Þolmælingar í Garðabæ ALMENNINGI í Garðabæ stendur til boða að láta þolmæla sig laugardaginn 27. apríl. íþrótta- braut Fjölbrautaskólans í Garðabæ, í samvinnu við Almenn- ingsíþróttadeild Stjörnunnar og Heilsugæsluna í Garðabæ, standa fynr þolmælingunum. I boði eru tvenns konar próf: Fyrir þá sem eru í lítilli þjálfun: Göngupróf sem hefst kl. 10, gengnir 2 km á tíma. Fyrir þá sem eru í góðri þjálfun: Fjölþrepapróf sem hefst kl. 11, skokk/hlaup, eins lengi og viðkomandi treystir sér til. Á báðum prófunum er fylgst með púlsi/álagi hjá þátttakendum og þeim gefin góð ráð varðandi þjálfunarálag og skipulag m.t.t. útkomunnar. Allir Garðbæingar sem hafa áhuga á að vita þol sitt eru vel- komnir. Blóðþrýstingsmæling fyr- ir þá sem þess óska verður í hönd- um hjúkrunarfræðings Heilsu- gæslunnar í Garðabæ. Almenn- ingsdeild Stjörnunnar í samvinnu við Hagkaup býður upp á hress- ingu að þolprófí Ioknu. Sýningu Stein- gríms að ljúka LOKADAGUR 80. málverkasýn- ingar Steingríms St. Th. í Nönnu- koti í Hafnarfirði er í dag, laugar- daginn 27. apríl. Lýkur sýningunni í kvöld kl. 23. Ásamt Steingrími, sem sýnir 35 nýjar myndir, sýnir Nanna Hálf- dánardóttir að vestan nokkrar vegghöggmyndir í sérstökum stíl og með sérstökum blæ. Uppákoma verður í dag kl. 14.30 en þá spilar Jazz-Duo þeirra Guðmundar Steingríms Steingrímssonar og Karls Möllers. Námskeið í tóbaksvörnum LEIÐBEINENDANÁMSKEIÐ verður haldið dagana 27. og 28. apríl í Norræna skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd í þeim tilgangi að samhæfa betur aðgerðir heil- brigðisþjónustunnar á sviði tóbak- svarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Námskeiðið er hið fyrsta af Ijorum námskeiðum sem haldin verða á þessu ári fyrir starfsmenn heilsugæslu, sjúkra- húsa, meðferðastofnana á sviði ávana- og fíkniefna, sem og fijálsra félagasamtaka. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, mun setja nám- skeiðið, en þetta námskeiðshald er liður í aðgerðum ráðherrans til þess að gera heilbrigðiskerfið bet- ur í stakk búið til þess að veita reykingafólki þá aðstoð og hvatn- ingu sem þarf til þess að hætta að reykja, segir í fréttatilkynn- ingu. I næsta mánuð hefur jafnframt skipulag fimm daga meðferð í Heilsustofnun NLFI í Hveragerði fyrir fólk sem á í miklum erfiðleik- um með að hætta að reykja. Veislukaffi og hlutavelta KVENNADEILD Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffi í Drang- ey, Stakkahlíð 17, miðvikudaginn 1. maí nk. kl. 14 til eflingar starf- semi sinni. Kvennadeildin, sem hefur starf- að í rúmlega 30 ár, hefur einkum styrkt líknar- og menningarmál heima í héraði. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði. Fimm kórar við messu í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði VIÐ MESSU í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði nk. sunnudag 28. apríl munu fimm kórar koma fram og syngja. Kórarnir eru Kirkjukór og barna- kór Fríkirkjunni, Kirkjukór og barnakór Víðistaðakirkju og Kór eldri borgara í Hafnarfirði. Kórarn- ir syngja saman Sálma um lífið og^- ljósið eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórnendur eru þær Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir og Guðrún Ásbjörns- dóttir. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og verður kaffisopi í safnaðarheim- ilinu að lokinni guðsþjónustu. Dráttarvéla- námskeið fyrir unglinga DRÁTTARVÉLANÁMSKEIÐ fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára verður haldið í Reykjavík dagana, 2.-5. maí nk. Að námskeiðinuf standa menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Slysavarnafélag íslands, Umferðarráð, Vinnueftirlit ríkisins og Ökukennarafélag ís- lands. Bókleg kennsla fer fram í Hlíðaskóla. Á námskeiðinu er unglingum gerð grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri og meðferð dráttarvéla til að gera þeim kleift að takast á við störf tengd þeim til sveita. Að námskeiðinu loknu fá þátttakendur viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una. Algengt er að bændur sem taka börn til sveitardvalar miði við að þau hafí sótt námskeið af þessu tagi. Námskeiðin í ár eru ætluð ungl- ingum sem fæddir eru árin 1981, 1982 og 1983. Námkeiðsgjald er 3.500 kr. og fer greiðsla þess og innritun fram á skrifstofu Umferð- arráðs í Borgartúni 33 dagana 29. og 30. apríl frá kl. 15-18. Upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Um- ferðarráðs. ■ TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 14.30 í dag, laug-. ardag. Tanja tatarastelpa er leikin er Ólöfu Sverrisdóttur, leikkonu. Ævintýra-Kringlan er listamsiðja fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára og geta foreldrar verslað á meðan börnin dveljast þar. Ævintýra- i Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá kl. 10 til 16. ■ STOFNUN Dante Alighieri á Islandi heldur árshátíð sína í gömlu Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, á laugardag kl. 19.30. ítalskir matreiðslumeistarar sjá um hlað- borð, Bergþór Pálsson syngur ít- alska söngva við undirleik, Silvia Cosimini flytur ljóðadagskrá með tónlist og Nicola Corvasce kynnir þjóðlög frá hinum ýmsu héruðum Italíu. Þá verður tískusýning, ferða- kynning og happdrætti. FURÐUFATABALL var haldið í mars sl. í Árseli. Lokaball vetrarins í Árseli FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel 20—23 þar sem Stefán Hilmars- heldur lokadansleik vetrarins son og Milljónamæringarair laugardaginn 27. apríl frá kl. leika fyrir dansi. ÍSLENSKU keppendurair sem tóku þátt í Blackpool. Sigurvegarar frá Blackpool dansa í Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.