Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TLL BLAÐSINS
Dýraglens
Grettir
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Askorun
til foreldra
GLEÐIN yfir lokum samræmdu prófanna getur snúist upp í
andhverfu sína, segir greinarhöfundur, og hvetur foreldra til
að fylgjast með börnum sínum.
Frá Áslaugu Brynjólfsdóttur:
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 30.
apríl, ljúka nemendur 10. bekkja
grunnskólanna samræmdum próf-
um og þannig stendur á að frí er
í skólunum daginn eftir, 1. maí. Á
þessum tímamótum í lífi nemenda
hefur skapast sú venja að nemend-
ur þyrpast saman til að fagna þess-
um prófalokum. Hér í Reykjavík
þekkjum við öll að unglingar úr
Reykjavík og nágrenni hópast í
stórum stíl í miðbæinn.
Ekki væri athugavert við það
að nemendur hittust til að
samfagna af slíku tilefni, en það
sem vekur upp ugg í bijósti manns
er neikvæð reynsla undanfarinna
ára vegna óhóflegrar neyslu áfeng-
is og annarra vímuefna.
Af því tilefni beini ég þeim ein-
dregnu tilmælum til foreldra og
forráðamanna nemenda að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til
að koma í veg fyrir að þessi já-
kvæða stund breytist í andhverfu
sína. Af þeim sökum er mikilvægt
að foreldrar leggi börnum sínum
lið við undirbúning þessarar fagn-
aðarstundar og gerist með ein-
hveiju móti virkir þátttakendur
við þessi tímamót barna sinna,
enda þótt hér sé engan veginn um
skólalok grunnskólans að ræða,
því að þau eru ekki fyrr en síðast
í maí.
Mjög væri það æskilegt að for-
eldrar úr hinum ýmsu skólum
stæðu saman og stuðluðu að því
að þessum prófalokum yrði fagnað
á ánægjulegan og heiíbrigðan
máta. Við eigum góðan efnivið þar
sem er æska þess lands og það er
skylda foreldra og allra fullorðinna
að standa vörð um þennan dýr-
mæta mannauð.
ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR,
fræðslustjóri í Reykjavík.
Tímarnir breytast... í gamla daga hefði sjóræningi aldrei sést bíða
eftir skólabílnum ...
t
Fyrirspurn til Trygg-
ingastofnunar ríkisins
Frá Sigrúnu Þórarinsdóttur:
ÞANN 4. apríl sl. fór ég á Slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
Fossvogi, vegna þess að ég hafði
klemmt fingur og óttaðist að hann
væri brotinn. Læknir skoðaði fing-
urinn og sendi mig svo í röntgen-
myndatöku. Fingurinn reyndist
ekki brotinn og með það fór ég.
Þegar að greiðslu kom var mér
sagt að greiða kr. 1.240, 300 fyrir
myndatökuna og 940 fyrir skoðun
(gjald lífeyrisþega). Á spjaldi við
lúguna stóð hins vegar að lág-
marksgjald fyrir komu væri kr.
500. Nú er mikið talað um að auka
kostnaðarvitund sjúklinga svo mér
fannst eðlilegt að spyija hvers
vegna ég ætti að greiða kr. 940
fyrir skoðun en ekki lágmarksgjald.
Svarið var að ég ætti að greiða 500
+ 13,3% af umframgjaldi. Ég vildi
vita í hveiju umframgjaldið væri
fólgið þar sem ekkert var gert við
mig umfram skoðun og röntgen-
mynd, ekkert áhald notað eða efni.
Svarið sem ég fékk var þetta: „Við
erum ekki að svindla á fólki, þú
skalt bara spyija Tryggingastofn-
un.“
Nú spyr ég:
1. Hvaða þjónusta fæst fyrir lág-
marksgjald?
2. Fyrir hvaða þjónustu fær
slysadeildin kr. 3.300 (13,3% af
3.300 eru 440)?
3. Ef kr. 940 er lágmarksgjald
fyrir lífeyrisþega, hvers vegna er
gefið upp að lágmarksgjald sé kr.
500 (veggspjald frá TR frá 1. febr.
1996)?
Með von um skýr svör.
SIGRÚN ÞÓRARIN SDÓTTIR,
Arnarsmára 10, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni tjl birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.