Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Forsetafram- bjóðandi óskast Frá Kjartani Jónssyni: NÚ NÁLGAST forsetakosningar og eru frambjóðendurnir einn af öðrum að'birtast. Hinn almenni kjósandi er aftur farinn að fylgj- ast með eftir að mesta fárinu í kringum kirkjuna er að ljúka. Hann fær að kjósa en finnst sjálf- sagt eins og hann sé að velja sér stofustáss frekar en að velja um eitthvað sem getur haft áhrif á ævi hans og örlög. Mig langar til þess að fjalla um það hvernigþetta „stofustáss" gæti verið lykillinn að frelsi fólks þegar forsjárhyggja stjórnmálamannanna er að kæfa það. 26. greinin I 26. grein stjómarskrárinnar er fjallað um athyglisverðan hluta af því sem fellur undir hlutverk forsetaembættisins. Þar segir að ef forseti neiti að skrifa undir lög skuli vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu. Fróðustu menn hafa íjall- að um þetta, sett þetta í samhengi við annað í stjómarskránni og túlk- að á ýmsa vegu, að þetta sé nán- ast upp á punt eða að þetta sé eitt- hvað sem beri að nota. Frú Vigdís Finnbogadóttir taldi að þetta ætti eingöngu að nota við mjög alvar- legar 'aðstæður s.s. ef fram kæmi stjómarfrumvarp um upptöku dauðarefsingar á íslandi. Pólitíkus- ar hafa sumir sagt sem svo að væri 26. greininni beitt þá væri það aðför að þingræðinu. M.ö.o. ef fólk fær að kjósa beint um stöku mál þa er það skaðlegt fyrir þingræðið. Auðvitað er málið að það kemur fyrst og fremst niður á þeirra eigin völdum og ■ snertir við forræðis- hyggjunni í sál hvers atvinnustjóm- málamanns. Lýðræði - þingræði Að færa á þennan hátt völdin í einstökum málum til fólks er að sjálfsögðu aðeins aukið lýðræði. Þannig kemur upp sú skrítna staða að aukið lýðræði er aðför að þing- ræðinu. Hún er skrítin að sjálf- sögðu vegna þess að þingræðið varð til sem einhverskonar nálgun við lýðræði á tímum þar sem vegna samgangna og samskipta var ekki hægt að spyija fólk hveiju sinni um málin heldur varð að velja fulltrúa til þess að annast hlutina. í dag eru allt aðrar aðstæður hvað þetta varðar, það væri hægt, án mjög mikillar fyrirhafnar, að hafa reglulegar atkvæðagreiðslur, t.d. í gegnum lottókassa, en það er önnur saga. Eitt augljósasta málið sem hefði átt að kjósa um á sínum tíma er EES-málið, það hefði ver- ið sjálfsögð kurteisi við lands- menn. Frambjóðandi óskast Ég er fylgjandi því að ég og aðrir fái öðru hvoru að kjósa um mál sem koma mér við án milli- göngu stjórnmálamanna. Ég lýsi því hér með eftir forsetaframbjóð- anda sem hefur það mikla trú á mér og öðru fólki í landinu að hann gefi okkur kost á þessu, t.d. 2-3 sinnum á kjörtímabili. Sumir stjórnmálamenn hafa sagt að láti forseti reyna á þetta, þá skuli ijúfa þing og efna til nýrra kosn- inga. Um það stendur ekkert í stjórnarskránni. Þar stendur hins- vegar skýrt að forseti geti neitað að skrifa undir lög og fari þau þá til þjóðaratkvæðagreiðslu. Punktur. KJARTANJÓNSSON, Ásvallagötu 33,101 Reykjavík. Forsetinn, flokkspólitík- in og sundrungaröflin Frá Vali Pálssyni: Forsetinn þjónar þremur öðrum HINAR gömlu vígvélar sun- drungaaflanna standa nú gráar fyrir jámum í forsetaslaginum. Á vinstri hönd trónir Ólafur Ragnar fyrrum foringi íslenskra sósíalista og á hægri hönd hinn tvíhöfða þurs Sjálfstæðisflokksins, menn Davíðs undir fána Péturs Hafstein og menn Þorsteins undir gunnfána Guðrúnar Pétursdóttur. Þó sú hefð hafi skapast að for- seti eigi sem minnst að skipta sér að pólitík, er pólitísk reynsla mikil- vægt veganesti fyrir þjóðarleið- toga. Það verður þó að teljast æskilegt að verðandi leiðtogi þjóð- arinnar allrar sé ekki litaður af þeim flokkspólitísku átökum sem skipt hafa þjóðinni í fylkingar í áratugi. Forseti íslands þarf að ’ fiafa það traust frá þjóðinni allri sem gerir honum kleift að sameina landsmenn á erfíðum tímum. Það er að mínum dómi megin hlutverk forseta íslands. * ricROPRIMT TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútíð og framtíð J. ÓSTVfllDSSON HF. Skipholli 33,105 Reykjavík, sími 552 3580 mikilvægum hlutverkum. Að eiga frumkvæði að og styðja við góð mál heima og að heiman, að vera andlit þjóðarinnar út á við og síð- ast en ekki síst að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar gagn- vart ákvörðunum Alþingis. Með neitunarvaldi getur forseti þvingað Alþingi til að leggja viðkvæm mál fyrir þjóðina sjálfa. Það er því ljóst að þjóðin hlýtur að gera þá kröfu að forseti sé ekki líklegur til að draga taum pólitískra sérhags- muna og leggi spilin á borðið varð- andi persónulega afstöðu sína til mikilvægra mála. Af þeim fram- bjóðendum sem nú hafa tilkynnt þátttöku er Guðrún Agnarsdóttir eini raunhæfí kostur þeirra sem horfa til embættis forseta íslands sem sameiningartákns á erfíðum tímum. VALUR PÁLSSON, tónlistarmaður, Stokkhólmi. VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £8 Þ.ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 SKÁK llmsjón Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur Staðan kom upp á Melody Amber hraðmótinu í Món- akó í atskák þeirra. Júdit- ar Polgar (2.675), sem var með hvítt og átti leik, en sjálfur FIDE heimsmeistar- inn Anatólí Karpov (2.770) var með svart. Staða Karpovs er afar þröng og hann var að enda við að leika skákinni endan- lega af sér með 38. — Hb8- d8? 39. Hdxe7! \— Hxe7 40. Hxg6+ — Bg7 (Eða 40. - Kf8 41. Bg7+ - Kg8 42. Bh6+ - Kh8 43. Rf7+ - Kh7 44. Hg7 mát!) 41. Bxg7 - He2+ (Al- gjör örvænt- ing, en eftir 41. - Hxg7 42. Hxg7+ — Kxg7 kemur gaffallinn 43. Re6+. Þess vegna mátti Karpov ekki hafa hrókinn á d8) 42. Kc3 - Hd7 43. Bd4+ - Kf8 44. Bc5+ og svartur gafst upp. Lokastaðan í heildil. Kramnik 16 v. 2. Anand 15 v. 3. ívantsjúk 14 72 v. 4. Kamsky 12 v. 5-7. Karpov, Lautier og Shirov 11V2 v. 8-9. Piket og Júd- it Polgar 11 v. 10. Nikolic 872 v. 11. Ljubojevic 5 v. 12. Xie Jun 472 v. Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Langholts- kirkjudeilan ENN EIN skringilegheit- in eru komin upp í sam- bandi við Langholtssöfn- uðinn í Reykjavík. Sr. Flóki Kristjánsson tók sér frí og annar prestur gegndi stöðu hans á með- an. Þá var hlaupið til og menn hvattir til að mæta í kirkju, bersýnilega fyrir þá ástæðu að Flóki mess- aði ekki þennan sunnu- dag. Það sem söfnuður- inn er að segja með þessu er, „Við viljum ekki heyra guðs orð flutt af vörum sr. Flóka, Flóki verður því að fara“. Nú spyr ég, til hvers fara menn eiginlega í kirkju, til að beyra guðs orð og byggja sig upp í trúnni á Jesú Krist eða til að gera eitthvað annað? Mæti fólk í guðs hús til að nærast á guðs orði má því standa á sama hver flytur þeim orðið. Eina raunverulega krafan sem fólk á að gera í þessu sambandi er að sá sem flytur þeim orðið fari rétt með, og það tel ég Flóka Krist- jánsson hiklaust gera. Hefur honum enda ekki verið veitt ofanígjöf fyrir að rangfæra ritninguna. Og á meðan prestur ger- ir slíkt stendur hann yfir nafni sem þjónn guðs, annars ekki. Konráð Friðfinnsson, Öldugötu 5, Flateyri. Tapað/fundið Myndavél tapaðist ÓMERKT myndavél af gerðinni Olympus Stylus í dökkblárri tösku tapað- ist á bflastæði við Mó- gilsá á Esju laugardag- inn 20. apríl sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-0271. Skyrtuhnappur tapaðist GULLSKYRTUHNAPP- UR sem er eins og hnút- ur í laginu tapaðist, sennilega á eða við Garð- atorg í Garðabæ, í kring- um 20. mars sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 564-1256. Gæludýr Páfagaukur tapaðist MJALLHVÍT er lítill hvítur páfagaukur sem flaug út um gluggan heima hjá sér sl. fimmtu- dagsmorgun. Hún á heima í Kóngsbakka 8 og er sárt saknað. Hafi einhver orðið ferða henn- ar var er hann beðinn að hringja í síma 557-5176. Með morgunkaffinu Víkveiji skrifar... UM ÞESSAR mundir standa samræmdu prófín yfír hjá 10. bekkjum grunnskóla. Þegar þessum áfanga er lokið þykir nemendum sem stórt skref sé stigið og er orðin hefð að halda upp á próflokin, þó svo að megnið af prófunum sé eftir. Starfsmenn félagsmiðstöðva sem þekkja vel þennan aldurshóp hafa bent á að dagurinn sé áhættudagur varðandi áfengisneyslu. Þeir segja að allt að 90% bama sem ekki hafa bragðað áfengi prófí það þetta kvöld. Nú hittist svo óheppilega á að þar að auki er frídagur daginn eftir, 1. maí, og má því búast við enn meiri drykkju en ella í miðbæ borgarinnar að kvöldi þriðjudagsins. Víkveiji frétti af einni félagsmið- stöð sem hafði áhuga á að koma til móts við unglingana og foreldrana með sérstakri uppákomu. Kölluðu þeir á fund í samvinnu við foreldrafé- lagið, sem bar út bréf á hvert heim- ili unglinganna í 10. bekkjum til þess að þau bærust foreldrunum örugglega. Þegar til kom mættu aðeins foreldrar 10 unglinga af 60, þrátt fyrir að bent hefði verið á áhættuþátt áfengisneyslunnar þenn- an dag. XXX STARFSMENN félagsmiðstöðv- arinnar létu ekki deigan síga og ákváðu í samvinnu við þá for- eldra og kennara sem mættu á fundinn að bjóða nemendum til kvöldverðar, fá skemmtikraft og hljómsveit. Allt þetta greiða nem- endur einungis 300 krónur fyrir. Maður skyldi halda að þeir hefðu orðið upprifnir og kátir yfír þessari lausn, en nei, þeir yppta bara öxlum og virðast ekki ánægðir með tilboð- ið. Ástæðan? Jú, þeir sem til þekkja segja að áhrifamáttur þeirra sem eru fyrirfram ákveðnir að „detta í það“ sé svo mikill að hinir vilji ekki vera minni menn og geta ekki látið sjá sig í félagsmiðstöðinni, þar sem auðvitað er bannað að hafa áfengi um hönd. Maður sem tengist málinu segist hins vegar undrandi á viðbrögðum foreldra að hafa ekki mætt á fund- inn og spyr hvort þeim sé í raun sama um að bömin byiji áfengis- neyslu 15 ára gömul eða hvort það hvarfli ekki að þeim að börnin séu í þessum hugleiðingum. Það sann- ast kannski hér sem oftar að sá sem næst stendur vandamálinu fréttir oftast síðastur af því. xxx KUNNINGI Víkveija er hluthafi í Útgerðarfélagi Akureyringa og fékk fréttabréf þess fyrir skömmu. Þegar hann opnaði bréfíð datt út úr því svolítill glaðningur; tilboð til starfsmanna UA og hlut- hafa um 5% afslátt á sjófrystum ýsuflökum, roðlausum og beinlaus- um. Tekið var fram að um heim- sendingarþjónsutu væri að ræða og að hægt væri að panta allan sólar- hringinn en ekki væri hægt að kaupa minna en eina öskju einu. Verð á einni blokk var 3.356-- kr. m/vsk. „Lokkandi tilboð" hugsaði kunninginn og hringdi í númerið. Sá sem sjá átti um móttöku pöntun- arinnar var ekki við og kurteis starfsmaður tók við pöntuninni. Næsta sem kunninginn veit að í hann er hringt frá Útgerðarfélagi Akureyringa, honum sagt að því miður hafí verið um misskilning að ræða, tilboðið hafí einungis átt við um Akureyringa! Ef hann vilji fá fískinn verði hann að panta þijár blokkir og greiða heimsendingar- kostnað. Kunningjanum þykir þetta hin undarlegasta framkoma fyrirtækis- ins. Hann stóð í þeirri trú að svona framkoma stæðist ekki viðskiptalög. Ef skýrum stöfum stendur að gefinn sé 5% afsláttur til hluthafa hvemig má þá vera að hann fellur niður? Ef stendur að ekki sé hægt að kaupa minna en eina öskju hvemig má þá vera að kaupandi sé skyldaður til að kaupa þijár? Það eina sem hægt væri að réttlæta er kostnaður við heimsendingarþjónustu, því aðeins stendur: „Þú hringir og pantar og við sendum þér vömna á þeim tíma sem hentar þér best.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.