Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ H FRÉTTIR Mikil sjóbleikjuveiði hefur verið á svokölluðu Grímslækjarsvæði, neðst í Varmá, skammt ofan Klapp- anna á Hrauni í Ölfusi, að undan- förnu. Jón Sigurðsson stangaveiði- maður úr Vestmannaeyjum, sem sótt hefur svæðið þrívegis í apríl, segir mikið af fiski á svæðinu og hann hafí fengið tæplega 70 fiska, alla á flugu. „Eg hef verið að fylgj- ast með þessu svæði í áratug og fyrir fimm árum kom þarna upp mikið magn af svona hálfs punda kræðu. Þessi fiskur hefur verið að stækka ár frá ári, þetta hefur ver- ið svona sterkur árgangur, og nú er megnið af fiskinu 2,5 pund og það hafa verið fiskar með upp í 5 pund,“ sagði Jón. Jón sagðist hafa hannað þijár flugur sem hafa gefist sér best á þessu svæði, Herdísi, Dagbjörtu og Brúnku, allar væru dökkar yfirlit- um og flugan væri afgerandi agn á þessu veiðisvæði. Hann hefði verið að fá rífandi veiði á sama tíma og menn með spón og maðk hafi lítið veitt eða ekkert. „Mér þykir lítið að borga 1.400 krónur fyrír daginn á svona stað miðað við margt það sem boðið er upp á,“ bætti Jón við. Sæmundará leigð út Sæmundará í Sæmundarhlíð í Skagafírði hefur verið leigð Stangaveiðifélaginu Stekk í Reykjavík, en Stekkur hefur verið með Núpá á Snæfellsnesi síðustu ár og Setbergsá þar áður. Lítið hefur farið fyrir Sæmundará síð- ustu ár, en Eiríkur St. Eiríksson, einn leigutaka árinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrir árið 1974 hafí mest veiðst 350 laxar á tvær stangir og að meðalveiði á árunum 1973 og fram undir 1991 Rífandi bleikju- veiði neðst í Varmá ÞESSI veiddist nýverið í vatnamótum Skaftár, Geir- landsár og Fossála. hafi verið nærri 160 laxar á ári. „Það var mikil ræktun í ánni, en veiðin fór þverrandi þar sem mikil netaveiði í Miklavatni, sem Sæ- mundará rennur í, tók vaxandi toll. Á þessum áratug hefur veiði verið lítil, eða þar til í fyrra, að heimtur úr gönguseiðasleppingu í viðbót við leifarnar af heimastofninum gáfu 70 laxa, mest vænan smálax. I fyrra var 2.000 gönguseiðum sleppt auk mikils magns sumaral- inna seiða og það sem mestu máli skiptir að samið hefur verið um að netin fari upp úr Miklavatni. Við erum því að vona að sumarið gefi 150 til 200 laxa, blandaðan afla af stórum og smáum fiski. Það er líka mikil sjóbleikja í ánni,“ bætti Eiríkur við. Sæmundará er laxgeng 18 kíló- metra og er því rúmt um dagstang- irnar tvær. Er laxgengt að Gígju- fossi, sem er örskammt neðan við þjóðveginn í Vatnsskarði. Veiði- menn búa í góðu rafkyntu sumar- húsi skammt frá einum besta veiði- stað árinnar. Eldisbleikja í Núpá Leigutakar Núpár á Snæfells- nesi hafa ákveðið að sleppa miklu af stórri eldisbleikju í ána í sumar til þess að koma í stað hafbeitar- laxa sem settir hafa verið í ána síðustu sumur. Eru laxaslepping- amar nú óheimilar vegna hættu á frekari útbreiðslu kýlaveikinnar í íslenskum ám. Eiríkur St. Eiríks- son, einn leigutaka árinnar, sagði að 200 fiskum upp í 4 pund yrði sleppt í upphafi veiðitíma og síðan eftir hendinni til að tryggja að allt- af væri nóg af fiski. „Þetta er á með villtan laxastofn upp á nokkra tugi laxa á sumri og það gengur líka bleikja og sjóbirtingur í ána þegar líður á sumarið. Með þessu móti ætti veruleg veiðisæld að vera tryggð. Auk þess eru bændur byij- aðir á miklum gönguseiðaslepping- um. Við eigum frábæra hjartalækna en nú vantar tæki. Með þessari lands- söfnun er ætlunin að bæta úr og kaupa hjartagæslutæki fyrir Hjartadeild Landsspítalans og landið allt. Ef landsmenn leggjast allir á eitt, með því að kaupa merki á mann, væri jafnvel hægt að leggja fleiri málum lið t.d. barnahjartaskurðlækningum á íslandi og öðrum brýnum verkefnum. Landssamtök hjartasjúklinga berjast gegn hjartasjúkdómum, gæta hagsmuna hjartasjúklinga og styrkja hjartalækningar á íslandi. Þú getur lagt okkur lið með því að kaupa merki samtakanna og eða með því að gerast félagi. Landssamtökin eru samtök allra áhugamanna urn verndun hjartans. Söfnunarsímar: 562 5744 & 552 5744. “'Wzr LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 562 5744. A MERKI Á MANN MERKJASALA 2.- 4. MAÍ Psoriasissjúklingar telja Tryggingaráð hafa brotið lög TRvísar túlkun á bug SAMTÖK psoriasis- og exemsjúkl- inga telja að Tryggingaráð hafi ekki farið að lögum þegar það. ákvað fyrir skömmu að leggja niður í sparnaðarskyni loftslagsmeðferð psoriasissjúklinga á vegum TR í norræni heilsustöð á Kanaríeyjum. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar TR, segir þessa túlkun ranga. Samtökin hafa leitað til heil- brigðisráðherra um endurskoðun á þessari ákvörðun að, sögn Helga Jóhannesonar formanns SPOEX, en hann hefur ekki ljáð máls á því enn sem komið er. Ákaflega mikilvæg meðferð Helgi segir að frá árinu 1979 hafi 40 sjúklingar átt kost á þess- ari meðferð árlega og hafi verið kveðið á um meðferðina með sér- stakri breytingu á almannatrygg- ingalögum. „Þessi meðferð hefur verið ákaflega mikilvæg fyrir þá sem verst eru haldnir af húðsjúk- dóminum psoriasis, linað þjáningar þeirra og bætt líkamlega sem og andlega heilsu um lengri eða skemmri tíma,“ segir Helgi. Aðalfundur samtakanna sam- þykkti fyrir skömmu ályktun þar sem skorað er á ráðherra að endur- skoða ákvörðun Tryggingaráðs, enda sé hún ekki reist á faglegum grunni, hafi ekki stoð 5 lögum og hafi ekki í för með sér sparnað fyr- ir almannatryggingakerfíð að mati SPOEX. Hnefahögg í andlit sjúklinga „Ákvörðun um að leggja þessa meðferð niður er hnefahögg í and- lit psoriasis-sjúklinga og mesta skerðing á heilbrigðisþjónustu sem þessi hópur hefur sætt,“ segir í ályktuninni. Kristján Guðjónsson segir að ástæða þess að ákveðið hafi verið aS leggja ferðirnar niður, sé sú að miklu fleiri meðferðarmöguleikar bjóðist nú en þegar reglur voru settar 1979. „Við höfum fengið öflug lyf og öflugar göngudeildir sem veita ljósabaðs- og tjörumeðferð, auk þess sem til eru samningar um or- lofsmeðferðir, þannig að talið er að hægt sé að veita fleiri manns lausn fyrir sama fé en þeim örfáu sem voru sendir utan. Þetta er í raun ekki spurning um sparnað heldur um að nýta féð þannig að það nýt- ist sem flestum," segir hann. Hann segir psorisissjúklinga eina sjúklingahópinn í almannatrygg- ingakerfinu sem hafi „komið ár sinni þannig fyrir borð að minnst sé á hann og þessar ferðir í al- mannatryggingalögum," segir Kristján. Hlutur TR hærri en ætlað var „Hins vegar kemur hvergi fram að meðferðin eigi að fara fram er- lendis, þannig að það er rangt að tala um að ákvörðun ráðsins hafi ekki stoð í lögum. í frumvarpinu segir að síðan eigi ráðið að setja reglur um þessa meðferð og auk þess var gert ráð fyrir að hlutdeild TR næmi aðeins 50%, en hún var strax 100% einhverra hluta vegna." Kristján segir að kostnaður við þessar ferðir hafi numið 6,7 milljón- um árið 1994, en í fyrra hafi aðeins 25 manns haldið utan til meðferðar og hafi þá kostnaður numið 3,8 milljónum króna. Sjúklingarnir hafi til skamms tíma hvorki þurft að greiða fyrir flug né dvalarkostnað, en í fyrra hafi hins vegar verið gerð krafa um að hlutdeild sjúkl- inga í kostnaði næmi 15 þúsund krónum en 10 þúsund krónum fyrir öryrkja, sem hafi lækkað hlut TR að nokkru leyti. Seinasti hópur sjúklinga hélt ut- an í mars síðastliðnum en þá fóru 15 manns til Kanaríeyja. Sjúkling- arnir dvelja allir í þijár vikur erlend- is. BMW5 BIFREIÐAR og landbúnaðarvél- ar frumsýna BMW-5 línuna um næstu helgi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á 5-línunni. Nú er bíllinn með undirvagn úr áli sem léttir hann og skapar aukið öryggi og aukna lipurð. Einnig er hann með spólvörn sem sýndur hægir á bílnum í hvert skipti sem lijólin sýna minnstu tilhneigingu til að missa rásfestu, hvort sem er í hálku eða kröppum beygjum. Þýska bílatímaritið Auto motor und sport hefur ásamt lesendum sínum kjörið 5-línuna frá BMW besta bíl í heimi sjötta árið í röð. Amerísku heilsudýnumar Veldu þad allra besta heilsunnar vegna íslensku, Amerísku og Kanadisku Kirápraktora-samtökin mæla meo Spríngwall Chiropractic Hagstæít verö Úrval af rúmgöflum, svefnherbergishúsgögnum, heilsukoddum og fl. !■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.