Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 29 LISTIR Kammersveit Kaup- mannahafnar á Islandi KAMMERSVEIT Kaupmannahafnar heldur þrenna tónleika á íslandi dag- ana 2.-5. maí. Fimmtudaginn 2. mai verða tónleikar á ísafirði kl. 20.80, föstudaginn 3. maí á Selfossi kl. 20.30 og sunnudaginn 5. maí verða tónleik- arnir kl. 16 í Norræna húsinu í Reykja- vík. Kammersveit Kaupmannahafnar var stofnuð fyrir 20 árum og hefur haldið tónleika í Danmörku og Færeyjum og víða um heim: M.a. i Venesúela, Israel, Bandaríkjunum, Grænlandi og víðar, og tekið þátt í kammersveitahátíðum t.d. í Cheltenham og Marlborough á Englandi. Kammersveitin hefur tvisvar sinnum áður haldið tónleika á Islandi. Meðlimir Kammersveitarinnar eru: Steen Lindholm, sem spilar á sembal. Hann er organisti og kórstjóri og er mörgum að góðu kunnur á Islandi. Hann hefur haldið hér tónleika með blönduðum kór og drengjakór, unnið með íslenskum kórsöngvurum á „Isklang“ í Reykjavík og á Akureyri og haldið námskeið fyrir íslenska kór- Kammersveit Kaupmannahafnar. stjóra. Hann hefur einnig verið gesta- stjórnandi hjá íslensku óperunni. Hans Gammeltoft-Hansen spilar á flautu, en er jafnframt umboðsmaður danska þingsins. Birte Holst Christensen spilar á selló og Gert Herzberg, sem spilar á óbó, eru fastráðin hjá Radiosymfoni- orkestret í Kaupmannahöfn og Wlad- yslaw Marchwinski, sem spilar á fiðlu, er fastráðinn hjá Sjællands Symfoni- orkester. A dagskránni er barokktónlist eftir Telemann, Vivaldi og sænska barokk- meistarann Roman, ásamt danskri og íslenskri tónlist. M.a. spilar kammer- sveitin tvö verk, sem eru samin sérstak- lega fyrir Kammersveit Kaupmanna- hafnar: „Akvarel" eftir danska tón- skáldið Erik Norby og „Lófalagið" eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, en það frum- flutti kammersveitin í Vensúela. EITT verka Kristjáns Jóns. * Imyndir landsins MYNPLIST S t ö ð I a k o t GRAFÍK Kristján Jón Guðnason. Stöðlakot: Opið kl. 14-18 alla daga til 5. inaí. Aðgangur ókeypis. LANDIÐ er listinni nær ótakmörk- uð uppspretta ímynda og viðfangs- efna. Jafnt erlendir sem innlendir listamenn fara þar víða í leit að því sem þeir vilja síðan vinna úr í list- inni og bjóða öðrum að skoða, líkt og til að sannreyna eigin sýn á land- ið, og leyfa öðrum að njóta með sér; hver myndgerð hlýtur þó ætíð að vera persónuleg náigun við afar per- sónuleg myndefni. Kristján Jón Guðnason sýnir hér þær ímyndir landsins, sem hafa orð- ið honum hugstæðastar á ferðum um landið fyrir einum og hálfum áratug. Þessar myndir eru ýmist dúk- eða tréristur, unnar í svart/hvítu, og það eru hin sterku, einföldu form sem ráða heildarmyndinni öðru fremur. Þessi myndgerð er í raun allt að því bernsk í látleysi sínu. Sterk form náttúrunnar ber við auðan himin, og eru nánast sýnd sem skuggamyndir í fletinum, djúpir dökkir fletir sem gleypa allt ljós. Listamaðurinn lætur gróf vinnubrögðin sjást í fletinum, og misjafnt þrykkið gerir handunn- inn pappírinn einnig virkan þátt í formspili myndanna, sem þannig virðast margar hveijar krauma undir niðri. Þetta kemur vel í ljós í myndum eins og „Ritur“ (nr. 3) og „Kögur“ (nr. 5), sem sýna náttúruvættina rísa móti birtunni, líkt og íslensku fjöllin gera ætíð í ímynd okkar. „Frá Horni" (nr. 7) sýnir síðan með góðri skipt- ingu myndsviðsins á hvern hátt hús- in líkt og kúra undir fjallinu, í skjóli þess og vernd, en um leið ofurseld valdi þess, kjósi það að hræra sig. Þessar einföldu grafíkmyndir hafa þannig til að bera ýmsar tilvísanir, þegar nánar er að gáð. Hið bernska yfirbragð verður um leið virkur þátt- ur í að sýna að maðurinn getur ekk- ert annað gert en að sætta sig við það vald náttúrunnar, sem hann býr við - allar hans aðgerðir fá þar litlu um breytt. Eiríkur Þorláksson á þessari sérstæðu sumarbók, j 25% afsláttur í ölluni bókabúðum út maimániið * . 1 BÓKINNI... eru inngangskaflar þar sem m.a. er fjallað um nafngiftir plantna, ræktun, fjölgun og umhirðu garðblóma, jarðveg, áburð, safnhauga, skjól í görðum, sólreiti, blómabeð, steinhæðir og steinbeð, plöntuval í blómabeð, sumarblóm, lauk- og hnýðisjurtir, grasfladr og blómaengi er fjallað um 61 ætt burkna, tvíkímblöðunga og einkím-blöðunga er fjallað um tæplega 400 ætt-kvíslir og einkennum þeirra lýst er fjallað um nokkuð á annað þúsund tcgundir garðblóma og auk þess fjölmörg I afbrigði þeirra, tilbrigði og sortir eru yfir 600 litmyndir af garðblómum I i islenskum görðum eru íslenskar og latneskar skrár yfir I öll plöntunöfn eru m.a. skrár yfir steinhæðaplöntur, I skuggþolnar plöntur, hávaxnar plöntur, blaðfagrar plöntur, sígrænar j plöntur, vor- ög síðblómstrandi plöntur, þekju- og klifurplöntur og J skrár yfir plöntur eftir blómalitum, j; t.d. plöntur með hvítum blómum, I rauðum eða bláum i er umfjöllun um langflestar tegundir, afbrigði og sortir garðblóma sem reynd hafa verið I % í íslenskum görðum og gefið I m liafa góða raun. ;|i — ■'Újlbdiv*,, Tilnefnd til íslensku bókmennta verðlaunanna 1995 ISL^NS^A BÓKAUTGAFAN mcðan byrgðir endast - takmarkað upplag Síðumúla 11 • Sími 581-3999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.