Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 43^- virðats marklaus. Þeir versla með kvóta, veiða fisk og ráðstafa rétt eins og þeir eigi fiskinn. Síðan erfa ættingjarnir, sægreifar framtíðar- innar, réttinn til að veiða á íslands- miðum. Fyrir nokkrum árum afnámu stjórnvöld með pennastriki húsnæði- skerfi sem komið hafði verið á fót af samtökum á vinnumarkaði með stuðningi lífeyrissjóðanna í landinu. Við tók markaðskerfi húsbréfanna. Um leið er sífellt þrengt að hinu fé- lagslega húsnæðiskerfi þannig að ungt fólk með lágar og millitekjur á hvergi höfði sínu að halla í húsnæðis- málum. Velferðarkerfið er mikilvægastai þáttur opinberra þjónusu. Markmiðið með því er að draga úr misvægi, sem kann að vera vegna búsetu, efna- hags, heilsufars eða félagslegs bak- grunns. Því er niðurskurður síðustu árin, einkum í heilbrigðiskerfinu og gjaldtaka þar, hættulegt skref frá markmiðum velferðarkerfisins. Vel- ferðarkerfi er umhyggja og jöfnuður í verki. í harðri samkeppni í alþjóðavið- skiptum skiptir gíð verkmenntun höfuðmáli og gefur forskot í sam- keppni. Símenntun er forsendagóðr- ar almennrar verkþekkingar. I kja- rasamningum hefur verkalýðshreyf- ingin lagt grunn að nauðsynlegri símenntun með því að fá framgengt kröfum sínum um fræðslusjóði. Rík- isvaldið hefur á hinn bóginn sýnt skammarlegt tómlæti á því sviði. Menntun ungmenna geri bókanámi h’ærra undir höfði en verknámi með- al annars með greiðari aðgangi að námslánum. Þessu verður að breyta og hefja verkmennun til þeirrar virð- ingar sem henni ber. Öflug verkalýðshreyfing hefur gerbreytt íslensku þjóðfélagi í átt til mannúðar og samhjálpar. Að þess- um gildum er nú hart sótt að ríkis- valdinu með sérhyggjuna að leiðar- ljósi. Þa'ð hefur því aldrei verið jafn brýnt og nú að launafólk sé vakandi á verðinum, svo það vakni ekki upp einn góðan veðurdag í gerbreyttu þjóðfélagi markaðs- og sérhyggju. Er aðför ríkisstjórnarinnar að verkalýðshreyfingunni nær fram að ganga stefnir ríkisstjórnin gerð næstu kjarasamninga að friði á vinnumarkaði í uppnám. Fyrirsjáan- leg átök á vinnumarkaði munu því alfarið verða á ábyrgð ríkisstjórnar- Hátíðarhöldin með hefðbundnu sniði í Reykjavík Mönnum heitt í hamsi“ Guðmundim Rapt Gemdal væntanlegur forsetaframbjóðandi HÁTÍÐARHÖLD í dag, 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins, verða með hefðbundnu sniði, að sögn Pálmars Halldórssonar, sem hefur annast skipulagningu þeirra undanfarin átta til níu ár. Hann segir almenning virð- ast vilja hafa dagskrána 1. maí í föstum skorðum, ef marka megi tilraunir sem gerðar hafi verið liðinn áratug til að breyta út af veryum. Gengið verður í skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveg og að Lækjatorgi, undir tónlist Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans. Á Lækjartorgi verða ræðuhöld og skemmtidagskrá, þar sem Ög- mundur Jónasson formaður BSRB og Ingibjörg Guðmunds- dóttir varaforseti ASÍ flytja ræður, Jón Mýrdal flytur tvö lög og síðan skemmta Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örv- arsson, auk þess sem iðnnemar ávarpa fundinn. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík annast skipulagningu hátíðar- haldanna, skipar 1. maí nefnd og ræður framkvæmdastjóra þeirra. Væntir góðrar aðsóknar Pálmar kveðst eiga von á miklu fjölmenni. „Bæði leikur veðrið við okkur og einnig hef- ur ríkisstjórnin beitt aðför sinni að verkalýðshreyfingunni með þeim hætti að fólk vill sýna hug sinn og vilja,“ segir Pálmar. Hann segir að frumvörpum rík- isstjórnar um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna verði harðlega mótmælt á fundinum, þannig að um „raunverulegan og pólitískan 1. maí verði að ræða. Mönnum er heitt í hamsi, að því mér sýnist,“ segir hann. Pálmar segir algengt að 4-6 þúsund manns haldi upp á bar- áttudag verkalýðsins, eftir arskóli Húsavíkur leikur nokkur lög, Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, setur samkomuna, létt sveifla verður í umsjá Þríundar, Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, flytur hátíðarræðu, Álftagerðisbræður taka lagið, af- mælis VH minnst og að lokum flyt- ur Einar Georg Einarsson gaman- mál. Kvikmyndasýning verður fyrir börn í Samkomuhúsinu kl. 14, 16 og 18. 1. maí á Akureyri VERKALÝÐSFÉLÖGIN halda 1. maí hátíðlegan með margvíslegum hætti og verður safnast saman kl. 13.30 við Alþýðuhúsið og lagt upp í kröfugöngu kl. 14 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Að lokinni kröfugöngu verður hátíðardagskrá í Alþýðuhúsinu þar sem ávörp flytja: Jakobína Björns- dóttir, formaður STAK, Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar, og Guðrún M. Antonsdóttir, nemandi við Menntasmiðju kvenna. Meðal skemmtiatriða má nefna að Skalli trúður kemur í heimsókn, Óskar Pétursson tenór syngur við undirleik Helgu B. Magnúsdóttur, ungir fiðluleikarar frá Tónlistarskóla Akureyrar leika og Freyvangsleik- húsið sýnir. Kaffiveitingar verða í boði verka- lýðsfélaganna. Hátíðarhöld í Keflavík HÁTÍÐARDAGSKRÁ verður haldin í Félagsheimilinu Stapa í Keflavík í tilefni 1. maí og hefst dagskráin kl. 13.45 með leik Léttsveitar Tónlistar- skóla Keflavíkur. Að því loknu flytur Sigfús R. Eysteinsson, formaður Iðnsveinafé- lags Suðurnesja, setningarávarp og ræðu dagsins flytur Grétar Þor- steinsson, formaður Samiðnar, sam- bands iðnfélaga. Að því loknu syngja félagar úr kór Keflavíkurkirkju, bar- áttumenn verða heiðraðir, Leikfélag Keflavíkur sýnir o.fl. Kl. 14 er boðið upp á kvikmyndasýningu í Félags- bíó. 1. maí hátíðarhöld í Hafnarfirði 1. MAÍ hátíðarhöid Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar hefjast kl. 13.30, þar sem safnast verður saman á Ráðhúsplaninu. Kl. 14 hefst svo kröfuganga þar sem gengið verður upp Reykjavíkur- veg, austur Hverfisgötu og vestur Strandgötu að planinu framan við Ráðhúsið. Þar hefst svo útifundur kl. 14.30 þar sem fundarstjóri verð- ur Unnur Heigadóttir, formaður Verslunarmannafélags Hafnarfjarð- ar. Þeir sem flytja ávörp verða: Sig- urður T. Sigurðsson, Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, og Árni Guð- mundsson, formaður Starfsmanna- félags Hafnarfjarðar. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika í göngunni og á útifundinum. Eitthvað fleira verður þar einnig til skemmtunar. Að fundinum loknum um kl. 15 bjóða félögin upp á kaffiveitingar í Alfafelli og Vitanum og munu 8 Fóstbræður koma í bæði húsin og syngja. 1. maí í Vestmannaeyjum FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna í Vestmannaeyjum stendur fyrir 1. maí hátíðarhöldum í Alþýðu- húsinu, sem hefst kl. 14.30. Á dagskrá verða ávörp, hljóm- sveitin Dans á rósum sér um tónlist milli atriða, Litla lúðraveitin leikur og Jórunn og Rósa syngja. Einnig verður boðið upp á kaffihlaðborð. veðri og vindum, og hann telji að aðsóknin verði framar von- um að þessu sinni. Pálmar segir að á þeim árum sem hann hefur skipulagt dagskrána hafi orðið breytingar í þá veru að auka léttleika á kostnað ræðuhalda, þannig að hátíðarhöldin höfði til fjölskyldunnar allrar og fólk þurfi ekki að sitja undir miklum langlokum. Aðrar breytingar séu ekki stórvægilegar. „Við reyndum eitt árið að halda hátíðarhöldin í Laugar- dalshöll og það gafst illa, fólk vill þá stemmningu sem felst í að mæta niðri í bæ og fylgjast með dagskránni þar,“ segir hann. „Hátíðarhöldin minna fólk á að vera vakandi gagnvart stétt sinni og stöðu, en auðvitað er sá skarpi oddur sem var í verkalýðsbaráttunni áður fyrr að mestu horfinn í neysluþjóðfé- lagi nútímans," segir Pálmar. Línur lagðar með fyrirvara Hann segir undirbúning und- ir hátíðarhöldin hefjast um mánuði til hálfum öðrum mán- uði fyrir þau og þá sé bæði ákveðin dagskrá og hvernig ávarpi fulltrúaráðsins verði háttað miðað við baráttumálin og boðskapinn sem þurfi að komast til skila. Kostnaður við hát.íðarhöldin nemur nokkur hundruð þúsundum króna, að sögn Pálmars, og skipta verka- lýðsfélögin í Reykjavík þeim kostnaði á milli sín. Eríu meó bakverkl Kosmodislc Kosmodisk er bunaður sem minnkar eða stillir sársauka i hryggnum. Wlcófuröm lckur yfirleitt um 20 rlaga ul Kosmmlisk liuiiiiriur'inn i:r r.ouióiu ' 3 klst ;i clng ► í fáum orðum sagt: Kosmodiskur er einfaldur í notkun og hentar í amstri dagsins, í vinnu, heima, í bílnum og í íþróttum. Upplysingar og pöntun i síma 552 4945 „Ég er tilbúinn til að neita að skrifa eins oft undir lög og ég og þjóðin metum það nauðsynlegt burtséð frá áliti einstakra þingmanna... jafnvel þó það kunni að þýða að embættið gæti verið leyst upp í núverandi mynd, ef ý, marka má orð Davíðs Oddssonar þess efnis í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 14. apríl síðastliðinn. Þeir sem geta leyst forsetaembættið upp eru þingið. Ég spyr: Treystir þingið sér til að ganga gegn vilja þjóð- kjörins forseta sem kann að hafa alla þjóðina á bakvið sig?! Við erum lýð- veldið fsland. Hér ríkir lýðræði. Þingræði er aðeins hugmynd runnin frá baráttu við einveldi konunga á miðöldum og ekkert sem segir að Al- þingi leysi mái betur af hendi en meiri- Íiluti þjóðarinnar, einkum og sér í lagi ekki ef það heldur áfram að iðka sín sífelldu rifrildi út af litlum málum og tefja afgreiðslu jreirra sífellt og einatt... og reyna að taka sér kauphækkun á svörtu á rneðan alþýða manna þarf að láta sér nægja saltið í grautinn!" KYNNINGARMIÐSTOÐ EVRÓPURANNSÓKNA Fiindur um umhverfis- og fjarkönnunarmál Sameiginlegar rannsóknarstofnanir Evrópusambandsins (Joint Research Centre - JRC) Kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópu- rannsókna verður haldinn föstudaginn 3. maí á Scandic Hótel Loftleiðum kl. 8.30-12.00. Sameiginlegu rannsóknarstofnanir ESB, sem í daglegu tali eru nefndar JRC, eru tengdar 4. rammaáætluninni um rannsóknir, þróun og nýsköpun. Samkvæmt EES-samningnum eiga íslenskir aðilar fullan aðgang að sjóðum áætlunarinnar og einnig aðgang að þeim möguleikum sem JRC býður upp á. Þar má nefna sameiginlegar umsóknir í 4. rammaáætlunina, önnur samvinnuverkefni, dvalarstyrki fyrir vísindamenn og möguleika til doktorsnáms í tengslum við háskóla. Sameiginlegu rannsóknarstofnanirnar eru sjö talsins í fimm löndum, sem reknar eru af Evrópusambandinu. Rannsóknirnar sem stundaðar eru á þessum stofnunum eru á sviðum umhverfismála, fjarkönnunarmála. iðnaðarefna, mælinga ogprófana og kjarnorkumála. Á kynningarfundinum verða sérstaklega kynnt unhverfis- og ijarkönnunarmál og áhersla lögð á að kynna nýtt verkefni um miðlun ognotkunf]arkönnunargagna(Center for Earth Observation - CEO). Vakin er athygli á að auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum í CEO verkefnið og rennur umsóknarfresturinn út 14. júní nk. Dagskrá: 8.30 Ávarp - Ingimar Sigurðsson, umhverfisráðuneytinu. 9.00 Um fjarkönnun á íslandi - Magnús Guðmundsson, Landmælingum íslands. 9.20 Fjarkönnunarmál - Peter Churchill, CEO Unit Head ff, CEO, Ítalíu. 10.00 Kaffi 10.20 Hafrannsóknir - N. Hoepffner, Marine Environment Unit Head, JRC, Ítalíu. 11.00 Umhverfismál - J. Kanellopoulos, Image Understanding Group, Institute for Remote Sensing Applications, Ítalíu. 11.40 Fyrirspurnir. Eftir hádegi gefst mönnum tækifæri á að ræða hugsanleg samvinnuverkefni íslendinga og JRC við fulltrúa JRC og aðra mögulcika, s.s. sameiginlegar umsóknir íslendinga og JRC í 4. rammaáætlunina, rannsóknaraðstöðu við stofnanir JRC, námsmöguleika o.fl. Fundarstjóri: Axel Björnsson. Fundurinn fer fram á ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.