Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikil öryggisvarsla við sjúkrastofu fjöldamorðingjans frá Tasmaníu Auðugur sér- vitringur ákærð- ur fyrir 35 morð Kvartanir bárust lögreglu vegna Bry- ants en ekkert var að gert Hobart, Port Arthur. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter MARTIN Bryant myrti 35 manns á ferðamannastað á áströlsku eynni Tasmaníu á sunnudag og mánudag. Hann hefur nú verið ákærður. Hér er nýleg mynd af Bryant. YFIRVÖLD í Ástralíu ákærðu í gær Martin Bryant í kjölfar þess að hann myrti 35 manns og særði 19 í ferða- mannabænum Port Arthur á ástr- ölsku eynni Tasmaníu á sunnudag. Bryant er auðugur einfari. Hann erfði stórfé eftir aldraða vinkonu, sem lést árið 1992. Skömmu síðar lést faðir hans með dularfullum hætti. Mikil öryggisgæsla er nú á sjúkra- húsínu í Hobart, höfuðstað Tasma- níu, þar sem Bryant liggur nú í ein- angrun á gjörgæsludeild. Herbergi hans á sjúkrahúsinu var breytt í réttarsal á meðan kæran var lögð fram. Bryant sagði ekki orð, en verj- andi hans, sem skipaður hefur verið til bráðabirgða kvaðst hafa rætt við sakborninginn og hefði hugsun hans virst óbrengluð. Nokkrir þeirra, sem særðust í árás Bryants, liggja á sömu deild. Lögregla óttast að reynt verði að ráða Bryant af dögum. „Auga fyrir auga“ Orðin „auga fyrir auga“ höfðu verið letruð á einn vegg sjúkrahúss- ins og morðhótanir hafa borist gegn- um síma. Bryant, sem er 28 ára gamall, dró fram hálfsjálfvirkan riffil á ferða- mannasvæði í Port Arthur á sunnu- dag og skaut 32 menn til bana og særði 19 á einni klukkustund. Hann kom sér því næst fyrir í húsi einu ásamt þremur gíslum. Eftir 18 klukkustunda umsátur lögreglu um húsið kviknaði í því og náðist Bryant þegar hann kom hlaupandi út. Logaði þá í fötum hans og hlaut hann brunasár, sem nú er gert að á sjúkrahúsinu. Gíslarnir þrír létu lífið í húsinu. Það var staðfest að jarðneskar leifar þriðja gíslsins hefðu fundist í brunar- ústunum í gær. Lík hinna tveggja fundust á mánudag. Bryant bjó í tveggja hæða húsi í New Town, úthverfi Hobart, höf- uðborgar eyjarinnar Tasmaníu, sem liggur úti fyrir syðsta odda Ástralíu. Fyrrverandi nágranni kvaðst hafa óttast hann 'mjög og sagði: „Eina stundina virtist hann í lagi og allt í einu var hann það ekki.“ í dagblaðinu Hobart Mercury var honum lýst þannig að hann hefði haft margar hliðar. „Hann gæti ekki gert flugu mein,“ hafði blaðið eftir nágranna og lýsti honum sem ham- ingjusömum, vingjarnlegum og bros- mildum manni. Nágrannar sögðu að Bryant um- gengist ekki margt fólk og aðeins móðir hans hefði heimsótt hann. Erfði eina af ríkustu konum Tasmaníu Bryant er auðugur maður. Hann komst í álnir þegar hann erfði Helen Harvey, eina af ríkustu konum Tas- maníu. Bryant var ráðinn til að sjá um heimili og lóð Harvey og aldraðrar móður hennar. Bryant og Harvey urðu brátt vinir og hann var í stöð- ugum samvistum við hana. Árið 1992 lét Helen Harvey lífið þegar bifreið hennar hafnaði á tré. Við hliða hennar í bifreiðinni sat Bryant, en hann slapp lítið meiddur. Harvey var 59 ára gömul. Yfii-völd komust að þeirri niðurstöðu að um bílslys hefði verið að ræða. Nágrann- ar voru á öðru máli. Þeir héldu því fram að Harvey hefði nokkrum sinnum kvartað und- an því að hann hefði þvingað hana til að aka út af veginum með því að grípa í stýri bifreiðar sinnar og hrifsa það úr höndum hennar. Bryant sagði 'að hún hefði misst stjórn á bílnum þegar hundarnir í aftursætinu hefðu ærst. Bryant erfði 26 milljónir króna, áðurnefnt hús í New Town, stóran búgarð, sem nefnist Taurusville, nokkrar bifreiðir og skartgripi. Erfðaskrá Harvey kvað á um að faðir Bryants, Maurice Bryant, skyldi vera umsjónarmaður arfsins. Í erfðaskránni fær Bryant ein- kunnina „minn tryggi vinur“ og þar segir að hann skuli hijóta hinstu hvílu í sama grafreit og Helen Harv- ey og móðurafi hennar. Faðirinn flutti á búgarðinn, en Martin Bryant fór á sjúkrahús til að jafna sig eftir slysið. í blaðinu Tbe Hobart Mercury var haft eftir vinum Bryants að hann hefði ekki verið sami maður eftir andlát Harvey. Faðirinn finnst látinn í skurði Árið 1993 fannst faðir Bryants látinn í skurði. Um háls og mitti líks- ins var vafið blýbelti, sem kafarar nota til að þyngja sig. Nágrannar sögðu að Bryant hefði hótað að myrða föður sinn. Þeir sögðu einnig að skotsár hefði verið á líkinu, en í lögregluskýrslu, sem vitnað var til í ástralska dagblaðinu The Sydney Morning Herald í morgun, segir að engin merki um áverka hafi verið á því. Niðurstaða lögreglu var sú að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Barry Featherstone, bóndi á næsta bæ við Taurusville, skráði hjá sér hegðun Bryants í bifreið Helen Harvey og greindi lögreglu frá grun- semdum sínum eftir andlát hennar. í skýrslu lögreglu er engar vísbend- ingar um framburð bóndans að finna. Featherstone og mágkona hans sögðu einnig í samtölum við The Sydney Morning Heraid að þau hefðu kvartað við lögreglu eftir að Bryant hefði í tvígang hótað að skjóta þau til bana milli 1991 og 1993. í blaðinu sagði að lögreglan á Tasmaníu hefði í gær sagt að hún hefði ekki vitað af kvörtunum ná- granna. í frétt blaðsins er því bætt við að ef til vill hefði verið hægt að koma í veg fyrir blóðbaðið á sunnu- dag ef mark hefði verið tekið á þess- um kvörtunum. Featherstone hélt því fram að Bryant hefði ekki haft byssuleyfi. Hann hefði fengið mikinn áhuga á skotvopnum fyrir skömmu og keypt sér vopn í póstkröfu. Park Deitz, yfirsálfræðingur bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefur borið fram þá tilgátu að Bryant hafi ákveðið að láta til skarar skríða þegar hann sá hvílíka athygli fjöldamorðinginn Thomas Hamilton, sem myrti fjölda barna í skoska bænum Dunblane, fékk í fjöl- miðlum. Munurinn á Hamilton og Bryant er hins vegar sá að Hamiltbn framdi sjálfmorð þegar hann hafði framið ódæðisverkið í Dunblane. Bryant náðist á lífi. Þrýstingur um hert byssulög Mikill þrýstingur er nú á stjórn- völd í Ástralíu að breyta stjórnar- skrá landsins þannig að hægt verði að setja landslög um byssueign, en hingað til hefur slík lagagerð verið á valdi fylkisstjórna. Stjórnvöld á Tasmaníu hafa verið andvíg hertum lögum um að tak- marka byssueign, en lýstu yfir því í gær að hálfsjálfvirk skotvopn yrðu bönnuð sem fyrst. Óttast er að örtröð verði í versl- unum, sem selja skotvopn og tilheyr- andi búnað. Eigandi einnar stærstu vopnaverslunar landsins sagði að íjöldi fyrirspurna hefði borist um öflugustu skotvopnin vegna þess að byssueigendur héldu að nú ætti að fara að banna slík tól. Ólíklegt verður að teljast að rök Félags ástralskra skotvopnaeigenda fyrir óbreyttum byssulögum hafi mikil áhrif. „Nokkur hundruð manns, sem brjálæðingar hafa drep- ið, hverfa í samanburði við það, sem Maó og Stalín hafa gert af sér,“ sagði í yfirlýsingu félagsins. Oryggisbelti lögleidd í rútum Brusseí. Reuter. Reglugerð um alnetið til skoðunar Bologna. Reuter. RÍKI Evrópusambandsins hafa samþykkt að kannað verði hvern- ig unnt er að hafa stjórn á efni því sem finna má á alnetinu (Inter- net). Er þá einkum horft til barna- verndarstjónarmiða og glæpsam- legs athæfis. Agostino Gambino, sem fer með fjarskiptamál í ítölsku ríkissljórn- inni, skýrði frá þessu eftir óform- legan fund með starfsbræðrum sínum evrópskurn sem fram fór í Bologna á Italíu. „Mörg aðildar- ríki telja að nauðsynlegt sé að ein- hverjar reglur gildi, einhver viðm- ið eða siðaboð,“ sagði ráðherrann að fundinum loknum. Frakkar lögðu til að samdar yrðu siðareglur sem gilda ættu um allan heim varðandi alnetið. EVRÓPA^ Reglugerðin, sem kvæði á um ákveðin takmörk, tæki til allra ríkja heims. Martin Bangemann, fjarskipta- stjóri Evrópusambandsins, kvað hugmyndina ekki þá að hamla gegn þróun alnetsins með miklum skógi lagaboða og reglugerða. Hins vegar vildu menn skoða ýmsa þætti tengda þessum miðli og nefndi hann sérstaklega hvernig tryggja bæri upplýsingaleynd og höfundarrétt á hugverkum. Gambino sagði að fram- kvæmdastjórnin myndi takatil athugunar hvort rílqum ESB bæri að semja sérstakar reglur í þessu skyni eða hvort leitað yrði eftir viðræðum á alþjóðlegum vett- vangi. RÚTUR og smærri fólksflutninga- bílar, sem skráðir eru í ríkjum Evr- ópusambandsins, munu þurfa að vera búnar öryggisbeltum fyrir far- þega frá árinu 1999 í fyrra tilfellinu og 2001 í því síðara. Framkvæmdastjórn ESB komst að þessari niðurstöðu í vikunni en hart hafði verið deilt um tímasetn- ingar í þessu viðfangi. Nokkuð er hins vegar um liðið frá því að sam- bandið ákvað að lögleiða bílbelti í fólksflutningabílum og urðu tíð og mannskæð slys tilefni þessarar lagasetningar. „Frá árinu 1999 verða allir nýir smærri fólksflutningabílar að vera búnir þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum farþega," sagði tals- maður framkvæmdastjórnarinnar. Hann bætti við að þessi reglugerð myndi taka til allra tegunda árið 2001. Hann sagði samkomulagið kveða á um að búa bæri miðlungs- stóra fólksflutningabíla og rútur tveggja punkta beltum 1997 og krafan væri sú að allar nýjar teg- undir yrðu þannig búnar árið 1999. Jafnan er miðað við 1. október hvert ár. Hagsmunasamtök hafa flest hver borið lof á framkvæmdastjórnina fyrir þetta frumkvæði. Nokkuð var hins vegar deilt um nýju reglurnar en Frakkar greiddu einir atkvæði gegn þeim. Þjóðverjar og ítalir tregðuðust við að veita samþykki sitt og náðu að tryggja lengri aðlög- unartíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Játar fjöldamorð ágötu- bömum Rio de Janeiro. Reuter. TÆPLEGA þrítugur brasílskur lög- reglumaður var í gær dæmdur í 309 ára fangelsi fyrir að hafa átt aðild að morðum á götubörnum sem fram- in voru fyrir þremur árum. Átta börn létust er skotið var á hóp götubarna en lögreglumaðurinn játaði fyrr í vik- unni að hafa verið einn morðingj- anna. Atburðurinn vakti mikla reiði um allan heim. Lögregluþjónninn er fyrstur hinna ákærðu sem dreginn er fyrir dóm. Lögreglumaðurinn, Marcus Vinicius Borges Emmanuel, játaði fyrir rétti að hafa skotið tveim- ur skotum að börnunum en alls var skotið á hóp um 70 götubama. Em- manuel var fundinn sekur um sex morð og samanlagt til 309 ára fanga- vistar. Þrátt fyrir hinn langa dóm, kveða brasilísk lög á um að hámárks- fangavist sé 30 ár. Einn þeirra sem lifði árásina af, lýsti því í gær hvernig fjórir menn, þéirra á meðal Emmanuel, hefðu þvingað sig og tvö önnur börn inn í bíl. Drengurinn kvaðst hafa verið skotinn og misst við það meðvitund en vaknað síðar til meðvitundar á götu með félaga sína tvo látna við hlið sér. Drengurinn hefur verið und- ir lögregluvernd frá morðunum en tvær tilraunir hafa verið gerðar til að ráða hann af dögum frá því að þau voru framin. -----» ♦ ■«---- Borgar- stjórnin í Zagreb leyst upp Zagreb. Reuter. STJÓRN Franjo Tudjmans, forseta Króatíu, ákvað í gær að leysa upp borgarstjórn Zagreb vegna valdabar- áttu við stjórnarandstöðuflokka, sem eru í meirihluta í borgarstjórninni. Efna verður því til nýrra kosninga í Zagreb innan tveggja mánaða. Stjórnarandstöðuflokkarnir fengu 30 fulltrúa af 50 í borgarstjórnar- kosningunum í október en hafa ekki getað skipað borgarstjóra þar sem Tudjman hefur beitt stjórnarskrár- búndnu neitunarvaldi sínu til að hafna fjórum mönnum, sem meirihlu- taflokkarnir hafa tilnefnt í embættið. Stjórn Tudjmans hefur skipað „um- boðsmann" til að stjórna borginni fram yfir kosningar. Ríkisstjórnin leysti upp borgar- stjómina eftir að stjórnlagadómstóll Króatíu úrskurðaði að fjárhagsáætl- un meirihlutaflokkanna bryti í bága við lög landsins. Vestrænir stjómar- erindrekar telja að flokkur Tudj- mans, sem hefur skipað flesta dóm- arana, hafí haft áhrif á niðurstöðu dómstólsins. Áhrifamikið embætti Leiðtogar stjórnarandstöðuflokk- anna saka Tudjman um einræðistil- burði en forsetinn segist vilja afstýra því að flokkarnir grafi undan efna- hagsstefnu stjómarinnar. Erlendir stjórnarerindrekar segja að stjórn Tudjmans vilji koma í veg fyrir að stjómarandstöðuflokkamir komist til valda í Zagreb til að veija efnahags- stefnuna og leyna spillingu vegna einkavæðingar ríkisfyrirtækja sem áhrifamenn í stjórnarflokknum hafi auðgast á. Fjórðungur 4,7 milljóna íbúa Króatíu býr í Zagreb og þar eru einn- ig stærstu fyrirtæki landsins, þannig að áhrif borgarstjórans eru mikil. Talið er að flokkur Tudjmans tapi fylgi í komandi borgarstjórnarkosn- ingum en hann vill breyta kosninga- lögunum þannig að stærsti flokkur- inn geti stjórnað borginni en ekki samsteypur smærri flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.