Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 33 LISTIR LEIKLIST UtvarpslcikhúsiA SUMARDAGURINN FYRSTI Eftir Braga Ólafsson. Leikendur: Randver Þorláksson, Saga Jónsdóttir, Valgerður Þórsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Dofri Hermannsson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Upptökustjóri: Sverrir Gíslason. Á SUMARDAGINN fyrsta var frumflutt á rás 1 samnefnt leikrit eftir Braga Ólafsson. Leikritið er annað tveggja sem vann til verð- launa í leikritasamkeppni Útvarps- leikhússins og Félags íslenskra leikskálda. Hitt var, eins og kunn- ugt er, Frátekna borðið í Lourdes eftir Anton Helga Jónsson. Leikritið gerist á fámennum vinnustað og lýsir því þegar vinnu- félagarnir hyggjast gera sér daga- mun og fagna sumarkomu með því að fara í ímyndaða „skógar- ferð“ í kaffitímanum, leika fugla- söng af bandi og fá sér koníak með kaffinu. Tvennt verður til að trufla þessa sakleysislegu fyrirætl- Litlaust verð- launa- leikrit an þeirra, stöðug símtöl frá óþolin- móðum viðskiptavini, svo og óvænt heimsókn eiginkonu for- stjórans. Randver Þorláksson leikur for- stjórann. Lýsingin á honum er nokkuð klisjukennd: miðaldra maður sem eyðir flestum stundum í vinnunni, hefur ekki farið í al- mennilegt frí í áraraðir og sýnir fjölskyldunni sinnuleysi. Túlkun Randvers var fremur litlaus og var erfitt að sjá „karakter“ hans fyrir sér, en til góðs útvarpsleikara hlýt- ur maður að gera kröfu um að hin munnlega túlkun hans kveiki einhveija sýn í huga áheyrandans. Hérna er kannski ekki bara við leikarann að sakast því textinn var verkið út í gegn flatur og tilþrifa- lítill og einkenndist af endurtekn- ingum sem eru algengar í talmáli en eru leiðinlegar áheyrnar. Sama litleysi einkenndi einnig aðrar per- sónur verksins, það var helst að Valgerði Þórsdóttur tækist að draga upp mynd fyrir hugskots- sjónum hlustandans. Leikurinn í heild var slakur og tilgerðarlegur og skrifast líklega á hvoru tveggja leikstjórn og rislítinn texta. í dagskrárkynningu á þessu leikriti er vísað í umsögn dóm- nefndar um leikritið og komist svo að orði að „hér kveði við nýjan tón í íslenskri leikritun“. Þetta eru stór orð og ég fæ ekki séð að nokkur innstæða sé fyrir þeim, eða hver er sá „nýi tónn“ sem hér er sleginn? Formlega er þetta mjög svo hefðbundið útvarpsleikrit, efn- ið sannast sagna lítið áhugavert, málfar flatt og lítt skapandi. I stuttu máli ojli leikritið vonbrigð- um hjá undirritaðri, sem bjóst við spennandi verki frá Braga Ólafs- syni, sem hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld. Soffía Auður Birgisdóttir SAMSKIP Adalfundur Samskipa hf. 1996 veróur haklinn fímmtudaginn 2. maí 1996 kl. 16.00 í A-sal Hótel Sögu. Dagskrá fundarins: Venjuleg aóalfundarstörf samkvæmt samjoykktum félagsins Arsrcikningar félagsins og endanlegur tillögur liggja frammi á skrifstofu fclagsins hluthöfum til sýnis. Aðgóngumiðar og atkvœdaseðlar cru afhentir á skrifstoju fclagsins. Stjórnin SAMSKIP Holtabakka v/Holtaveg, 104 Revkjavík. Sími: 569 8369 Stökktu til Benidorm 21. maí fyrir 29.932 Í2vikur Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm 21. maí og bjóðum þér einstakt ferðatilboð þar sem þú getur notið þess besta í yndislegu veðri á Benidorm í maí. Þannig gengur það fyrir sig: Við höfum tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú bókar á morgun eða á föstudag og tryggir þér sæti og gistingu og fímm dögum fyrir brottför hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir í fríinu. Verð kr.29.932 m.v. hjón með 2 böm, 2-114ra, 2 vikur, skattar innifaldir. Verð kr. m.v. 2 fulloi skaltar innif Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. 39.960 ina í íbúð, 21. maí, 2 vikur, Idir. :;wr TIL. S>4 M/4WAÐA Teppaland Mörkinni 4 • Pósthólf 8735 • 108 Reykjavík Sími: 588 1717 & 581 3577 • Fax: 581 3152 K.L. 10-14 Við bjóðum til dúkaveislu á 2, 3, og 4 metra breiðum dúkum sem ekki þarf að líma. Komdu og gerðu einstök kaup!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.