Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 25 __M__ tllM'STUTT Skógar- eldar í Banda- ríkjunum SKÓGARELDAR geisuðu í suðvesturhluta Bandaríkjanna í gær og ógnuðu m.a. kjarn- orkurannsóknarstöðinni í Los Alamos í Nýju Mexíkó. Þó eld- urinn næði að stöðinni var sagt að heilsu fólks yrði engin hætta búin. Skógareldar lýstu upp himininn í fyrrinótt á stóru svæði kringum Los Angeles í suðurhluta Kaliforníu og einnig í Arizona. Leitað að Colby. Slæða árbotn í leit að Colby LEITIN að William Colby fyrr- verandi yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA hafði engan árangur borið í gær. Óttast er að hann hafí drukkn- að eftir slys á mótum ánna Potomac og Wicomico, 64 km suður af höfuðborginni Wash- ington. Hafist var handa um að slæða árbotninn í gær. Kosningaórói í Albaníu ALBANSKA lögreglan eyði- lagði kosningaspjöld og myndir og reif niður fána í skrifstofum sósíalistaflokksins í suðurhluta Albaníu í gær. Farið er að gæta kosnignaskjálfta í landinu vegna þingkosninga, sem fram 26. maí nk., en þar verður kos- ið um 140 þingsæti. Leiðtogi sósíalista, Fatos Nano, situr í fangelsi. Stuðningsmenn hans saka Sali Berisha forseta um að hafa misnotað dómskerfið til að halda honum inni fram yfir kosningar. í þingkosningum í mars 1992 fékk flokkurinn 38 sæti en Lýðræðisflokkurinn 92. Draugabani í Albertshöll FORRÁÐAMENN Albert Hall tónleikahússins í London hafa ráðið Andrew Green, einn kunnasta draugabana Bret- lands, til þess að kveða niður reimleika í húsinu. Á hvetju ári segist fólk hafa séð tvær hlæj- andi konur íklæddar 19. aldar fötum sveima þar um ganga og sali. Einnig er talið að orgel- smiður frá síðustu öld haldi þar til en hans verður vart þegar árlegt viðhald stóra orgelsins í aðalsalnum fer fram. Gonzalez hreinsaður FELIPE Gonzalez frá- farandi for- sætisráðherra Spánar var í gær formlega hreinsaður af ásökunum þess efnis að hann hefði Gon/.alez ]agt. blessun sína yfir herferð gegn aðskiln- aðarsinnum Baska, sem kostaði 27 manns lífið á árunum 1983-87. Nýjar hagtölur auka vonir ráðamanna í París um nýjan hagvöxt Vísir að efna- hagsbata í Frakklandi París. Reuter. FRANSKT efnahagslíf virðist byij- að að rétta úr kútnum, samkvæmt nýjum hagtölum sem ríkisstjórn landsins gerði opinberar í gær. At- vinnuleysi er hætt að aukast og könnun meðal forystumanna í við- skiptalífinu sýnir fram á aukna bjartsýni. Franska vinnumálaráðuneytið greindi frá því að atvinnuleysi hefði aukist úr 11,8% í febrúar í 11,9% í mars en að heildarfjöldi atvinnu- lausra hefði minnkað um 4.200 milli mánaða. Alls eru nú 3,03 milljónir Frakka án atvinnu. Hagfræðingur hjá INSEE, frönsku hagstofunni, sagði þessar tölur benda til að stöðugleiki hefði komist á varðandi atvinnuleysi og að ósamræmið í tölunum mætti skýra með ólíkum reikningsaðferð- um. Sérfræðingar í efnahagsmálum segja tölurnar ýta undir vonir um aukin hagvöxt á þriðja ársfjórðungi þessa árs "þó að búast megi við að hagvöxtur verði lítill á fyrsta helm- ingi ársins. Stjórnvöld vona hins veg- ar að hagur efnahagslífsins fari að batna þegar á öðrum ársfjórðungi, ekki síst vegna vaxtalækkana. Auk- inn hagvöxtur myndi auðvelda bar- áttu Frakka við að draga úr halla á ríkisútgjöldum í tengslum við áform Evrópusambandsins um efnahags- legan og peningalegan samruna. „Það er góðs viti að mörg fyrir- tæki telja að framleiðsla þeirra muni aukast,“ segir Steve England- er, hagfræðingur hjá Smith Barney. „Það þýðir hins vegar ekki að efna- hags uppsveifla sé hafin í Frakk- landi. Við erum annaðhvort í kyrr- stöðu á botninum eða þá byrjaðir að mjakast hægt upp á við.“ LOKADU QÓKIIMIMI -FÁÐU ÞÉR VERÐBRÉF - Skyndibréf Skandia eru alltaf innleysanleg og gefa íflestum tilvikum hœrri ávöxtun en bankabœkur og bankareikningar. Skyndibréf Skandia cru þægileg fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þurfa að ávaxta fé til skemmri tíma, t.d. allt að einu ári. Skyndibréf Skandia má innleysa hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar og því einfalt að kaupa þau og selja. Nafiiávöxtun Skyndibréfa síðustu 6 mánuði var 9,7%, nýttsimanúmer 540 50 60 jáiö nánari upplýsingar Verðbréfasjóðir Skandia eru byggðir upp með hámarks ávöxtun og ömgga áhættudreifingu að leiðarijósi. Þeir bera í flestum tilvikum hærri vexti en banka- bækur og bankiueikningar og em því góður kostur fyrir þá sem vilja góða fjíii'lestingu með betri ávöxtun. Lokaðu bókinni og skoðaðu Skyndibréf. Ráðgjafar Skandia veita allar frekari upplýsingar. Skandia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.