Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vorveisla í grænu
hjarta Þýskalands
HIÐ fagra Trost-orgel í hallarkirkjunni í Altenburg. Johann
Sebastian Bach vígði orgelið árið 1739.
SEMPER-óperan í Dresden er í tölu glæsilegustu óperuhúsa í
heiminum. Hún hefur verið endurreist frá grunni eftir uppruna-
legu teikningunum í ítalska endurreisnarstílnum.
ANGAN vorsins liggur í loftinu
og berst að vitum manns með létt-
um andvara af suðri. Sá sem ferð-
ast um Þýringaskóg á vori skilur
hvers vegna héraðið er kallað „ið
græna hjarta Þýskalands". Ávalar
hæðir, klæddar skógi upp á efstu
brún, en á milli lágvaxnir ásar og
mjúkir dalir með heiðgulum ekrum
þar sem spergillinn blómstrar og
aldintré og runnar halda skrautsýn-
ingu á dýrð sköpunarverksins. Af
rótum landsins sjálfs sprettur
menningin hjá mannfólkinu, sem
landið byggir.
Vagga menningar: Tónlist,
myndlist, skáldskapur
Sá sem ferðast um þetta land
að vori verður margs vísari. Listirn-
ar styðja hver aðra og eru hver
annarri innblástur og uppörvun.
Allt í einu opnast þessi bók og við
blasir hvers vegna list Norður-Evr-
ópu reis þar hæst í tvær aldir.
í skapandi huga, upphöfnum og
heilluðum af fegurð og samræmi
náttúrunnar fær skáldgáfan útrás
í ódauðlegri list og nær hátíndi í
stíl barrokks, klassík og rómantík.
Hin „lassíska leið“ ferðamannsins
liggur um þessar slóðir Þýringa-
lands og Saxlands, þar sem hann
fær á aðeins rúmlega 300 km leið
aðgang að mörgum mestu upp-
sprettum listasögunnar.
Heimkynni Jóhanns
Sebastian Bachs
' Hann hefur verið talinn mesti
meistari barrokktónlistar, mesta
tónskáld heimsins og einn mesti
skapandi andi veraldarsögunnar.
Bach fæddist í borginni Eisenach í
Þýringalandi og var af mestu tón-
listarætt sögunnar, en um tveggja
alda skeið skipuðu menn af Bach-
ættinni flestar helstu tónlistarstöð-
ur í Mið- og Norður-Þýskalandi.
Bach ól allan sinn aldur á heima-
slóðum, þar sem hann gegndi starfi
organista eða hirðtónlistarstjóra í
Arnstadt, Weimar, Köthen og
Leipzig. Hann naut mikillar viður-
kenningar sem afburða hljóðfæra-
leikari, en tónsmíðar hans hlutu
takmarkaða viðurkenningu fyrr en
löngu síðar og aldrei meiri en á
okkar dögum. Tónlistarunnanda
gengur til hjarta að koma í Bach-
húsið í Eisenach og skoða safn
hljóðfæra og húsbúnaðar úr per-
sónulegri eigu hans, koma í Herder-
kirkjuna í Weimar, þar sem Bach
bar börn sín til skírnar við skírnar-
fontinn, sem enn er notaður, eða
koma að gröf hans í Tómasarkirkj-
unni í Leipzig, þar sem hann starf-
aði frá 1723 til dauðadags 1750
og samdi mestu kirkjulegar tón-
smíðar allra tíma. Nú er auðvelt
fyrir tónlistarunnendur að fara píla-
grímsferð á ævislóðir Bachs og
komast í nána snertingu við hina
stórbrotnu list hans í því umhverfi,
sem er bakgrunnur ævi hans og
afreka. í því sambandi er vert að
geta mannsins, sem fyrst kynnti
Islendingum tónverk Bachs, Páls
Isólfssonar, hins mikla orgelsnill-
ings, sem fór til náms til Leipzig í
lok fyrri heimsstyrjaldar, lærði hjá
Karl Straube og varð staðgengill
hans við Tómasarkirkjuna í Leipzig
og þar með einn af eftirmönnum
sjálfs J.S. Bachs í starfi. Um allt
Þýringaland er menningararfur
Bach-ættarinnar og minjar um líf
þeirra og störf, sem er heil náma
fyrir unnendur tónlistar.
Nýtt Gewandhaus - besti
hljómleikasalur í heimi?
Margar menningarstofnanir
Iæipzig hrundu í rúst í sprengiregni
seinni heimsstytjaldar. Borgin lenti
eftir stríð austan megin járntjalds-
ins eins og margar aðrar mestu
menningarborgir Þýskalands og
einangraðist, en nú er runnin upp
ný blómatíð listanna eftir samein-
ingu Þýskalands að nýju. Endur-
reisn borgarinnar var þó hafin áð-
ur. Óperuhúsið reis að nýju á sama
stað og nýtt Gewandhaus, hljóm-
leikahús borgarinnar, var vígt árið
1981 og er aftur aðsetur hinnar
frægu hljómsveitar, sem fjölmargir
frægustu tónlistarmenn á síðustu
tveimur öldum hafa stjórnað eða
leikið með einleik. Hinn virti og
dáði Kurt Masur hefur nú haldið
þar um tónsprotann í 25 ár og átt
mikinn þátt í að reisa tónlistarlíf
borgarinnar úr hremmingum eftir-
stríðsáranna ti! fyrri vegs og virð-
ingar. Ég hafði átt þess kost að
kynnast snilli þessa manns í London
og New York, en nýlega varð ég
vitni að listrænu afreki hans með
Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipz-
ig og líður það ekki úr minni. At-
hyglisvert er, að þjóð sem sleikti
sár sín í rústum fallinnar borgar
hafði efni á að reisa veglegustu
bygginguna fyrir tónlistina. Frá
listinni kom henni kraftur til að
hefja lífsbaráttuna að nýju. Hljóm-
leikasalur Gewandhaus er bæðí fag-
ur og fullkominn að lögun og að
sama skapi er hljómburðurinn svo
góður að ég veit engin önnur dæmi
um slíka hljóman í nýrri byggingu.
íslendingar geta dregið lærdóm af
framtaki Leipzig-búa og vissulega
er það einnar ferðar virði að kom-
ast á tónleika í þessu frábæra húsi.
Sú þjóð getur ekki talist til menn-
ingarþjóða, sem býr tónlistinni jafn-
naum skilyrði og á íslandi.
Weimar - að nýju
menningarhöfuðborg Evrópu
Stórhertogarnir i Weimar voru
miklir listfrömuðir og héldu um sig
hirð listamanna, skálda, mynd-
meistara og tónlistarmanna. I
Weimar liggur listin í loftinu. Gest-
urinn teygar ilm liðinna daga og
fyllist lotningu. Á hverju götuhorni
opnast sýn á afrek og minnismerki
horfinna snillinga, sem á sinni tíð
tróðu sömu slóð og þú gengur nú.
Svo nemurðu staðar fyrir framan
þjóðleikhúsið, sem Goethe sjálfur
stýrði í fjölda ára, og virðir fyrir
þér veglegar stytturnar af þeim
skáldbræðrum Goethe og Schiller,
sem standa keikir á miðju torginu.
Loks tók Goethe á móti Schiller,
sem hann hafði lengi sniðgengið,
og braut odd af oflæti
sínu og báðir hlutu
hinstu hvílu í Weimar.
Hús þeirra beggja
standa enn eins og hús
Franz Liszts, en hann
var tónlistarstjóri
Weimar í áratug og
stýrði m.a. frumflutn-
ingi á Lohengrin og
fjölda annarra framúr-
stefnuverka þess tíma.
Wagner dvaldist þar
langtímum í vinfengi
við Liszt, en úr varð
ástarþríhyrningurinn
milli Cosimu, dóttur
Liszts, Wagners og
hljómsveitarstjórans
Hans von Bulow, sem var kvæntur
Cosimu. Ástarævintýri Goethes
verða þér líka hugleikin, þegar þú
flyst inn á Flamberg Hotel Él-
ephant við Ráðhústorgið, sem á sér
300 ára sögu að baki og hefur hýst
gegnum tíðina stórmenni allt frá
dögum Johanns Sebastians Bachs
til dagsins í dag og þú finnur til
þess með nokkru stolti að búa und-
ir sama þaki og Grillparzer, Mend
elssohn, Schumann, Liszt, Wagner,
Rubinstein og Leo Tolstoj eða
Thomas Mann á þeirra tíð, svo
nokkrir séu nefndir. Þú getur nejrtt
kvöldverðar í Richard Wagner-saln-
Hin „klassíska leið“
ferðamannsins liggur
um slóðir Þýringalands
og Saxlands, segir Ing-
ólfur Guðbrandsson,
en þar eru margar af
mestu uppsprettum
listasögunnar.
Ingólfur
Gujðbrandsson
enn er hægt að kynn-
ast kjarna menningar
Mið-Evrópu.
Frá Weimar er
freistandi að leggja
leið sína í austurátt til
höfuðborgar Saxlands,
Dresden við Saxelfi.
Fögur og rómantísk er
leiðin um Altenburg,
Zwickau, Meissen og
fleiri kastalaprýddar
smáborgir sem verða á
vegi manns og þú get-
ur horfið á vit liðins
tíma, stansað og hlust-
að á fagra orgeltóna
úr hljóðfæri, sem sjálf-
ur Bach var fenginn
til að vígja endur fyrir löngu.
Dresden reis í lok 13. aldar og
var á 18. öld komin í tölu mestu
menntasetra Evrópu með blómstr-
andi listalíf. Eins og segull dró hún
til sín listamenn úr víðri veröld.
Semper-óperan og Swinger-lista-
safnið voru í tölu fremstu menning-
arstofnana heimsins og eru enn,
eftir viðreisnina. Borgin varð fyrir
miskunnarlausum loftárásum í
seinni heimsstyrjöld, einkum hinn
13. febrúar 1945, þegar miðborgin
var næstum skotin í samfellda rúst.
Sá, sem lítur borgina í dag, á erfitt
með að setja sér fyrir sjónir hinn
grátlega hildarleik og hörmulegt
tjónið, því að nú er borgin risin úr
rústunum með þeim glæsibrag sem
einkenndi hana á fyrri öldum og
nálgast kraftaverk. Allir listunn-
endur hljóta að gleðjast yfir þessari
endurheimt fegurðar og listrænna
gilda. Kvöld í Semper-óperunni
sannfærir mig um að þetta sé veru-
leiki en ekki draumur. Vissulega
er hún eitt glæsilegasta óperuhús
heimsins, nýtt hús í ítölskum endur-
reisnarstíl með frábæran hljóm-
burð, reist á grunni þess húss sem
arkitektinn Gottfried Semper reisti
um 1840 og bergmálaði margar
raddir bestu söngv-
ara heimsins. Óp-
eran var opnuð að
nýju árið 1985 með
sýningu á Töfra-
skyttunni eftir We-
ber, rétt eins og í
upphafi, en þá var
óperan frumsýnd,
og síðan hver óp-
eran af annarri, t.d.
flutti Wagner þar
Rienzi, Hollending-
inn fljúgandi og
Tannhauser og
gegndi stöðu hirð-
tónlistarstjóra í sex
ár. Aðrar merkar
tónlistarstofnanir
borgarinnar eru
Dresdener
Kreuzchor með sjö
GEWANDHAUS í Leipzig er
ein frægasta hljómleikahöll
heimsins. Ný höH er risin á
grunni hinnar fyrri. Ótrúlega
vel hefur tekist til með hönn-
un hússins og hljómburð, sem
talinn er einn sá besti sem
þekkist.
um, en þegar út um dyrnar kemur
blasir við formfagurt renaissance-
hús Lukasar Cranachs listmálara
sem eyddi þar síðustu æviárum sín-
um um miðja 16. öld, en hinum
megin torgsins tígulegt Ráðhúsið.
Dresden - önnur Flórens
við Saxelfi
Á árunum milli heimsstyijalda
bárust sterkir straumar Mið-Evr-
ópumenningar til Islands frá borg-
dnum Leipzig, Dresden og Berlín.
Óvíst er hvort íslensk menning
muni bíða þess bætur að þetta
menningarsamband rofnaði og fyr-
irmyndir Islendinga urðu að mestu
engilsaxnesk lágmenning. Víst er
að tími er til kominn að reyna að
bæta hér úr og byggja að nýju á
evrópskri menningararfleifð. I stað
síendurtekinna ferðalaga á áður
kunnar slóðir er nú nýr og mjög
gefandi valkostur í boði, þar sem
er „ið græna hjarta Þýskalands"
og menningarborgirnar Weimar,
Dresden, Leipzig og Berlín, þar sem
hundruð ára hefð að baki og hin
fræga hljómsveit Staatskapelle.
Zwinger-listasafnið er heimsfrægt
sýnishorn barrokkstílsins í bygging-
arlist og geymir margar gersemar
myndlistar, þ. á m. eina frægustu
maddonnumynd Rafaels, auk eins
frægasta postulínssafns í heimi, en
Dresden og fleiri borgir Saxlands
voru framarlega í postulínsgerð.
Dresden er eitt mesta augnayndi
ferðamanns í Evrópu, en íslending-
ar hafa enn ekki komist á bragðið.
Úr því verður þó bætt á næstunni,
því að 24. maí næstkomandi hefst
menningarferð á þessar slóðir fyrir
tilstilli Háskóla íslands og er ferðin
framhald námsskeiðs, sem staðið
hefur í 10 vikur á vegum Endur-
menntunarstofnunar og Listvinafé-
lags Hallgrímskrikju. Ferðin er þó
ekki bundin við þátttöku í nám-
sskeiðinu eingöngu og geta nokkrir
enn bæst í hópinn í þessa ferð, sem
auk þess er styrkt af Visa Island
og listasjóði Heimsklúbbs Ingólfs.
Ferðin stendur í 10 daga um
hvítasunnu og lýkur henni með
tveggja daga dvöl í heimsborginni
Berlín, sem brátt tekur við fyrra
hlutverki sínu sem höfuðborg sam-
einaðs Þýskalands, en hún geymir
mikla menningarsögu.
Höfundur er tónlistarfrömuður og
forstjóri.