Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tommi og Jenni Ferdinand rchrt2at-bcam.com v Smáfólk Ertu enn að dást að andlit- Nei, ég er bara að reyna inu á þér í speglinum? að venjast því... Um póst frá Bandaríkjunum Frá Hrefnu Ingólfsdóttur: GÍSLI Jónsson skrifar í sunnudags- blaðið um sendingu sem var póst- lögð í New York 1. apríl en barst til hans í Hafnarfirði 14 dögum síð- ar. Skiljanlega þótti honum þetta langur tími og vildi fá skýringu frá Pósti og síma. Þegar málið var kannað var erfitt að finna einhverja eina skýringu. Líklega spila þarna saman margir þættir og vegur þá kannski þyngst að páskavikan lend- ir þarna inn í. Tollafgreiðsla á slík- um sendingum á að öðru jöfnu ekki að taka meira en einn dag en gæti hafa tekið 2-3 daga af framan- greindri ástæðu. Rétt er að taka fram í upphafi að hingað til lands berst póstur frá Bandaríkjunum á hverjum degi og þegar aprílmánuður er skoðaður virðist hann hafa skilað sér hratt og vel með fyrstu flugvél eins og vera ber. Þess má geta að gæða— kannanir sem gerðar hafa verið á almennum bréfum frá Bandaríkjun- um til íslands sýna að það líða að meðaltali 5-6 virkir dagar frá því bréf er póstlagt í Bandaríkjunum þar til það er afhent viðtakanda á Islandi. En lesendum til fróðleiks má velta því fyrir sér hvaða með- höndlun sendingin hans Gísla gæti hafa fengið. Hann segir að náms- gögn hafi verið póstlögð í New York 1. apríl en þar sem New York nær yfir afskaplega stórt og fjöl- mennt svæði eru þar margar póst- stöðvar og ekki ótrúlegt að það gætu hafa liðið 2-3 dagar þar til sendingin var komin á þann stað þar sem öllum pósti til íslands er safnað saman og komið um borð í Flugleiðavél. Við getum gefíð okkur að hún hafi borist til landsins að morgni skírdags, sem var 4. apríl, eða á föstudaginn langa og verið flokkuð á laugardeginum fyrir páska en þá var unnið í póstmið- stöðinni. Af því að hún var toll- skyld fer sendingin til tollsins sem þá hefði átt að hefjast handa þegar opnað var eftir páska þriðjudaginn 9. apríl. Ef við gefum okkur að tollafgreiðslu hafi lokið einhvern tíma á föstudeginum er ekið með sendinguna til Hafnarfjarðar um kvöldið og Gísli fær hana í hendur á mánudagsmorgni. Þetta er vissu- lega flókið ferli sem eitt lítið um- slag þarf að fara í gegn um og ekki til fyrirmyndar hversu langan tíma það tók þessu sinni. Því miður er það svo með póst frá Bandaríkj- unum að það virðist oft taka langan tíma að koma honum þaðan sem hann er póstlagður til New York en þaðan fer hann til Islands. Einn- ig kemur það fyrir að hann er send- ur til írlands í stað íslands og get- ur það tafið sendingar um nokkra daga. Það er gott að fá ábendingar um það ef að póstsendingar koma seint fram. Það er von mín að fyrr- nefnd töf hafi ekki komið sér mjög illa fyrir Gísla Jónsson og að næstu sendingar til hans fái hraðari með- ferð. Virðingarfyllst, HREFNA INGÓLFSDÓTTIR, blaðafulltrúi Pósts og síma. Bessastaðabyggðir Frá Jens í Kaldalóni: í MORGUNBLAÐINU núna 17. apríl kom einn merkilegasti pistill um þá yfirþyrmandi vitleysugerð sem svo úr öllum böndum gengur í mannlegu siðferði að með undrum talist getur. Þetta eru fréttir um endurreisn forsetasetursins Bessa- staða, sem áætlað sé að kosti 920 milljónir. Þarna stendur að hönnun- arkostnaður nemi 128 milljónum og eftirlitskostnaður 47,6 milljón- um, eða samtals 175,6 milljónum króna, eða sem nemur 16-17 fjög- urra herbergja íbúðum nýjum og fúllfrágengnum. Hvernig má þetta geta gerst. Þessar 920 milljónir gera í verðgildi sínu sem næst 92 fjögurra herbergja íbúðarhús spánný af nálinni. Þetta er svo hroðalegt athæfi þeirra sem málum ráða, að það er ekki útí bláinn að geta um þetta, fólkinu til fróðleiks. En um leið og þessi ósköp ganga yfir, eru bornir út á gaddinn um hávetur af lög- regluyfirvöldum tvær blásnauðar og fátækar fjölskyldur, fyrirskipað af sömu yfirvöldum og þeim, að miklu leyti sem þessum Bessastaða- milljónahundruðum moka útá gadd- inn engum til gagns og þvísíður sóma, og væri nokkuð syndumspillt- ari gerð að segja þessum þjóðarhetj- um okkar til syndanna, og láta þá annaðhvort hirða pokann sinn, eða sem meira mætti vera, athuga svo- lítið betur sinn gang í því sem þeim er trúað fýrir. En hvað kemur svo í Tímanum daginn fyrir þessa ágætu morgun- blaðsgloríu: Ekkert annað en að á hveijum einasta klukkutíma allt árið um kring séu greiddar 1,4 milljónir króna í vexti af erlendum skuldum sem gerir 23,333 kr. á hverri einustu mínútu allt árið um kring, því það er drjúgt sem klukk- an tifar, eða á sl ári að greiddar voru 12,4 milljarðar í vexti af er- lendum skuldum. Ja, þvílíkt og ann- að eins. Ég tala ekki um þetta af því ekki sé sálfsagt að hressa upp á Bessastaði, heldur af því að þarna er svo stjórnlaust og vitlaust farið með ijármuni þjóðarinnar, að engu tali tekur, eins og að nær 176 millj- ónir fari í eftirlits- og hönnunar- kostnað á uppbyggingu eins sveita- býlis. En 10. apríi kom fyrsti þröstur- inn hér í hlaðið kl. 7 um morgun- inn, hann var með smámiða í goggnum sem hann skildi þar eftir og á stóð: Nú leggst vorið vel í vin, mikið er það gaman. Þegar Þrasta vina kyn, veifar vængjum saman. (Jens í Kaldalóni) JENS GUÐMUNDSSON, Kaldalóni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.