Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
FULLTRÚAR félganna sem fengu styrki, ásamt framkvstj. Skinnaiðnaðar. F.v. Gunnar Hallsson, frá
Nökkva, Árni Jóhannsson, KA, Helgi Indriðason, Þór, Bjarni Jónasson, framkvæmdasljóri Skinnaiðnað-
ar hf., Ari Friðfinnsson, Skákfélagi Akureyrar og Gunnar Frímannsson, frá Tónlistarskólanum.
TÓNLISTARSKÓLINN
Á AKUREYRI
Auglýsing um styrki til
tónlistarnáms úr Minningarsjóði
Þorgerðar Eiríksdóttur
Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri, sem lokiö hafa
brottfararprófi frá skólanum og hyggja á háskólanám í
tónlist eöa hafa þegar hafiö þaö, eiga rétt á aö sækja
um styrk úr Minningarsjóði Þorgeröar Eiríksdóttur.
Umsóknarfrestur er til 15. maí og þurfa umsækjendur
aö greina frá námsferli og námsáformum í umsókn
sinni. Umsóknir skulu sendar til undirritaös.
Skólastjóri
Tóniistarskótans á Akureyri.
Skinnaiðnaður hf.
Fimm félög
fengu styrki
HJÁ Skinnaiðnaði hf. var tekin upp
sú nýbreytni á síðasta ári að veita
sérstaka styrki til íþrótta- og menn-
ingarmála. Ætlunin er að slík úthlut-
un fari fram árlega, eins og segir í
fréttabréfi félagsins.
í vikunni fengu fimm aðilar úthiut-
að styrkjum, samtals að fjárhæð 500
þúsund krónur en alls bárust 16
umsóknir um styrki. Styrkþegar að
þessu sinni eru: Nökkvi, félag sigl-
ingamanna, kr. 60 þúsund til kaupa
á kajak tii kennslu, Skákfélag Akur-
eyrar, kr. 40 þúsund til styrktar
ungum skákmönnum til að sækja
mót utan heimabyggðar, Handknatt-
leiksdeild Þórs og Knattspyrnudeild
KA, kr. 150 þúsund hvor deild til
unglingastarfs og Tónlistarskólinn á
Akureyri kr. 100 þúsund vegna utan-
landsferðar nemendahljómsveita
skólans á 50. starfsári hans.
Félag eyfirskra nautgripabænda
Lítill áhugi á
innfiutningi nýs
mj ólkurkúakyns
Arnarneshreppi. Morgunblaðið.
Á AÐALFUNDI Félags eyfirskra
nautgripabænda í fyrrakvöld kom
fram fremur lítill áhugi á inn-
flutningi.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flutti Jón Viðar Jónmunds-
son nautgriparæktarráðunautur
Bændasamtaka íslands ítarlegt
erindi um kosti og galla á inn-
flutningi nýs kúakyns. Kynnti
hann niðurstöður samanburðartil-
raunar í Færeyjum og ræddi al-
mennt um flutning kynja landa á
milli. Sérfræðingar á þessu sviði
telja að ávinningur þurfi að vera
um 15-20% til að réttlæta svo
viðamikla breytingu á kúastofni
landsins.
Fundamenn með
efasemdir
Fundarmenn létu í ljós efa-
semdir og vildu fá meira að vita
um væntanlega þörf á breytingum
á innréttingum fjósa. Þeir efast
um að færeyska tilraunin hafi
sýnt svo mikla yfirburði að
ástæða sé til að stefna á innflutn-
ing. Jón Viðar lagði áherslu á að
fyrst og fremst hafi norskar kýr
yfirburði í mjöltun, júgur- og spe-
nagerð og júgurheilbrigði. Nú er
verið að vinna að sameiginlegum
rauðum kúastofni á hinum Norð-
urlöndunum og geta íslendingar
notið ávinnings þeirrar samvinnu.
Eyfirskir kúabændur telja að
ákvörðun þurfi að taka fljótlega
en ef marka má álit manna á
þessum fjölmenna fundi efast
flestir um kosti innflutnings.
Vísna-
söngur á
Pollinum
NORRÆNIR vísnadagar
standa nú yfir og munu
trúbadorarnir Pia Raug frá
Danmörku og Jan-Olof And-
erson frá Svíþjóð halda tón-
leikar á veitingahúsinu Við
Pollinn annað kvöld, fimmtu-
dagskvöldið 2. maí, kl. 22.
Bæði eru þau í fremstu röð
vísnasöngvara í sínum
heimalöndum. Norræna fé-
lagið á Akureyri stendur að
tónleikunum og er aðgangs-
eyrir 500 krónur.
RA^VÍS
ALHLIÐA OG ÓHÆAÐ
FERÐASKRIFSTOFA
ALGARVE
50% barna- og unglingaafsláttur 2—16 ára
Dagflug Brottfarir - KEF kl. 12.00 alla mánudaga frá 03.06.
Flogið með öruggum Airbus A320 vélum CITYJET/VIRGIN ATLANTIC.
Verðdæmi - íbúð Júní/sept. Júlí/ágúst
Club Prala Da Rocha eöa Club Albufeira 1 vika 2 vikur 1 vika 2 vikur
2 fullorðnír og 2 börn 34.382 42.482 37.978 46.078
2 fullorðnir og 1 barn 42.788 53.488 46.502 57.202
1 fulloröinn og 2 börn 34.483 45.183 37.453 48.153
1 fuliorðinn og 1 barn 42.686 58.736 46.028 62.078
2 fullorðnir 51.094 67.094 55.550 71.550
Meö flugvaliasköttum, staðgreitt á mann í ibúð meö einu svefnherbergi, akstur til og frá flugvelli ytra. fararstjórn.
**** Hótel Jupiter Júní/sept. Júlí/ágúst
1. vika Aukavika 1 vika Aukavika
59.909 28.119 62.587 30.797
***** Hótel Montechoro Júní/sept. Júií/ágúst
1 vika Aukavika 1 vika Aukavika
65.265 31.065 73.835 38.831
Meö flugvallasköttum, staögreitt á mann i tveggja manna herbergi akstur til og frá flugvelli ytra, og fararstjórn. 50% afsláttur gildir fyrir börn 2 —16 ára.
Sumargjöf fjölskyldunnar
1 vika kr. 28.900 2 vikur kr. 37.000*
3. og 10. júní 1996.
•Staðgreitt miöaö viö 4 í ibúð i elna viku. Innifaliö eru ferðir til og frá fiugvelli og fararstjórn.
Flugv.skattar — fullorönir kr. 2.600. Flugv.skattar — börn kr. 1.930. Flugv.skattar — ungabörn kr. 400. Börn til 2ja ára kr. 7.000. Fortallagjald kr. 1.200. Takmarkaö saetaframboö.
Vínarborg kr. 34.800.
Laugardaga fráls. júní tíl 17. áqúst 1996.
Laugardaga frá T5. júní til 17. ágúst
Verð meö flugvallasköttum, skv. gengi 29/4/96. Brottför: Laugardaga frá og með 15. júnl ttl 17. ágúst.
Dvalartími: Hámarktil 17. ágúst. Brottför: Keflavik kl. 22.55. Koma: Ketlavík kl. 22.05.
A L H L I Ð A
RA^VÍS
O G OHAÐ FERÐASKRIFSTOFA
Hamraborg 10 200 Kópavogi S. 564 1522 F. 564 1707. —^ w ■
Afgreiðslutími: Mán.-Föst. 08-20. Laug.-sun. 10-16. R/Vi lf IS