Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Bróðir okkar, SIGURÐUR ADOLFSSON, Þórufelli 16, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 3. maí kl. 15.00. Evelyn Adolfsdóttir, Hörður Adolfsson, Karl Adolfsson, Valgerður Adolfsdóttir, Sveinbjörg Georgsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS JÓNSSON kennari Jaðarsbraut 37, Akranesi, lést 24. apríl síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudaginn 3. maí kl 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pernille G. Bremnes, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hraunbæ 103, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. maí kl. 13.30. Þórður Elfasson. Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁSMUNDUR EINAR SIGURÐSSON sérleyfishafi, frá Efstadal i Laugardal, Hrafnistu, Reykjavík, sem andaðist aðfaranótt 23. apríl sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 15.00. Elsa Björk Ásmunsdóttir, Þorsteinn S. Ásmundsson, barnabörn og systkini hins látna. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR DANÍELSDÓTTUR, Grundargerði 31. Ingibjörg Sigurðardóttir, Una Sigurðardóttir, Leifur Eiriksson, Margrét Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Hulda Vídal, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát ög útför ástkærs eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, Óskars PÉTURS EINARSSONAR, Austurvegi 12, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Guðjörg R. Jónsdóttir, Reynir Pétursson, Margrét J. Pétursdóttir, Þorgeir J. Pétursson, Guðbjörg Þorláksdóttir, Gunnar P. Pétursson, Halla H. Birgisdóttir, Dagný R. Pétursdóttir, Guðmundur Fr. Jóhannsson, afabörn og langafabörn. KRISTJANA FRIÐJÓNSDÓTTIR + Kristjana Friðjónsdóttir fæddist í Langhúsum í Fljótshlíð 25. júlí 1914. Hún lést á Borgarspítalanum 13. októ- ber síðastliðinn. Kristjana var þriðja í röðinni af sjö börnum þeirra Friðjóns Vigfússonar bónda þar og konu hans Olínu Margrétar Jónsdóttur. Kristana giftist Einari Bjamasyni skipstjóra 1937. Þau eignuðust tvö böm, Hjalta, f. 1938, og Margréti, f. 1942. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Einar Kristján Hermannsson. Útför Kristjönu fór fram í kyrrþey. Þó nokkuð sé um liðið þá langar mig til þess að minnast Kristjönu Friðjónsdóttur, móðursystur minnar, nokkrum orðum. Kristjana fæddist í Langhúsum í Fljótum 1914 en 1931 flyst fjöl- skyldan, nema móðir mín sem ólst upp annars staðar, til síldarbæjarins Siglufjarðar þar sem þau bjuggu lengst af síðan. Kristjana og systur hennar lærðu snemma handtökin við síldarvinnsluna og voru alla tíð liðtækar þar sem unnið var að síld. Kristjana stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi og lauk þaðan prófi. Á Siglufirði kynntist Kristjana manni sínum, Einari Bjarnasyni skipstjóra. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði, áttu fallegt heimili þar sem alltaf var jafn snyrtilegt. Þar var gaman að koma og njóta ein- lægrar gestrisni þeirra. Einar lést 1994. Ég varð snemma vör við að Krist- jana hafði næman skiling á erfið- leikum og erfiðum aðstæðum hjá fólki. Hún skoraðist ekki undan að hjálpa þegar veikindi og aðrir erfið- Crfisdrykkjur Vcltlngohú/id Gflpi-mn Sími 555-4477 ERFI DKYKKJÍ II Látið okkur annast erfidrykkj una. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HOTEL LÖFTLEIÖIR leikar voru, t.d. í fjölskyldum systk- ina hennar, og hún miklaðist aldrei af því að hafa hjálpað fólki og ætl- aðist ekki til neins í staðinn. Það lýsir Kristjönu kannski vel að hún spurði ekki eins og flestir: Hvað geta aðrir gert fyrir mig? Heldur spurði hún sig: Hvað get ég gert fyrir aðra? Ég og foreldrar mínir nutum góðs af þessu. Þegar ég var barn og foreldrara mínir höfðu tækifæri til að ferðast til útlanda að sumarlagi þá buðu þau Einar og Kristjana mér að dveljast hjá þeim á meðan. Frá þessari dvöl er margs góðs að minnast, betja- ferða í nágrenni Hafnarfjarðar, ferðar á sólskinsdegi í Hellisgerði, heimsóknir í Karmelklaustrið og síðast en ekki síst gaf Sjana, eins og hún var oft kölluð, sér tíma til að tala við börn og unglinga og gat sett sig í þeirra spor og talað við þá eins og jafningja. Ég segi að hún hafi gefið sér tíma til þess vegna þess að það var mikið að gera á heimilunum á þessum árum þegar sjálfvirku heimilstækin, sem eru svo algeng í dag, voru ekki komin til sögunnar. Kristjana var alla tíð í miklu sam- bandi við foreldra sína, afa minn og ömmu, eins og systkinin reyndar öll. Þegar þau voru orðin öldruð og lasin aðstoðaði Kristjana þau af skyldurækni og ósérhlífni, en þó með því að virða sjálfsákvörðunar- rétt þeirra að fullu. Amma dó 1967, en afi lifði til 1981. Hann var mjög sjóndapur síðustu árin sem hann lifði, en Kristjana gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að gera honum lífið bærilegra eins og hin systkinin reyndar líka. Seinna meira, þegar barnabörn komu til sögunnar í fjölskyldu Ein- ars og Kristjönu, stóð heimili Ein- ars og hennar þeim ávallt opið. Þegar ég heimsótti Kristjönu á sjúkrahúsið, þar sem hún lá síðustu ævidagana, var hún sárþjáð, þó hlý og æðrulaus eins og hún hafði allt- af verið. Með þakklæti bið ég guð að blessa minningu góðrar konu. Margrét Sigurmundsdóttir. MARGRET JÓHANNSDÓTTIR ■+■ Margrét Jóhannsdóttir ■ fæddist á Eyrarbakka 29. desember 1918. Hún lést á Landspítalanum 10. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 18. apríl. í minningargreinum um Margréti á blaðsíðu 46 í Morg- unblaðinu 18. apríl var rang- lega farið með fæðingarár eig- inmanns hennar, Halldórs Ein- arssonar. Hann var fæddur 6. 12. 1913 og lést 15.12. 1981. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Elsku amma. Ég vildi aldrei hugsa til þess dags þegar þú færir frá okkur. Nú er hann runninn upp. En ég veit að þú ert ekki horfin. Þú lifir í verk- um þínum og hugum okkar sem eigum minningarnar. Ég man þegar þú, fyrir mörgum árum, þurftir að dvelja á spítalanum í rannsóknum. Ég hjólaði til þín frá ísaksskóla.og hugsaði alla ieiðina: Skyldi hún muna eftir að standa við gluggann? Á hveijum degi þeg- ar ég beygði upp tijágöngin, full eftirvæntingar, þá stóðst þú við gluggann og veifaðir, og fylltir hjarta lítillar stelpu af gleði. Þannig sýndir þú í verki, eins og alltaf, að þér þætti vænt um mig og mótaðir mig, eins og þú mótaðir okkur öll sem nutum þín. Skilningur þinn á þörfum okkar barnanna og þolinmæðin gagnvart öllum okkar brekum var sérstakur. Þú brást aldrei. Haukur litli bróðir skilur ekki alveg hversu langt þú ert farin. Það er erfitt að útskýra fyrir honum að þú sért samt svo nærri okkur. Lítill drengur lófa strýkur, létt um vota móður kinn, -augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt, yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann -lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást frá öðrum heimi yfir beð hins iitla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Ég leita skjóls í fallegri minningu um þig, sem mun lifa með mér alla ævi. Margrét Hilmisdóttir. Opið kl. 13-18 alla virka daga og laugardaga kl. 13-17. Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.