Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 1
98. TBL. 84. ARG. Hitamet slegið 1995 Genf. Reuter. ÁRIÐ 1995 var heitasta árið frá því að marktækar mæl- ingar hófust, samkvæmt skýrslu sem Alþjóðaveður- fræðistofnunin í Genf gaf út í gær. Stofnunin, sem rekin er af Sameinuðu þjóðunum, safnar upplýsingum frá tug- um veðurathugunarstöðva um allan heim. Ekki hefur mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust 1861. Nokkrar undantekningar eru þó tilgreindar í skýrsl- unni. Snjómagn var í meðal- lagi eða yfir meðallagi á norðurhveli jarðar og á Grænlandi og hluta Kyrra- hafs mældist hitastig lægra en í meðalári. Peter Scholfield, yfirmað- ur Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar, sagði ónákvæmni í mælingum frá síðustu öld, þegar loftslag hlýnaði einnig, gera að verkum að erfitt væri að meta nákvæmlega hversu miklar sveiflur væru eðlilegar. Hann sagði þó eng- an vafa leika á því að loftslag færi hlýnandi í heiminum en erfitt væri að meta að hve miklu leyti mætti rekja það til náttúrulegra þátta og að hversu miklu leyti breyting- arnar væru af manna völdum. Vopnahlé rofið í Suður- Líbanon Magayoun. Reuter. SKÆRULIÐAR vörpuðu í gær sprengjum á hernaðarmannvirki í Suður-Líbanon og er það fyrsta árás- in sem gerð er frá því að_ ísraelar létu af árásum á Líbanon. Árásirnar voru gerðar á Sojoud og al-Ghizlan stöðvar Suður-líbanska hersins fyrir norðan Marjayoun. Þeim var svarað en engar fréttir hafa borist um mannfall. Hizbollah neitar ábyrgð Stöðvarnar eru á fjallasvæði sem Hizbollah-skæruliðar hafa margoft skotið frá þegar þeir hafa gert árás- ir á svæði ísraela. Talsmaður Hiz- bollah kvaðst hins vegar í gær ekki hafa neina vitneskju um að samtök- in hefðu staðið að árásum. Vopnahléð sem komið var á fyrir tilstilli Bandaríkjamanna 27. apríi sl. og batt endi á leifturárásir ísra- ela kveður ekki á um að skæruliðar verði að hætta árásum sínum á ísra- eli og Suður-líbanska herinn. Yfir 200 manns létust í leifturárásunum, flestir óbreyttir borgarar. Aðgerðir Israela komu hins vegar ekki í veg fyrir árásir Hizbollah á norðurhluta ísraels. Engir ísraelar hafa látist í þeim árásunum. 88 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín fer lík- lega til Grosní Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA fréttastofan Interfax skýrði frá því í gær að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, færi líklega til Grosní, höfuðstaðar Tsjetsjníju, í maímánuði. Það yrði fyrsta ferð for- setans til héraðsins frá því hann sendi hersveitir þangað til að kveða niður uppreisn aðskilnaðarsinna fyr- ir 16 mánuðum. Interfax hafði eftir Doku Zavgajev, sem fer fyrir stjórninni í Grosní, að Jeltsín hefði rætt þá hug- mynd að hann færi til Grosní í maí á fundi með embættismönnum í Moskvu. Jeltsín hefur sagt að hann verði að binda enda á átökin í Tsjetsjníju, sem hafa kostað 30.000 manns lífið, til að auka sigurlíkur sínar í forseta- kosningunum 16. júní. Haft var eft- ir aðstoðarmönnum hans nýlega að forsetinn gæti styrkt stöðu sína fyr- ir kosningarnar með því að fara til Tsjetsjníju. Oryggisviðbúnaður aukinn Jéltsín ræddi í gær við æðstu yfir- menn öryggissveita Rússlands og fyrirskipaði þeim að herða öryggis- viðbúnaðinn í Moskvu og fleiri stöð- um í Rússlandi vegna hugsanlegra árása Tsjetsjena í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Talsmaður Jeltsíns sagði forsetann óttast að tsjetsjensk- ir „glæpamenn" kynnu að reyna að hefna Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, sem beið bana í flugskeytaárás Rússa 21. apríl. ■ Tæpan helming/21 Útflutningsbanni aflétt? Lúxemborg. Reuter. RAÐHERRAR landbúnaðarmála innan Evrópusambandsins gáfu í gær, að loknum tveggja daga fundi, í skyn að þeir væru reiðubúnir að aflétta útflutningsbanni á breskar nautgripaafurðir í áföngum. Embættismaður sagði ráðherrana hafa verið sammála um að til greina kæmi að aflétta banninu en að það krefðist þess að Bretar gripu til víð- tækari ráðstafanir til að útrýma kúariðu. „Bretar eru á réttri leið til að fá banninu aflétt," sagði Ivan Yates, landbúnaðaráðherra írlands, en tók jafnframt fram að það myndi ekki gerast með hótunum um málsókn og pólitískum yfirlýsingum. Bannið var sett á þann 27. mars í kjölfar þess að breska stjórnin greindi frá því að ekki væri hægt að útiloka að kúariða í nautgripum tengdist heilarýrnunarsjúkdómnum Creutzfeld-Jakob í mönnum. Reuter VERKAMENN unnu í gær hörðum höndum við að skreyta Rauða torgið í Moskvu vegna hátíðarhalda í dag 1. maí og 9. maí þegar minnst er loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Reuter ÞÚSUNDIR manna fylgdu í gær þeim 102 til grafar sem létu lífið í árásum ísraela á Qana-flóttamannabúðirnar 18. apríl sl. Varabensínforði seldur Olíuverð lækkar London. Reuter. OLÍUVERÐ snarlækkaði í gær í kjölfar þeirrar ákvörðunar Bills Clintons forseta að hefla sölu á varabensínforða Bandaríkjanna til þess að vega gegn verðhækkun á bensíni að undanförnu. Fatið af viðmiðunarolíu úr Norð- ursjó til afhendingar í júní seldist á 19 dollara í gær. Verðið var 19,04 dollarar við lokun og var fatið því 83 sentum ódýrara en deginum áður. Verð á bensíni á olíumarkaði í New York lækkaði í gær en það hafði hækkað um 50% frá í febrúar. Sérfræðingum þykir líklegt, að á samningafundum í næstu viku tak- ist samkomulag milli fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna og stjórnvalda í írak um takmarkaðan olíuútflutn- ing frá írak til að fjármagna kaup á lyfjum, matvælum og öðrum nauðsynjum. Við það ykist framboð á heims- markaði nær strax um 700.000 tunnur á dag og hefði talsverð áhrif til lækkunar olíuverðs. Ekki náðist samkomulag um fjarskiptasamning Viðræðum haldið áfram Genf. Reuter. SAMKOMULAG náðist í gær um að halda áfram viðræðum um sam- komulag um nýja skipan ijarskipta- mála í heiminum til 15. febrúar á næsta ári. Upprunalegur frestur til að ná samkomulagi rann út á mið- nætti í gær en Bandaríkjastjórn sætti sig ekki við þann árangur, sem þá hafði náðst. Þegar þessi afstaða Bandaríkja- stjórnar lá fyrir áttu viðskiptafulltrú- ar 53 ríkja fund í höfuðstöðvum Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) og lagði Evrópusambandið (ESB) þar til að fresturinn yrði fram- lengdur til næsta árs. Áfram er þó stefnt að því að samkomulagið taki gildi þann 1. janúar 1998. Bandaríkin gagnrýnd Leon Brittan, sem fer með við- skiptamái í framkvæmdastjórn ESB, sagði sambandið hafa verið reiðu- búið að ganga frá samkomulaginu í gær og gaf í skyn að yfirvofandi forsetakosningar í Bandaríkjunum væru ástæða þess, að Bandaríkja- menn hefðu verið tregir til að gera slíkt hið sama. Brittan sagði Evrópusambandið hafa samþykkt að framlengja við- ræðurnar þar sem að Bandaríkja- stjórn taldi tilboð annarra ríkja, aðal- lega ríkja í Asíu, ganga of skammt. Nefndu Bandaríkjamenn sérstak- lega að Malaysía og Indónesía hefðu engum tilboðum skilað. „Við hörm- um og fordæmum þá niðurstöðu sem Bandaríkjamenn komust að,“ sagði Brittan og fulltrúar margra annarra ríkja tóku í sama streng. Reuter GEOFFREY Lang, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn eftir fundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.