Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 35
34 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 35 4 pJiirgmjiMaMí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJARABÆTUR MEÐ SAMVINNU OG FRUMKVÆÐI TTIYRSTI dagur maímánaðar hefur um áratugaskeið verið i/ baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur þó orðið óljósara með árunum við hvaða andstæðing baráttan er háð. Verkföll og vinnudeilur, sem fyrir nokkrum árum voru tíðari á íslandi en víðast hvar á Vesturlöndum, skiluðu launa- fólki litlu. Verkalýðshreyfingin brenndi sig á kröfum um launa- hækkanir, sem ekki var innistæða fyrir hjá fyrirtækjunum og leiddu til óðaverðbólgu. Þjóðarsáttin, sem ríkt hefur á stórum hluta vinnumarkaðarins á undanförnum árum, er til merkis um að verkalýðshreyfing og vinnuveitendur hafi áttað sig á fyrri mistökum og gengið til samstarfs, sem hefur skilað þjóðar- búinu miklu. Eigi að vera hægt að tryggja lífskjör á íslandi til framtíðar þarf ekki sízt að auka samkeppni og tryggja vöxt einkageir- ans, þar sem nýting fjármuna er betri og hærri laun greidd en í opinbera geiranum. Þeir forystumenn stéttarfélaga, sem leggjast gegn þessari þróun, eru ekki að hugsa um hag félags- manna sinna til lengri tíma, heldur um þrönga skammtímahags- muni. Óarðbær ríkisfyrirtæki eiga enga möguleika á að stand- ast sívaxandi alþjóðlega samkeppni. Sveigjanleiki á vinnumarkaðnum er sömuleiðis nauðsynlegur í auknum mæli. Menn eiga ekki alltaf við það sama, er rætt er um sveigjanleika. Fyrir sumum snýst sveigjanleiki um að geta rekið og ráðið starfsmenn án erfiðra skuldbindinga, fyrir öðrum um það að sérhver starfsmaður hafi góða menntun og þjálfun, geti unnið fleiri en eitt starf og eigi þannig betri möguleika á vinnumarkaðnum. Eitt helzta baráttumál verka- lýðshreyfingarinnar hlýtur að vera bætt starfsmenntun, ásamt endurhæfingu fyrir þá, sem misst hafa vinnuna. Sveigjanleiki getur líka þýtt sveigjanlegan vinnutíma, hlutastörf og fjar- vinnslu. Eitt mikilvægasta og augljósasta samvinnuverkefni verka- lýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnvalda er aukin fram- léiðni í íslenzkum fyrirtækjum. Alþjóðlegur samanburður sýn- ir að hún er minni en í mörgum samkeppnislöndum okkar. Þetta gerir samkeppnisstöðu fyrirtækjanna erfiðari og stuðlar um leið að því, að Islendingar vinna mun lengri vinnutíma en nágrannaþjóðirnar. Með aukinni framleiðni og sömu launum fyrir styttri vinnutíma má með sanni segja að lífsgæði, í víðum skilningi, aukist. Verkalýðshreyfingin getur sömuleiðis átt frumkvæði að hagræðingu í fyrirtækjum og samið um að fá hlutdeild í þeim hagnaði, sem þannig verður til. Verkalýðshreyfingin þarf að þekkja sinn vitjunartíma. Hún verður að geta brugðizt við þróuninni og sýnt frumkvæði að þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru til að tryggja batn- andi hag íslenzkra launþega. Morgunblaðið óskar launþegum og samtökum þeirra til hamingju með daginn. FÓLKÍ ATVINNULEIT ENGUM vafa er undirorpið að starf það sem unnið er á vegum Miðstöðvar fólks í atvinnuleit er þarft. Fjölmarg- ir leita'þangað dag hvern og í marsmánuði sóttu tæplega 130 manns miðstöðina heim vikulega. Því var það heldur dapurlegt að sjá í fréttafrásögn af starfseminni hér í blaðinu í gær, að hún býr við þröngan kost fjárhagslega og takmarkaðan skiln- ing stéttarfélaga, en einungis nokkur þeirra hafa lagt starfsem- inni lið með 10 þúsund króna mánaðarlegum greiðslum. Reykjavíkurborg hefur sýnt málefnum atvinnulausra jog starfsemi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit umtalsverðan skilning, því borgin greiðir húsaleigu fyrir miðstöðina og veitir 700 þúsund króna styrk til starfsins á þessu ári. Þýðing þess fyrir atvinnulausa og þá ekki síst þá, sem lengi hafa verið án atvinnu, að eiga sér samastað sem þennan, þar sem þeir hitta aðra sem líkt er ástatt um, lesa dagblöð, sækja námskeið og ráðgjöf, er örugglega mikil. Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, lýsir því svo í Morgunblað- inu í gær: „Við höfum greint mikinn mun á fólki sem hefur komið hingað eftir margra ára atvinnuleysi og unnið í Smiðj- unni og séð hvað það hressist við. Margir hefjast handa við atvinnuumsóknir, eins og þeir vakni til lífsins. Fólk án atvinnu einangrast mjög fljótt.“ Að vera án atvinnu misserum eða jafnvel árum saman, er mikið böl. Að takast á við það böl í andlegri og félagslegri einangrun er enn verra og því ber að hlú að starfsemi sem þessari. INNLENDUM VETTVANGI FINNLAND er það eina af EFTA-ríkjunum þremur, sem gengu í Evrópusam- bandið í upphafi síðasta árs, þar sem meirihluti landsmanna er hæstánægður með aðildina. Jafn- framt hafa finnsk stjórnvöld verið virkari innan sambandsins og virðast hafa færri efasemdir um aukið sam- starf Evrópuríkjanna en t.d. stjórn- völd í hinum norrænu ESB-ríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Efnahagsleg áhrif ESB-aðildar eiga án efa sinn þátt í skýringunni á ánægju finnsks almennings með veruna í Evrópusambandinu. Stuðn- ingsmenn aðildar háðu kosningabar- áttuna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una árið 1994 einkum með efnahags- legum rökum, sem voru ekki sízt áhrifarík vegna efnahagskreppunn- ar, sem þá ríkti í landinu. Þáverandi ríkisstjórn hét því að verð matvæla myndi lækka um 12-14%, hægja myndi á verðbólgu og að fjárfesting- ar í landinu myndu aukast. Loforðin gengu eftir Pirkko Lammi, hagfræðingur Samtaka iðn- og atvinnurekenda í Finnlandi, segir að loforðin hafi að mestu leyti gengið eftir. Lækkun matvælaverðs hafi að vísu ekki orðið nema 10-12%, en það sé nægilega mikið til þess að almenningi finnist að staðið hafí verið við það, sem lof- að var. Hún segir að síðastliðið haust hafi jafnframt komið fram í könnun meðal fyrirtækja að fjárfesting í iðn- aði hafi aukizt um 42% árið eftir að ESB-aðild var samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Jafnt allur almenn- ingur sem fyrirtækin í landinu hafa verið ánægð með ESB-aðildina. Ekki kannski hamingjusöm, en ánægð,“ segir Lammi. Peter J. Boldt, hag- fræðingur Finnska alþýðusambands- ins, tekur í sama streng og segist sannfærður um að aðildin að Evrópu- sambandinu hafi bætt kjör launa- fólks. Öryggismál voru ekki rædd mikið í kosningabaráttunni 1994, enda hafði Finnland ekki þá, frekar en nú, áform um að gerast aðili að vestrænu varnarsamstarfi. Engu að síður kem- ur flestum saman um að helzta orsök þess að Finnar greiddu aðild atkvæði sitt, hafi verið sú öryggistilfinning, sem fylgir aðild að Evrópusamband- inu. Þetta hefur síðan komið skýrar fram eftir að aðild varð að veruleika. Finnar telja að Rússland geti nú ekki lengur komið fram við Finnland sem lítið, einangrað ríki. Landamæri Finnlands og Rússlands eru um leið landamæri Evrópusambandsins og ef Rússar abbast upp á Finna, eru þeir um leið að troða hinum öflugu NATO-ríkjum vestar í álfunni um tær. Sterkari sjálfsímynd vestræns lýðræðisríkis í Austurríki, Svíþjóð og Noregi héldu andstæðingar ESB-aðildar því gjarnan fram að með ESB-aðild myndu þjóðirnar glata fullveldi sínu, HVAÐA augum líta finnsk stjórn- völd Norðurlandasamstarfið, nú þegar Finnar beina kröftum sínum að því að tryggja stöðu sína í Evr- ópu? Sljórnmálamenn lýsa þvi auð- vitað yfir að viljinn til þátttöku í norrænu samstarfi sé áfram óbreyttur. Menn viðurkenna hins vegar að tíma og mannskap skorti til að sinna hvoru tveggjajafnvel. „Þróunin er í tvær áttir,“ segir Peter Stenlund, yfirmaður Norðurlandaskrifstofu finnska ut- anríkisráðuneytisins. „Annars veg- ar má segja að tímaskortur sé vandamál. Sömu lykilpprsónur þurfa að sinna Evrópu- og Norður- landasamstarfinu og fundahöld í ESB taka mikinn tíma. Þetta leiðir til þess að minni tími er til að koma saman í hópi Norðurlandanna. FINNLAND telur sjálfsímynd sína sem vestræns lýðræðisríkis hafa styrkzt við inngönguna í Evrópusambandið. Fyrirmyndar- Evrópuríkið Finnland Finnland er staðráðið í að vera fyrírmyndarríki innan Evrópusambands- ins, ekki sízt til þess að styrkja öryggi landsins og auka áhrif sín á finnsk hagsmunamál. Olafur Þ. Stephensen heimsótti Finnland í síðustu viku og fjallar hér um afstöðu Finna til ESB. DAGBJÖRT með Kóraninn og Rúna systir hennar í Tyrklandi haustið 1992. Utandagskrárumræða um forræðismál Sophiu Hansen Sendiherra ræði við æðstu embættismenn Þingmenn lýstu yfir vilja til að styðja Sophiu Hansen í baráttu hennar fyrir forræði dætra sinna í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að ákveðið hefði verið að senda sendiherra íslendinga í Tyrklandi til Ankara vegna málsins. sjálfsvitund og sérkennum. Jyrki Iivoinen, einn fremsti fræðimaður Finnlands á sviði alþjóðastjórnmála og ráðgjafi í varnarmálaráðuneytinu, segir að þessum röksemdum hafí lítt verið haldið á lofti í Finnlandi. Með ESB-aðild hafi sjálfsímynd finnsku þjóðarinnar þvert á móti orðið sterk- ari, í þeim skilningi að blæju hlutleys- isins, sem nauðsynlegt var á tímum kalda stríðsins, hafi nú verið svipt af mynd Finnlands sem vestræns lýðræðisríkis. „Undir niðri höfum við alltaf litið á Finnland sem vestrænt lýðræðisríki, en af ýmsum ástæðum lögðum við ekki mikla áherzlu á það í kalda stríðinu," segir Iivoinen. „Nú er það skjalfest, sem alltaf var þó raunin." Það, hversu finnsk stjórnvöld hafa gengið hreint til verks í samstarfinu við önnur aðildarríki Evrópusam- bandsins, hefur aflað Finnum mikilla vinsælda í Brussel. Þeir þykja hafa minni efasemdir en Danir og Svíar um áframhaldandi samrunaþróun innan sambandsins og hafa lítt Hins vegar er ekki ástæða til að halda norræna fundi fundanna vegna ef hægt er að ná sama ár- angri hvað innihaldið varðar, til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, með samstarfi við ESB, sem er stærri hópur. Hvorki Sví- þjóð né Finnland hafa þó útilokað að Norðurlöndin liafi sameiginlegt frumkvæði þegar þess er þörf eða þegar Evrópusambandið hefur óskýra afstöðu." þvælzt fyrir ákvarðanatöku. Við- mælendur Morgunblaðsins segja tvær ástæður fyrir þessum mun á Finnlandi og hinum Norðurlöndun- um. Önnur er einfaldlega menning- armunur. Finnar líta hvorki jafnstórt á sig og t.d. Svíar né eru þeir haldn- ir sömu þörf fyrir að ræða málin nánast til eilífðarnóns. Kreddulaus þjóð „Finnar eru ákaflega kreddulaust fólk,“ segirPirkko Lammi. „Stundum kvarta menn yfir að það séu of litlar umræður í þessu landi. En staðreynd- in er að ef við ákveðum eitthvað, þá framkvæmum við það. Umræður eru ekki okkar sterka hlið.“ „Svíar eru auðvitað haldnir stór- veldisduld, sem Finnar þjást ekki af,“ segir Risto Penttilá, þingmaður og formaður nýs frjálslynds flokks, Ungfinnanna. „Svíum finnst afar erfitt að kyngja nokkru, sem þeir hafa ekki stungið upp á sjálfir. Lyk- illinn að ESB-aðild Svíþjóðar átti að verða sá að Svíar myndu „svívæða" Stenlund segir að norrænu ESB- ríkin geti fengið Evrópusambandið til að fallast á norræn sjónarmið, sem gefi þeim aukið vægi innan Sameinuðu þjóðanna. Hann viður- kennir hins vegar að það sé vanda- mál fyrir ísland og Noreg, sem standa utan ESB, að hafa ekki fengið að taka með formlegum hætti þátt í málflutningi Evrópu- sambandsins, jafnvel þótt innihald- ið sé þeim sem norrænum rikjum Evrópu. í allri vináttu við Svía, tel ég að þetta sé þeirra vandamál. Finnar hafa hins vegar alltaf þurft að laga sig að aðstæðum og halda áfram að gera það.“ Fylgja straumnum til að styrkja öryggistenginguna Penttilá bendir á hina útskýring- una á raunsæisstefnu Finnlands, sem er sú að Finnar vilja þróa áfram öryggistengingu við Evrópusam- bandið, sem byggist fremur á hug- lægum og pólitjskum þáttum en á því að ganga beinlínis í varnar- bandalag við önnur Evrópuríki. Finnar vilja þannig rótfesta sig í samfélagi Evrópuríkja með því að verða fyrirmyndar-Evrópuríkið. „Finnar ætla að fylgja straumnum. Þeir munu ekki verða róttækir fram- úrstefnumenn, en þeir munu heldur ekki dragast aftur úr,“ segir Pentt- ilá. „Þegar síðan mál koma upp, sem hafa mikla þýðingu fyrir finnska þjóðarhagsmuni, mun Finnland geta sagt: Við höfum verið til fyrirmynd- þóknanlegt. „Út frá sjónarmiði ESB þykja þau ríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, áhugaverðust um þessar mundir. Austur-Evrópuríkin hafa mikinn áhuga á að fá að tilheyra sama hópi. Evrópusambandið telur ekki mikilla breytinga að vænta í EFTA-ríkjunum. Noregur og ís- land eru ekki mjög spennandi út frá sjónarmiði ESB. Stóra verkefn- ið er að auka stöðugleika og frið ar í Evrópusamstarfinu. Við höfum staðið við okkar. Þetta mál er svo mikilvægt fyrir okkur, að þið verðið að hlusta á okkur.“ Ofuráherzlu Paavos Lipponens forsætisráðherra á að Finnland verði á meðal stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) ber að skoða í þessu ljósi. Ef einhver hætta er á að Evrópa skiptist í harð- an kjarna EMU-ríkja og jaðarsvæði þeirra, sem ekki eru í myntbandalag- inu, er Lipponen staðráðinn í að halda Finnlandi í kjarnanum. Pirkko Lammi segir að í ákefð sinni að uppfylla skilyrði Maastricht- sáttmálans fyrir þátttöku í EMU minni forsætisráðherrann og aðrir forystumenn ríkisstjórnarinnar nán- ast á skátahreyfingu. Hún segir hins vegar að Finnland eigi ágæta mögu- leika á að uppfylla skilyrðin í tæka tíð. Verðbólga sé lág, vextir álíka og í Þýzkalandi, skuldir hins opinbera rétt í kringum 60% af landsfram- leiðslu og fjárlagahallinn um 5%. Það er auðvitað síðastnefnda talan, sem verður erfiðust viðfangs, því að sam- kvæmt Maastricht má fjáriagahalli ekki vera meiri en 3% af landsfram- leiðslu. Hinn óvinsæli niðurskurður á atvinnuleysisbótum, sem nærri var búinn að sprengja stjórn Lipponens í síðustu viku, er þáttur í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að lækka fjár- ■lagahallann. Slíkur niðurskurður hefði auðvitað verið nauðsynlegur hvort sem var en EMU-áformin eru enn frekari hvati til að lækka ríkisút- gjöldin. Áhrif á atvinnuleysið valda vonbrigðum Þegar spurt er hvort það hljóti nú ekki að vera einhvetjar neikvæðar hliðar á aðild Finnlands að Evrópu- sambandinu, þrátt fyrir alla ánægj- una, fæst undantekningarlítið sama svar: Menn hafa orðið fyrir vonbrigð- um með að atvinnuleysið skyldi ekki minnka meira en raun varð á. At- vinnuleysi í landinu er enn á milli 16 og 17%. Það er umtalsvert hærra en meðaltalið í Evrópusambandsríkj- unum, sem er 11%. Það er því engin furða að Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, hafi hlotið eindreginn stuðning finnskra ráðamanna er hann kom i opinbera heimsókn til Helsinki í síðustu viku til að kynna hugmyndir sínar um „traustssátt- mála“ aðildarríkja ESB, vinnuveit- enda og verkalýðsfélaga, sem stefnt er gegn atvinnuleysinu. Peter Boldt segist hafa trú á að hægt sé að nota ESB-aðildina til að beijast gegn atvinnuleysi. Þótt póli- tískar yfirlýsingar um vilja til að leysa vandann nægi ekki, séu þær mikilvæg byijun og veiti auk þess stjórnvöldum í hvetju ríki fyrir sig hvatningu og aðhald. Þá sé hægt að samræma efnahags-, mennta- og rík- isútgjaldastefnu í þágu atvinnulífs- ins. Risto Penttila segist hins vegar hafa áhyggjur af þeirri stefnu, sem Evrópusamhandið hafi tekið hvað varðar miðstýringu og gamaldags velferðarstefnu. í Bandaríkjunum sé mönnum að takast að auka atvinnu, en hinar íhaldssömu félagsmála- lausnir Evrópuríkjanna virki ekki. Þetta verði Evrópuríkin að við- urkenna. „Ef straumurinn innan Evrópusainbandsins rennur í vitlausa átt, er auðvitað vandkvæðum bundið að fylgja straumnum að þessu leyti,“ segir Penttilá. í Evrópu og þrátt fyrir skærur í fiskveiðimálum eru ísland og Nor- egur ekki vandamál fyrir stöðug- leikann í Evrópu.“ Norðurlandasamstarfið var um áratugaskeið tenging Finnlands við samfélag lýðræðisríkjanna. Telur Stenlund að Evrópusam- bandið hafi nú tekið við því hlut- verki? „Innganga Finnlands í Norðurlandaráð á sjötta áratugn- um var gífurlega mikilvægt skref í þeirri stöðu, sem Finnland var þá í. Hún styrkti stöðu Finnlands á alþjóðavettvangi mjög mikið. Nú eru kringumstæðurnar aðrar, samrunaþróunin hefur haldið áfram og svarið við viðfangsefnum dagsins var að efla enn frekar al- þjóðlega stöðu Finnlands með inn- göngu í Evrópusambandið." TANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að fela Ólafi Egilssyni, sendiherra ís- lendinga í Tyrkland, að gera æðstu embættismönnum í Ank- ara í Tyrklandi grein fyrir því hve íslendingar líti þróun forræðismáls Sophiu Hansen í Tyrklandi alvarleg- um augum. Stefnt er að því að Ólafur haldi utan 11. maí næstkomandi. Upplýsingarnar komu fram í utandag- skrárumræðu að frumkvæði Margrét- ar Frímannsdóttur alþingismanns á Alþingi í gær. Margrét sagði að dætur Sophiu hefðu, 8 og 9 ára, farið með föður sínum í leyfi til Tyrklands 15. júní árið 1990. Að leyfinu loknu hefði fað- ir telpnanna hins vegar tilkynnt Sop- hiu að stúlkurnar kæmu ekki til henn- ar aftur. Frá þeim tíma hefði Sophia staðið í þrotlausri baráttu fyrir því að fá dætur sínar heim í samræmi við úrskurð íslenskra dómstóla um forræði hennar frá 10. apríl 1992. Sophia hefði síðast hitt dætur sínar 16. maí 1992. Á þeim fundi hefði komið fram að telpurnar sættu harð- ræði og hótunum á heimili föður síns. „Tyrkneskir dómstólar hafa vissu- lega úrskurðað að Sophia skuli hafa umgengnisrétt við dætur sínar á með- an réttað er í málinu enda verður það að teljast til lágmarks mannréttinda. Engu að síður hafa tyrknesk yfirvöld látið það viðgangast að þessi réttur móðurinnar hefur verið brotinn 63 sinnum síðan 1992,“ sagði Margrét og tók fram að forræðismálinu hefði verið vísað frá undirrétti til hæstarétt- ar og frá hæstarétti til undirréttar fram og til baka í öll þessi ár. „í fög- ur ár af sex, sem liðin eru frá því stúlkurnar voru numdar brott, hefur þessum tveimur ungu íslensku ríkis- borgurum verið meinað að sjá móður sína eða hafa samskipti við hana.“ Vakin athygli á grófum mannréttindabrotum Margrét tók fram að forræðismálið væri fordæmisgefandi og því biðu margir niðurstöður þess. Hún sagði að Hasíp Kaplan, lögfræðingur Sop- hiu, væri harðákveðinn í að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn tapaðist það í Tyrklandi. „Lögfræð- ingurinn telur að aðeins viðræður milli æðstu manna íslands og Tyrk- lands geti fært þetta mál til betri vegar. Hann telur að nauðsynlegt sé að íslensk stjórnvöld sendi tyrknesk- um yfirvöldum harðorð mótmæli vegna málsmeðferðarinnar og bendi á þau grófu mannréttindabrot sem framin hafa verið gagnvart Sophiu og dætrum hennar. Sérstaklega hvað varðar umgengnisréttinn. Að málið snúist um staðfestingu á íslenskum úrskurðum. Að bent sé á að þetta mál geti spillt verulega fyrir sam- starfi ríkjanna,“ sagði hún. Margrét beindi þremur spurningum til utanríkisráðherra. Hvort ríkis- stjórnin myndi beita sér þannig í málinu að það yrði ekki látið viðgang- ast að tyrkneskt réttarkerfi og tyrk- nesk yfirvöld hundsuðu íslenska úr- skurði í máli þar sem málsaðilar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Hvort stjórnvöld myndu senda frá sér form- leg mótmæli þar sem tekið væri á ít- rekuðum grófum brotum á mannrétt- indum dætra Sophiu Hansen og þess væri krafist að forræði hennar yfir dætrunum yrði staðfest og að lokum hvað íslensk stjórnvöld ætluðu að gera til að aðstoða Sophiu Hansen nú á lokastigi málaferlanna í Tyrklandi. Ráðuneyti sýnt frumkvæði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að íslensk stjórnvöld hefðu stutt aðgerðir Sophiu til að tryggja henni umgengnis- og forræðisrétt yfir dætrum sínum með margvíslegum hætti frá upphafi. „Málið hefur verið tekið upp við forseta Tyrklands, tyrk- neska ráðherra og ráðuneyti, ýmist munnlega eða skriflega. Tyrknesk stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að þar sem um sé að ræða mál sem dómstólar hafi til umfjöllunar geti þau ekki gripið inn í meðferð þess,“ sagði Halldór og tók fram að sú afstaða væri í samræmi við eðlilegan aðskiln- að framkvæmdavaids og dómsvalds. Hefði því ekki væri hægt um vik að hnekkja þessari afstöðu meðan málið hefði þokast áfram í tyrkneska dóms- kerfinu. Hann sagði að eftir úrskurð hæsta- réttar Tyrklands 28. nóvember sl., sem þótt hefði að ýmsu ieyti hagstæð- ur, m.a. af því að hann hefði lýst ógilda frávísun málsins frá undirrétti er hefði átt sér stað 29. apríl 1995 og hefði lagt fyrir undirréttinn að kveða upp efnislegan dóm í málinu, hefði utanríkisráðuneytið verið með í ráðum og átt frumkvæðið að fram- lagningu nýrra gagna, sem hinn tyrk- neski lögfræðingur hefði talið styrkja stöðu Sophiu Hansen. „Samhliða þessu hefur verið unnið áfram að lögfræðilegri könnun máls- ins með tilliti til alþjóðasamninga og alveg sérstaklega að því er snertir ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu. í ljósi þess hve málið, þrátt fyrir hve viðkvæmt það er í eðli sínu, hefur tekið langan tíma fyrir tyrkneskum dómstólum kemur hér sérstaklega til álita 6. grein Mannréttindasáttmál- ans. Samkvæmt henni á einstaklingur kröfu á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Ekki er hægt að halda því fram að þetta ákvæði hafi verið virt meðan málið heldur áfram að hrekjast milli tyrkneskra dómstóla. Einnig á hér við 8. grein Mannrétt- indasáttmálans sem kveður á um frið- helgi einkalífs og fjölskyldu en undir þá grein fellur einnig réttur foreldra og barna til samneytis hvert við ann- að. Synjun forræðis og umgengnis- réttar Sophiu við dætur sínar nú í 4 ár samræmist ekki ákvæðum þessarar greinar," sagði Halldór og sagðist ætla að beita sér fyrir því að þeim möguleika að taka málið upp sam- kvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu yrði haldið vakandi eftir því sem réð- « ist í málinu fyrir tyrkneskum dómstól- um. Áfram fjárhagslegur stuðningur Halldór sagði að eftir niðurstöðu undirréttar um að dætur Sophiu skyldu koma fyrir réttinni hefði hann tekið ákvörðun um að senda sendi- herra íslendinga í Tyrklandi til Ank- ara til þess að gera æðstu embættis- mönnum þar grein fyrir því hve alvar- legum augum íslendingar litu þróun mála. Að höfðu samráði við sam- starfsmenn Sophiu hefði verið ákveðið að ferðin yrði farin 11. maí næstkom- andi. „í ljósi árangurs af ferðinni munu síðar verða teknar ákvarðanir um frekari skref en þar er ekkert útilokað af því sem ráðlegt þykir þeim sem kunnugastir eru aðstæðum," sagði Halldór og tók sérstaklega fram að mótmæli yrðu borin fram í ferð sendiherrans. Hann sagði að ferðin væri ein leið til að styðja málstað Sophiu og haldið yrði áfram að styðja hana Ijarhagslega eins og áður. „En ég geri mér ljóst að það er ekki nægi- legt og hún þarf á frekari aðstoð þjóð- arinnar að halda.“ Hjá Geir H. Haarde kom m.a. fram að ef forræðismálið færi fyrir Mann- réttindadómstólinn í Strassborg væri eðlilegt að íslendingar kæmu þar að málinu og legðu lögfræðilegt lið. Hann sagði ennfremur eðlilegt að reynt yrði að kynna fyrir dætrum Sophiu hvern- ig búið væri að jafnöldrum þeirra á Islandi og í Vestur-Evrópu áður en þær kæmu fyrir réttinn í júní. Krist- ján Pálsson sagðist hafa sent Tansu Ciller, þáverandi forsætisráðherra, bréf vegna málsins í fyrrasumar. Þrátt fyrir að bréfið hefði tvívegis verið ít- rekað hefði ekki borist svar. Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir því að ut- anríkisnefnd fylgdist með málinu og skoðað yrði að Alþingi ályktaði um málið. Undir það tók Margrét Frí- mannsdóttir og hún spurði hvort ástæða væri til að samþykkja heimild til ríkisstjórnarinnar um fjárhagsað- stoð vegna málsins fyrir þinglok. Halldór Ásgrímsson taldi rétt að fara yfir málið í utanríkisnefnd eða alls- herjarnefnd. Áðrir málshefjendur voru Rannveig Guðmundsdóttir, Kristín Ástgeirs- dóttir og Einar K. Guðfinnsson. Minni tími gefst til þátttöku í N orðurlandasamstarfinu i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.