Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Utsala - barnaefni
Kr. 300 pr. m., úr 100% bómull fyrir sumarið.
200 gerðir í vesturkiallaranum.
VIRKA
Mörkin 3, 108 Reykjavík.
/
r
• i
f I Plt
matvæli á
kiarabóta
verði
Grásleppa
Reyktur lax
Reyktur rauðmagi
Nýr og grafinn lax
Taðreyktur silungur
Útvatnaður saltfiskur
Innbakaður fiskur
®grillpinnar
kur fiskur
Hörpudiskur
Siginn fiskur
Harðfiskur
Grænmeti
Svartfugl
Sælgæti
Rækjur
Síld
Besta
kjarabótin
erlágt
vöruverð
Úr og klukkur
Skartgripir
Snyrtivörur
Austurlensk
gjafavara
Antikvara
Fatnaður
Leikföng
llmvötn
og ótal
margt
fleira
Svo fáið þið ykkur
kolaportsís, pylsu
eða rjúkandi gott
kaffi í JCvfltp^
Frábær
leiktæki
fyrir alla
aldurs-
hópa
KOLAPORTIÐ ^
MAkKADSTORG
ið 1. maí kl. 11-17
I DAG
Ókeypis félags- og lögfræbileg ráögjöf
fyrir konur. Opib þribjudagskvöld
kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16.
Sími 552-1500.
zÚjrrQU Ht-i
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
Svartur leikur
og vinnur
DREKAAFBRIGÐIÐ í Sik-
ileyjarvörn leiðir oft til afar
snarprar baráttu þar sem
báðir eru í mátsókn. Þessi
skák var tefld á opnu móti
í Linares á Spáni í janúar:
Hvítt: Georg Mohr (2.495),
Króatíu, svart: Elizbar
Ubilava (2.525), Georgíu,
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3.
d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6
5. Rc3 - g6 6. Be3 - Bg7
7. f3 - 0-0 8. Dd2 - Rc6-
9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 -
Hc8 11. Bb3 - Re5 12. h4
- h5 13. Bg5 - Hc5 14.
g4 — hxg4 15. f4 — Rc4
16. De2 - Dc8 17. f5 -
Rxb2 18. Bxf6 - Bxf6 (í
skákinni Oll-Topalov,
Ólympíumótinu í
Moskvu 1994 lék
svartur 18. — Rxdl
og vann, en
Ubilava, sem hefur
aðstoðað Anand um
nokkurt skeið, hef-
ur greinilega óttast
endurbót) 19.
Dxg4 - Kg7 20.
Hhgl - Hh8 21.
Bxf7!? - Kxf7 22.
Dxg6+ - Kf8 23.
Kxb2 - Hxc3 24.
e5. Hér höfum við
stöðuna á stöðu-
myndinni. Hvítur
vonast nú eftir 24.
— dxe5? 25. Re6-l---Bxe6
26. dxe6 — Hxc2+ 27. Kbl
með vinningsstöðu, eða 24.
- Bxe5? 25. f6! - Bxf6 26.
Hdfl og svartur á ekki góða
1 vörn við hótuninni 27.
Hxf6+. En hvíti hafði láðst
að taka þriðja möguleikann
með í reikninginn: 24. —
Bxf5! og hvítur gafst upp.
Hann getur aðeins valið á
milli 25. Rxf5 — Hxc2+ 26.
Kbl — Dc3 og mátar og
25. Dxf5 - Dxf5 26. Rxf5
— Bxe5 og svartur á auð-
unnið endatafl.
Með morgunkaffinu
AF hveiju ekki? Svona
kemur pabbi þinn bíln-
um oft í gang á
morgnana.
TRYGGINGIN nær yfir
fall þitt af þakinu, en
þú ert því miður ekki
tryggður fyrir því að
detta á jörðina.
546 ^
ÞEGAR hann finnur loks út hvaða klukka hringdi
er hann orðinn svo vel vaknaður að hann
getur farið á fætur.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Hegðunar-
skóla, eða hvað?
ÉG FINN mig knúna til
að viðra skoðun mína á
þjóðfélagsmáli sem farið
hefur fyrir bijóstið á mér
síðustu daga og vikur. Um
er að ræða dagskrárlið í
Sjónvarpinu, sem er svo-
nefndur „Hegðunarskóli
Jóns Gnarr og félaga".
Mér finnst þessi þáttur
ijarska ómerkilegur og
umflöllun þeirra kumpána
um hin ýmsu efni lágkúru-
leg og því fyrir neðan virð-
ingu Sjpnvarpsins að sýna
hann. Ég legg til að þessi
„hegðunarskóli" verði tek-
inn út af dagskrá.
Oddný Kr.
Óttarsdóttir.
Ósmekkleg
vígsla
„MÉR fannst mjög
ósmekkleg vígsla nýju
dagvistunardeildarinnar
fyrir heilaskaðaða. Eins
og þetta er stórkostlegt
framtak fannst mér
hræðilegt að sj| fólk
þarna skála í áfengi og
alls ekki hæfa tilefninu."
Ingibjörg Arný.
Anægð með
skrif um
kynvillu
GUÐBJÖRG Karlsdóttir
hringdi til að þakka þeim
Daníel Þorsteinssyni,
Snorra Óskarssyni og
Kristni Ásgrímssyni
fyrir þeirra skrif í Morg-
unblaðið um kynvillu og
hvetur fleiri til að láta
í sér heyra.
Gæludýr
Keli er týndur
KELI týndist 10. apríl
sl. Hann er ekki með
ól og ekki merktur. Ef
einhver hefur séð til
hans vinsamlegast
hringið í síma 587-5905
eða á Dýraspítalann í
Víðidal.
Týndur köttur
SNÚÐUR úr Kópavogi
er týndur. Hann átti að
veiða mýs í hlöðu á hest-
húsasvæði Gusts að-
faranótt 30. apríl en
slapp þaðan. Snúður er
dökkgrábröndóttur með
hvítt trýni og kvið, ólar-
laus en eyrnamerktur.
Þeir sem hafa orðið hans
varir eru vinsamlega
beðnir að láta vita í síma
554-1039.
HOGNIHREKKVISI
v/ LiéAJ^upö!'
Yíkverji skrifar...
ÞAÐ var ýmislegt skemmtilegt
og fróðlegt sem kom fram í
sænsku heimildamyndinni í Ríkis-
sjónvarpinu á sunnudagskvöld um
ævi og störf Jóns Kadetts, öðru
nafni Jóns Kristófers Sigurðssonar.
Raunar finnst Víkveija það heldur
klént, að það skuli hafa þurft frænd-
ur okkar Svía til þess að ráðast í
gerð þessarar myndar, því auðvitað
stóð slík myndgerð okkur íslending-
um nær. Lýsingar þeirrar Jónasar
Ámasonar og Ragnars Amalds á
Jóni Kadett voru um margt ágætar,
en þó fannst Víkverja vera einn al-
varlegur galli á frásögnum beggja,
þótt Víkverji viti ekki hvort skrifa
beri þann galla á ábyrgð framleið-
enda eða þeirra Jónasar og Ragnars.
VÍKVERJI telur það sem sé
óboðlegt með öllu að þessir
tveir herramenn, sem virðast gjör-
þekkja ævi og feril Jóns Kadetts,
skuli koma fram í viðtölum við
framleiðendur myndarinnar og hafa
allar frásagnir sinar af Jóni á ensku.
Ef þeir Jónas og Ragnar voru ófser-
ir um að tjá sig um Kadettinn á
sænsku, dönsku eða norsku, hvers
vegna í ósköpunum notuðu þeir þá
ekki íslenskuna, sem báðir kunna
og kunna vel? Það hefði verið
minnsta mál fyrir Svíana að fá frá-
sagnir þeirra á íslensku þýddar á
sænsku og þannig hefðu þeir auð-
veldlega getað textað á sænsku, eða
jafnvel hljóðsett á sænsku, hlut
þeirra tvímenninganna í myndinni.
Víkverja fannst það vægast sagt
ósmekklegt að þeir skyldu velja
þann kostinn að klæmast á ensku,
í svo norrænum þætti sem þessum,
því ekki verður því haldið fram að
enskan hafi beinlínis leikið á vörum
þeirra og tungu.
SÉRSTAKLEGA hafði Víkverji
gaman. af frásögn Jónasar
Árnasonar af því hvernig leiðir hans
og Jóns Kadetts, sem síðar varð
góðvinur hans, lágu saman í Hverfi-
steininum. Jónasi var stungið inn
fyrir að lenda í slagsmálum á
kennderíi og þáði hann gistingu í
Hverfisteininum. Þegar hann vakn-
aði morguninn eftir og gægðist út,
þá var Kadettinn þar að skúra gólf
og gerði sér lítið fyrir og opnaði
fyrir Jónasi og hleypti honum út
úr klefanum. Hann var sem sé góð-
vinur lögreglunnar og fékk sérstaka
meðhöndlun þegar hann var nætur-
gestur hennar. Fékk að fara frjáls
ferða sinna, skúra gólf og fá sér
afréttara, sem hann deildi með Jón-
asi þessa morgunstund! Sennilega
eru tímarnir mikið breyttir að þessu
leyti og því enn skemmtilegra að
fá myndskreytta frásögn Jónasar
af þessari lífsreynslu.