Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 15 Morgunblaðið/Kristján TILBOÐ í eitt stærsta verkefni ársins í byggingaiðnaði var opnað í gær og fylgdust fulltrúa byggingafyrirtækjanna spennt- ir með. Tilboð opnuð í eitt stærsta verkefnið í byggingaiðnaði Fimm tilboð í smíði 36 íbúða FIMM tilboð bárust í byggingu 36 félagslegra íbúða í níu fjögurra íbúða fjölbýlishúsum við Snægil á Akureyri, en þau voru opnuð í gær. Heildarkostnaður hálfur milljarður Lægsta tilboðið var frá Hyrnu hf., sem bauð tæplega 235,4 millj- ónir króna og var tilboðið 88,9% af áætluðum kostnaði. SJS verk- takar buðu 239,9 milljónir í verk- ið, sem er 90,6% af áætlun, Tré- smiðjan Pan bauð 240,7 milljónir króna, sem er 90,9% af áætluðum kostnaði, tilboð Trésmiðjunnar Fjölnis var upp á tæpar 248 millj- ónir eða 93,6% af áætluðum kostn- aði og loks bauð SS Byggir 255,9 milljónir rúmar í þetta verkefni og er það 96,7% af áætluðum kostnaði. Kostnaðaráætlun var 264.776.742. Samningur milli Húsnæðis- nefndar Akureyrar og Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf. um skipulag og hönnun á alls 72 íbúð- um í 18 húsum í Snægili 2-36 var undirritaður síðasta haust, en gert er ráð fyrir að húsin rísi á næstu 6 árum og er áætlað að heildar- kostnaður við allt verkið nemi um hálfum milljarði króna. Hönnuðir byggingasvæðisins eru systurnar Fanney og Anna Margrét en svæðið er í Giljahverfi III. Um er að ræða fyrri áfanga af tveimur og er gert ráð fyrir að byggingaframkvæmdum verði lokið fyrir 1. júlí 1997. Farið verður yfir tilboð næstu daga að sögn Gísla Kristins Lór- enzsonar formanns Húsnæðis- nefndar og verktaki valinn að því loknu. Hann sagði að vinnu yrði hraðað svo hefjast mætti handa við framkvæmdir á svæðinu sem fyrst. Upphaf kaupir lag-- erhúsnæði Sjafnar HLUTAFÉLAGIÐ Upphaf hf. hefur keypt 860 fm lagerhúsnæði Sjafnar á Hvannavöllum 12 á Akureyri. Upphaf á helmingshlut í Akoplasti en félagið er í eigu þeirra Daníels Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Akoplasts, Eyþórs Jósepssonar og Jóhanns Odd- geirssonar, sem einnig starfa hjá fyrirtækinu. Tryggja sér iðnaðarhúsnæði Eyþór Jósepsson segir að félag- ið hafi með þessum kaupum verið að tryggja sér iðnaðarhúsnæði á góðum stað í bænum. „Þacf er ekkert framboð á atvinnuhúsnæði á Akureyri lengur en þetta hús er vel staðsett til lengri tíma litið, auk þess sem gerðar hafa verið miklar endurbætur á því.“ STUNDIN OKKAR Sjónvarpið auglýsir starf umsjónarmanns Stundarinnar okkar veturinn 1996 - 1997 laust til umsóknar. Umsœkjendur þurfa að'vera hugmyndaríkir, duglegir og hafa unnið með börnum. Gott vald á íslenskri tungu er skilyrði. Undirbúningsvinna hefst um mitt sumar. Umsóknarfrestur rennur út 15 maí. SJÓNVARPIÐ Vindá Sumarstarf KFUK rekur sumarbúðir fyrir stúlkur 9 og eldri í Vindáshlíð, sem á fallegum stað í kjarri vax inni fjallshlíð í Kjósinni 45 km. frá Reykjavík. dvalartími í Vindáshlíð er vika í senn og þá gefst í sumar verða flokkarnir seni hér segir: stúlkunum kostur á fjölþættri útiveru, íþróttum og leikjum. Á hverju kvöldi eru svo kvöldvökur og sjá stúlkumar um að skemmta hver annarri. Kvölds og morgna eru sagðar sögur úr Biblíunni. 1. fl. 5. júní - 12. júní 9-11 ára örfá pláss laus 2. fl. 12. júní - 19. júní 10-11 ára 3. fl. 19. júní - 26. júní 10-12 ára fuilt 4. fl. 26. júní - 3. júlí 11-13 ára örfá pláss laus 5. fl. 3. júlí - 10. júlí 9-11 ára fullt 6. fl. 10. júlf - 17. júlí 10-12 ára örfá sæti laus 7. fl. 17. júlí- 24. júlí 9-11 ára 8. fl. 24. júlí- 31. júlf 11-13 ára 9. fl. 7. ág. - 14. ág. 9-11 ára 10. fl. 14. ág. - 21. ág. 13-16 ára 11. fl. 21. ág. - 28. ág. 10-12 ára 12. fl. 29. ág. - 1. sept. 17 ára og eldri Kvennafl. Verð fyrir eina viku er 14.700 kr. og er þá fargjald innifalið. lnnritun fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK við Fioltaveg, sími 588 8899 kl. 8-16 á virkum dögum Guðsþjónusta og kaffisala verður í Vindáshlíð sunnudaginn 2. júní kl. 14.30. Þetta sparifé er á leið í Armúla 13A. Þanáað er Kaupþiná flutt. S3 ^ 1 KAUPÞING HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.