Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 57 BREF TIL BLAÐSINS Guð elskar gyðinga Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni: ÞJÓÐIR heimsins hafa lagt hatur á Abraham og alla hans niðja frá þeirri stundu er Guð útvaldi þá og gaf þeim tiltekið land fyrir botni Miðjarðarhafs til eilífrar eignar. Guð útvaldi gyðinga, Jerúsalem og landið ísrael til að gegna mikilvægu hlutverki í hjálpræðisverki (endur- lausnarverki) sínu. Þessu verki er enn ekki lokið. Því lýkur með endurkomu Jesú með mætti og mikilli dýrð. Hann kemur nið- ur á Olíufjallið og mun þaðan halda inn í Jerúsalem eins og hann gerði á pálmasunnudag. En í þetta sinn munu þeir gyðingar sem í Jerú- salem ríkja taka við honum og aldr- ei síðan snúa við honum baki. I áætlun Guðs með gyðinga felst að þeir taki landið enn og aftur sem hann gaf þeim, að þeim fjölgi og þeir hafi velgengni í öllum greinum. Vegna sífelldrar óhlýðni gyðinga við Guð, og þar sem þeir höfnuðu Messíasi, frelsaranum Jesú, sem þeir þó höfðu beðið eftir í árhundr- uð, leyfði Guð og lét það viðgang- ast að þeir væru hraktir frá landi sínu. En nú, fyrir augum okkar, eftir nær tvö þúsund ára útlegð er Guð að leiða þá aftur inn í fyrir- heitna landið. Hin síðari Exodus er hafin. Stofnun Ísraelsríkis árið 1948 ber því glöggt vitni og er tákn þess að endurkoma Jesú standi fyr- ir dyrum enda játa nú sífellt fleiri gyðingar hann sem Messías bæði þeir sem búsettir eru innan og utan Israels. Gyðingahatrið hefur einkennt all- ar þjóðir allar aldir þótt alltaf hafi verið til einstaklingar í sérhverri þjóð sem áttu til kærleika til þessar- ar Guðs elskuðu og útvöldu þjóðar. Schindler og Wallenberg eru dæmi um slíka einstaklinga. Báðir hættu lífi sínu til að bjarga gyðingum á ofsóknartíma nasista. Eftirfarandi texti er tekinn úr Biblíunni, 3. kafla Esterarbókar: „Haman sagði við Ahasverus kon- ung: „Ein er sú þjóð, sem lifir dreifð og fráskilin meðal þjóðanna í öllum skattlöndum ríkis þíns. Og lög þeirra eru frábrugðin lögum allra annarra þjóða, og lög konungs halda þeir ekki, og hlýðir eigi að konungur láti þá afskiptalausa. Ef konungi þóknast svo, þá verði skrif- lega fyrirskipað að afmá þá.“... Og bréfin voru send með hraðboð- um í öll skattlönd konungs þess efnis að eyða skyldi, deyða og tor- tíma öllum gyðingum bæði ungum og gömlum, börnum og konum á einum degi, þrettánda dag hins tólfta mánaðar." Það hryggði mig mikið að páska- boðskapur ritstjóra næstútbreidd- asta dagblaðs þjóðarinnar skyldi vera umsögn um gyðinga í ísrael á svipuðum nótum og hjá Haman í Esterarbók og því miður er þetta ekkert einsdæmi hjá ritstjóranum. En hann segir: „Þjóðfélag ísraels hefur verið að krumpast á síðustu árum. Þjóðin er áberandi hroka- fyllri í framgöngu en aðrar þjóðir og fer fram með vaxandi yfirgangi í samskiptum við aðrar þjóðir. Hug- arfarið og framferðið minnir í aukn- um mæli á ríki Hitlers í Þýska- landi.“ í 12. kafla 1. Mósebókar varar Guð alla menn við því að bölva Abraham og niðjum hans en heitir að blessa þá sem blessa Abraham og niðja hans. Sért þú sem þetta lest lifandi trúaður kristinn maður, ert þú kallaður til að standa með ísrael. Það þýðir ekki að þú sért á móti einhveijum öðrum. En það er heilög köllun þín að biðja fyrir ísra- el og Jerúsalem og þakka Guði fyr- ir hjálpræðið sem kemur frá gyðing- um. Guð mun þá blessa þig eins og hann hefur heitið og þú munt fá að sjá hvernig hann áframhald- andi upphefur gyðinga og notar þá á stórkostlegan hátt í lok tímanna þegar Jesús kemur aftur. GUÐMUNDURÖRN RAGNARSSON, prestur. Gleðileg sinnaskipti for- ystukvenna R-listans Frá Sigurði Hallvarðssyni: ÁSTÆÐA er til að fagna sinna- skiptum forystukvenna R-listans til hins glæsilega víkingaskips sem sjósett var fyrir skömmu. Við sjó- setninguna flutti borgarstjórinn lo- fræðu um skipið. Önnur forystu- kona meirihlutans í borgarstjórn, sú hin sama og hafði nokkrum mánuðum áður kallað víkingaskipið manndrápsfleytu, klappaði ákaft. Þegar smíði víkingaskipsins hófst, í miðri kosningabaráttu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1994, hafði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir allt á hornum sér varðandi það. Kannski var það ekki endilega vegna vantrúar hennar á skipinu. Heiftin gagnvart þeirri ákvörðun Arna Sigfússonar, þáverandi borg- arstjóra, að veita lán til smíði skips- ins, var hins vegar svo mikil að frúin taldi ekki eftir sér að reyna að slátra þessari hugmynd. Það tókst henni hins vegar ekki, sem betur fer. Pramlag Reykjavíkurborgar telst langt frá því að vera bruðl með fjár- muni borgarbúa. Árni Sigfússon stuðlaði að því að borgin veitti skipasmiðnum 10 milljóna króna lán, sem hann skyldi endurgreiða á 5 árum með því að sigla með reyk- vísk skólabörn í lifandi sögutímum. Þessar 10 milljónir verða því svo sannarlega endurgreiddar. Afstaða Árna Sigfússonar ann- ars vegar og forystukvenna R-list- ans hins vegar til smíði víkinga- skipsins á sínum tíma ber vott um ótrúlegan mun á framsýni. Árni sá kosti þess að víkingaskipið yrði stiorar eru íjónheppmr Þeir fá bflprófsstyrk Búnaðarbankans ocyreglegan afslátt af bfl frá Bflaþingi Hél smíðað, til notkunar fyrir náms- menn jafnt og ferðamenn. R-lista- konurnar hofðu hins vegar allt á hornum sér varðandi skipið. Núna vildu þær hins vegar Lilju kveðið hafa. Forystukonur R-listans sjá auðvitað að víkingaskipið getur gegnt margvíslegu og gagnlegu hlutverki. Þær sjá kosti þess til sögukennslu og sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Núna geta þær klappað skipasmiðnum á bakið og þakkað honum fyrir að hafa ekki látið andstöðu þeirra aftra sér. Það sem er umhugsunarvert í þessu öllu saman er þetta: Auðvitað er fagnaðarefni að konurnar hafa séð að sér og vafalítið munu þær taka fullan þátt í því að tryggja framtíðarhlutverk víkingaskipsins. En ósköp er það klént að þær hafi í pólitískri heift gert allt sem þær gátu til að stöðva smíði þessa skips. Þessi heift og sá skortur á fram- sýni sem þær sýndu gleymist ekki þótt þær reyni nú að láta sem ekk- ert sé. SIGURÐUR HALLVARÐSSON, Bústaðavegi 55, Reykjavík. Yið sendrnn öllum sem hafa nýlokið bílprófi bestu kveðjur og minnum á bílprófsstyrki Búnaðarbankans. Fjórum sinnum á ári er dregið úr innsendum umsóknum og fá 10 nýbakaðir bílstjórar 10.000 króna styrk í hvert sinn. Þeir sömu fá 30.000 kr. innborgunfrá Bílaþingi Heklu efkeyptur er bíll afþeim. í þetta sinn er aðeins dregið úr umsóknum þeirra sem luku prófi í janúar, febrúar og mars. Umsóknarfrestur er til 13. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslum Búnaðarbankans. Skila þarf inn umsókn með utanáskriftinni: Búnaðarbanki íslands, Markaðsdeild, Austurstrœti 3,133 Reykjavík. Með umsókninni þarf að fylgja ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis. Verðlaun fyrir tjónlausan akstur Það er ekki allt búið enn því í lok ársins verður dregið úr öllum innsendum umsóknum og hlýtur einn umsækjandi vinning, efhann hefur ekið tjónlaust allt árið. 111111111 ftggl NAMS • xv/y VRXIB LINflN FJARIWALAÞJONUSTA U UNGUNGA UMFERÐAR RÁÐ > LINAN 4 BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R B ( L A R BUNAÐARBANKINN - traustur banki!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.