Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIXIT * Var tekið of vel á móti Shimon Peres forsætisráðherra Israels í Washington? Kína og Mið-Asíuríki Saka Clinton um óeðli- leg afskipti Jerúsaleni. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og stuðningur hans við Shim- on Peres, forsætisráðherra ísraels, er orðinn að nokkru hitamáli í kosn- ingabaráttunni þar í landi. Finnst sumum stjórnarandstæðingum í Likudflokknum, að Clinton hafi tek- ið allt of vel á móti Peres í Washing- ton fyrir nokkrum dögum og saka hann um afskipti af ísraelskum inn- anríkismálum. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins, gætti þess raunar vel að gagnrýna ekki Bandaríkja- stjórn berum orðum enda þiggja ísraelar af henni um 200 milljarða ísl. kr. árlega. Hann beindi hins vegar geiri sínum að Peres og kall- aði þriggja daga ferð hans til Bandaríkjanna „áróðursheimsókn". Nafnlaus gagnrýni Aðrir frammámenn i Likud- flokknum gengu þó lengra, kannski í þeirri von að kynda dálítið undir dauflegri kosningabaráttu, og sögðu, að stuðningur Clintons við Peres væri fordæmalaus í ísraelsk- um stjórnmálum og til þess hugsað- ur að tryggja endurkjör hans. Þess- ir gagnrýnendur Clintons og Peres- ar hafa þó ekki vogað að koma fram undir fullu nafni. Clinton og Bandaríkjastjórn hafa ekki farið neitt í felur með stuðning sinn við stjóm Verkamannaflokksins í ísrael enda eru friðarsamningar hennar og Palestínumanna einn af homsteinunum í stefnu Bandaríkja- manna í Miðausturlöndum. Þá hefur afstaða Clintons einnig mælst vel fyrir meðal gyðinga í Bandaríkj- unum. Bandaríkjastjórn tók með silki- hönskum á mannskæðum árásum ísraela á óbreytta borgara í Líbanon á dögunum og kom síðan á vopna- hléi eftir að framferði þeirra hafði verið fordæmt um allan heim. Pólitískur tilgangur loftárása Netanyahu, sem lét lítið í sér heyra meðan á loftárásunum á Líb- anon stóð, hóf kosningabaráttu Likudflokksins opinberlega í fyrra- kvöld og sakaði þá Peres um að hafa ráðist á Líbanon eingöngu í því skyni að bæta stöðu Verka- mannaflokksins fyrir kosningar. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa vísað öllum þessu ásökunum á bug og sumir fréttaskýrendur segja, að stuðningur Bandaríkjastjórnar við friðarsamningana og þar með við stjóm Verkamannaflokksins þurfí ekki að koma neinum á óvart. ein af okkur Kosningamiöstöð Guörúnar Pétursdóttur Pósthússtræti 9, 6. hæð Sími 552 7 9 13 Fax 552 7 9 33 Opið virka daga kl. 13 - 19 Opið um helgar og 1. maí kl. 14 - 17 Næstu kynnlngarfundlr: Keflavík - Hótel Keflavík, sunnudaginn 5. maí kl. 14 Akranes - Barbró hótel, miðvikudaginn 8. maí kl. 20.30 Meðmælendalistar liggja frammi Komið og hittið Guðrúnu Pétursdóttur Allir velkomnir Stuðningsmenn tBmmSí !Wu ■ m ^pfLP Reuter PALESTÍNSKAR konur þramma framhjá vegg í elsta hluta Jerúsalemborgar sem þakinn hefur verið með myndum af Benj- amin Bibi Netanyahu leiðtoga Likud-flokksins. Gegn ísl- amskrí öfgastefnu Pekinjf. Reuter. STJORNVÖLD í Kína og í Mið- Asíuríkjunum, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, ætla að hafa sam- vinnu um að hindra útbreiðslu ísl- amskrar bókstafstrúar í löndunum. Skýrði utanríkisráðherra Kína, Qian Qichen, frá því á mánudag. „Við erum andvígir hryðjuverka- starfsemi sumra bókstafstrúar- hreyfinga og teljum, að trúmál og stjórnmál séu tvö aðskilin mál,“ sagði Qichen og hann kvaðst viður- kenna, að vaxandi starfsemi ísl- amskra öfgamanna í Kína, einkum vegna áhrifa frá Iran, væri farin að valda Pekingstjórninni áhyggj- um. Um 16 milljónir manna í Kína eru múslimar og langflestir í Xinj- iang-héraði, sem liggur að sovétlýð- veldunum fyrrverandi, Kazakstan, Kírgístan og Tadsíkístan. Kínastjórn undirritaði í síðustu viku samkomulag við þessi þijú ríki og Rússland um að koma í veg fyr- ir ferðir vopnaðra flokka yfir landa- mærin en Uighur-þjóðin í Mið-Asíu hefur barist gegn því og segja tals- menn hennar, að Kínvetjar vinni að því að uppræta Uighur-þjóðina. Vill hún stofna sitt eigið ríki í Xinjiang. Snjórinn kæfði skógareld Terelz. Mongólíu. MONGÓLSKI herinn skaut sérstök- um sprengikúlum í loft upp í gær til þess að framkalla rigningu með þeim árangi’i að snjókoma hlaust af. Féll 15 metra jafnfallinn snjór og kæfði skógarelda sem valdið hafa'miklu tjóni í Mongólíu að und- anförnu. Skógareldar hafa geisað í Mon- gólíu í þijár vikur og valdið miklu tjóni á skóglendi og gresjum, eink- um í dreifbýlishéruðum í norður- og austurhluta landsins. Mongólar fram- leiða úrkomu með sprengikúlum Nánast enginn snjór féll í Mon- gólíu í vetur. Því er gróðurland skraufþurrt og eldfimt. ara gróðurlands hafi orðið eldunum að bráð og fjárhagslegt tjón er metið á 1,8 milljarð dollara, jafn- virði 120 milljarða króna. Fimm manns hafa farist af völd- um eldanna, sem nálgast hafa höf- uðborgina Ulan Bator óðfluga síð- ustu daga. Leggur þerinn áherslu á að veija borgina. í því skyni var regngerðarsprengjum skotið til Iofts í gær. Við borgina Gachuurt, 30 km norðaustur af Ulan Bator, slokknaði 12 km breiður eldveggur er snjórinn féll en óbreyttir íbúar borgarinnar og slökkvilið höfðu háð árangurslitla baráttu við eldinn í nokkra daga. Full búð af nýjum Amico barnafatnaði á frábseru verði. Verðdæmi: Amico gallaskyrta kr. 1.690 Amico flauelsbuxur kr. 1.990 Amico bolur kr. 890 Amico buxur kr. 1.990 Góður barnafatnaður á betra verði! Fákafeni 52 • Sími 568 3919 • laugavegi 20 • Sími 552 5040 Lækjargötu 30, Hafnarfirði • Sími 555 0448 Kirkjuvegi 10, Vestm. • Sími 481 3373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.