Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 20

Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIXIT * Var tekið of vel á móti Shimon Peres forsætisráðherra Israels í Washington? Kína og Mið-Asíuríki Saka Clinton um óeðli- leg afskipti Jerúsaleni. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og stuðningur hans við Shim- on Peres, forsætisráðherra ísraels, er orðinn að nokkru hitamáli í kosn- ingabaráttunni þar í landi. Finnst sumum stjórnarandstæðingum í Likudflokknum, að Clinton hafi tek- ið allt of vel á móti Peres í Washing- ton fyrir nokkrum dögum og saka hann um afskipti af ísraelskum inn- anríkismálum. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins, gætti þess raunar vel að gagnrýna ekki Bandaríkja- stjórn berum orðum enda þiggja ísraelar af henni um 200 milljarða ísl. kr. árlega. Hann beindi hins vegar geiri sínum að Peres og kall- aði þriggja daga ferð hans til Bandaríkjanna „áróðursheimsókn". Nafnlaus gagnrýni Aðrir frammámenn i Likud- flokknum gengu þó lengra, kannski í þeirri von að kynda dálítið undir dauflegri kosningabaráttu, og sögðu, að stuðningur Clintons við Peres væri fordæmalaus í ísraelsk- um stjórnmálum og til þess hugsað- ur að tryggja endurkjör hans. Þess- ir gagnrýnendur Clintons og Peres- ar hafa þó ekki vogað að koma fram undir fullu nafni. Clinton og Bandaríkjastjórn hafa ekki farið neitt í felur með stuðning sinn við stjóm Verkamannaflokksins í ísrael enda eru friðarsamningar hennar og Palestínumanna einn af homsteinunum í stefnu Bandaríkja- manna í Miðausturlöndum. Þá hefur afstaða Clintons einnig mælst vel fyrir meðal gyðinga í Bandaríkj- unum. Bandaríkjastjórn tók með silki- hönskum á mannskæðum árásum ísraela á óbreytta borgara í Líbanon á dögunum og kom síðan á vopna- hléi eftir að framferði þeirra hafði verið fordæmt um allan heim. Pólitískur tilgangur loftárása Netanyahu, sem lét lítið í sér heyra meðan á loftárásunum á Líb- anon stóð, hóf kosningabaráttu Likudflokksins opinberlega í fyrra- kvöld og sakaði þá Peres um að hafa ráðist á Líbanon eingöngu í því skyni að bæta stöðu Verka- mannaflokksins fyrir kosningar. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa vísað öllum þessu ásökunum á bug og sumir fréttaskýrendur segja, að stuðningur Bandaríkjastjórnar við friðarsamningana og þar með við stjóm Verkamannaflokksins þurfí ekki að koma neinum á óvart. ein af okkur Kosningamiöstöð Guörúnar Pétursdóttur Pósthússtræti 9, 6. hæð Sími 552 7 9 13 Fax 552 7 9 33 Opið virka daga kl. 13 - 19 Opið um helgar og 1. maí kl. 14 - 17 Næstu kynnlngarfundlr: Keflavík - Hótel Keflavík, sunnudaginn 5. maí kl. 14 Akranes - Barbró hótel, miðvikudaginn 8. maí kl. 20.30 Meðmælendalistar liggja frammi Komið og hittið Guðrúnu Pétursdóttur Allir velkomnir Stuðningsmenn tBmmSí !Wu ■ m ^pfLP Reuter PALESTÍNSKAR konur þramma framhjá vegg í elsta hluta Jerúsalemborgar sem þakinn hefur verið með myndum af Benj- amin Bibi Netanyahu leiðtoga Likud-flokksins. Gegn ísl- amskrí öfgastefnu Pekinjf. Reuter. STJORNVÖLD í Kína og í Mið- Asíuríkjunum, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, ætla að hafa sam- vinnu um að hindra útbreiðslu ísl- amskrar bókstafstrúar í löndunum. Skýrði utanríkisráðherra Kína, Qian Qichen, frá því á mánudag. „Við erum andvígir hryðjuverka- starfsemi sumra bókstafstrúar- hreyfinga og teljum, að trúmál og stjórnmál séu tvö aðskilin mál,“ sagði Qichen og hann kvaðst viður- kenna, að vaxandi starfsemi ísl- amskra öfgamanna í Kína, einkum vegna áhrifa frá Iran, væri farin að valda Pekingstjórninni áhyggj- um. Um 16 milljónir manna í Kína eru múslimar og langflestir í Xinj- iang-héraði, sem liggur að sovétlýð- veldunum fyrrverandi, Kazakstan, Kírgístan og Tadsíkístan. Kínastjórn undirritaði í síðustu viku samkomulag við þessi þijú ríki og Rússland um að koma í veg fyr- ir ferðir vopnaðra flokka yfir landa- mærin en Uighur-þjóðin í Mið-Asíu hefur barist gegn því og segja tals- menn hennar, að Kínvetjar vinni að því að uppræta Uighur-þjóðina. Vill hún stofna sitt eigið ríki í Xinjiang. Snjórinn kæfði skógareld Terelz. Mongólíu. MONGÓLSKI herinn skaut sérstök- um sprengikúlum í loft upp í gær til þess að framkalla rigningu með þeim árangi’i að snjókoma hlaust af. Féll 15 metra jafnfallinn snjór og kæfði skógarelda sem valdið hafa'miklu tjóni í Mongólíu að und- anförnu. Skógareldar hafa geisað í Mon- gólíu í þijár vikur og valdið miklu tjóni á skóglendi og gresjum, eink- um í dreifbýlishéruðum í norður- og austurhluta landsins. Mongólar fram- leiða úrkomu með sprengikúlum Nánast enginn snjór féll í Mon- gólíu í vetur. Því er gróðurland skraufþurrt og eldfimt. ara gróðurlands hafi orðið eldunum að bráð og fjárhagslegt tjón er metið á 1,8 milljarð dollara, jafn- virði 120 milljarða króna. Fimm manns hafa farist af völd- um eldanna, sem nálgast hafa höf- uðborgina Ulan Bator óðfluga síð- ustu daga. Leggur þerinn áherslu á að veija borgina. í því skyni var regngerðarsprengjum skotið til Iofts í gær. Við borgina Gachuurt, 30 km norðaustur af Ulan Bator, slokknaði 12 km breiður eldveggur er snjórinn féll en óbreyttir íbúar borgarinnar og slökkvilið höfðu háð árangurslitla baráttu við eldinn í nokkra daga. Full búð af nýjum Amico barnafatnaði á frábseru verði. Verðdæmi: Amico gallaskyrta kr. 1.690 Amico flauelsbuxur kr. 1.990 Amico bolur kr. 890 Amico buxur kr. 1.990 Góður barnafatnaður á betra verði! Fákafeni 52 • Sími 568 3919 • laugavegi 20 • Sími 552 5040 Lækjargötu 30, Hafnarfirði • Sími 555 0448 Kirkjuvegi 10, Vestm. • Sími 481 3373

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.