Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ © Fjölskyldupizza að eigin valí með ókeypis brauðs' og 1,5 I af Pepsí. ABURÐARVERKSMIÐJAN HF. mmmmmmmm BlAkom Blákornið er áhrifaríkt við plöntun á litlum trjám og gott fyrir sumarblóm og skrautrunna. Fáðu upplýsingabœkling á nœsta sölustað. + 1. ■fla BARATTUDAGUR VERKALYÐSINS 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Nýr tónn í samskiptum EÐ leiftursókn ríkisstjórnar- innar gegn réttindum launafólks kveður við nýjan tón í samskiptum á þjóðmálasviðinu. Það er með eindæmum að veigamik- il frumvörp um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins og lífeyrisréttindi séu unnin í ráðu- neytum án samráðs við hreyfingu launafólks. Með frumvörpunum ætl- ar ríkisstjórnin að þvinga fram grundvalalrbreytingar á réttindum og kjörum launafólks og samskipta- reglum á vinnumarkaði. Markmiðið með frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur er að draga úr áhrifum stéttarfélaga, og þar með launafólks, og beita sam- takamætti sínum til að hafa áhrif á kaup sitt og kjör. Eindregin mótmæli þúsunda fé- laga innan samtaka opinberra starfsmanna hafa leitt til þess að ríkisstjórnin hefur séð að sér hvað varðar frumvarp til breytinga á lög- um um Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins. Það verður ekki lagt fram á þessu þingi. Frumvörpin til laga um stéttarfélög og vinnudeilur og rétt- indi og skyldur starfsmanna ríksins er hún ráðín í að knýa í gegn. Það er krafa verkalýðshreyfingar- innar að eðlilegar samskiptareglur verði haldnar. Það gerist aðeins með þeim hætti að ríkisstjómin dragi öll frumvörpin til baka og snúi _sér að viðræðum um skipan mála. íslensk verkalýðshreyfíng hefur ítrekað lýst sig reiðubúna til samningaviðræðna en leggst eindregið gegn hvers konar lögþvingunum. Aðför ríkisstjórnarinnar að verka- lýðshreyfingunni minnir á aðgerðir stjórnvalda á Nýja-Sjálandi og Bret- landseyjum. Afleiðing þeirra aðgerða leiddi til aukins atvinnuleysis, aukins launamunar og annars misréttis. Að undanfömu hafa helstu fyrir- tæki landsins birt ársreikninga sína. Hvert af öðm sýna þau hagnað og skila eigendum sínum góðum arði. Samtímis ákveður ríkisstjórnin að hefja aðför að verkalýðshreyfing- unni og koma þar með í veg fyrir að launafólk fái að njóta afrakstus- ins af batnandi efnahagsástandi. 6-7.000 manns eru nú atvinnu- lausir. Fjöldaatvinnuleysi er tiitölu- lega nýtt hér á landi. Atvinnuleysi er óþolandi böl og smánarblettur á hverju þjóðfélagi. Hæfilegt atvinnu-1 leysi er ekki til. Baráttan gegn at- vinnuleysinu hlýtur að vera for- gagnsverkefni nú þegar rofar til í efnahagslífi þjóðarinnar. Ein afleiðing atvinnuleysisins er landflótti. Þúsundir íslendinga hafa flust búferlum til nágrannalandanna þar sem lífskjör eru betri og öryggi meira fyrir íjölskyldur þeirra. Ætli íslenskt þjóðfélag að vera annað en verstöð í norðanverðu Atlantshafi verður það að standast samanburð við nágrannalöndin. Því verður að leita allra leiða til þess að tryggja að lífskjör og félagslegt umhverfi hér jafnist á við það sem best gerist annars staðar. Á sama tíma og þúsundir íslend- inga eru atvinnulausir er óunnin fiskur sendur lítt eða óunninn úr iandi í stað þess að sinna fullvinnslu sjávaraflans, sem eykur þjóðartekjur og fjölgar störfum. Sægreifarnir eiga fiskinn. Löggjöf um sameign þjóðarinnar á auðlindum hafsins EINS og undanfarin ár munu Full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasamband Isiands standa saman að hátíðar- höldum í tilefni 1. maí. Fyrirhugað er að hátíðarhöldin verði með hefðbundnu sniði. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30 og mun ganga leggja af stað kl. 14. Gengið verður niður Laugaveg út Austurstræti að Ingólfstorgi til úti- fundar. Hátíðarhöld í Borgarnesi 1. MAÍ hátíðarhöldin í Borgarnesi fara fram í Hótel Borgarnesi. Sam- koma verður sett kl. 14. Hátíðar- ræðu flytur Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverka- fólks. Halli og Laddi skemmta, Snorri Hjálmarsson og Dagný Sigurðar- dóttir syngja, Barnakór Borgarness syngur, félagar úr leikdeild Umf. Skallagríms sýna atriði úr Ævintýri á gönguför og að lokum syngur Grundartangakórinn. Ávörp flytja Berghildur Reynis- dóttir og Júlíus Árni Rafnsson. Verkalýðsfélagið býður börnum til ókeypis kvikmyndasýningar í Samkomuhúsinu kl. 13 og 15. Kaffisala kristniboðskvenna KAFFISALA Kristniboðsfélags kvenna verður í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 1. maí, í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð, frá kl. 14-18 síðdegis. Samband íslenskra kristniboðsfé- laga hefur sent fjölda íslendinga til alhliða kristniboðsstarfa í Eþíópíu og Kenýju þar sem tekið er mið af margvíslegum þörfum fólks sem flest býr við þröngan kost. Störf ís- lenskra kristniboða hafa reynst tímabær hjálp í neyð, en vaxandi umfang kallar samhliða eftir aukn- um framlögum, segir í fréttatilkynn- ingu. Allur ágóði af kaffisölu kristni- boðskvennanna rennur óskiptur til þessa málefnis. 1. maí kaffi í Þjóð- leikhúskjallaranum 1. MAÍ kaffi verður í Þjóðleikhús- kjallaranum kl. 15 og eru allir jafn- aðarmenn hvattir til að mæta. Opið hús hjá Miðstöð fólks í atvinnuleit OPINN kynningardagur og kaffisala verður miðvikudaginn 1. maí hjá Miðstöð fólks í atvinnuleit, Tryggva- götu 17. Miðstöðin er þjónustumið- stöð fyrir fólk í atvinnuleit með það að markmiði að koma til móts við margvíslegar þarfir fólks sem er án atvinnu. Hjá Miðstöðinni eru m.a. veittar upplýsingar, boðið upp á námskeið og handverks- og tómstundaaðstöðu sem býður upp á marga möguleika s.s. til að smíða, sauma, gera upp gömul húsgögn og margt fleira. Einnig er aðstaða fyrir börn í Mið- stöðinni, boðið upp á hönnunarráðg- jöf í tengslum við handverk þar sem fólk fær aðstöð í sambandi við hrá- efnisval, hönnun og útfærslu hug- mynda og markaðssetningu á vör- um, útveguð viðtöl við sérfræðinga og margt fleira. Þrátt fyrir að Miðstöðin kenni sig við atvinnuleitendur er þjónusta hennar opin öllum og æskilegt að sem flestir geti nýtt sér hana. Miðvikudaginn 1. maí verður opið hús hjá Miðstöðinni frá ki. 14-17 þar sem hægt verður að kynna sér starfsemina og fá sér kaffi og með því á vægu-verði. Hátíðar- höld á frí- (legi verka- lýðsins Rauður 1. maí í Þjóð- leikhúskjallaranum SKEMMTIDAGSKRÁ verður í Þjóð- leikhúskjallaranum í tilefni 1. maí og hefst hún kl. 20. Meðal þeirra sem flytja ávörp eru: Jóhannes Sigursveinsson, verka- maður, Páll Svansson, ritstjóri Iðn- nemans, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Á dagskrá verður einnig tónlist, upplestur og spaug þar sem fram koma: Hörður Torfason, Kristinn Sigurpáll Sturluson, Pétur Bjarki Pétursson, Steinunn Sveinbjarnar- dóttir, Magnús Einarsson, Tinna og Sóley Þorvaldsdætur, Einar Ólafs- son, Vigdís Grímsdóttir, félagar úr leiklistarklúbbi Iðnskólans í Reykja- vík og Davíð Þór Jónsson. Kynnir verður Helgi Seljan, félagsmálafull- trúi. Þeir sem standa að skemmtuninni eru Iðnnemasamband íslands, Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Samtök herstöðva- andstæðinga og Sósíalistafélagið. Hátíðarhöld á Húsavík VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur varð 85 ára II. apríl sl. Þessara tímamóta verður minnst samhliða hátíðarhöldunum á 1. maí í Félags- heimili Húsavíkur kl. 14. Meðal dagskráratriða er: Tónlist-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.