Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 30
MORGÚNBLAÐIÐ &0 MÍÐVIKÚdAGÚR' l'. MÁf 1&96________________ LISTIR Kópavogsskáld í Gerðarsafni Að hnoða kúlu úr sann- leikanum Á björtu vorkvöldi komu nítján Kopavogs- skáld saman í Gerðarsafni og lásu ljóð sín uppúr bók sem nýlega kom út í tilefni af Morgunblaðið/Arni Sæberg FJÖLMARGIR gestir komu í Gerðarsafn að hlýða á ljóðalestur. flörutíu ára afmæli kaupstaðarins. Jónas Ingimundarson lék á píanó. Þröstur Helga- son hlýddi á lestur skáldanna og segir hér frá nokkrum ljóðanna. JÓN úr Vör las ljóðið Ég mun gera þér orð. Jónas Ingimundar- son lék á píanó. AÐ ER vorkvöld í Kópavogi og nítján bæjarskáld hafa safnast saman í listasafninu að lesa ljóð sín fyrir gestkomandi. Dauf kvöldbirtan læðist innum þak- gluggana og ég sé nýja Smára- hverfið í vorlitunum bera við blá fjöllin útum hringaðan glugga. Fyrst skálda les Jón úr Vör. Það er hljóðlátt kvæði en boðar okkur orð, vonandi fleiri orð. Skáldið seg- ist hafa leitað orðs í huga sér og „bak við hurðir/ allra orða“. Hann segist munu gera okkur orð þegar hann hefur fundið það. Um vanda skáldskapar Og fleiri orð. „Þau koma hljóð- lát/ yfir heitar sandöldur// í sporum þeirra/ spretta gullin blóm// í skugga dimmblárra fjalla/ í fölnuðu grasi// er þeirra vænst“, yrkir Guð- ríður Lillý Guðbjörnsdóttir. Og vandi skáldskaparins er fleirum hugleikinn. Gylfí Gröndal fjallar um „öræfí skáldskapar": „skyldu elja og hugljómun/ komast þangað/ alla leið// að landnámi kvæðis?“ Og Hjörtur Pálsson um hlutverk skálds: Að „hnoða kúlu úr sannleikanum/ og kasta henni í hausinn á næsta manni!“ Og um magnlausa uppreisn skálds: „Eg neita að kveða mig í sátt við tímana/ væri minn brandur búinn með stál/ mundu hvítglóandi eggjar hans ... mundi ég/ höggva ótt og títt á báða bóga// ég mein- hægðarmaðurinn/ með penna í hendi.“ Og Kjartan Árnason um skáldið sem heldur að það sé eitt um skáldskapinn: „Heldur til skóg- ar að lesa/ fölnuð blöð af greinum tijánna/ yrkja litskrúð hrungjarnra laufa/ inní angurblíð ljóð um feg- urð/ og dauða// ó þú einsemd/— þú hverfula líf!// Hikar við jaðar- inn// Skógurinn fullur af skáldum". Andvaka í Kópavogi Og Jónas leikur stutt stef á milli skálda, fangar anda hvers fyrir sig í tóna sem fylla salinn. Og úti leika síðustu kvöldgeislarnir sér á þökum húsa í bæ þar sem „það er einhvern veginn eðlilegt“, eins og Þórður Helgason segir, „að rekast á veggi/ að slaga eftir götum/ að vera á hausnum.“ En að vera andvaka í Kópavogi er það einhvern veginn ekki: „Djöfullegt má það teljast/ að eiga heima í svefnbæ/ en sofa ekki neitt/ stara í svart loftið allar nætur/ og telja kópa.“ Og sumir minnast horfinna stunda í þessum bæ. Ólöf Péturs- dóttir man Borgarholtið þegar það var „drungalegt og dimrnt"; þegar þar voru „forynjur við hvert fót- mál/ þar sem nú brosir Gérðarsafn/ blómum og börnum.“ Fjölmargir minntust þannig æsku sinnar í vog- inum og breyttra tíma. Hjörtur Pálsson getur Kópavogsfundar en andrúm hans virðist ekki lifa leng- ur: „Á hinum forna þingstað í Kópa- vogi/ segir sagan/ að sumir hafi skrifað undir/ grátandi/ 1662.// Nú fljúga þeir til Brússel/ hlæj- andi/ — á Saga Class.“ Auk þeirra sem hér hafa verið nefnd fluttu Einar Ólafsson, Ey- vindur Pétur, Geirlaugur Magnús- son, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hall- fríður Ingimundardóttir, Hrafn A. Harðarson, Jón Bjarman, Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Steinþór Jóhanns- son, Valgerður Benediktsdóttir og Þoivarður Hjálmarsson ljóð. Kvöld- ið leið hratt undir lestri skáldanna og tónum Jónasar. Þegar útúr safn- inu kom blasti við mér Esjan sem við Reykvíkingar höfum löngum viljað eigna okkur og kirkjuturn Hallgríms gægðist yfir Öskjuhlíð- ina. TÖNLIST íslenska óperan EINSÖNGSTÓNLEIKAR Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona, og Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari, fluttu söngverk eftir Handel, Mozart, Debussy. Walton, Beliini og Gounod. Laugardagurinn, 27. apríl, 1996. ÞAÐ ER góð venja hjá Styrktar- félagi íslensku óperunnar, að bjóða ungum söngvurum að syngja sinn „fyrsta konsert", sem getur verið sönglistamanni góð hvatning og viðurkenning við upphaf starfsfer- ils hans. Auðvitað þarf íslenska óperan að vita eitt og annað um unga söngvara og margir hafa í raun fengið sína fyrstu vígslu á sviði, hjá þeirri stofnun. Þrátt fyrir að tónleikamir séu í raun fyrstu tónleikarnir sem Þóra Einarsdóttir heldur að loknu framhaldsnámi í Englandi, hefur hún sungið oft og víða opinberlega og ber þar hæst söngur hennar á Vínartónleikunum með Sinfóníuhljómsveit íslands. En hvort sem hægt er að telja tónleik- ana í Gamla bíó fyrstu tónleika hennar eða ekki, marka þeir þau skil, að hún stendur eftir þá sem fullþroskuð söngkona, sem bundn- ar eru við miklar vonir um glæsta framtíð. Tónleikamir hófust á tveimur aríum eftir Handel og sú fyrri, Piangero la sorte mia, aría Kleópö- tru úr óperunni Júlíus Cesar en seimp, Tornami a vanheggiar, aría Alcinu úr samnefndri óperu. Það færist æ meira í vöxt að uppfæra löngu gleymdar óperur Handels og „Til stórra afreka“ hefur þá komið í ljós, að frægð Handels, sem óperutónskáld, byggð- ist á frábærri tónlist hans. Alcina var t.d. færð upp 1970, með Sutherland í aðalhlut- verki og vakti sú upp- færsla mikla athygli. Þóra söng báðar ar- íurnar af glæsibrag og sérstaklega aríuna úr Alcinu en þar mátti heyra vel útfærðar bar- okkstrófur, sem Hand- e! ritaði sérstaklega fyrir söngkonurnar sínar, því ekki vildi hann að þær mótuðu verkin að eigin geðþótta og var oft æði strangur við þær. í stað þess að syngja frægar aríur eftir Mozart, valdi Þóra sér viðfangsefni í sönglagasafni meist- arans en á því sviði var Mozart mun smátækari en á öðmm sviðum og kenna sagnfræðingar því um að hann hafi í raun ekki haft áhuga á ljóðagerð og þaðan af síður fyrir þeirri alþýðusönglist sem mótaði söngstíl Schuberts. Sagt er að Das Veilchen (Fjólan), sé í raun eina alvöru ljóðið sem Mozart hafi tón- klætt. Tvö fyrstu lögin eru fræg- Þóra Einarsdóttir ustu sönglög meistar- ans, Sehnsucht nach dem Frúhlinge (Nú tjaldar foldin fríða) og Das Veilchen, sem Þóra söng aldeilis fal- lega, sérstaklega „Fjóluna“ en þessi ein- földu og fallegu tón- verk eru sérlega vand- meðfarin. Tvö næstu viðfángsefnin eru ekki flokkuð sem sönglög. Un moto di gioja, er aría (K.476) og Rid- ente la calma, Canzo- netta (K.152), líklega frá hinni frægu ítalíu- ferð meistarans. Bæði þessi verk voru borin upp af sterkri tilfinningu fyrir sérkennilega seið- andi tónbogalist Mozarts. Der Zauberer er gamansamt ljóð um ástina og það túlkaði Þóra mjög fallega. í Abendempfindung var næturstemmningin ráðandi og leik- urinn í Das Kinderspiel, skemmti- lega mótaður. Siðasta lagið var meistarverkið An Chloé, undurfag- urt ástarljóð og er tónskipan þess eins konar rondino fyrir píanó, undurfagurt verk sem ekki er hægt að flokka sem eiginlegt sönglag. Flutningur Þóru á þessum við- kvæmu og „óhreinu börnum" Moz- arts var frábær en undirleikur Jón- asar var magnaður þeim galdri snertilistar á píanó, sem aðeins er að fínna hjá þeim listamönnum, sem af litlu blómi geta laðað fram angan og fegurð óendanlegrar blómabreiðu. Bæði söngur Þóru og leikur Jónasar var gæddur mikilli list og þessi sönglagaþáttur Moz- arts eftirminnilegur listviðburður. Eftir hlé var Debussy á efnis- skránni, þrjú lög er nefna mætti Prúðmannlegar hátíðir, við kvæði eftir Verlain og var síðasta lagið Claire de lune, sérlega áhugavert en öll lögin voru mjög vel flutt af Þóru og Jónasi. Þrír söngvar eftir grallarann William Walton voru næst á efnisskránni. Walton var aðeins tvítugur er hann vakti heimsathygli fyrir söngverkið „Facade", við súrrealísk kvæði eft- ir Edith Sitwell en nefndir þrír söngvar eru einmitt við kvæði eftir þessa sérkennilegu skáldkonu og var síðasti söngurinn, Old Sir Faulk, sérlega skemmtilega út- færður en þar leikur Walton með jazzhryn, sem flytjendur náðu að útfæra mjög vel. Tónleikunum lauk með tveimur stór aríum, Eccomi in lieta vesta, eftir Bellini og glæsisöngverkinu, Je veux vivre, úr Rómeo og Júlíu, eftir Gounod og þarf vart að fara mörgum orðum um þann flutning, sem var í einu orði sagt frábær. Með þessum tónleikum hefur Þóra Einarsdóttir tekið sér stöðu sem ein af okkar bestu söngkonum, þar sem saman fer góð menntun og hæfileikar, er ættu nægja henni til stórra afreka í framtíðinni. Jón Ásgeirssori Lokasýn- ing Is- lensku mafíunnar NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá íslensku mafíuna í Borgarleikhúsinu en lokasýn- ing er nú á fimmtudaginn 2. maí. íslenska mafían er eftir þá Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason en þeir unnu verkið upp úr bókum Einars „Heim- skra manna ráð“ og „Kvika- silfur". íslenska mafían er marg- þátta fjölskyldusaga - örlaga- saga Killians fjölskyldunnar. Bakgrunnur leikritsins er sam- félag síðustu áratuga. Þar koma fram litríkir persónuleik- ar og er óhætt að fullyrða að þetta er kraftmikið og að- gangshart leikrit með leiftr- andi húmor. Leikarar eru: Ari Matthías- son, Árni Pétur Guðjónsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Felix Bergs- son, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Ólafssön, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir, Valgeir Skagíjörð og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.