Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp um opinbera starfsmenn afgreitt úr nefnd
Slj ómarandstaðan sakar
meirihlutann um ofbeldi
Askorun um
lækkun á
vörugjaldi
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda
hefur beint þeirri áskorun til ríkis-
stjórnarinnar að vörugjald af bensíni
verði lækkað tímabundið vegna mik-
illar hækkunar á bensínverði á
heimsmarkaði. Að sögn Runólfs
Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB,
hefur bensínverð ekki verið hærra
síðastliðin fimm ár eða síðan á tím-
um Persaflóaátakanna.
Runólfur sagði engin rök hníga
að því að ríkissjóður hagnist á spá-
kaupmennsku með eldsneyti erlend-
is og eðlilegt sé að stjómvöld grípi
inn í, þegar svona verðsveiflur verði
á markaðinum, með aðgerðum til
að draga úr mikilli verðhækkun á
markaði hér á landi. Hann sagði að
ef verðið héldist óbreytt allt þetta
ár myndi sú hækkun vörugjaldsins,
sem átt hefur sér stað undanfarna
mánuði, þýða 300 milljóna króna
skattahækkun í ríkissjóð.
Vörugjald á bensín er 97% af
innflutningsgjaldi en aðrir bensín-
skattar eru fastar krónutölur. Yfir
70% af verði bensínlítrans rennur í
ríkissjöð.
Víkingar
skylmast
LJÓSMYNDARINN rakst á þessa
tvo víkinga í Hafnarfirði í gær,
þar sem þeir biðu í vegarkantin-
um eftir rútu með ferðamönnum,
sem þeir hugðust „ræna“. Til
þess að stytta sér biðina æfðu
þeir skylmingar.
FLÓTTAMANNARÁÐ íslands
hefur samþykkt að hefja undirbún-
ing að för íslenskrar sendinefndar
til Belgrad til að ræða við hóp
bosnískra flóttamanna. fjallað var
á fundi nefndarinnar í fyrradag
um lista Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna yfir 42
flóttamenn sem hugsanlega gætu
komið hingað til lands.
Um ér að ræða tíu fjölskyldur
af blönduðum uppruna, segir í
STJÓRNARANDSTAÐAN á Alþingi
gagnrýndi harðlega í gær að frum-
varp um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins hefði fyrr um daginn
verið afgreitt úr efnahags- og við-
skiptanefnd þingsins. Líklegt var
talið í gær, að frumvarpið komi til
annarrar umræðu á Alþingi á föstu-
dag.
I gær var einnig lagt fram á Al-
þingi frumvarp um breytingar á
sérákvæðum í lögurn um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins. Um
er að ræða svonefndan bandorm í
177 greinum um breytingar sem
leiða með einum eða öðrum hætti
af frumvarpinu um réttindi og skyld-
ur starfsmanna ríkisins.
Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu-
bandalagi, kvaddi sér hljóðs um störf
þingsins og sagði að efnahags- og
viðskiptanefnd hefði afgreitt frum-
varpið gegn andstöðu stjórnarand-
stöðunnar og samanlagðri kröfu
verkalýðshreyfingarinnar um að
frumvarpið, og fleiri frumvörp því
tengd, verði tekin af dagskrá.
Steingrímur sagði að það hefði
verið sameiginlegt mat allra for-
frétt frá félagsmálaráðuneyti. Þá
er átt við að annað hjóna sé Serbi
og hitt Króati. í hópnum eru 19
börn 16 ára og yngri og hafa fimm
fjölskyldur verið settar í forgangs-
hóp.
Töf á afgreiðslu
Ríkisstjórnin samykkti á fundi
hinn 10. október á síðasta ári að
bjóða 25 flóttamönnum frá Bosníu
hæli á íslandi. Þá var jafnframt
svarsmanna verkalýðshreyfingar-
innar sem komið hefðu fyrir nefnd-
ina, að þessi framgangsmáti myndi
stórspilla andrúmsloftinu í komandi
kjarasamningum og væri ávísun á
ófrið og átök. Það liti út fyrir að
þetta ætti að verða kveðja ríkis-
stjórnarinnar til verkalýðshreyfing-
arinnar 1. maí að halda fast við
áform um að knýja frumvörpin fram.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu þessa niðurstöðu sýna hroka
stjórnarmeirihlutans og fyrirlitningu
hans á stjórnarandstöðunni. Beitt
hefði verið þingræðislegu ofbeldi í
þessu máli og málið hefði ekki verið
útrætt í nefndinni. Þannig hefði fjár-
málaráðherra m.a. neitað að koma
á fund efnahags- og viðskiptanefnd-
ar.
Ekki misbeiting
Viihjálmur Egilsson formaður
nefndarinnar sagði að haldnir hefðu
verið 10 fundir um málið og starfað
að því ötullega og málefnalega í
nefndinni þrátt fyrir ágreining.
Hann sagði að það hefði ekki tíðk-
ast að ráðherrar kæmu á fund efna-
samþykkt að taka upp viðræður
við ísafjarðarkaupstað um mót-
töku fólksins.
Var ákvörðuninni komið á fram-
færi við Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna en töf hefur orðið
á afgreiðslu málsins innan stofn-
unarinnar því nauðsynlegt reynd-
ist að endurskoða alla flutninga
flóttamanna eftir að Dayton-sam-
komulagið var gert, segir í frétt
frá ráðuneytinu.
hags- og viðskiptanefndar og hann
hafnaði því að verið væri að mis-
beita þingræði eða sýna einhveijum
fyrirlitningu. Ríkisstjórnin og meiri-
hluti þingsins hefði ákveðna stefnu
í starfsmannamálum ríkisins, sem
ætti að láta reyna á. Með því að
afgreiða málið með eðlilegum hætti
út úr þingnefnd, þegar umræðu þar
væri lokið, væri verið að standa við
þessa stefnu og framkvæma það sem
kjósendur hefðu trúað ríkisstjórninm
til að koma fram.
Margir stjórnarandstöðuþing-
menn tóku þátt í umræðunni og
sögðu ljóst að þingstörf yrðu í upp-
námi það sem eftir lifði vors.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
ekki út á morgun, fimmtudag
2. maí, vegna hátíðisdags
verkalýðsins, sem er í dag, 1.
maí. Morgunblaðið kemur
næst út föstudaginn 3. maí.
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir fjögurra síðna auglýs-
ingablað frá BYKO.
Sendinefnd fer til Belgrad til að ræða við bosníska flóttamenn
Tekið við tíu fjölskyldum
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um nýtingu auðlinda sjávar á aðalfundi SH
Verðum að vera
vakandi fyrir
kröfum markaðarins
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra
segir að íslendingar verði að vera vakandi
fyrir kröfum markaðarins um það hvernig
sjávarauðlindin er nýtt. í ávarpi á aðalfundi
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á Akureyri
í gær ,benti hann á að þjóðin hefði ákveðið
forskot í þessu efni og velti því fyrir sér hvort
hagsmunaaðilar ættu ekki að taka höndum
saman við stóra kaupendur um þetta efni,
frekar en að láta það eftir friðunarsamtökum.
Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að hann
muni beita sér fyrir samstarfi stjórnvalda og
hagsmunaaðila í sjávarútvegi um afstöðuna
til þessara viðfangsefna.
Þorsteinn sagði í erindi sínu að Islendingar
stæðu á vissum tímamótum í sjávarútvegsmál-
um, nú þegar vænta mætti aukningar þorsk-
afla á næstu árum. Hann nefndi þrjú atriði
sem hann telur að geti skipt nokkru máli við
þróun sjávarútvegsins í nýrri framtíð: Efna-
hagsleg skilyrði heimafyrir, tengslin við Evr-
ópusambandið og ábyrg fiskveiðistjórnun.
Sjálfbær þróun
í umfjöllun sinni um ábyrga fiskveiðistjórn-
un lagði Þorsteinn áhersiu á að íslendingar
hefðu borið gæfu til þess að ná allvíðtækri
samstöðu um langtímahagsmuni við nýtingu
mikilvægustu fiskistofna. Akvarðanir um nýt-
ingu þeirra hefðu verið teknar á grundvelli
hugtaksins um sjálfbæra þróun. „Vitaskuld
eru um þetta skiptar skoðanir. Vitaskuld toga
brýnir stundarhagsmunir stundum í, eins og
átti sér stað nú á dögunum þegar kröfur voru
uppi um að auka þorskveiðiheimildir á þessu
ári. En ég tel mjög mikilvægt að við höldum
mjög fast í markaða stefnu í þessu efni, ekki
síst í því ljósi að hún er farin að skila okkur
árangri. En líka vegna þess að hún mun skipta
okkur máli útávið, í samskiptum við þá sem
eru að kaupa af okkur físk. Við ræðumst
ekki einir við í þessu efni. Og við getum ekki
leyft okkur að taka ákvarðanir bara út frá
eiginhagsmunum í þessu efni, þó þeir séu rík-
ir, heldur verðum við líka að horfa á þá hags-
muni sem eru á mörkuðunum," sagði sjávarút-
vegsráðherra.
I þessu sambandi sagði hann nauðsynlegt
að bæta umgengnina við fiskveiðiauðlindina,
hún hafi ekki verið nógu góð. Brýnt væri að
afgreiða löggjöf um þetta efni. Hann sagði
einnig nauðsynlegt að undirbúa samstarf við
aðrar þjóðir um veiðar á úthafinu og nefndi
að mikilvægt væri að samstaða tækist á Al-
þingi í vor um fullnægjandi löggjöf í þessu efni.
Markaðurinn setur kröfur
Vakti Þorsteinn máls á því að markaðurinn
setti kröfur um það með hvaða hætti auðlind-
in væri nýtt. Rifjaði upp að í fyrrasumar hafi
stór þýsk fiskvinnslufyrirtæki og fiskkaupend-
ur hafið viðræður við verndunarsamtök eins
og Greenpeace, um að kaupa aðeins fisk frá
þjóðum sem stunduðu ábyrgar fiskveiðar.
Nýlega hafi komið til umræðu samningur
Unilever við Word Wild Fund er miðaði að
því að þessi stóri aðili keypti ekki annan fisk
eftir árið 2005 en þann sem veiddur væri á
grundvelli sjálfbærrar nýtingar. Aðrir viidu
ekki kaupa lýsi sem unnið væri úr bræðslu-
fiski, þar sem með því væri verið að taka
fæðu fiskistofna sem nýttir væru til manneld-
is. „Þessir aðilar segja: Stjórnmálamennirnir
hafa brugðist í að koma á ábyrgum fiskveið-
Morgunblaðið/Kristján
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráð-
herra ávarpar aðalfund SH.
um. Krafa okkar neytenda er hins vegar að
fiskveiðar séu stundaðar með ábyrgum hætti
og ef stjórnmálamennirnir bregðast verðum
við í samslarfi við þau samtök sem hafa á
þessu áhuga að taka málin í okkar hendur,"
sagði Þorsteinn.
Gat Þorsteinn þess að aðilar úr mjöl- og
lýsisiðnaði hefðu nýlega komið á sinn fund til
þess að lýsa áhyggjum sínum vegna þessarar
þróunar, þeir óttuðust að hún muni á næst-
unni hafa alvarleg áhrif á lýsissölu héðan. „Ég
tel að þarna stöndum við frammi fyrir mjög
alvarlegum hlutum og hljótum að taka mjög
fast og ákveðið á þessum viðfangsefnum. Ef
við horfum til að mynda á það hvernig við
höfum nýtt okkar loðnustofn, þá hefur það í
mjög langan tíma verið gert á grundvelli mjög
skynsamlegrar aflanýtingarreglu, þar sem við
höfum ávallt tekið ákvarðanir um heildarafla
á þeirri forsendu að skilja nægjanlegt magn
eftir í sjónum til þess að viðhalda stofninum
og til þess að hafa eðlilegt fæðuframboð fyrir
aðra fiska í umhverfinu við ísland. Við getum
ekki sætt okkur við það að ákvarðanir séu
teknar af kaupendum í samráði við hagsmuna-
samtök, gervifriðunarsamtök, sem í reynd
taka ekki tillit til sjónarmiða sem við höfum
lagt til grundvallar okkar fiskveiðistjórnun en
flagga þeim sem yfirvarpi fyrir stefnu sína,“
sagði ráðherra.
Gætum haft forskot
Hann sagði að jafnframt skyldu menn átta
sig á því að íslendingar gætu haft hér ákveðið
forskot. Við ættum að geta tekið höndum sam-
an með þeim aðilum sem vildu uppfylla þessar
kröfur. „Við höfum náð lengra en ýmsar aðrar
þjóðir í þessum efnum og getum þess vegna
haft ákveðið forskot. Við skulum ekki gera ráð
fyrir því að á komandi árum verði hægt að
bægja því sjónarmiði frá að neytendur vilji
hafa þetta í huga. Þess vegna er það áleitin
spurning hvort við erum ekki betri samstarfsað-
ilar við stóra kaupendur á fiski um þessi efni
heldur en friðunarsamtök sem staðin hafa ver-
ið að því að virða grundvallarviðhorf að vett-
ugi þegar á hefur reynt. Við höfum afdrifaríka
reynslu af því í hvalveiðum. Við stöndum
frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvort við
erum að mæta sömu aðstæðum á öðrum svið-
um,“ sagði Þorsteinn.
;
-