Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚT ER komin ný prentun alda- gömlu spekibókarinnar Bókin um veginn sem er taiin vera ein af útbreiddustu bókum sögunnar eftir Lno-Tse. Þýðendur hinnar ís- lensku útgáfu eru; Yngvi Jóhann- esson og Jakob J. Smári. Margir þekktustu rithöfundar veraldar og andans menn vitna í þessa bók í ritum og ræðum. Halldór Kiljan Laxness hefur vitnað oftar í hana en nokkra aðra á rithöfundarferli sínum og ritar formála þessarar útgáfu. Hörpuútgáfan á Akranesigefur út. Bókin um veginn er 110 bls. Teikningar gerði Bjarni Jónsson listmálari. Prentvinnsla Oddi hf. Bókin fæst í bókaverslunum og kostar 1.180 kr. - kjarni málsins! Hinar óviðjafnanlegu Borgnrdætur leika við hvern sinn fingur með spaugi og sprelli og flutningi á mörgum vinsælustu laga sinna. Asamt þeim koma fram Ragnar Bjamason og stórhljómsveit undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Hljómsveitin Saga Klass leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur °g Reyni Guðmundssyni. Innifalin er þríréttuð veislumáltíð, skemmtun og dansleikur. Uppselt er laugardaginn 4. maí nk. Athugið! Allra síðasta sýning laugardaginn 11. maí. Tryggið ykkur skemmtun ársins og pantið tímanlega. Kynnið ykkur einnig sértilboð á gistingu. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild í síma 552 9900. -þín saga! SÝNING á verkum eftir Rúrí verð- ur opnuð í Ingólfsstræti 8, fimmtu- daginn 2. maí. Verkin á sýning- unni hafa ekki verið sýnd áður hér á landi, en fjögur ár eru frá síðustu sýningu Rúríar hérlendis. „Rúrí er landskunn fyrir verk sín, allt frá gjörningunum frá miðjum áttunda áratugnum til útilistarverkanna „Regnbogi" sem VERK eftir Rúrí. Rúrí í Ing- ólfsstræti 8 stendur við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og „Fyssa“ sem er í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal. Rúrí hefur sýnt víða um heim og hlotið viðurkenninar fyrir verk sín. Sýningin í Ingólfsstræti 8 sem heitir „Gildi 11“ stendur til 25. maí og ætti enginn listáhugamað- ur að láta hana fram hjá sér fara," segir í frétt frá galleríinu. Ingólfsstræti 8 er opið frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga, þá er lokað. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÖNGSVEITIN Fílharmónía. Sköpunin eftir Joseph Haydn Leiðtogafundurinn í Reykjavík - Tíu árum síðar Brýr byggðar ÞANN 2. maí næstkomandi verður opnuð listasýning í Mart- in Luther King Memorial safn- inu í Washington D.C. með ofan- greindri yfirskrift. Eins og með- fylgjandi sýningarskrá ber með sér er sýningin haldin til að minnast þess að 10 ár eru liðin á þessu ári frá því að Reykjavík- urfundurinn var haldinn í Höfða. Eftirtaldir listamenn taka þátt í sýningunni; Peter Shapiro myndhöggvari frá Rússlandi, Sigrún Jónsdóttir kirkjulista- maður frá íslandi og Nancy Hamilton listmálari frá Banda- ríkjunum. Einnig verða á sýningunni tréútskurður, gerður af Gunn- ari R. Gunnarssyni. Sérstök at- hygli er vakin á verkinu „vin- átta“, sem sýnir táknrænan hátt samband íslands og Bandaríkj- anna. Frumverkið er í eigu Önnu og Parker Borg, sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi. I tilefni af opnun sýningar- innar efna sendiráð Rússlands og íslands í Washington D.C. til mótttöku í safninu kl. 17 til 18.30 á sýningardaginn, þar sem minnst verður þessara tímamóta. AÐALVERKEFNI Söngsveitarinnar Fílharmóníu á þessu ári verður flutn- ingur á óratóríunni Sköpuninni eftir Joseph Haydn, laugardaginn 4. maí kl. 17 og sunnudaginn 5. maí kl. 17 í Langholtskirkju. Flytjendur auk söngsveitarinnar eru einsöngvararnir Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Þorgeir J. Andrés- son tenór og Bergþór Pálsson baríton ásamt hljómsveit, konsertmeistari er Szymon Kuran. Stjórnandi er Úlrik Ólason og raddþjálfarinn Elísabet Erlingsdóttir." Sköpunin telst til stórvirkja tónbókmenntanna og er ásamt Árstíðunum þekktasta verk Haydns fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. í byijun verksins er text- inn tekinn úr lýsingu Fyrstu Móse- bókar á sköpun heimsins en síðan tekur við texti sem byggist á Paradís- armissi Miltons. Ekki er vitað hver tók þennan texta saman en Haydn virðist hafa haft hann með sér heim til Vínar úr síðari Lundúnaferð sinni og fengið hann þýddan á þýsku. Tónlist Haydns við þennan texta er margslungin og hrífandi og er af ýmsum talin með því besta sem þetta afkastamikla tónskáld samdi. Sköp- unin var frumflutt í Vín 1798 undir stjórn tónskáldsins sjálfs. Verkið varð fljótlega vinsælt og í byijun 19. aldar var farið að flytja það í helstu borgum Evrópu. Til er samtímalýsing á flutningi verksins í Vín árið 1808, ári áður en Haydn lést, en stjórnandi á þeim tónleikum var Salieri sem margir muna eftir úr kvikmyndinni Amadeus. Hér á landi hefur Sköpun- in verið flutt nokkrum sinnum en lið- in eru fáein ár síðan það var gert síðast,“ segir í kynningu. Mótettukórinn á frlandi DAGANA 1.-6. maí tekur Mótettukór Hallgrímskirkju þátt í alþjóðlegri kórahátíð í Cork á írlandi, Cork Inter- national Choral Festival. Hátíðin hefur verið haldin í Cork undanfarin 43 ár og er mikill viðburður í bæjarlíf- inu. Að þessu sinni munu um 100 kórar, víðsvegar að, taka þátt í mótinu. Mótettukórinn mun bæði halda sjálf- stæða kirkjutónleika og koma fram ásamt fleiri kórum á götum úti og í sölum bæjarins. Samhliða hátíðinni fer fram keppni, The Cork Inter- national Trophy Competition, sem 13 kóranna taka þátt í og er Mótettukórinn einn þeirra. Keppnisverkin eru: Víst ertu Jesú kóngur klár, í útsetningu Jóns Hlöðvers Áskelssonar, Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Die mit Tránen sáen eftir Henrich Schiitz og Exulate Deo eftir Francis Poulenc. Kórfélagar hafa undirbúið sig af kappi undanfarnar vikur og hlakka mikið til að taka þátt í keppninni og heyra hvað ólíkir kórar frá fjölda landa hafa fram að færa. Strax eftir heimkomuna munu hefjast æfingar á nýju verki eftir Hafliða Hallgrímsson. Þetta verk verður frum- flutt í messu, í beinni sjónvarpsútsendingu, við setningu listahátíðar 2. júní næstkomandi. í haust mun kórinn taka þátt í Norræna kirkjutónlistarmótinu í Gautaborg. Höfuðverkefni þar verða Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal, en kórinn hefur fengið mikið hrós lærðra sem leikra fyrir flutning sinn á því verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.