Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 53 FRÉTTIR V ímuvarnadagur Lions 4. maí LIONS-, Lionessu- og Leóklúbbar um allt land munu laugardaginn 4. maí halda sinn árlega vímu- varnadag. Þetta er í 11. sinn sem slíkur dagur er haldinn hér á landi á vegum Lionshreyfingarinnar með fjölbreyttri dagskrá víða um land. Aðalmarkmið dagsins er að vekja athygli á vímuvarnastarfi hreyfingarinnar, einkum kynn- ingu á námsefninu: Að ná tökum átilverunni eða „Lions-Quest“. Námsefnið sem oftast er nefnd Tilveran meðal nemenda er nú kennt í flestum grunnskólum landsins. Nemendur eru á sjöunda þúsund í 7. og 8. bekk en 900 kennarar hafa nú þegar réttindi til að kenna námsefnið. I tilefni dagsins munu Lionsfé- lagar, unglingar og aðrir, sem láta sig vímuvarnir unglinga varða, selja barmmerki, auk þess sem Lionskiúbbar víða um land halda upp á daginn með fjöl- breyttri dagskrá fyrir ungt fólk og fjölskyldur þeirra. Hagnaður af sölu merkjanna fer til styrktar unglingastarfi í landinu og Vimu- varnasjóði Lionshreyfingarinnar sem m.a. styrkir kennara til að sækja námskeið er veitir þeim réttindi til að kenna unglingum að ná tökum á tilverunni. GUÐBERGUR Björnsson nemi í Foldskóla afhendir Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra barmmerki til styrktar vímuvörnum. Með þeim eru (f.m.) Þór Steinarsson, for- maður Vímuvarnadagsins, og Ólafur Briem, kynningarstjóri Lions. Minni myndin er úr kennslustund um vímuvarnir í Foldaskóla. Morgunblaðið/Sverrir Ný dögun í Gerðubergi AÐALFUNDUR Nýrrar dögunar verður í Gerðubergi fimmtudaginn 2. maí nk. kl. 19. Þetta sama kvöld mun sr. Baldur Rafn Sigurðsson flytja fyrirlestur sem hefur yfir- skriftina: Sorg og sorgarviðbrögð. Þessi fyrirlestur hefst strax að loknum aðalfundinum kl. 20. Vegna forfalla getur Páll Ei- ríksson, geðlæknir, ekki flutt þennan fyrirlestur. Þessi fyrirlest- ur er sá síðasti í vetur en opin hús verða áfram í sumar í Gerðubergi fyrsta fimmtudag í mánuði. Allar upplýsingar um dagskrá Nýrrar dögunar eru á símsvara samtakanna í síma 562 4844. Símatími Nýrrar dögunar er á þriðjudögum kl. 18-19. Genginn Flugvallar- hringurinn í MIÐVIKUDAGSGÖNGU Hafnargönguhópsins 1. maí verður rætt um umgengni á almannafæri og hvað er til ráða til að bæta hana. Mæting er kl. 20 við Hafnarhús- ið. Genginn verður Flugvallar- hringurinn um Vatnsmýrina, Öskjuhlíð og niður í Nauthólsvík. Þaðan út með ströndinni og um Háskólahverfið og með Tjörninni til baka. Val um að ganga hluta leiðarinnar og nýta SVR til baka. Allir velkomnir. Kyuningar- kvöld fyrir brúðkaup Á VEITINGAHÚSINU Astró fimmtudaginn 2. maí kl. 20 stend- ur Holtablóm fyrir kynningar- kvöldi fyrir brúðkaup. Þar munu hinar ýmsu verslanir og þjónustu- aðilar kynna vörur sínar um allt er viðkemur brúðkaupi. Meðal þeirra sem þar verða eru: Holtablómið, Fataleiga Garðabæj- ar, Brauðberg, Trimform, Gullsól, Sveinbjörg V. Lúðvíksdóttir, förð- unarmeistari, Jónas E. Nordquist, Bílaleiga Hasso, ískort og Blóma- miðstöðin. Það sem sýnt verður er m.a. brúðarvendir og skreytingar, brúðartertur og kransakökur, brúðarkjólar og samkvæmisklæðn- aður, eðalvagnar, boðsmiðar, boðs- kort o.fl. Kuran Swing á Kringlukránni KURAN Swing kvartettinn leikur á Kringlukránni í kvöld, miðviku- dagskvöldið 1. maí. Á efnisskránni eru sígild djass- lög í bland við þeirra eigið efni. Þeir sem skipa Kuran Swing eru: Symon Kuran, fiðluleikari, Björn Thoroddsen, gítarleikari, Bjarni Sveinbjörnsson, kontrabassaleikari og Ólafur Þórðarson, gítarleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. ■ NÁMSKEIÐ í samkvæmis- dönsum verður haldið í Dans- smiðju Hermanns Ragnars á þriðjudögum og fimmtudögum frá 2. til 23. maí. Námskeið í „kántrýd- önsum“ verður á þriðjudögum 7--20. maí. Námskeiðin fara fram að Engjateigi 1. Kennarar verða Jóhann Gunnar Arnarson, Emel- ía Sigurðardóttir og Jóhann Örn Olafsson. ■ AÐALFUNDUR Reykja- víkurdeildar SÍBS verður haldinn fimmtudaginn 2. maí kl. 17 í Múla- lundi, Hátúni lOc. Venjuleg aðal- íundarstörf og kaffi. Við viljum samninga um kjör og réttindi launafólks - ekki lögþvinganir Samtök launafólks hafa ítrekað lýst því yfir að þau séu tilbúin til viðræðna og samninga um réttindi, skyldur, kaup og kjör félags- manna sinna. Ríkisstjórnin hyggst skerða réttindi starfsmanna ríkisins. Dæmi: Afnám samnings- og verkfallsréttar hjá þúsundum launamanna Forstjóravaldið aukið Afnám biðlaunaréttar Skerðing ráðningarkjara Verði réttindin skert hljóta launin að hækka. Það er verkefni sem leysa þarf við samningaborðið, en verður aldrei leyst með lögþving- unum. Bandalag háskólamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.