Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 2

Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vanvirti leiði manns sem hann banaði ÁTJÁN ára piltur í Hafnarfirði hef- ur viðurkennt að hafa vanvirt leiði fyrrverandi sambýlismanns móður sinnar. Pilturinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi í febrúar sl. fyrir að hafa orðið manninum að bana með því að aka á hann. Hann hefur beðið afplánunar frá því að dómurinn féll, en hóf hana í gær. Leiðið í kirkjugarðinum við Garðakirkju á Álftanesi var vanvirt aðfaranótt sunnudags, kross á því brotinn og blóm rifín upp. Þegar skemmdarverkið uppgötvaðist féll grunur á piltinn. Við yfírheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni í Hafn- arfírði viðurkenndi hann verknað- inn. Hann hafði þó ekki verið einn að verki, heldur tók kunningi hans þátt í skemmdarverkinu. Pilturinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 22. febrúar sl. fyrir að hafa af ásetningi ekið á manninn, þar sem hann var á hjóli á götu í Hafnarfírði. Maðurinn kast- aðist af hjólinu, skall í götuna 18 metrum framar og slasaðist svo alvarlega að hann lést skömmu síð- ar. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði hafði pilturinn beðið afplánunar frá því dómur Hæstaréttar féll. í fram- haldi af verknaðinum um helgina var ákveðið að hann myndi hefja hana í gær. Aukið frelsi ALÞINGI samþykkti í gær ný mannanafnalög sem veita meira frelsi í nafngiftum en fyrri lög.og heimila m.a. svonefnd millinöfn. Lagafrumvarpið, sem hefur ver- ið nokkuð umdeilt, var samþykkt með 33 atkvæðum gegn tveimur. 9 þingmenn sátu hjá. Stefán Guð- mundsson, Framsóknarflokki, og Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Hjörleifur og Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, höfðu áður lagt fram frávísunartilögu við frum- varpið en drógu hana til baka. Svavar lagði þess í stað fram breyt- ingartillögu um að dómsmálaráð- herra skuli stofna 3 manna nefnd sem fylgist með framkvæmd lag- anna og skili greinargerð haustið í nafngiftum 1997. Þessi tillaga var samþykkt og Svavar lýsti því yfír í kjölfarið að hann myndi sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna um frumvarpið í heild. Sólveig Pétursdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði að verið væri að samþykkja fijálslyndari ramma um nafngiftir en gilt hefði, og vonir stæðu til að þjóðin fengi nú betra tækifæri til að móta nafnasiði sína en innan ramma fyrri laga. Sagður hafa notfært sér ölvun stúlku TUTTUGU og sex ára varnarliðs- maður hefur verið kærður fyrir mis- neytingu, en hann kom fram vilja sínum við 15 ára stúlku úr Keflavík aðfaranótt laugardagsins. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Keflavík hafði stúlkan þegið far í bíl vamarliðs- mannsins. Hann er sakaður um að hafa notfært sér ölvunarástand stúlkunnar og haft við hana kynmök. Að loknum yfírheyrslum var mað- urinn afhentur herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn máls- ins er ekki lokið. Morgunblaðið/Ásdís Forsætisráð- herrar ákváðu úrslitafundinn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra Ís- lands og Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra Noregs áttu fyrir skömmu samtal símleiðis að frum- kvæði norska forsætisráðherrans, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra, og var á grundvelli þess samtals ákveðið að utanríkis- og sjávarútvegsráðherrar íslands og Noregs hittust í London. „Við áttum langan fund og má segja að hann hafi leitt til þess að haldið var áfram. Síðan áttu Norð- menn fund með Rússum og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fund- aði með Færeyingum. Allur þessi aðdragandi varð til þess að þessi samningur er kominn á og það er ljóst og rétt að forsætisráðherrar Noregs og íslands áttu hlut að þessu máli, eins og eðlilegt var því að hér var orðið um alvarlegt vandamál að ræða í samskiptum þessara þjóða,“ segir Halldór. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála um viðskipti með osta Samkeppnislög gilda um sumar tegundir osta ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest úrskurð sam- keppnisráðs um að Osta- og smjör- sölunni beri að bjóða viðskiptavinum sínum magnafslátt af þeim tegund- um osta sem ekki eru verðlagðir af opinberum verðlagsnefndum. Guð- mundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnis- stofnunar, telur að með úrskurðum áfrýjunamefndar í þessu máli og í máli eggjabænda á dögunum hafí Annir á dekkja- verkstæðum 15. APRÍL síðastliðinn áttu allir bílar að vera komnir af nagla- dekkjum. Um helgina hóf lögregla að svipast um eftir bilum sem enn aka um göturnar á nöglum. Berg- dís Una Bjarnadóttir vinnur á dekkjaverkstæði Krissa í Skeif- unni og þar eins og á öðrum dekkjaverkstæðum hafa annir verið miklar undanfarið. línur skýrst um gildi samkeppnis- reglna í búvöruviðskiptum. Vegna kvörtunar Bónuss úr- skurðaði samkeppnisráð um miðjan febrúar síðastliðinn að mæla fyrir um að Osta- og smjörsalan bjóði viðskiptavinum sínum magnafslátt af viðskiptum með þær vörur sem ekki eru háðar hámarksverðlagn- ingu samkvæmt búvörulögum. Viðskiptakjör skuli vera almenn þannig að fyrirtæki sem eigi í sams- konar viðskiptum við fyrirtækið njóti sömu kjara. Deilt um gildi samkeppnislaga Osta- og smjörsalan áfrýjaði úr- skurðinum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Meðal annars voru færð fram þau rök að almennar samkeppnisreglur gætu ekki átt við þegar um væri að ræða opinber afskipti af framleiðslu og talið ljóst að verðlagning mjólkurvöru í heild- sölu heyrði ekki undir samkeppnis- lög. Samkeppnisráð túlkar lögin hins vegar svo að samkeppnislögin taki til viðskipta með landbúnaðar- vörur, nema beinlínis sé kveðið á um annað í búvörulögum. í úrskurði sínum bendir áfrýjun- amefndin á að nefnd sú sem verð- leggur mjólkurvörur í heildsölu hafi ekki haft nein afskipti af verðlagn- ingu umræddra osta. Hún hafi ekki tekið sérstaka ákvörðun um að und- anskilja þessar ostategundir frá verðlagningarákvæðum búvörulag- anna. Við þessar aðstæður verði að líta svo á að sérstök fyrirmæli um verðlagningu ostanna samkvæmt búvörulögum hafi ekki verið sett og falli hún því undir samkeppnisregl- ur. Staðfestir áfrýjunarnefndin úr- skurð samkeppnisráðs. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, telur að með þessum úrskurði áfrýjunarnefndar og nýlegum úrskurði hennar um eggjaviðskipti hafí línur skýrst. í báðum málunum töldu hinir kærðu sig vinna eftir búvörulögum og efuð- ust um gildissvið samkeppnislaga í landbúnaðarmálum en áfrýjunar- nefndin staðfesti úrskurði stofnun- arinnar. Tillögur stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur til skoðunar hjá ráðherra Stofnunin verði lögð niður í núverandi mynd STJÓRN Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur leggur til að stofnunin verði lögð niður í núverandi mynd. Mæðra- og ungbarnaeftirlit flytjist í auknum mæli til heilsugæslu- stöðva en sameinist að öðru leyti sambærilegum einingum á Land- spítalanum. Heimahjúkrun flytjist einnig til heilsugæslustöðva og þær sameinist um miðstöð til að mæta sveiflukenndu álagi heimahjúkrun- ar. Aðrar einingar verði endur- skipulagðar eða lagðar niður. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur tillögurnar til skoð- unar og hefur ákveðið að láta meta hagkvæmni þeirra. I tillögum stjórnar er lagt til að mæðradeildin verði sameinuð svip- aðri starfsemi á Kvennadeild rík- isspítala og að ungbarnaeftirlit verði með sama hætti sameinað svipaðri starfsemi á göngudeild Bamaspltala Hringsins. Flestar skoðanir barna og barnshafandi kvenna fari fram á heilsugæslu- stöðvum en þangað komi sérfræð- ingar á þessum sviðum til ráðgjaf- ar. Bent er á að undanfarið hafí átt sér stað mikil umræða um fram- tíð mæðraverndar og ungbarna- eftirlits í Reykjavík. Talið sé sjálf- sagt og eðlilegt að samræmi sé í fyrirkomulagi þjónustunnar. Mikilvægt sé vegna vaxandi sér- þekkingar að efla tengsl heilsu- gæslunnar við sjúkrahúsþjónustu á þessum sviðum og ekki síst að tengja hana með skýrum hætti við rannsóknarstarfsemi, sem fram fer í Háskóla Islands og á stóru sjúkra- húsunum. Lítil deild Fram kemur að atvinnusjúk- dómadeildin sé mjög lítil og að henni hafí verið sinnt í hlutastarfi í nokk- urn tíma. Klíniski þáttur göngu- deildarinnar eigi vel heima á göngu- deildum sjúkrahúsa og á heilsu- gæslustöðvum. Ráðgjafarþátturinn og forvarnavinna tengist starfsemi Vinnueftirlits ríkisins sem heyri undir félagsmálaráðuneytið. Auk þess verði eðlilega lögð áhersla á umhverfisáhrif á heilsu á komandi árum. Bent er á að Hollustuvernd ríkisins sinni einnig svipuðum verk- efnum. Samleið með lungnadeild á Vífilsstöðum Lungna- og berkladeildin eigi samleið með lungnadeild á Vífil- stöðum. Tóbaksvarnir eru hluti af starfsemi deildarinnar en þeim væri best fyrir komið hjá Forvarnasjóði. Fram kemur að berklavarnir eigi að fara fram á heilsugæslustöðvum. Hvað varðar kynfræðslumiðstöðina sem rekin hefur verið á Heilsu- vemdarstöðinni þá mætti einnig koma henni fyrir hjá Forvamasjóði. Stjórnin leggur til að starfsemi skólatannlækna verði endurskipu- lögð og tryggt að öll börn á skóla- skyldualdri njóti lögboðinnar tann- vemdar án tillits til efnahags og áhuga foreldra. Skólaheilsugæsla hafi flust til heilsugæslustöðvanna og sé henni sinnt I skólum. Bent er á að mikilvægi hennar aukist með hverju ári, þar sem skólaheilsugæsl- an sé oft besta leið heilbrigðisþjón- ustunnar til að ná til barna og ungl- inga í vanda. Leggur stjórnin til að Samstarfs- ráði heilsugæslunnar í Reykjavík verði falið að gera tillögur um hvernig tryggja megi að þessi þjón- usta verði ekki látin víkja í framtíð- inni. Breytt í forvarnamiðstöð. Minnt er á að I ýmsum fyrri til- lögum um framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar sé gert ráð fyrir að stofnuninni verði breytt í forvarnamiðstöð er þjóni landinu öllu. Stjórnin telur að starfsemin sem fer fram á Heilsuvemdarstöð- inni sé ólík um margt þeirri starf- semi sem fram myndi fara á mið- stöð forvarna fyrir landið og að betra sé að leggja niður Heilsu- vemdarstöðina og hefja starfsemi forvarnastöðvar á nýjum gmnni. Skynsamlegt sé að setja á laggir forvarnamiðstöð sem myndi þjóna heilsugæslustöðvum og að innan hennar yrðu ýmis ráð, nefndir og stofnanir sem sinntu forvörnum, eins og tóbaksvarnaráð, manneldis- ráð, umferðarráð, áfengisráð o.fl. Jafnframt yrði stofnsettur for- varnasjóður, er fengi úthlutað ár- Iega fjármagni á fjárlögum og út- hlutaði til ýmissa verkefna á sviði forvarna. Stjórnin tekur ekki afstöðu til tillagna um nýtingu á húsnæði Heilsuvemdarstöðvarinnar en minnir á að saga stofnunar og húss er samtvinnuð og því ef til vill eðli- Iegt að stefnt verði að því að húsið hýsi áfram heilbrigðisþjónustu. Vel mætti hugsa sér að þær einingar sem áfram störfuðu yrðu til húsa í Heilsuvemdarstöðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.