Morgunblaðið - 07.05.1996, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ t FRÉTTIR Gjaldskrá heimaþjón- ustu hækkar Samkeppnisráð úrskurðar um rétt til efnistöku Stjórnvöld ráðstafi réttindum með útboði Vísbendingar um hvernig Samkeppn- isráð myndi úrskurða um mál varð- andi takmörkuð réttindi AÐ MATI Samkeppnisráðs ber stjóm- vöidum að gæta ákveðins jafnræðis milli aðila við úthlutun á réttindum og líta sérstaklega til þess að aðgerð- ir þeirra takmarki ekki samkeppni. Þetta kemur fram í úrskurði ráðsins varðandi leigusamning sem utanríkis- ráðuneytið gerði við íslenska aðal- verktaka sf. um efnistöku. Tildrögs þessa álits eru að Sam- keppnisstofnun barst erindi frá TF- vinnuvélum I Reykjanesbæ þar sem kvartað var yfir meintu broti utanrík- isráðuneytisins og Íslenskra aðalverk- taka á samkeppnislögum. í erindinu kom m.a. fram að ráðuneytið hafði án útboðs gert einhliða samning við íslenska aðalverktaka um 10 ára efni- stökurétt í landi ríkisins að Stapafelli og Súlum í landi Hafna. Guðmundur Sigurðsson, deildar- stjóri hjá Samkeppnisstofnun, var spurður hvort þessi niðurstaða þýddi að stofnunin teldi að stjómvöld ættu að beita öðmm aðferðum en gert hefði verið við úthlutun veiðiheimilda, sjónvarpsrása eða annarra takmark- aðra réttinda. Guðmundur sagði að varasamt væri að draga of víðtækar ályktanir af þessu sérstaka máli. Skoða yrði hvert mál fyrir sig, en þó mætti segja að þessi niðurstaða gæfí vísbendingar um hvemig Samkeppnisráð kæmi til með að úrskurða um mál af þessum toga. I niðurstöðu Samkeppnisráðs er utanríkisráðuneytinu bent á að sam- keppni verði virkari á markaðinum fyrir töku og sölu jarðefna ef ráðu- neytið gangi framvegis til samninga á grundvelli útboðs. „Þegar stjómvöld ráðstafa réttind- um til einkaaðila verða þau m.a. að hafa hliðsjón af ákvæðum samkeppni- slaga. Stjómvöld þurfa þannig að gæta ákveðins jafnræðis milli aðila og líta sérstaklega til þess að aðgerð- ir þeirra takmarki ekki samkeppni,“ segir í úrskurðinum. BORGARRÁÐ hefur samþykkt 8,5% hækkun á gjaldskrá heima- þjónustu á vegum Reykjavíkur- borgar. Hækkunin tók gildi 1. maí síðastliðinn. í erindi félagsmálastjóra til borgarráðs kemur fram að gjald- skráin hefur ekki hækkað síðan 1. apríl 1995. Fyrir hækkun var gjaldið 189 krónur fyrir hveija unna vinnustund. Samkvæmt upp- lýsingum frá starfsmannastjóra ætti að miða við 70.870 krónur á mánuði eða 205 krónur fyrir hveija unna vinnustund. Fram kemur að framvegis verður stefnt að því að endurskoða gjaldskrána ársfjórðungslega og hún hækkuð miðað við launaflokk 236-8 hjá Starfsmannafélaginu Sókn. Bakteríur í spítala- sápunni BAKTERÍUR sem era skyldar saur- gerlum hafa fundist í mjúksápu sem er í notkun á öllum deildum Ríkisspít- alalanna. Karl G. Kristinsson, for- stöðumaður sýklavamadeildar Landspítalans, segir að sápan sé keypt fyrir Ríkisspítala á einum stað og þar sem ekki var hægt að útiloka að bakteríumar fyndust í stóram hluta sápurinar var talið fyrirhafnar- minnst að taka sápuna alla úr notkun. Sýni vora ræktuð úr sápunni og kom í Ijós að í henni var of mikið magn af bakteríum. Karl segir að bakteríumar sem hér um ræðir séu ekki stórhættulegar en þær geti þó valdið sýkingum í sárum og hjá sjúkl- ingum með skertar ónæmisvamir. Því hafí ekki annað verið talið forsvaran- legt en að taka sápuna alla úr notk- un. Áætla má að teknir hafí verið úr notkun nokkur hundrað brúsar af mjúksápunni. Karl segir að bakteríumar frnnist í raka og séu algengar á sjúkrahúsum. „Venjulega tengir maður sápur við hreinlæti og þrif en héma er um að ræða venjulega sápu sem er ekki með bakteríudrepandi efnum. Við gerum ekki kröfur um að sápa af þessu tagi sé alveg laus við bakteríur en í þessu tilfelli var magnið of mikið. Sápa sem er notuð til að sótthreinsa fyrir skurð- aðgerðir er með bakteríudrepandi efn- um,“ sagði Karl. -----» » »----- Sótt um lóð fyrir einkarek- inn leikskóla LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði umsókn um 1.600-1.800 fermetra lóð undir einkarekinn leikskóla ásamt tveimur íbúðum í Grafarvogshverfí. Borgarráð vísaði erindinu til borgar- skipulags og skrifstofustjóra borgar- verkfræðings. í erindi Guðríðar Guðmundsdóttur og Þorsteins Svavars McKinstry til borgarráðs kemur fram að æskilegt sé að lóðin sé byggingarhæf nú þegar eða eigi síðar en sumarið 1996. Þeg- ar sé hafin undirbúningsvinna vegna fjármögnunar, öflúnar rekstrarleyfís og hönnunar, ásamt forvali á verktök- um til framkvæmda. Atvinnu og ferðamálastofa Reykjavíkur er ráð- gefandi um stofnun, rekstur og fram- kvæmdir. í umsögn Bergs Felixssonar fram- kvæmdastjóra Dagvistar bama, segir að almennt mætti segja að þörf væri fyrir fleiri leikskólarými í Grafarvogs- hverfí og að einkarekstur leikskóla sé studdur af borgarsjóði. Hann mæli með erindinu að uppfylltum skilmálum laga og reglugerða um starfsemi leikskóla. Morgunblaðið/Pétur H. ísleitsson ÞAÐ KEMUR engiim á óvart í sumarbytjun að sjá þresti í tijánum. Hitt er þó sjaldgæf- ara að grásleppan seljist á greinar trjánna. Þannig var Gestir í gamla trénu því þó farið með signu grá- garði þessa húss austur á sleppuna í gamla lerkitrénu í Vopnafirði nú þegar grá- sleppuvertíðin stendur sem hæst. Það er ekki amalegt að eiga slíka „ávexti“ í garðinum sín- um í sumarbyrjun. Sterkari lagastoð þarf fyrir umsýslugjaldi Fasteignamats UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að lagagrandvöllur umsýslugjalds, sem innheimt er af húseigendum og tryggir Fasteignamati ríkisins 35 milljón króna tekjur á ári, sé ekki viðhlítandi. Umsýslugjaldið teljist skattur í skilningi stjómarskrárinn- ar og þurfi að koma töku þess á vandaðri lagagrundvöll. Umboðs- maður hefur vakið athygli Alþingis og viðskiptaráðherra á þessu. Umsýslugjaldi var komið á með reglugerð haustið 1994 og var ætlað að standa straum af kostnaði Fast- eignamatsins við að halda landsskrá yfir brunabótamat húseigna og fylgjast með að branabótamatið væri rétt á hverjúm tíma. Umsýslu- gjaldið var lagt á alla húseigendur og nemur 25 prómillum af bruna- bótamati, eða 25 krónum af hverri milljón. Reglugerðin var gagnrýnd og bent á að hún væri ekki nægilega traust stoð undir gjaldtökuna. Þá vora sett lög til að bæta þar úr og tóku þau gildi í ársbyijun 1995. Skattur - ekki þjónustugjald Umboðsmaður bendir á, að ekki verði annað séð en að umsýslugjaldi sé ætlað að ganga til greiðslu á þeim almenna kostnaði, sem leggist á Fasteignamat ríkisins vegna auk- inna verkefna í kjölfar þess að brunabótamat var fært að veruiegu leyti á hendur þess. Ekki verði séð að haldið sé sérstaklega utan um þann kostnað og tekjum af gjaldinu ráðstafað eingöngu til greiðslu hans. Þá beri að hafa í huga, að um lög- mælta skyldutryggingu húseigna sé að ræða, svo húseigendur eigi ekk- ert val um hvort þeir greiði gjaldið eða ekki. Samkvæmt þessu verði að telja, að gjaldið sé lagt á fasteignaeigend- ur eftir almennum, efnislegum mælikvarða samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins og innheimt án þess að gjaldandinn fái á móti tiltekið og sérgreint framlag, sem látið sé í té í tengslum við gjaldtök- una og gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði af. Umboðsmaður segir að sam- kvæmt þessu telji. hann vafalaust að umsýslugjaldið teljist skattur í skiiningi stjórnarskrárinnar, en ekki þjónustugjald. Óheimilt framsal Miðað við að umsýslugjaldið sé skattur er lagastoðin fyrir því ekki nægjanleg, segir umboðsmaður. Hann segir lagasetninguna, vegna gagnrýni á reglugerðina, ekki hafa nægt, því þar sé ekki kveðið á um skattskyldu, skattstofn eða reglur um ákvörðun fjárhæðar skattsins, heldur aðeins að ráðherra sé skylt að setja nánari fyrirmæli um „fram- kvæmd þessara laga“. Slíkt framsal skattlagningarvalds er óheimilt, segir umboðsmaður og vísar til þess að það hafi verið skýt' vilji stjórnarskrárgjafans við síðustu endurskoðun stjórnarskrárinnar að taka fyrir að skattlagningarvald væri framselt með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.