Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 14
I
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Mikil ásókn í sumar-'
störf hjá bænum ,
ALLS bárust 613 umsóknir um sum-
arstörf hjá Akureyrarbæ, frá fólki
17 ára og eldri og er það svipaður
fjöldi umsókna og árið áður. Karl
Jörundsson, starfsmannastjóri bæj-
arins, segir að um sé að ræða hin
almennu sumarstörf, afleysingar og
flokkstjórn í unglingavinnu. Hann
segir að af þessum 613 sem sóttu
um vinnu, verði aðeins hægt að ráða
um 360 manns, eða svipaðan ijölda
og árið áður.
Um 170 16 ára unglingar sóttii
um vinnu hjá bænum og fá þeir all-
ir vinnu í 210 klst., eða 7 tíma á dag
í 6 vikur. Er þetta svipaður fjöldi
umsókna og árið áður. Um 375 ungl-
ingar á aldrinum 14-15 ára sóttu
um vinnu nú en í fyrra voru umsókn-
irnar 410 frá þessum aldurshópi.
Allir þeir sem sóttu um vinnu í þess-
um aldursflokki nú fá vinnu í sam-
tals 122,5 klst., eða 3,5 klst. á dag í
7 vikur.
Könnun í byrjun júní
Karl segir að sl. tvö ár hafí verið
gerð könnun í byijun júní á því hversu
margir nemendur 17 ára og eldri
hafi ekki fengið vinnu og hann gerir
ráð fyrir að slík könnun fari einnig
fram í ár. „í framhaldinu höfum við |
boðið þessu skólafólki vinnu í sex |
vikur og er ráðgert að fyrirkomuiag-
ið verði eins í sumar. Við höfum tek-
ið um 60 manns inn í þessa átaks-
vinnu okkar og það er viðbúið að
fjöldinn verði svipaður í ár.“
Karl segir að almennt sé fjöldi
atvinnuumsókna nú svipaður og í
fyrra en árið 1994 hafi eftirspurnin |
verið mun meiri. Hann segir að verið ®
sé að loka á ráðningar og þeir sem
ekki fá vinnu, fái skriflegt svar um |
það í vikunni. jj
Morgunblaðið/Margrét Þóra
LÖGREGLUMENN og félagar í Kiwanisklúbbnum fóru yfir
reiðhjól barnanna og bentu á það sem betur mátti
fara varðandi útbúnaðinn.
Sjö ára börn fengu
reiðhjólahjálma
SJÓMANNADAGS
VERÐLAUNAPENINGAR
0G - HEIÐURSKRÖSSAR
Verðlaunapeningur kr. 350 m/áletrun og hálssnúru.
Heiðurskross kr. 3.500 m/áletrun.
Pantið tímanlega
Gullsmiðir
Sigtryggur & Pétur sf.
Brekkugötu 5 - P.O.box 53 - 602 Akureyri
Sími 96-23524 - Fax 96-11325
í
Fimm sóttu um styrki
til jafnréttismála
FIMM umsóknir bárust um styrki
til jafnréttismála sem jafnréttis-
nefnd Akureyrarbæjar auglýsti.
Listasumar á Akureyri sótti um
100 þúsund króna styrk til að fá
til sýningar leikverkið „Konur
skelfa“. Tímaritið Vera sótti um
styrk til að ljalla um efnið „Konur
og Akureyri", Safnfræðingafélagið
sótti um styrk til að fá Margréti
Guðmundsdóttur til að flytja fyrir-
lesturinn „Líknarstörf kvenna“ og
Félag áhugafólks um heimspeki á
Akureyri um styrk til að halda tvo
fyrirlestra, um kvennaguðfræði og
kvennasiðfræði í samstarfi við
Rannsóknarstofnun í kvennafræð-
um við Háskóla íslands og loks
sótti Megnea Marinósdóttir um
styrk til útgáfu námsefnis byggðu
á ritgerð hennar „Hugmyndin um
eðlismun kynjanna á dögum fijáls-
ræðis og jafnræðis."
Samþykkt hefur verið að veita
Listasumri, Safnfræðingafélagi
Akureyrar og Félagi áhugahóps um
heimspeki styrki samtals að upp-
hæð 175 þúsund krónur.
STEFÁN Jónsson formaður
hjálmanefndar Kaldbaks að-
stoðar Aldísi við að festa nýja
reiðahjólahjálminn á sig.
UM 250 sjö ára börn á Akur-
eyri fengu um helgina að gjöf
reiðhjólahjálma og öryggis-
veifur á reiðhjól frá félögum
í Kiwanisklúbbnum Kaldbak,
en þetta er sjötta árið í röð
sem klúbburinn gefur sjö ára
börnum reiðhjólahjálma. Alls
hafa akureyrskum börnum
þannig verið gefnir um 1.500
hjálmar, samanlagt að verð-
mæti rúmlega 4 milljónir
króna.
Hjálmarnir voru afhentir við
verslunarmiðstöðina Sunnuhlið
og var margt um manninn á
svæðinu. Lögreglan ræddi við
unga hjólreiðafólkið og skoð-
aði reiðhjólin og leiðbeindi
einnig um rétta notkun hjálm-
anna og hvernig best væri að
festa veifurnar á hjólin.
Vorhret
KRAKKARNIR í öðrum bekk
í Síðuskóla voru ekkert
óánægðir með snjóinn sem
blasti við þeim í gærmorgun, |
en þeir voru að Ieika sér á lóð-
inni við Glerárkirkju í frímín-
útunum í gær. Snjóinn var
ekki lengi að taka upp og síðar
í vikunni er gert ráð fyrir
sunnanátt þannig að þetta vor-
hret stendur væntanlega stutt. .
------------» ♦ ♦------
Heilsufar p
frekar slæmt
HEIMILISLÆKNAR á Akureyri
hafa haft í nógu að snúast síðustu
vikur enda hefur heilsufar bæj-
arbúa verið frekar siæmt og mikið
um víruspestir í gangi. Friðrik g
Vagn Guðjónsson, yfirlæknir á "
Heilsugæslustöðinni á Akureyri,
segir að ástandið hafi verið svipað |
allan aprílmánuð en sé heldur að |
skána.
Friðrik Vagn segir að vírusteg-
undir hafi verið á ferðinni; slæmt
kvef, einhver flenusbróðir og
magakveisa. Ekki sé um hættuleg-
ar pestir að ræða en þó hafi marg-
ir legið veikir heima síðustu vikur.
-------»■ ♦ ♦-------
Atvinnulaus-
um fækkar
ATVINNULAU SIR á Akureyri
voru 374 þann 1. maí, 174 karlar
og 200 konur og hafði fækkað um
40 frá 1. apríl. Á sama tíma í
fyrra voru 617 skráðir atvinnu-
lausir. (
Af þeim sem skráðir eru nú eru
86 með hlutastarf og fá atvinnu- *
leysisbætur til viðbótar. Atvinnu- :
leysisdagar í apríl sl. voru 7.802 I
talsins en 10.720 í apríl 1995.
Morgunblaðið/Kristján
Skipulagsnefnd ^Akureyrarbæjar
Kynningarfundur um
DEILISKIPULAG MIÐBÆJAR
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar l)oðar til kynn-
ingarfundar um tillögu að deiliskipulagi norður-
hluta Miðbæjar þriðjudaginn 7. inaí nk. kl. 20.30 í
húsi aldraðra, Lundargötu 7.
Skipulagssvæðið nær frá Hofsbót í suðri að
íþróttavelli í norðri. Greint verður frá helstu
markmiðum með endurskoðun deiliskipulagsins
og meginatriðum tillögunnar, m.a. hugmyndum
um aukna íhúðarhyggð í miðhænum. Fundurinn
er ölluin opinn, en hagsmunaaðilum á svæðinu,
húseigendum, íhúum og eigendum fyrirtækja, er
sérstaklega bent á að kynna sér tillöguna og taka
þátt í umræðum um hana.
Tillagan liggur jafnframt frammi, almenningi til
sýnis, á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geisla-
götu 9, 3., hæð, til þriðjudagsins 28. maí 1996.
Þeir, sem þess óska, geta kynnt sér tillöguna og
gert við hana formlegar athugasemdir.
Skipulagsstjóri.