Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 19 VIÐSKIPTI Fjárhagsleg endurskipulagning hjá KÁ farin að skila árangri Gertráð fyrir 17 millj. króna hagnaði í ár GERT er ráð fyrir því að KÁ muni skila rúmlega 17 milljóna króna hagnaði af reglulegri starf- semi á þessu ári í kjölfar þeirrar endurskipulagningar sem fram hefur farið á rekstri fyrirtækisins, en það hefur verið rekið með tapi undanfarin ár. Tap síðasta árs nam sem kunnugt er 29 milljónum króna. Tap á fyrstu 3 mánuðum þessa árs nam 21 milljón, rúmlega 3 milljónum minna en áætlað hafði verið, en jafnan er tap af rekstri félagsins á þessum árstíma, að því er fram kom í ræðu Þorsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra KÁ, á aðalfundi félagsins sl. föstu- dag. Þorsteinn gerði grein fyrir þeirri endurskipulagningu sem átt hefur sér stað í rekstri KA frá ársbyrjun 1995. Seldar voru rekstrareining- ar sem samtals veltu um 350 milljónum af rösklega 2,2 milljarða veltu ársins 1994. Þetta svarar til um 15% af veltu félagsins það ár. Engu að síður jókst velta KÁ árið 1995 um 10% og nam rúmum 2,4 milljörðum á síðastliðnu ári. Ef tekið er tillit til sölu rekstrarein- inga nam veltuaukningin tæpum 30%. Sagði Þorsteinn að efnahagur félagsins hefði batnað nokkuð. Heildarskuldir hefðu lækkað um tæpar 200 millj. og hefðu verið 1.183 millj. um áramót. „Þrátt fyrir nokkurn bata á árinu eru skuldir félagsins miklar og þarf að stefna markvisst að lækkun þeirra," sagði Þorsteinn. „Einnig er óviðunandi að veltufjárhlutfall sé undir 1,0 og þarf markvisst að hækka það. Fjárfest fyrir 120 milljónir í fyrra Þorsteinn gerði einnig ítarlega grein fyrir þeirri eignasölu og fjár- festingum sem fram hefðu farið á síðasta ári. Sagði hann að fjöl- margar eignir sem nýst hefðu tak- markað eða ekkert í rekstrinum hefðu verið seldar. Andvirði þeirra hefði síðan verið notað til greiðslu skulda og fjárfestinga. Sagði Þorsteinn að fjárfestingar fyrirtækisins hefðu numið 120 milljónum króna á síðastliðnu ári, þar af hefðu 50 milljónir runnið til hlutafjárkaupa. 40 milljónum hefði verið varið í hlutabréf í SG- Byggingavörum í tengslum við sameiningu þess og Bygginga- vörudeildar KÁ. Þá hefðu einnig verið keypt hlutabréf fyrir 5 millj- ónir króna í 11-11 verslunarkeðj- unni og ætti KÁ nú 63% hlutafjár 11-11. „Þær verslanir nýtast okk- ur mjög vel við sameiginleg inn- kaup, en velta 11-11 verslananna var u.þ.b. 600 milljónir króna á síðasta ári.“ Þorsteinn vék lítillega að sam- einingunni við KR. Sagði hann að farið yrði út í mikla uppstokkun á fjárhag þess, í samvinnu við lána- drottna félagsins. Reynt hefði ver- ið að gæta þess að fjárhagsstaða KÁ versnaði ekki við sameiningu félaganna tveggja, en hins vegar væri ljóst að til skemmri tíma myndi hún valda einhverri röskun á starfsemi KÁ og fjárhagsstöðu. Til lengri tíma væri þetta hins vegar báðum félögunum til hags- bóta. Ný umferðarmiðstöð opnuð um mánaðamótin Þorsteinn sagði að framtíðar- horfur félagsins væru góðar eftir þessa endurskipulagningu í rekstri. Áætlanir gerðu ráð fyrir einhverjum hagnaði á þessu ári og gæfu 3 mánaða tölurnar góð fyrirheit um það. Hins vegar væri ljóst að samkeppni í verslun á Selfossi færi vaxandi og því væri ljóst að félagið þyrfti að standa sig enn betur en aðrir keppinaut- ar. Lítið yrði um fjárfestingar hjá félaginu á þessu ári en kaupin á meirihlutanum I Fossnesti myndu þó hafa talsverð áhrif á reksturinn og styrkja ferðaþjónustusvið fé- lagsins, enda velti rekstur þess á þriðja hundrað milljón krónum á ári. Þá væri nú unnið að því að reisa þar umferðarmiðstöð, í sam- vinnu við alla sérleyfishafa á Sel- fossi, og væri stefnt að opnun hennar um hvítasunnuhelgina. Fyrsta stjórn KÁ eftir samein- inguna við KR var kosin á aðal- fundinum. Kjörtími þeirra Arndís- ar Erlingsdóttur og Garðars Hann- essonar var útrunninn og í stað þeirra voru kjörnir tveir fulltrúar Rangæinga, þeir Bjarni Jónsson og Jónas Jónsspn. Auk þeirra skipa stjórn KÁ þeir Erlingur Loftsson, Þorfinnur Þórarinsson, Erlendur Daníelsson, Garðar Ara- son og Valur G. Oddsteinsson. NÝKJÖRIN stjórn KÁ ásamt framkvæmdasljóra. F.v. Hákon Halldórsson, áheyrnarfulltrúi starfsmanna, Valur G. Oddsteins- son, Jónas Jónsson, Garðar Arason, Erlingur Loftsson formaður, Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri, Erlendur Daníelsson, Þor- finnur Þórarinsson og Bjarni Jónsson. Iðnlánasjóður Umhverfis- verðlaun veitt VERND, umhverfisviðurkenn- ing Iðnlánasjóðs, verður veitt í 5. sinn á ársfundi sjóðsins á morgun. Nefnd skipuð fulltrú- um Iðnlánasjóðs, umhverfis- ráðuneytis og Vinnueftirlits ríkisins velur fyrirtækið. Til þessa hafa hlotið þessa viðurkenningu Delta hf. 1992, Hekla hf. 1993, Sæplast hf. 1994 og Sláturfélag Suður- lands 1995. Viðurkenningin nú er listaverk eftir Magnús Tómasson, sem unnið er sér- staklega fyrir Iðnlánasjóð. Tónlistarvor í Fríkirkjunni Tónleikar þriðjudag, 7. maí, kl. 20.30. Flytjendur Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Ilka Petrova Benkova, þverf lauta. Pavel Smid, orgel. Violeta Smid, orgel. 1' f ð Fyrsta Halifax-fiugið farið 14. maí nk. Nýtt til að efla viðskiptatengsl ÁKVEÐIÐ hefur verið að nýta fyrsta flug Flugleiða til Halifax þann 14. maí til kynningar á viðskiptum ís- lenskra og kanadískra fyrirtækja. Hátt í tuttugu íslensk fyrirtæki, eink- um í útflutningi eða alþjóðaviðskipt- um, munu senda fulltrúa utan, fyrir milligöngu Verslunarráðs íslands og Amerísk-íslenska verslunarráðsins. 2-4 sæti eru enn laus, segir í frétt frá Verslunarráði. Áætlunarflugið kemur til viðbótar áætlunarsiglingum íslenskra skipafé- laga til Halifax. Mörg íslensk fyrir- tæki hafa nýtt sér aðstöðuna þar, þ.á.m. Marei hf., sem hefur rekið útibú þar í 11 ár. Þau fyrirtæki sem nota sér flugið hafa flest reynslu af viðskiptum á Nova Scotia. Meðal farþega verður forseti ís- lands, sem mun opna flugáætlunina formlega við komuna til Halifax. Dagana 22.-24. maí verða fulltrúar opinberra aðila á Nova Scotia og íjöldi fyrirtækja þar með kynningu á Hótei Sögu og í Háskólabíói. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aöalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 9. maí 1996, kl. 16.00. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Atkvæðagreiðsla um tillögur um siðareglur félags- manna FVH. 3. Halldór Blöndal samgönguráðherra, flytur erindi: Samkeppni á fjarskiptamarkaði. Stjórn FVH. Bresk vika hjá Samskipum Dagana 6.-10. maí verða fulltrúar okkar á Bretlandseyjum staddir hér á landi í tilefni breskrar viku hjá Samskipum. Ása Einarsdóttir framkvæmdastjóri Samskip Ltd. sem staðsett er í Hull, mun verða hjá okkur þessa daga, ásamt þeim Kristjáni Pálssyni sölustjóra og Lynn Scott fulltrúa. Phil Hall starfsmaður frá Hull Economic Society kemur í heimsókn föstudaginn 10. maí. Þeir sem vilja íhuga viðskipti við fyrirtæki í Hull og Humberside svæðinu ættu að koma og hitta Phil til pess að fá hjá honum upplýsingar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300 SAMSKIP Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavík Sími: 569 8300 - Fax: 569 8349 Hittu okkar ^fólk frá Bretlandi á Islandi í þessari viku Kristján Pálsson Ása Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.