Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 22

Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Israelar gagnrýndir fyrir mannskæða árás í Qana Sakaðir um vísvit- andi árás á flóttafólk Reuter VERKFALLSMENN koma með þyrlu til Stavanger en í gærbenti- fátt til að viðræður um lausn á kjaradeilunni væru á næstu grösum. Olíuverkfall í Noregi Útflutningnr minnkar um 40% London. Reuter. SJÓNVARPSSTÖÐVAR sýndu í gær myndir þar sem ísraelsk njósnaflugvél sést fljúga nálægt búðum Sameinuðu þjóðanna í Qana í suðurhluta Líbanons þegar ísraelar gerðu árás á þær 18. apríl og urðu 102 flóttamönnum að bana. í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem er einkum byggð á þessum myndum, eru ísraelar sak- aðir um að hafa gert árás á búðirn- ar af ásettu ráði, að sögn breska dagblaðsins The Independent. ísraelar neita þeim ásökunum. Mannlaust og fjarstýrt loftfar sést á myndbandsupptöku her- manns á vegum Sameinuðu þjóð- anna. ísraelskir embættismenn viðurkenndu að njósnaflugvél hefði verið á svæðinu en búnaður hennar hefði ekki sýnt að flótta- menn væru í byggingum Samein- uðu þjóðanna í Qana. „Við höfðum fjarstýrt loftfar yfir svæðinu en í öðrum tilgangi og vegna slæms veðurs stýrðum við henni í burtu. Frá jörðu mátti sjá fjarstýrt loftfar sveima yfir svæðinu en því var ekki ætlað að fylgjast með því sem var að ger- ast í Qana,“ sagði Matan Vilnai, varaforseti ísraelska herráðsins, á blaðamannafundi í Jerúsalem. Hann bætti við að herinn hefði sent loftfarið til Qana 8-10 mínút- um eftir að árásinni lauk. „Loftfarið var ekki yfir búðun- um,“ sagðj hann. „Það var yfir svæðinu. Á því er munur. Menn verða að skilja að fjarstýrð loftför geta aðeins fylgst með mjög tak- mörkuðu svæði og verkefni loftf- arsins var ekki að fylgjast með búðunum heldur svæði sunnan við Qana.“ Kortavillur skýringin? Talsmaður ísraelsku stjómar- innar, Uri Dromi, neitaði því einn- ig að herinn hefði vitað af flótta- fólki í búðunum. Skyggnið hefði verið slæmt úr lofti og fólkið verið inni í byggingunum. Dromi lýsti árásinni sem hörmu- legum mistökum en sagði að slíkir atburðir gætu alltaf gerst í stríði. Herforingjum og hermönnum, sem tóku þátt í árásinni, yrði ekki refs- að. Vilnai sagði að villur í korti hefðu orðið þess valdandi að árás- in var gerð á búðimar, sem hafa hýst friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í mörg ár. Kortið hefði sýnt búðirnar á röngum stað og skekkjan verið um 100 metrar, auk þess sem þar hefðu komið fram rangar upplýsingar um stærð búð- anna og starfsemina í þeim. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu þessa skýringu ótrúverðuga þar sem árásir Israela á suðurhluta Líbanons hefðu yfir- leitt verið mjög nákvæmar. The Independent, sem komst yfir myndbandið, sagði að ísraelar hefðu neitað því að fjarstýrt lóftfar hefði verið á svæðinu 18. apríl þar til þeim var skýrt frá myndband- inu. Ósló. Reuter. VERKFALL starfsmanna á norsk- um olíuborpöllum hafði í . gær minnkað útflutning á olíu um 40%. Vangaveltur hafa verið um að ríkis- stjórnin hafi afskipti af deilunni en þess sáust engin merki í gær. Verkfallið, sem hófst á laugar- dag, hefur nú þegar stöðvað olíu- og gasvinnslu á níu borpöllum í Norðursjó. Þaðan koma að öllu jöfnu tólf hundruð þúsund olíutunn- ur á degi hveijum en Norðmenn framleiða um þijár milljónir tunna á dag enda eru þeir næst stærsta olíuframleiðsluríki heims á eftir Saudi-Arabíu. Stöðvað með lögum? Þetta er fyrstaverkfallið í norsk- um olíuiðnaði frá 1990 þegar öll vinnsla stöðvaðist í 36 klukkustund- ir. Þá greip ríkisstjórnin inn í líkt og hún getur gert með setningu bráðabirgðalaga. Árið 1994 komu stjórnvöld síðan aftur í veg fyrir verkfall. Talsmaður norsku ríkis- stjórnarinnar sagði í gær að stjórn- völd hefðu engin áform uppi um afskipti af deilunni nú hver svo sem reyndin kynni að verða síðar. Deilan snýst um kaupkröfu sam- bands olíuverkamanna sem krefjast sérstaks samnings fyrir félagsmenn sem vinna hluta starfa sinna í landi. Norska Iðnaðarsambandið hefur hafnað því að ganga til viðrjeðna við olíuverkamenn á meðan þessari kröfu er haldið til streitu. Auk þess sem olívinnslan hefur dregist saman hafa hagsmunaðilar miklar áhyggjur af áhrifum verk- fallsins á gasframleiðsluna. Hún var í gær talin um þriðjungur þess sem viðtekið er og er talin hætta á að aðgerðirnar skaði samkeppnisstöðu Norðmanna á þessum markaði en þeir eru umsvifamiklir á sviði gas- sölu til meginlands Evrópu. Sameiningii Berlínar og Brandenburg hafnað Berlín. Morgunblaðið. KJÓSENDUR í Brandenburg í austurhluta Þýskalands höfnuðu með miklum meirihluta sameiningu við Beriín í kosningum sem fram fóru á sunnudag. Meirihluti Berlínarbúa , 53,4%, var hlynntur sameiningu en íbúar Brandenburg áttu síðasta orðið þar sem 62,8% greiddu atkvæði á móti. Mælt var fyrir um að meirihluti þyrfti að vera fyrir sameiningu, í báðum sambandslönd- unum og því réð afstaða íbúa Brandenburg úrslitum. „Ein sameining er meira en nóg“ Niðurstaðan kom stjórnmálamönnum í opna skjöldu þar sem aðeins einn flokkur, PDS, arftaki austur-þýska kommúnistaflokksins, hafði lýst yfir andstöðu við sameiningu. Flokksmenn reyndu ákaft að höfða til þeirra sem telja sig njóta verri kjara nú en fyrir sameiningu Þýskalands árið 1990. Virðist svo sem slagorðið „Ein sameining er meira en nóg,“ hafi náð athygli kjósenda og þykir fréttaskýrendum það til marks um að flokkur- inn sé í verulegri sókn í austurhlutanum þar sem efasemdir um ágæti hins fijálsa markaðs- hagkerfis eru nokkuð viðteknar. Úrslit þessara kosninga hafa því orðið til þess að vekja enn og aftur athygli á þeim ólíku viðhorfum sem greina að austur- og vesturhluta Þýskalands. Úrslitin eru nokkuð áfall fyrir stærstu stjórnmálaflokkana. Kjósendur PDS virðast einir hafa kosið í anda flokkshollustu en stuðn- ingsmenn hinna flokkanna voru ýmist með eða á móti. Hins vegar lýsti Helmut Kohl kanslari yfir stuðningi við hugmyndina og hið sama gerði stærstu stjórnarandstöðuflokkur- inn, SPD. Þykir því sýnt að málflutningur PDS hafi notið fylgis langt út fyrir raðið flokksins. Óttuðust að standa í skugga Berlínar Ýmsir aðrir þættir virðast einnig hafa haft áhrif á afstöðu kjósenda. í Brandenburg varð þess vart að íbúarnir óttuðust að falla í skugga Berlínarborgar í nýju sambandslandi og einnig virðast slæmar minningar um austur-þýsku öryggislögregluna, Stasi, í fyrrverandi Austur- Berlín hafa ýtt undir andstöðu við sameiningu. Illa þótti staðið að allri kynningu á málinu og stjórnmálamenn áttu sýnilega erfitt með að sannfæra kjósendur um ágæti þess að sam- eina þessi tvö sambandslönd. Saga þessarar tveggja landa fer hins vegar saman í um 700 ár og þau voru í hjarta Prússlands á 18. og 19. öld. Sameiningin nú hefði tekið.til um sex milljóna manna og hefði þetta nýja sambands- land orðið hið fimmta stærsta í Þýskalandi. Forsenda fjárfestingar? Úrslitanna var beðið með mikilli eftirvænt- ingu um allt Þýskaland enda töldu margir að sameining Berlín-Brandenburg gæti reynst undanfari frekari sameiningar þýskra sam- bandslanda, Efnahagssérfræðingar telja að færri sambandslönd myndu létta á allri stjórn- sýslu og greiða fyrir frekari fjárfestingu. Sam- eining gæti því reynst ráð í glímunni við at- vinnuleysisvandann. Nú þykir sýnt að löng bið verði á að sameining af þessu tagi verði reynd á ný í Þýskalandi. Kringlan 5 I Þetta sparifé er á leið í Ármúla 13A. Þangað er Kaupþing flutt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.