Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Verslunarskóli íslands brautskráir 197 nemendur í dag Rússnesk stúlka dúx á verslunarprófí RÚSSNESKA stúlkan Evgenía Nikolajevna Ignat- íeva, nemandi við Verslunarskóla ís- lands, hlaut 9,37 í aðaleinkunn og er þar með dúx í sín- um árgangi i dag. Þorvarður Elíasson skólastjóri segir að enginn útlendingur hafi náð svo góðum árangri við skólann áður. Evgenía, sem hefur búið á íslandi í fimm ár, er meðal , . TM , . annarsdúxíís- Evgenia N.kolaj- lensku. Kvaðst hún evna í&nat,eva að vonum ánægð í samtali við Morgunblaðið í gær og hyggur á sumarnám í Oxford, von bráð- ar. Evgenía er meðal 197 nem- enda skólans sem útskrifast með verslunarpróf í dag og hlýtur hún tvo bikara fyrir ágætisein- kunn í íslensku og stærðfræði, eða tíu, auk verðlauna fyrir besta árangur á verslunarprófi. Þá er hún með níu í eðlisfræði, 9,5 í tölvufræði og tíu í bók- færslu og þjóðhagfræði. Semidux í ár er Jón Sigurðs- son að sögn Þorvarðar, og hlýt- ur hann meðaleinkunnina 9,13. Jón fær bikar fyrir ágætisein- kunn í bókfærslu og stærð- fræði, eins og Evgenía. Sagt var frá Evgeníu í Morg- unblaðinu fyrir tveimur árum vegna frábærs námsárangurs hennar á grunn- skólaprófi frá Hagaskóla, en þá fékk hún tíu í vetr- areinkunn í fjórum fögum. Evgenía, hefur verið búsett á íslandi í fimm ár en hún kemur frá bænum Toijatti skammt frá Moskvu. Faðir hennar starfar hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum og móðir hennar stundar nám við Háskóla íslands. íslenskir unglingar ólíkir rússneskum í sumar ætlar Evgenía til Oxford að læra ensku, en hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún heldur áfram í Verslunarskólanum. Langar hana helst til að fara í breskan háskóla þegar þar að kemur. Líkar henni ágætlega á ís- Iandi en segir að viðhorf ís- lenskra unglinga til lífsins sé talsvert frábrugðið því sem hún á að venjast að heiman. Evgenía lærir tvo tíma á hverj- um degi og fjóra tíma á laugar- dögum, en tekur sér frí á sunnudögum, að eigin sögn. í frístundum finnst henni gaman að lesa, sérstaklega rússneskar bækur sem fást í bókasafni Háskólans, en uppáhaldsfagið er enska. Heimilt að flytja inn svína- og fuglakjöt 3-5% af árlegri heildarneyslu LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst tollkvóta vegna innflutnings á samtals 74 tonnum af ósoðnu svína-, og alifugia- kjöti með lágmarkstollum og má búast við að kjötið verði komið á markað í lok júní. Um er að ræða 3-5% af árlegri heildar- neyslu íslendinga á þessum kjöttegundum. Að sögn Ólafs Friðrikssonar í landbúnaðarráðuneytinu er um að ræða tollkvóta vegna innflutnings á 38 tonnum af beinlausu, frystu svínakjöti, 33 tonnum af frystu kjöti af kjúklingum og þrem tonn- um af frystu kalkúnakjöti. Magn- tollar á hvert kíló svínakjöts eru 403 krónur 148 krónur á kíló kjúklingakjöts og 203 krónur á hvert kíló kalkúnakjöts. Að sögn Ólafs er vegna heil- brigðisástæðna skilyrði fyrir inn- flutningnum að kjötið sem um ræðir komi frá Noregi, Svíþjóð eða Finnlandi, en yfirdýralæknir hefur heimilað innflutning á kjöti frá þessum löndum. Berist umsóknir um innflutning á kjöti frá öðrum löndum verða umsækjendur að leggja fram gögn um að kjötið standist heilbrigðiskröfur og ákveður yfírdýralæknir í framhaldi af því hvort innflutningur verður heimilaður. Innflutningstímabilið sem um ræðir er frá 20. maí til loka ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur um tollkvót- ana rennur út fimmtudaginn 30. maí og sagði Ólafur að ef umsókn- ir bærust um meira magn en það sem til úthlutunar er yrði leitað tilboða í tollkvótana. Verði hins vegar sótt um minna magn en auglýst er í hveijum tollkvóta verður því magni sem umfram er bætt hlutfallslega við aðra toll- kvóta. 5 meðmæl- endalistar komnir MEÐMÆLENDALISTAR hafa borist yfirkjörstjórn í Reykjavík frá fimm manns vegna forsetakosninganna sem fram fara 29. júní næst- komandi. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstu- dag og ber að skila framboðum til dómsmálaráðuneytisins fyr- ir þann tíma. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, formanns yf- irlq'örstjómarinnar, voru á fundi hennar í fyrradag full- trúum fjögurra frambjóðenda, þ.e. Guðrúnar Agnarsdóttur, Guðrúnar Pétursdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafstein, afhentir til baka meðmælendalistar sem yfir- kjörstjóm hafði borist og lokið hafði verið við að yfirfara. Jón Steinar sagði að síðdeg- is á þriðjudag og í gær hefðu svo borist meðmælendalistar frá Ástþóri Magnússyni. Verið er að fara yfir þá lista, en það verk annast trúnaðarmenn yfirkjörstjórnar á Manntals- skrifstofunni í Reykjavík, og sagðist Jón Steinar eiga von á að listarnir yrðu tilbúnir til afgreiðslu í dag. Pjölmennt í fanga- geymslum FIMMTÁN manns gistu fanga- geymslur lögreglu aðfaranótt mið- vikudags, þar af sjö sem færa átti til yfirheyrslu. Þykir það óvenjulegt í miðri viku, að sögn lögreglu. Tveir menn voru teknir eftir að hafa brotist inn í bflskúr og fundust verkfæri í fórum þeirra. Einnig var maður handtekinn í tengslum við rúðubrot við Skólavörðustíg, hjá Komelíusi gullsmiði, og var búið að íjarlægja úr og aðra gripi sem í glugganum voru. Þá voru þrír handteknir vegna gruns um innbrot í spilasal aðfara- nótt þriðjudags, og einn færður til geymslu í tengslum við þijár íkveikj- ur í miðbæ Reykjavíkur. Loks er tekið að bera á árvissum reiðhjólaþjófnaði að sögn lögreglu og voru tvö tilvik tilkynnt í gær, en stuldur á reiðhjólum nær jafnan há- marki í júní og júlí. -----» ♦ ♦---- Samræmd próf Sjö úrlausn- ir týndar SJÖ úrlausnir nemenda við Grunn- skóla Raufarhafnar í samræmdu prófi í íslensku hafa ekki skilað sér til yfirferðar. Menntamálaráðuneytinu hefur borist bréf frá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála þar sem vakin er athygli á því að úrlausnim- ar vanti og er málið í athugun hjá ráðuneytinu, að sögn Stefáns Bald- urssonar, skrifstofustjóra á skrif- stofu menntamála og vísinda. Ekki er enn ljóst hvað farið hefur úrskeið- is að hans sögn. Fyrsti lax sumarsins FYRSTU laxar sumarsins eru komnir í verslun Nóatúns í Aust- urveri og er laxinn nú um hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í fyrra. Að sögn Jóns Þ. Jónssonar versl- unarstjóra er um að ræða tvo laxa, 9 og 10 punda, sem veiddust í sjáv- arlagnir við Borgarnes. Sagðist Jón vonast til þess að geta boðið upp á meira magn af Borgarfjarð- arlaxi á næstu dögum. » • ........................................• Morgunblaðið/Ásdís Eina nýsmíðaverkefnið í hættu vegna erfiðleika með úreldingn Ureldingarréttur seldur á 90 þús. kr. á rúmmetra SKIPASMÍÐASTÖÐIN hf. á Isafirði hefur átt í viðræðum við útgerð rækjubáts um að smíða nýj- an 15 metra langan rækjubát. Gæti þetta orðið fyrsti nýsmíðasamningurinn sem innlend skipa- smíðastöð hefur gert í nokkur ár en málið er nú í hættu vegna þess hvað erfítt er að fá keypta viðbótarúreldingu og hvað verðið á henni er orðið hátt. Lítil endumýjun hefur verið í flotanum sem stundar veiðar á innfjarðarrækju, aðallega við Vestfirði og Norðurland og eru margir bátarnir orðnir gamlir og lélegir. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar hf. á ísafírði, segir að þörfín á nýsmíði sé mikil og eft- ir margra ára undirbúning sé nú að hilla undir fyrstu nýsmíðina hjá fyrirtækinu. Rætt hafi verið um smíði á 15 metra löngum rækjubát og telur hann að fleiri muni fylgja í kjölfarið ef vel tekst til. Til þess að fá leyfi til endumýjunar bátsins þarf útgerðin að úrelda jafn marga rúmmetra og nýja skipið mælist. Nýtt skip þarf hins vegar að vera breiðara og dýpra en hið eldra til þess að unnt verði að koma við nútíma vinnuaðferðum, svo sem körum I lest, og til þess að báturinn uppfylli alþjóðlegar stöðugleikakröfur. Því þarf útgerðin að kaupa sér viðbótarrétt til úreldingar, af öðmm skipum. Braskað með réttinn Lítill úreldingarréttur er á markaðnurn og verð- ið hefur hækkað. Segist Sigurður vita dæmi þess að verðið á rúmmetranum sé komið í um 30 þús- und krónur fyrir litla báta en allt að 90 þúsund krónum fyrir stærri skip. Og menn séu komnir út í alls konar brask með þennan rétt, jafnvel séu til dæmi um að menn leigi úreldingarrétt. Vill Sigurður að þessar reglur verði felldar úr gildi. Ef það gangi ekki leggur hann til að ríkið selji nú þegar hæstbjóðendum úreldingarkvóta, til dæmis 200 þúsund rúmmetra, til þess að minnka braskið og lækka verðið. Getur hann þess að marg- ir þingmenn hafí lýst yfir áhuga á að breyta reglun- um. Verðið myndi snarlækka ef það yrði gert. Hamlar þróun Segir Sigurður að reglur sem þessar hamli þró- un í útgerðinni og stuðli að sóun. „Ekki þarf úreld- ingu til að stækka stálbáta sem smíðaðir eru fyr" ir árið 1986. Hafa því 30 ára gamlir bátar verið lengdir, breikkaðir og hækkaðir til að koma til móts við nýjar kröfur,“ segir Sigurður. Innfjarðarrækjan er öll kvótabundin og hefur lengi verið og segir Sigurður að menn fái ekkert meiri kvóta þó þeir fái sér almennilegt tæki til að sækja skammtinn sinn. Nú séu til útgerðar- menn sem ættu að hafa efni á því að endumýja bátana sína en verði að sækja kvótann á görnlum og 'itlum bátum. Þeir treysti sér ekki í endurnýjun vegna þess hvað þeir þurfa að greiða öðrum út- gerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir úreldingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.