Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vor í rjóðri Vopnafirði - Það er búsældarlegt um að lítast á Fremra-Nýpi í Vopnafirði þar sem þau búa hjón- in Hólmfríður Kristmannsdóttir og Guðmundur Wium Stefánsson. Þau hófu trjárækt á jörðinni fyrir fjórtán árum og hefur jörðin tekið ótrúlegum stakkaskiptum á þessum tíma. Þau hjónin rækta bæði sumarblóm og grænmeti þrátt fyrir að enginn jarðhiti sé þar. Afraksturinn selja þau allt frá Vopnafirði til Raufarhafnar. I skógarrjóðri fyrir ofan bæinn var yndislegt um að litast í góð- viðrinu um daginn og trén orðin ótrúlega stælt og hávaxin. I greni- trjánum höfðu þrestir séð kjör- lendi til hreiðurgerðar og voru hreiðrin listilega unnin með alls- kyns hnútum og slaufum í kring. Á Fremri-Nýpi má svo augljós- lega sjá hveiju maðurinn getur áorkað i sátt við móður náttúru, örlítilli útsjónarsemi og alúð. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir HÓLMFRÍÐUR Kristmannsdóttir í skógarijóðri fyrir ofan bæinn Fremra-Nýpi. Á innfelldu myndinni sést að hreiðurgerð er mikil í grenitrjánum í skógarrjóðrinu. KÓR Húsavíkurkirkju söng. Morgunblaðið/silii Kirkjudagur aldraðra á Húsavík Húsavík - Kirkjudagur aldraðra var hátíðlega haldinn á Húsavík á uppstigningardag með messu í Húsavíkurkirkju kl. 14. Sókn- arpresturinn, Sighvatur Karisson, predikaði og þjónaði fyrir altari en Kór aldraðra annaðist allan söng með undirleik organista kórs- ins, Bjargar Friðriksdóttir. Að lokinni messu bauð sókn- arnefndin öilum kirkjugestum til kaffidrykkju að Hótel Húsavík og sat eldra fólkið þar lengi við skraf og söng. Á síðastliðnum vetri tók Bene- dikt Helgason við stjórn kórsins, en frá upphafi hafði hinn gamalk- unni söngstjóri Sigurður Sigur- jónsson stjórnað honum, en lét nú af stjórn, enda orðinn 82 ára gam- all þó ekki hafi mátt sjá það af söngstjórn hans. Snj ótroðaradeil- an í Fljótum leyst TRAUSTI Sveinsson, bóndi á Bjam- argili í Fljótum, festi kaup á snjótroð- ara í vetur og voru deilur uppi um það hvort peningamir, sem notaðir voru í kaupin, hefðu verið eign Ung- mennafélags Fljótamanna eða skíða- deildarinnar. Eftir fund með for- svarsmönnum Ungmennafélags ís- lands hefur málið verið leyst með endurreisn Skíðafélags Fljótamanna, sem tekur við troðaranum og sér um að fjármagna það sem á vantar í sambandi við kaupin. Trausti Sveinsson, sem er einn 24 stofnenda Skíðafélags Fljótamanna, sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af kaupunum á troðaranum sem kostaði níu milljónir króna, því Skíða- félag Fljótamanna væri búið að gera þjónustusamning við Vegagerð ríkis- ins og Langjökul hf. um afnot af Morgunblaðið/Ámi Helgason Næturvakt í Stykkishólmi Stykkishólmi - Nýtt fyrirtæki, sem heitir Vaktþjónustan Vöku- staur, hefur hafið starfsemi sína hér í Stykkishólmi. Stofnandi fyrirtækisins er Hrafnkell Alex- andersson og er tilgangurinn að bjóða næturvöktun í Stykkis- hólmi. Hrafnkell tekur að sér að vakta byggingar og aðrar eigur fyrii’tækja, báta í höfninni og eins hús ef eigendur fara burtu til lengri eða skemmri dvalar. Hann mun vera á ferðinni um bæinn allar nætur jafnt um helg- ar sem virka daga og er það mikið öryggi fyrir bæjarbúa að vita til þess að bærinn sé vaktað- ur og fylgst með mannaferðum á þessum tíma sólarhrings. troðaranum næstu tvö árin. „Ég tel að fjármögnun og rekstur troðarans sé trygg næstu þijú árin,“ sagði Trausti. Troðarinn verður notaður á Lang- jökli í sumar til að flytja ferðamenn upp á jökulinn á vegum Langjökuls hf. Á vetuma mun Vegagerðin gera tiiraun til að nota troðarann við að halda leiðinni opinni yfir Lágheiði með því að troða slóð fyrir fjórhjóla- drifs bíla, en það styttir Ieiðina frá Ólafsfirði til Siglufjarðar um 230 km. Trausti sagði að troðarakaupin væru þýðingarmikill þáttur í upp- byggingu hans á fyrirhuguðu skíða- svæði í Fljótunum. Hann sagði að til stæði að breyta útihúsunum á Bjamargili í gistirými fyrir almenna ferðaþjónustu og segist geta tekið á móti 40 til 50 gestum innan tíðar. Ferðaþjón- ustubraut viðME Egilsstöðum - Ferðaþjónustubraut Menntaskólans á Egilsstöðum og Ferðamálafélagið Forskot stóðu fyrir fundi nýlega um ferðamál. Þar kynntu nemendur og kennarar ferðaþjónustubrautarinnar námið og þau verkefni sem unnin hafa verið í vetur en þetta er fyrsti kennsluveturinn. Námið er nýjung á landsvísu og er starfsnám sem unnið er í sam- vinnu við fyrirtæki og fer að hluta fram á vinnustað. Um er að ræða 2ja ára sjálfstætt nám, sem einnig má taka sem hliðargrein til stúd- entsprófs. í kynningu Sigurborgar Kr. Hannesdóttur á námsbrautinni kom fram að ein önn af fjórum fer fram við Hússtjórnarskólann á Hallorms- stað og starfsnám er skipulagt í samvinnu við Hótel Valaskjálf og Ferðaskrifstofu íslands, sem rekur Eddu hótelin. Menntaskólinn á Egilsstöðum fékk svokallaðan „Comenius" styrk vegna verkefnis „Menningararfleifð í ferðaþjónustu í dreifbýli". Verk- efnið var unnið i samvinnu við skóla í Skotlandi og Finnlandi en ME hafði umsjón með því. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir HÓPURINN í blíðskaparveðri snemma á sunnudagsmorgni. Norðlenskar konur þinga Þórshöfn - Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn í blíð- skaparveðri hér á Þórshöfn. Þessi árlegi fundur er haldinn hjá kvenfé- lagasamböndunum til skiptis og að þessu sinni var hann haldinn í boði kvenfélagasambands N-Þingeyjar- sýslu í félagsheimilinu Þórsveri en gestgjafar voru Kvenfélagið Hvöt í Þórshafnarhreppi og Kvenfélag Þistilijarðar. Samband Norðlenskra kvenna, SNK, var stofnað árið 1914 og var Halldóra Bjarnadóttir aðalhvata- maður að stofnun þess og formaður um langt árabil. Víða var komið við á þessum aðalfundi ýmis mál- efni rædd. Meðal gesta á fundinum var Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahúss Húsavík- ur og flutti hann athyglisvert erindi um stöðu sjúkrahúsa á landsbyggð- inni. Um það spunnust líflegar umræður og samgöngumál voru þar ofarlega á baugi því bættar sam- göngur eru forsendur fyrir sam- starfi heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni. Einnig var fyrirlestur um um- hverfisvernd og var það flutt af Þorkeli Björnssyni, heilbrigðisfull- trúa á Húsavík. Kvenfélögin um landið allt hafa ávallt látið sig um- hverfismál miklu varða og hafa konurnar unnið merkt starf í gegn- um tíðina. Á vegum kvenfélaga- sambandsins í N-Þing. er í vinnslu bæklingur um umhverfisvernd sem verður sendur inn á hvert heimili þegar honum er lokið. Hugað að stöðu heimilanna Menningar- og líknarstörf af ýmsu tagi skipa stóran sess í starfi kvenfélaganna - og ekki síst það að huga að stöðu heimilanna - máttarstólpum þjóðfélagsins. Þar liggja ræturnar og standa ber vörð um að áhrif þess fari ekki þverr- andi í þjóðfélagi þar sem allt er breytingum undirorpið. Kvenfélagasamböndin hafa einn- ig gengist fyrir kynningu á íslenska þjóðbúningnum og farið í nokkra skóla í þjóðbúningi þar sem hann var sýndur og kynntur en framlag Kvenfélagasambands N-Þing. var að gefa myndbönd um íslenska þjóðbúninginn í alla grunnskóla í héraðinu. Leirbrennslu- ofn gefinn í Hulduhlíð Eskifirði - Kvenfélagið Döggin á Eskifirði gaf nýlega félagsstarfi aldraðra í Hulduhlíð leirbrennslu- ofn sem einnig nýtist til félags- starfs aldraðra á Eskifirði. Við að fá þennan leirbrennslu- ofn eykst íjölbreytni í starfinu sem er mjög mikið fyrir. T.d. er kennd- ur japanskur útsaumur, sem ekki er víða, og voru margar mjög fal- legar myndir á sýningu sem hald- in var í tilefni gjafarinnar. Kvenfélagið Döggin hefur gefið ýmsar góðar gjafir til Hulduhlíðar. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Á MYNDINNI eru f.v.: Jónína Guðnadóttir, Hulda Hannibalsdótt- ir og Karólína Kristinsdóttir frá Kvenfélaginu Dögg og Ragnar Björnsson, Aðalbjörg Guðmunsdóttir og Jónína Karlsdóttir frá félagi aldraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.