Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 43
um þá hávegu sem Kötluholtsmenn
héldu Þórarin í, að eftir að hann var
farinn suður til Reylqavíkur þóttist
sveitin mega merkja það að „greini-
lega væri Doddi í Holti að koma
heim í dag“ þegar Óli vinnumaður
þar á bænum var kominn í kirkjuföt-
in sín á virkum degi. En Ólafur Jóns-
son var einstæðingur sem þau Kötlu-
holtshjón höfðu tekið að sér og fylgdi
Kristjönu til Ólafsvíkur eftir að hún
varð ekkja öðru sinni.
Þegar Þórarinn hafði aldur til var
hann sendur í barnaskóla til Ólafs-
víkur og átti þá athvarf hjá Guð-
mundi föðurbróður sínum og Ólafíu
Sveinsdóttur, konu hans. Þar voru
kennarar Sigurvin Einarsson, síðar
alþingismaður, og séra Magnús
Guðmundsson sem talinn er að
hluta fyrirmynd Jóns prímuss í
Kristnihaldi Laxness. í skólanum
reyndist Þórarinn snarpur náms-
maður en einnig rökræðumaður
mikill, svo sem Sigurvin minntist
40 árum síðar í afmæliskvæði þar
sem hann segir barnið hafa staðið
fullorðnum á sporði í þeirri grein.
Og lauk barnaprófi einu eða tveim-
ur árum yngri en venja var.
Þórarinn fékk ungur brennandi
áhuga á stjórnmálum. Þegar hann
var 12 ára sendi læknirinn í Ólafs-
vík hann til Reykjavíkur að fá gler-
augu, og notaði hann þá hveija frí-
stund til að sitja á þingpöllum og
fylgjast með umræðum. Þar veitti
Jónas Jónsson athygli hinum
áhugasama sveini, og sendi honum
síðan Alþingistíðindi vestur í Fróð-
árhrepp. Var áhugi Þórarins svo
mikill á þeim fræðum að sagt var
að hann læsi þau meðan hann sat
yfir fé. Fyrir tilstilli Jónasar settist
Þórarinn í Samvinnuskólann haust-
ið 1931, og að loknu námi þar 1933
gerðist hann blaðamaður við Nýja
dagblaðið sem þá var nýstofnað.
Þá var hann 19 ára, og 22 ára tók
hann við ritstjórn blaðsins. Ritstjóri
Tímans varð hann tveimur árum
síðar o g gegndi því starfi óslitið uns
hann varð sjötugur 1984. Á þeim
vettvangi varð hann smám saman
helsti túlkandi stefnu Framsóknar-
flokksins auk þess sem hann átti
drjúgan þátt í að móta hana. Auk
daglegra skrifa um flokkapólitík
hélt Þórarinn úti áratugum saman
pistlum um utanríkismál og erlend
stjórnmál, sem voru meðal helstu
áhugamála hans, en jafnframt
skrifaði hann um ýmis menningar-
mál, ekki síst sögu og bókmenntir,
en hann var mikill ljóðaunnandi.
Sennilegt er að Þórarinn hefði lagt
fyrir sig sagnfræði hefði hann
gengið langskólabraut.
Ekki er ástæða til að rekja hér
margvísleg störf Þórarins að stjórn-
málum og félagsmálum, enda verða
aðrir til þess. Sennilega voru áhrif
hans þó snöggtum meiri en fram
kemur almennt, en sem höfundur
þriggja binda verks um sögu Fram-
sóknarflokksins, Sókn og sigrar,
stendur hann sjálfur jafnan í
skugga atburðanna. Kunnugir
segja að áhrif hans á stefnu og
meðferð Islendinga á ýmsum mál-
um, ekki síst utanríkis-, hafréttar-
og landhelgismálum, hafi verið
mjög veruleg.
Alúðarstarf Þórarins í garð
stjórnmála og blaðamennsku varð
honum gleðigjafi alla ævi, en hann
var líka hamingjumaður í einkalíf-
inu. Árið 1943 kvæntist hann Ragn-
heiði Vigfúsdóttur Þormar frá
Geitagerði í Fljótsdal, glæsikonu
mikilli og skemmtilegri, og entust
ástir þeirra þar til yfir lauk. Til
hennar orti Þórarinn þessa vísu:
Eitt syngur hæst í hugans duldu borg,
svo hátt og skært, að aðrar raddir þagna:
Ævi minnar örlög, gleði og sorg,
eru lögð i hendur þínar, Ragna.
Eftir að Þórarinn veiktist fyrir
átta árum, og hrakaði í skrefum
upp frá því, reyndist Ragnheiður
manni sínum hinn mesti stólpi, og
með aðstoð heilbrigðiskerfisins
tókst henni að sjá um hann heima,
þar sem hann vildi helst vera, til
hins síðasta. Enda hélt hann að
mestu fullum andlegum kröftum
þar til yfir lauk þótt hann væri
hálfblindur og nánast rúmfastur
síðustu árin, og ætti að auki erfitt
um mál. Var sjóndepurðin honum
einkum mikil raun, því allt frá barn-
æsku hafði hann verið sílesandi og
skrifandi, en gat nú hvorugt. Við
þær aðstæður varð útvarpið, og
einnig Hljóðbókasafn Blindrafé-
lagsins, honum mikil afþreying,
enda veit ég ekki til þess að hann
hafi kvartað í eitt einasta skipti
yfir þeirri sviplegu breytingu sem
í einu vetfangi hafði orðið á högum
hans, sem áður kenndi sér aldrei
meins. Sýnir það óvenjulegan skap-
gerðarþroska.
Þótt Þórarinn virtist jafnan vera
með allan hugann við félagsmálin
og iðulega fremur utan við sig, var
hann góður fjölskyldumaður og hlýr
heimilisfaðir. Eftir að börnin þijú
voru flogin úr hreiðri og búin að
stofna eigin fjölskyldu, fylgdist
hann náið með öllu, oft með dagleg-
um símhringingum, og studdi yngri
kynslóðina eftir föngum í veraldar-
vafstrinu. Og með þroska fjölgandi
bamabarna fyldist hann af áhuga
og gleði.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara,
segir skáldið, og bráðum fer mín
kynslóð sömu leið og sú sem nú er
að kveðja. Enda er ekkert við því
að segja þótt maður á níræðisaldri
skilji við þennan heim. Samt get
ég ekki annað en séð með söknuði
á bak mínum góða tengdaföður um
30 ára skeið, því með honum er
genginn mætur maður og gegn.
Hann skildi við garðinn betri en
hann tók við honum.
Sigurður Steinþórsson.
Þegar litið er yfir ævistarf afa
setur óeigingjörn og fórnfús vinna
í þágu annarra á það sterkan svip.
Flestum eru kunnug þau verk, sem
liggja eftir hann í þágu hugsjóna
hans og þess flokks sem hann taldi
þeim best borgið hjá. Hann barst
ekki mikið á sem stjórnmálamaður
og sóttist ekki eftir sérstökum við-
urkenningum sem slíkur, enda var
blaðamannstaugin ætíð sterkari og
ritvöllurinn var sá vettvangur þar
sem meðfædd vopnfimi hans nýttist
honum best og trúlega verða það
afrek hans þar og farsæll ritstjórn-
arferill sem munu halda minningu
hans á lofti um ókomna tíð.
Á seinni hluta hinnar löngu starf-
sævi sinnar tók hann að sér nýtt
verkefni, sem hann sinnti trúlega
af meiri samviskusemi og vand-
virkni en hinum daglegu störfum
sínum, án þess þó að hann slakaði
nokkuð á hvað þau varðaði. Þessi
skylda sem hann rækti af svo mik-
illi elju og ástúð var afahlutverkið
og afkomendur hans hljóta fyrst
og fremst að minnast hans sem ljúf-
asta og besta afa sem nokkurt
barnabarn getur notið þess að eiga
að. Hann vildi hag okkar allra sem
mestan og þrátt fyrir að vera önn-
um kafinn gaf hann sér alltaf tíma
til þess að fylgjast með okkur í
námi og leik og vakti stöðugt yfir
hamingju okkar og gerði allt sem
í hans valdi stóð til þess að tryggja
hana, um leið og hann læddi sér inn
í hjörtu okkar, á sinn mjúka og
yfirvegaða hátt, og sló öllu því besta
og fallegasta sem sál hans geymdi
í blóð okkar.
Velferð barnabarnanna var hon-
um ætíð ofarlega í huga og ef illa
áraði í lífsbaráttunni og daglegt
strit var að sliga okkur, var ávallt
hægt að sækja styrk og ró í grið-
land ömmu og afa við Hofsvallagöt-
una. Afi mátti alltaf vera að því
að hlusta og gefa góð ráð. Hann
innrætti mér, öðrum fremur, ást á
bókmenntum og kenndi mér að
meta mátt málsins bæði í ræðu og
riti. Hann var minn tryggasti
bandamaður í baráttunni við náms-
leiða og ráðleysi unglingsáranna.
Ef hann fann að áhugi minn á skól-
anum fór dvínandi, var hann sér-
staklega laginn við að koma mér
aftur að efninu. Hann gerði þetta
þó aldrei með skipunum eða krefj-
andi fyrirmælum, eins og fullorðn-
um hættir svo oft til þegar ungling-
ar eru annars vegar, heldur studdi
hann við bakið á mér á sinn rólega
og þó ákveðna hátt, þannig að í
raun var ég sjaldan meðvitaður um
hversu örugglega hann hélt í
strengina og átti stóran þátt í þeim
ákvörðunum sem hafa orðið mér
heilladrýgstar. Það hefur verið lær-
dómsrík og dýrmæt reynsla að fá
að fylgjast með starfi afa í rúm
tuttugu ár og njóta návistar hans.
Það veganesti sem hann skilur eftir
mun gera þann spöl sem hann get-
ur ekki leitt okkur bærilegri og svo
lengi sem við förum að dæmi hans
og setjum manngildið ofar öllu öðru
og gleymum því ekki að sá jarðveg-
ur sem það þrífst best í er vinstra
megin í lífinu verður örugglega
gengið til góðs.
Afi Þórarinn var einstakur maður
með stórt hjarta, hlaðið ást og hlýju,
sem sló til hinstu stundar fyrir okk-
ur sem eftir stöndúm og veitti okk-
ur styrk til þess að takast á við
sorgina og þennan óumflýjanlega
missi. Við fráfall afa fóru allar ljúfu
minningarnar um hann af stað. Þær
raða sér upp í hugarfylgsnunum
og leitast við að fylla tómarúmið
sem hann skilur eftir sig, en smám
saman mun sársaukinn fyrst og
fremst víkja fyrir þakklæti fyrir að
hafa notið þeirrar gæfu að fá að
vaxa og þroskast í skjóli þessa
mikla öðlings.
Hér hvílast þeir, sem þreyttir gönp luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
(Steinn Steinarr)
Þórarinn Baldur Þórarinsson.
Þegar afi dó hafði hann verið
veikur í átta ár. Ellin leikur fólk
misjafnlega, og fylgir engum
greinilegum reglum. Suma rænir
hún heilsunni hægt og bítandi, og
aðra skyndilega, suma seint og aðra
snemma. Afi gerði betur en að taka
heilsumissinum með jafnaðargeði;
þótt æ fleira yrði til þess að erfiða
honum lífið, sérstaklega þegar hann
hætti að geta lesið og fór að eiga
erfitt með að tala skýrt, var hann
oftast í góðu skapi síðustu árin,
eins og reyndar alltaf þegar ég man
eftir honum. Afi var sérlega skap-
góður að eðlisfari, og hafði mikið
skopskyn. Þó grunar mig að meira
hafi munað um það, að hann gat
litið með gleði og góðri samvisku
til baka. Löngu áður en ellin færist
yfir, verða mörg tímamót til þess
að maður lítur yfir farinn veg, og
veltir fyrir sér því sem maður hefur
gert, og ekki síður því sem maður
hefur látið ógert; og spyr sig hvort
maður hafi „gengið til góðs götuna
fram eftir veg“. Eftir því sem árin
líða fækkar tækifærum til þess að
ráða bót á því sem betur mætti fara.
Að þessu leyti var afi sérlega vel
settur. Hann hafði unnið vel meðan
honum entust kraftar og heilsa, og
áorkað í samræmi við það. Hann
var svo lánsamur að lenda „á réttri
hillu“ í upphafi starfsævi sinnar,
og gat haldið áfram þá braut þar
til hann kaus að láta af störfum.
En hann var ekki síður góður og
umhyggjusamur fjölskyldufaðir. Og
hann var sérlega góður afi. Hjá
ömmu og afa á Hofsvallagötu var
okkur barnabörnunum alltaf tekið
eins og nokkurs konar jafningjum,
a.m.k. svo langt sem ég man aftur.
Afi hafði sérstaklega mikla ánægju
af yngsta fólkinu, barnabörnunum
og síðan barnabarnabörnunum. Við
minnumst hans fyrst fyrir hvað
hann var glaður, þolinmóður og
blíður. En þegar við eltumst, fórum
við að skilja hann betur, tala við
hann eins og jafningja um heima
og geima. Og okkur þótti enn
vænna um hann.
Ef sálin þarf að standa sig á
öðru tilverustigi eftir þetta líf, höf-
um við ekki áhyggjur af að afi spjari
sig þar síður en hér. En við söknum
hans jafnmikið fyrir því.
Steinþór Sigurðsson.
Með Þórarni Þórarinssyni er horf-
inn af sjónarsviðinu sá maður sem
hvað mesta yfírsýn hafði yfir stjórn-
málabaráttu og þróun stjómmála,
menn og málefni, á íslandi frá ámn-
um fyrir síðari heimsstyijöldina allt
fram að þessum áratug. Nítján ára
gamall hóf hann störf við blaða-
mennsku. Rúmlega hálfa öld starf-
aði hann sem blaðamaður, þar af
um tvö ár sem ritstjóri Nýja dag-
blaðsins, 1936 til 1938, og 46 ár
sem ritstjóri Tímans eða frá 1938
til 1984. Sem ritstjóri eins aðal
stjórnmálamálgagns landsins sat
hann þar sem vindar samtímans
gnauðuðu án afláts í nærfellt hálfa
öld. í nærfellt hálfa öld var hann í
beinu návígi við helstu ágreinings-
mál íslensks þjóðfélags, þar sem
ekki verður undan vikist að taka
afstöðu og takast verður á við að
marka stefnuna fram á við. Nítján
ár sat hann á Alþingi íslendinga,
þar af um tíma sem formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins og sem
slíkur málsvari flokksins á þingi.
Allan starfsaldur sinn var Þórarinn
Þórarinsson í forystusveit þeirra
manna sem mörkuðu stefnu næst-
stærsta stjórnmálaafls þjóðarinnar,
Framsóknarflokksins, og hafði
þannig mikil áhrif á framvindu fjöl-
margra mála í okkar þjóðfélagi.
Hann var virtur jafnt af andstæðing-
um sínum sem samflokksmönnum
fyrir afburðaþekkingu á þjóðmálum.
Meðan Þórarinn var og hét var
fáum málum ráðið til lykta í Fram-
sóknarflokknum án þess að ráða
væri leitað hjá honum. Þegar ég
renni huganum aftur til þeirra ára
sem ég starfaði með Þórarni, sé
hann fyrir mér við skrifborðið á
ritstjóraskrifstofunni, í sæti sínu á
þingflokksfundi eða í ræðustóli, er
eins og ósjálfrátt skjóti upp í huga
mér lýsingunni á Njáli á Bergþórs-
hvoli . Margar ferðir fóru Fram-
sóknarmenn til Þórarins að leita
ráða ef mikið þótti liggja við og þar
var ekki komið að tómum kofunum.
Þórarinn Þórarinsson hefði orðið
82 ára gamall í haust ef hann hefði
lifað. Hann fæddist 19. september
1914 í Ólafsvík. Faðir hans Þórar-
inn Þórðarson drukknaði áður en
Þórarinn fæddist. Þórarinn Þórðar-
son var formaður á bát undir Jökli
og fórst innan við þrítugsaldur með
skipshöfn sinni í óveðri haustið
1914. Þórarinn ólst upp á Kötlu-
holti í Fróðárhreppi en þangað flutt-
ist móðir hans Kristjana Magnús-
dóttir er hún giftist Bjama Sigurðs-
syni bónda þar. Þórarinn lauk námi
frá Samvinnuskólanum og strax að
námi loknu lagði hann ótrauður á
braut blaðamennskunnar þar sem
hann starfaði alla ævi. Enginn vafi
er að hann hafði upplag til frekara
náms en aðstæður höguðu málum
á annan veg.
Þegar Þórarinn hóf afskipti af
stjórnmálum var Jónas Jónsson frá
Hriflu helsti áhrifamaður Fram-
sóknarflokksins og varð Þórarinn
fyrir miklum áhrifum af honum.
Þórarinn var ritstjóri Tímans þegar
átök komu upp milli Jónasar og
annarra forystumanna flokksins um
miðja öldina og hafa það vafalítið
ekki verið auðveldir tímar við leið-
araskrif. Þórarinn átti ásamt þeim
Einari Ágústssyni og Kristjáni
Benediktssyni mestan þátt í að
byggja upp fylgi Framsóknar-
flokksins í Reykjavík. Allir voru
þessir menn ólíkir. Einar var glæsi-
legur leiðtogi, vinsæll og vinmarg-
ur, Kristján leiðtogi í borgarmálum,
traustur baráttumaður og öruggur
jafnt í málflutningi og vinnu og
Þórarinn stjórnmálaritstjóri Tímans
með yfirburða þekkingu og sterka
dómgreind.
Þórarinn ritaði sögu Framsókn-
arflokksins 1916-1976 í þrem bind-
um og 1992 var að tilhlutan vina
hans gefið út ritgerðasafriið Svo
varstu til bardaga búinn. Á löngum
ferli sínum kom Þórarinn Þórarins-
son víða við en flestum ber saman
um að mesta áherslu hafi hann lagt
á utanríkismál og iðnaðarmál. Svo
víða kom hann við að ekki verður
upp talið í stuttri grein. Hann starf-
aði mikið að hafréttarmálum, sat
ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna um
hafréttarsáttmála, skrifaði mikið
um þau mál og átti þátt í stefnu-
mörkun á þeim vettvangi. Hann var
um tíma formaður utanríkismála-
nefndar alþingis, sat í útvarpsráði
og átti sæti í fjölmörgum nefndum.
Margoft var hann fulltrúi íslands
Allsheijarþingi Sameinuðu þjóð-
anna. Sem ungum manni varð mér
starsýnt á skrif Þórarins um „þriðju
leiðina". Hann var miðjumaður í
stjórnmálum. Hann skrifaði um að
bæði marxisminn og kapítalisminn
hefðu misheppnast og ef til vill lýs-
ir þessi setning viðhorfum hans
best: „Fijálshyggjan og félags-
hyggjan eiga báðar rétt á sér að
vissu marki. En finna þarf þann
meðalveg, sem tryggir frelsi hinna
áræðnu og rétt þeirra sem minna
mega sín.“
En Þórarinn skrifaði um fleiS?
en stjórnmál. Hann var víðlesinn
og áhugasviðið víðfeðmt. Ljóðelskur
var hann og í greinum hans kemur
oft fram dálæti hans á íslendinga
sögum og sögu þjóðarinnar. Ljóð
Jónasar Hallgrímssonar voru hon-
um einkar hjartfólgin.
Orð Þórarins sjálfs lýsa honum
betur en orð annarra fá gert. í einni
grein sinni sem rituð er árið 1989
segir Þórarinn: „Hvenær er þjóð illa
stödd? Hún er það, ef kuldi kæru-
leysisins kemst inn að hjarta sona
hennar og dætra, ef eldur áhugans
slokknar. Hún er það, ef einstak-
lingar hugsa fyrst um sjálfa sig,
en síðast um hag ættjarðar sinnar. »
Hún er illa stödd, ef börn hennar
hætta að berjast fyrir því sem satt
er og fagurt og gott og nytsam-
legt, án tillits til þess hvort það er
þakkað eða vanþakkað. Hún er illa
stödd, er menn gleyma því, að veg-
urinn til fullkomnunar er vegur
áræðis og atorku, vegur karl-
mennsku og drengskapar, eða eins
og Konungsskuggsjá kemst að orði:
„ef úáran kann at koma í fólkit
sjájft, sem byggir landit“.“
í formála bókarinnar Svo var?tu,
til bardaga búinn lýsir Ingvar Gísla-
son, fyrrum menntamálaráðherra,
ritstíl Þórarins svo: „hófsamlegur,
en einkennist af einurð og rögg-
semi, rökvíslegri framsetningu án
útúrdúra og málalenginga“. Hygg
ég að þar sé nokkuð nærri farið
einkennum á ritstíl hans.
Þórarinn Þórarinsson barst aldrei
mikið á, hvorki í einkalífi né mál-
flutningi. Ef lýsa á honum koma
fyrst í hugann orðin hófsamur og
vitur, traustur og vinfastur, maður
sátta, víðlesinn og_ fróður, fastur
fyrir og rökfastur. í marga áratugi
stóð hann þar sem sókn og vörn
Framsóknarflokksins í ólgusjó
stjórnmálanna var hörðust og sýndi-
sig þá oft hversu snjall bardaga-
maður hann gat verið.
Kristjana móðir Þórarins dvaldist
á heimili þeirra Ragnheiðar og Þór-
arins þegar hún kom til Reykjavík-
ur. Þangað heimsótti amma mín
hana þegar færi gafst, en faðir
Þórarins og afi minn voru bræður.
Þær voru því góðar vinkonur Krist-
jana og amma.
Oft talaði amma mín um hversu
hún hélt mikið upp á Ragnheiði.
Ragnheiður var svo hlý og vingjarn-
leg við gömlu konurnar og heimili
þeirra Þórarins myndarlegt í hví-
vetna. Hún bjó Þórarni gott heimili
og _á stóran þátt í ævistarfi hans.
Eg heimsótti Þórarin í Hátúnv
skömmu áður en hann dó. Hann j
var þar í hvíldarinnlögn. Elli kerling 1
hafði þá fellt hann á kné og ljóst f
var hvert stefndi. Hann var þó hress
vel og ræddi við mig um landsins j
gagn og nauðsynjar. Það segir
nokkuð um Þórarin Þórarinsson að
fyrstu orðin sem hann sagði við
mig er við höfðum heilsast voru:
„Jæja, hvað er að frétta úr pólitík-
inni?“
Hann helgaði líf sitt starfi sínu.
Hann setti mark á samtíma sinn
og lengi hygg ég að standa munr
orð hans að finna þurfi: „þann
meðalveg sem tryggir frelsi hinna
áræðnu og rétt þeirra sem minna
mega sín“. Ragnheiði, börnum hans
og fjölskyldu sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðm. G. Þórarinsson.
SJÁ NÆSTU SÍSU'