Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 9 FRÉTTIR Doktor í jöklafræði •ÞORSTEINN Þorsteinsson varði 29. mars sl. doktorsritgerð í jökla- fræði við Háskól- ann í Bremen, Þýskalandi. Hann hefur unnið að ritgerðinni við Alfred Wegener stofnunina í Bremerhaven þar sem stundaðar eru margvíslegar rannsóknir á heimskautasvæðum jarðar. í ritgerðinni er gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn á gerð ískristalia í hinum 3.000 m langa GRIP- ískjarna, sem boraður var á Græn- landskjökli á vegum 8 Evrópuþjóða, þ.á m. íslendinga, á árunum 1989-92. Meðal annars var sýnt fram á að breytingar á kristalstærð í jöklinum stjórnast af veðurfars- sveiflum í fornöld, gerð grein fyrir áhrifum kristalgerðarinnar á jökul- skriðið og lýst truflunum á regiu- bundinni lagskiptingu neðst í jöklin- um sem torveldað hafatúikun veð- urfarssögunnar. Þorsteinn hefur kynnt niðurstöður sínar á fjölda ráðstefna í Evrópu og Bandaríjunum og birt um þær greinar í vísindatímaritum. Ritgerð hans verð- ur á næstunni gefin út í ritröðinni Berichte zur Polarforschung. Þorsteinn er Borgfirðingur að ætt, sonur hjónanna Steingerðar Þor- steinsdóttur og Þorsteins Guðjónsson- ar. Hann er fæddur 1960, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1979 og BS-prófi í jarðeðlis- fræði frá Háskóla íslands 1986. Cand. scient. prófi í jöklafræði lauk hann við Kaupmannahafnarháskóla 1990 og tók þátt í GRIP djúpboruninni á Grænlandsjökli á vegum þeirrar stofnunar. Hann hefur tekið þátt í nokkrum leiðöngrum Alfred Wegener Instituts 1993 og hefur verið ráðinn þar til áframhaldandi starfa. Meðal verkefna hans verður þátt- taka í nýrri djúpborun sem hefst á Grænlandsjökli í sumar og rannsókn ískjama sem boraðir voru í nýlegum leiðangri á Vatnajökul. Einnig hefur hann tekið þátt í undirbúningi vegna djúpborana sem fram munu fara á Suðurskautslandinu á komandi árum. Forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklandi rætt við þarlenda ráðherra Nýjar hug- myndir til skoðunar Á FUNDI Ólafs Egilssonar, sendiherra íslendinga í Tyrk- landi, með utanríkisráðherra Tyrklands hét tyrkneski ráðherr- ann því að leggja sitt að mörkum til þess að forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklandi fengi farsæla lausn. í viðræðunum kom fram að sá seinagangur sem verið hefði á málinu samræmdist ekki ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Á fundum með dómsmálaráð- herra og utanríkisráðherra Tyrk- lands komu fram nokkrar hug- myndir um hvernig hægt væri að vinna að næsta áfanga í for- ræðismálinu. Ólafur segir að Hasíp Kaplan, lögmaður Sophiu, sé að kanna nokkrar hugmynd- anna en ekki sé tímabært að segja nánar frá þeim að svo stöddu. Ólafur átti fund með Emre Gönensay utanríkisráðherra Tyrklands á föstudag. „Hann tók mér mjög vel og ég afhenti honum bréf Haildórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra. í bréfinu er rakin þróun máls Sophiu Hansen og dætra hennar og greint frá stöð- unni nú. Þar er eindregið farið fram á að tyrkneski utanríkisráð- herrann og ríkisstjórnin beiti sér fyrir skjótri og sanngjarnri lausn málsins," segir Ólafur og bætir við að ráðherrann hafi tekið er- indinu mjög vel. „Hann hafði kynnt sér málið nokkuð fyrirfram og sagðist að fundinum loknum ætla að snúa sér að því að finna út hvernig hann gæti beitt sér í málinu með tilliti til þeirra takmarkana sem lög settu framkvæmdavaldinu." Alþjóða samningar til umræðu . Ólafur sagði að á fundinum hefði verið lögð áherslu á hvernig forræðismálið hefði náð að spilla áliti á tyrknesku réttarfari og samstarfi landanna. „Einnig hvernig sá seinagangur sem verið hefur á málinu getur ekki talist vera í samræmi við anda og ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt fólks til að fá réttláta úrlausn sinna mála innan hæfilegs tíma og sömuleiðis um rétt ijölskyldna til að halda saman. Þar heyrir undir réttur móður og dætra hennar til þess að eiga eðlilegt samneyti,“ sagði Ólafur. Fram kom að bæði dómsmála- ráðherrann og utanríkisráðherr- ann hefðu sýnt áhuga á því að forræðismálið yrði leitt til lykta sem allra fyrst. Ólafur sagði að tvímælalaust fælist ávinningur i því að tveir áhrifamiklir ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands skyldu hafa fallist á að leggja lausn málsins lið sitt. Jón Baldvin heiðursborgari ROMUALDAS Sikorskis, borgar- stjóri Vilnius, höfuðborg Litháen, hefur fyrir hönd borgarstjórnarinnar boðið Jóni Bald- vini Hannibals- syni alþingis- manni og Brynd- ísi Schram i viku- heimsókn til Lit- háen. Borgarstjórn hefur samþykkt að tilnefna Jón Baldvin sem heiðursborgara Vilnius og fer at- höfnin fram í Ráðhúsi borgarinnar föstudaginn 24. maí nk. í bréfi borgarstjóra segir m.a.: „Við viljum með formlegum hætti staðfesta það að íbúar Vilnius líta nú þegar á yður sem heiðursborgara. Við munum aldrei gleyma að þér stóðuð við hlið okkar þegar reið allra mest á. Það getum við aldrei full- þakkað.“ -----» ♦ ♦----- Laust prestsembætti BISKUP íslands hefur auglýst emb- ætti héraðsprests í Reykjavíkurpróf- astsdæmi vestra laust til umsóknar. Sr. Ingólfur Guðmundsson sem gegnt hefur því starfi hefur beðist lausnar frá og með 1. júlí nk. Um- sóknarfrestur er til 18. júní. Umsókn- um skal skila til biskups Islands, Laugavegi 31, Reykjavík. ASI kemur fram fyrir hönd allra ALÞÝÐUSAMBAND 'íslands, Banda- lag háskólamanna, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Kennara- samband íslands og Samband ís- lenskra bankamanna hafa gert með sér sarnkomulag um að Alþýðusam- band íslands taki að sér fýrir hönd allra heildarsamtaka íslenskra launa- manna að kynna efni og afleiðingar frumvarpa ríkisstjómar Islands fyrir samningsrétt og félagafrelsi launa- manna á væntanlegu þingi Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar í júní nk. Tilgangurinn er sá að vekja alþjóð- lega umræðu og viðbrögð gegn þess- ari aðfór að réttindum íslenskra launa- manna, segir í samkomulaginu. Fallegur útskriftarfatnaður Dragtir - kjólar - pils - blússur PELSINN Kirkjuhvoli • sími 552 0160 Nýkomið! r Ðmgey Laugavegi 58, sími 551 3311. Töskur - veski - seðlaveski - buddur - lyklaveski og belti. Gott verð. MaxMara Ný sending af IÍ1UJM S KIDS NEWSPIRIT Ferrari + Brum’s Ferrari vesti, Ferrari bolir, Ferrari jogginggallar, Ferrari töskur, Ferrari húfur. Sportlegur og hraður fatnaður. Mikið úrval á stráka. BARNASTÍGUR L 02-14 J Skólavörðustíg 8, sími 552 1461. 14 k gull Verð kr. 3.400 Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn Jön Sipmuníisson Skorigripaverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 sumarfatnaði Hverfisgötu 6, Reykjavík, s. 562 2862. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! NYR ÐILL OG SEÐILL BERGSTAÐASTRÆTl 37 REIAIS & SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25 CHATEAUX. HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS ÞAÐ GERUM VIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.