Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSET AKJÖR Göfuglynd heiðurskona með tónlistina í æðum sér I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hermirinn og aðgengið RÚSSÍBANAHERMIR hefur verið settur upp í borginni. Herminum var valinn staður milli Sund- laugavegar og Laugardals- laugar, og tekur hann og fylgibúnaður hans og mörg bílastæði, þau sem næst eru inngangi. Þessi stæði hafa þeir einkum notað laugargestirnir, sem er þungt um gang vegna fötl- unar eða aldurs. Fullfrískir fastagestir hafa flestir kunnað sóma sinn um þessi stæði og látið þau hinum eftir. En svo kom hermir- inn. Nú mætti herma upp á borgarmæður fagurtal þeirra um manngildi og félagshyggju, en þetta staðarval sýnist ekki á þeim orðum reist eða þá að valdið er vaxið langt ofar hinum venjulega manni. Laugardalsíaugin og aðbúnaður fyrir gesti innan dyra og utan eru því vígð, að ungir sem aldnir geti notið þeirrar heilsu- vinjar, sem Laugardals- laugin er. í Laugardalnum er nóg rými fyrir herminn, t.d. á lítið notuðum bíla- stæðum milli Laugardals- leikvangs og Laugardals- haljar. íþóttamannvirki eru dýr og ekki reist með íjárhags- lega gróðavon að leiðar- Ijósi. En þá eru þau þó arð- söm, ef margir nota og margir njóta. Allt, sem þar í mót gengur, er andstætt því, sem þau eru til ætlauð og eiga að vera. Því er þess að vænta, að stjómendur borgarinnar, sem svo fag- urt fyrr mæltu, sjái nú sóma sinn eins og flestir gestir Laugardalslaugar og leyfi Laugardalslaug að vera það sem hún á að vera: Sundstaður, sem allir geta sótt: Ungir og hraustir, en líka þeir, sem eru gamlir og er þungt undir fæti. Laugargestur Vil heyra frá Ólafi ÉG TEK undir orð Öddu í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag að gaman væri að heyra meira frá Ólafi Ragnari Grímssyni í fjöl- miðlum. Ég hef heyrt því fleygt að hann hafi færst undan því að koma fram, getur það verið rétt? Anna Tapað/fundið Úr fannst SVART Casio-tölvuúr fannst í Hæðargarði við íbúðir aldraðra sl. laugar- dag. Upplýsingar í síma 853-8501. Gleraugu fundust GLERAUGU í svartri stál- umgjörð fundust við Arn- arbakka í síðustu viku. Upplýsingar í síma 557-8606. Giftingarhringur tapaðist EINFALDUR karlmanns- giftingarhringur tapaðist fyrir nokkru. Hann gæti hafa runnið af fíngri eig- andans á gönguferð um Hlíðamar en aðrir staðir koma líka tii greina. Inn í hringinn var letrað nafnið Þorbjörg. Hafi einhver fundið hringinn er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 561-6404, en hann hefur mikið til- fmningalegt gildi fyrir eig- andann. Næla fannst SILFURNÆLA með eðal- steinum fannst í Skeija- firðinum sl. mánudag. Upplýsingar í síma 551-8933. Gæludýr Týndur köttur LÍTIL svört og hvít læða týndist í Laugarneshverf- inu sl. föstudag. Hún á heima í Vesturbænum og er merkt með rauðri end- urskinsól. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í sima 552-0436. Ásdfs (Sebastian), eða 568-6602 (Ágústa). Páfagaukur fannst LÍTILL gæfur, hvítur páfa- gaukur flaug inn um glugga í Bæjargili í Garðabæ sl. laugardag. Upplýsingar í síma 565-7447. Kettlingar TVEIR tveggja mánaða kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 551-4804 eftir kl. 19. SKAK Umsjón Margcir Pétursson og vinnur STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Madrid sem lauk um helgina. Einn stiga- hæsti skákmaður heims, Boris Gelfand (2.700), Hvíta-Rússlandi, var með hvítt og átti leik, en spánski stórmeistarinn Pablo San Segundo (2.535) hafði svart. Hvíti biskupinn á g5 er að falla með skák. En samt getur hvítur unnið: 49. f7! - Hxg5+ 50. Kf2 - Rf8 51. c6 — f3 (I' Madrid töldu menn að svartur hefði misst af jafn- tefli með 51. — Hh5! 52. c7 - Hh2+ 53. Kf3 - Hc2 54. Ha8 - Hc7 55. Hxf8 - Ke6, en hvítur getur teflt miklu betur: 52. Ha8! — Hh2+ 53. Kf3 - Hc2 54. Hxf8 - Ke6 55. Hh8! - Kxf7 56. c7! - Hxc7 57. Hh7+ og svarti hrókurinn fellur.) 52. Ha8 - Rg6 53. c7 — Hg2+ 54. Kfl og svartur gafst upp. Strax að loknu mótinu í Madrid hófst ennþá öflugra mót í Dos Hermanas. Þátt- takendur þar eru níu af tíu stigahæstu skákmönnum heims. Sá eini sem lætur sig vanta er sjáifur FIDE heimsmeistarinn, Anatólí Karpov, sem er í þriðja sæti á alþjóðlega stigalist- anum með 2.770 stig. Keppendur eru: Kramnik 2775, Kasparov 2775, ívantsjúk 2735, Kamsky 2735, Anand 2725, Topalov 2700, Gelfand 2700, Shirov 2690, Júdit Polgar 2675 og Illescas, Spáni 2.635. Skákþing íslands - Eim- skipsmótið. Önnur umferð er tefld í kvöld kl. 17 í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Farsi Víkverji skrifar... Frá Önnu Þórhallsdóttur: PÉTUR Kr. Hafstein hæstarétt- ardómari er frambjóðandi til for- setakjörs næsta kjörtímabil. Kona hans er Ingibjörg Asta Birgisdóttir. Hjónin eiga þrjá mannvænlega syni á aldrinum 17, 14 og 9 ára. Það vakti fögnuð hjá mörgum landsmönnum þegar forsetafram- boð hans barst. Þessi hjón bera með sér glæsileik og höfðinglegt viðmót. Þau eru bæði komin af þekktum íslenskum ættum sem eru mörgum ttndsmönnum kunnar. í dagblaðinu DV þ. 20. apríl sl. má sjá mynd- skreytta grein með yfirskriftinni „Úr frændgarði Péturs Kr. Haf- stein“. í grein þessari má sjá mynd- ir af mörgum þekktum íslendingum sem eru ættingjar hans. Ættgöfgi hans er tvímælalaus. Ættfaðir Haf- steinanna á Islandi var Pétur Havsteen, amtmaður á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Kona hans var Kristjana Gunnarsdóttir. Hún var dóttir Gunnars Gunnarssonar prests í Laufási, Þingeyjarsýslu. Hún var og systir Tryggva Gunn- arssonar bankastjóra. Hún var höfðingleg heiðurskona og rómuð _fyrir staðfestu og ráðdeild á amt' mannssetrinu og fyrir stuðning hennar við mann sinn á erfíðum tímum. Þessi hjón voru foreldrar Hannesar Hafstein ráðherra. Næst nefni ég eina af frænkum hans, það ér Soffía Jónsdóttir Claessen, hús- mæðrakennari, dóttir Jóns Þórar- inssonar, fræðslumálastjóra. Henn- ar maður var Eggert Claessen, hæstaréttarlögmaður. Dagblöðin hafa undanfarið verið full af fallegum ummælum um þetta forsetaefni, þennan merka mann. f>au beina kjósendum á hvem þeir skuli kjósa, hver skuli verða næsti forseti. Ég undirrituð tilheyri frændgarði beggja hjónanná. Þess vegna meðal annars hefi ég áhuga á framboði þeirra. Ég mun kjósa þau og styðja framboð þeirra af fremsta megni. Ingibjörgu Ástu þarf að kynna, hún er píanóleikari og tónlistarkennari. Þessi hugljúfa kona, eiginkona Péturs, er ættstór eigi síður en maður hennar. Frænd- garð hennar sýni ég eftirfarandi og mun ég greina frá ætt hennar og uppruna. Faðir hennar var Birgir Einarson apótekari í Vesturbæjar apóteki í Reykjavík. Hann var afar el látinn maður, hvers manns hug- úfi, greiðvikinn og góður. Faðir hans var Magnús Einarson, dýra- læknir, sem þjónaði öllu landinu. Hann barðist við að lækna dýrin í landinu. Á hans dögum voru fáir dýralæknar. Faðir hans var Einar Gíslason, bóndi og alþingismaður á Höskuldsstöðum í Breiðdal. Kona hans hét Guðrún Helga Jónsdóttir. Móðir Birgis var Ásta Einarsson sem var þekktur tónlistarkennari í Reykjavík. Hún var mikill pjanóleik- ari og orgelleikari. Frú Ásta var fædd Lárusdóttir. Faðir hennar var hálfbróðir æðsta tónskálds íslend- inga, Sveinbjarnar Sveinbjörnsson- ar prófessors, hann samdi sem vitað ~nr þjóðsönginn, „Ó guð vors lands". Hann er talinn einn fegursti þjóð- söngur allra landa. Þessi amma Ingibjargar Astu var vinkona mín og við störfuðum lengi saman við tónlistina svo henni kynntist ég vel. Háttprýði hennar var hvarvetna rómuð. Af henni mátti margt læra. Hún var að mínu mati fyrirmynd annarra kvenna í orði og verki og yndisleg var tónlist hennar sem bamabarn hennar Ingibjörg Ásta drakk í sig frá bamæsku. Góðir kjósendur! Hér er tækifæri til að _^á forsetafrú sem iðkar hina dýru list tónlistina. Músíkin gleður og göfgar mennina. Það er meining mín að þessi hýra og sviphreina kona ætti að verða næsta æðsta húsfrú landsins sem kemst til Bessastaða við hlið manns síns, Péturs Kr. Hafstein, hæstaréttar- dómara. -■ Nú nefni ég móður Ingibjarar Ástu. Hún hét Anna Egilsdóttir. Hún var hin ágætasta kona, hún var með höfðinglegt yfirbragð og var öllum kær. Faðir hennar var Egill Guttormsson, stórkaupmaður í Reykjavík, hann var öðlingsmaður og í miklu áliti meðal stéttarbræðra sinna. Kona hans var Ingibjörg Sig- urðardóttir, systir Helga Sigurðs- sonar hitaveitustjóra í Reykjavík. Þessa ömmu Ingibjargar Ástu má segja sama um og Ástu föðurömmu hennar, þær vom báðar miklar og mikilhæfar konur sem bera mátti virðingu fyrir. Þá nefni ég nafn Guðrúnar Einarsson, föðursystur hennar, hún var skólasystir mín í Kvennaskólanum í Reykjavík, hún var ein af mínum uppáhalds skóla- félögum fyrir mannkosti sína. Mað- ur hennar var Finnur Einarsson, stærðfræðikennari í Reykjavík, hann var vel metinn gæðamaður. Sonur þeirra er Magnús Finnsson, fréttastjóri Morgunblaðsins. Þessir feðgar eru afkomendur Finns Jóns- sonar biskups í Skálholti. Áframhald af frændgarði Ingi- bjargar Ástu. Hún er komin af Gíslaætt úr Suður-Þingeyjarsýslu. Sú sýsla hefur verið rómuð fyrir gáfaða menn sem þaðan hafa kom- ið. Ættfaðir Ingibjargar Ástu var Einar Ásmundsson bóndi í Nesi, Höfðahverfi. Hann var alþingis- maður og nafntogaður fræðimaður. Um hann geta menn lesið í þriggja binda riti eftir frænda hans, Arnór Sigutjónsson, rithöfund. Þar má sjá um æviferil þessa ömmubróður míns og starf hans í þágu lands og þjóðar. Amma mín var Anna Ás- mundsdóttir, Garði, Fnjóskadal. Hún átti marga afkomendur sem var duglegt og vandað fólk. Nán- asta ættfólk hennar í dalnum voru Gíslaböm Ásmundsson. Þar nefni ég þjóðþekkta menn, Ingólf Gísla- son, lækni í Borgarfirði, Garðar Gíslason, stórkaupmann Reykjavík og séra Ásmund, prest á Hálsi í Fnjóskadal. Ingólfur var faðir Ág- ústu Thors, konu Thors Thors sendiherra. Einar í Nesi var faðir Guttorms, föður Egils föður Ingi- bjargar Ástu. Gunnar var faðir Jó- hannesar biskups í Landakoti. Ætt- ingjar í Suður-Þingeyjarsýslu eru fjölmargir og nefni ég afkomendur Áuðar Gísladóttur, Þverá í Dal- mynni. Hún var gift séra Árna Jóns- syni presti í Hólmanum við Reyðar- fjörð. Af henni er mikill ættbálkur. Hún var móðir séra Gunnars Árna- sonar, prests í Kópavogi, sem var mikill fræðimaður og ljómaði af atorku. Börn Auðar voru bammörg og afkomendur hennar em myndar- fólk. Þar má nefna séra Auði Eir og dætur hennar tvær sem einnig em prestar. Þannig mætti enda- laust telja upp vandað og gott fólk sem em ættingjar Ingibjargar Ástu. Á þessu má sjá að hún er kynborin af merku fólki. Hún sæmir sér vel við hlið manns síns. Við kjósum um hana. Ég bæti einum mætum manni við ætt hennar, en það var frægur prófessor við Árósaháskóla. Þessi maður var sonur Ástu Einarson og Magnúsar Einarsonar dýralæknis og hét Lárus Einarson, prófessor í líffræði við Árósarháskóla í Dan- mörku. Einn ættingi Ingibjargar Ástu var Ingibjörg Friðgeirsdóttir, móðir þeirra sem grein þessa ritar. Hún var systkinabam við Guttorm, afa hennar. Maður hennar var Þórhall- ur Daníelsson, kaupmaður og út- gerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Þau eignuðust mörg börn og frænd- ur þeirra og vinir ern dreifðir um allt landið. Eitt barna þeirra var Daníel Þórhallsson söngvari, hans kona er Dagmar Fanndal. Það er óskandi að þessi frændgarður Ingi- bjargar Ástu nái til þeirra flestra. Þeir munu kjósa Pétur Kr. Hafstein sem forseta, ef að líkum lætur. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR, söngkona og langspilsleikari, Hrafnistu, Reykjavík. KEPPNIN í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspymu hefst í kvöld og má búast við harðari keppni í deildinni í ár en undanfarin ár þegar Skagamenn báru höfuð og herðar yfír önnur lið. Síðustu ár hafa Akur- nesingar skemmt sér konunglega yfir fótboltanum, en geta þeirra gulu og gleði hafa stundum farið í taugamar á stuðningsmönnum ann- arra liða, sem hefur fundist nóg um. Skagamenn verða örugglega meðal þeirra bestu í ár - eins og venjulega - en nokkur önnur lið em einnig líkleg til stórræða. Þar verður fyrst að nefna KR-inga, sem hafa verið að spila vel í vor, og kannski tekst þeim að komast alla leið á topp deildarinnar að þessu sinni. Dyggum bakhjörlum vesturbæjar- stórveldisins finnst fyrir löngu kom- inn tími á íslandstitil eftir tæplega þriggja áratuga bið eftir æðsta titlin- um í Frostaskjólinu. Vestmannaeyingar vom sterkir og bráðskemmtilegir í fyrra og ættu eftir öllu að dæma að verða enn betri í ár. Þá er spuming hvað Breiðablik gerir og einnig Leiftur frá Ólafsfírði. Annars má segja að aðstæður allar til undirbúnings hafi verið einstaklega góðar og því er ekki hægt annað en að búast við - og gera kröfur um - góða knatt- spyrnu þegar í upphafi móts þar sem allir eru jafnir þegar lagt er af stað. XXX ÁRUNGARNIR kalla 2. deild- ina gjarnan Reykjavíkurdeild- ina, en í ár leika fímm lið úr höfuð- borginni í deildinni. Þar byijaði boltinn að rúlla á mánudag með leik Fram og Þróttar og fyrstu úr- slit benda til fjörugrar keppni þar eins og í 1. deildinni. Þróttarar hófu reyndar leikinn á laugardaginn með heilsíðuauglýs- ingu í Morgunblaðinu þar sem stuðningsmenn Þróttara blésu í herlúðra og kölluðu eftir stuðningi sinna manna. Það var kraftur og gleði í þessari auglýsingu „köttar- anna“ sem vilja veg félags síns sem mestán. xxx RAMUNDAN er mikið íþrótta- sumar með hefðbundnum at- burðum á innlendum vettvangi og bæði Evrópukeppni í knattspyrnu í Englandi og Ólympíuleikum í Atl- anta í Bandaríkjunum. Ríkissjón- varpið sinnir þessum atburðum frá morgni til kvölds og fagna áhuga- menn um íþróttir því eðlilega. Þeir sem eru á móti þessari ein- okun íþróttanna á sjónvarpsskjá ríkisins eiga eflaust eftir að þusa yfir þessu og tala um að eðlilegt sé að hafa sérstaka íþróttarás. Sjálfsagt velta einhveijir því líka fyrir sér hvernig fólkið geti unnið með öllu þessu sjónvarpsglápi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.